Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Síða 7
Þossi hefur veríð á X-inu frá upphafi og hefur því verið í fremstu víglínu ungra geð-
sjúklinga í gegnum árín. Er reifarí, feknóbolfi, kjaftaskur og auðvifað sannur rokkari
„Byrjaði með Funkþátt Þossa
tveim vikum eftir að X-ið fór í
loftið fyrir sirka fimm árum.
Það er sosum enginn með það al-
mennilega á hreinu hvenær ná-
kvæmlega þetta byrjaði. Ailir
voru fullir og vitlausir og ekki
alveg að fylgjast með tímanum."
Þrátt fyrir að Þossi sé geðveik-
ur og tali með framandi hreim
þá hefur honum tekist að stofna
fjölskyldu. Þessi elskulegi og
sæti piltur á konu og barn. Hvað
segir Þossi um það?
„Jú, einmitt. Ég er að ala upp
og búa og svona. Að pabbast er
það jafnskemmtilegasta sem ég
geri. Ég bý annars í Kópavogi,
ólst hérna upp og líkar vel á
æskuslóðunum. Það var að vísu
ekki mikið um að vera hérna
framan af. Bara steinsteypa og
vírar út úr öllum húsum. Þegar
ég var polli var ekki einu sinni
sjoppa til að hanga í héma í
Kópavogi. En það var nú rétt
fyrir tíma pönkaranna og ég
hafði vit á því að flytja á Sel-
tjarnarnes um svipað leyti og
farið var að rita „Englaryk" upp
um alla veggi.“
Fór níundi áratugurinn illa í
Rauöu stjörnuna?
„Hann fór alla vega ekki það
illa í mig að ég væri með silfur-
litaða hanska. En ég reyndi samt
að passa þarna inn. Keypti mér
hálfuppháa Adidas-skó og mát-
aði neóngrifflur en það virkaði
ekki. Ég held ég hafi bara ekki
verið að ná þessu.“
Sem betur fer er þessi níundi
áratugur alveg horfinn og við
honum tók tíundi áratugurinn
sem byrjaði í krafti danstónlist-
arinnar.
Varstu ekki dansfifl um tima?
„Ég var reifari af guðs náð
með öllu sem því fylgdi."
Hvaö fylgdi?
„Það kom náttúrlega nýtt dóp
á markaðinn, ecstacy, og allir
héldu að þeir hefðu fundið sann-
leikann og fóra að prédika. Við
erum að ræða um dóp sem veld-
ur skynvillu og því upplifðu all-
ir þennan tíma sem eitthvað
yndislegt. En það var bara í
fyrstu tvö skiptin því eftir það
þarftu meira og meira til að
komast í réttu stemninguna. Á
endanum verður dópið aðalat-
riðið en ekki tónlistin og félags-
skapurinn. Og þá deyr bólan
endanlega. En það verður að við-
urkennast að þetta tímabil var
ofsalega skemmtilegt til að byrja
með. Það myndaðist svona tvö
hundruð manna samstilltur hóp-
ur sem var á fullu í að skemmta
sér vel. En um leið og dópið tók
yfir þá sundraðist hópurinn og
allir hættu og teknóið dó. Enda
var teknóið bara afsökun til að
taka æðislega mikið magn af eit-
urlyfium."
Nú hefur X-ið skipt um tónlist-
arstefnu?
„Já, við erum búnir að skýra
línurnar betur og einbeitum
okkur nú að því að vera harðari
og um leið rokkaðri. Tókum þá
stefnu að þjóna okkar fólki
betur. Þess má geta að það hærri
sjálfsmorðstíðni i þeim lands-
hlutum þar sem X-ið næst ekki
og það er eiginlega ástæðan sem
maður er að standa i þessu. Ég
og David Hasselhoff vinnum
við að bjarga mannslífum.”
Þaö er sem sagt ekki mikió af
negrum og teknótussum á X-inu
þetta misseriö?
„Nei, ekki mikið allavega. Hip
hoppið er bara orðið alltof
commercial og teknóið í ein-
hverri lægð þessa dagana. Dans-
tónlistin er bara búin og það
eina sem getur bjargað henni er
nýtt dóp. Það hefur enginn alls-
gáður maður áhuga á því að
dansa ofsalega vel. Þá held ég að
það sé skárra að fara út og
slammdansa. Sparka í fólk og fá
glóðarauga og svona. Það er
meiri stemning í þvi en að
þykjast vera æðislega sætur í
einhverjum teknóklúbbi."
Þú ert nú svoldiö sœtur samt?
„Já, takk. Enda er ég að vona
að myndimar hérna geti komið
mér eitthvað á framfæri. Það
væri ekki verra að komast yfir
geðveikan módelsamning og
græða fullt af peningum og
svona."
Nú ertu líka búinn að vera aö
plötusnúöast í gegnum tíðina.
Ertu eitthvaö aö troöa upp þessa
dagana?
„Ekkert frekar neitt, spila
alltaf öðru hvoru á Thomsen og
svona. Ég er 'að vísu svoldið
skrýtinn plötusnúður, er ekkert
að flækja mig í nafnarugli og
spila lög. Sem þykir mjög sér-
stakt. Það kemur jafnvel fyrir að
ég byrji bara lag á byrjuninni og
spili það til enda. Þessi dj.
stemning sem var er líka nánast
alveg horfin. Það er mjög sjald-
gæft að sjá nú orðið plötusnúð
sem vekur upp múgæsingu og
fær fólk til að hoppa og veltast
utan í hvort öðru eins og var á
reifunum í gamla daga. Þetta er
allt orðið miklu rólegra í dag.“
Er Þossi sœti, sem dreymir
módeldrauma og ekur um á Alfa
Romeo, rómantískur?
„Jæja. Ég veit það ekki. Er
viðtalið nú farið að snúast upp í
einhverja umræðu um hlutverk
kynjanna? Þessi mál eru alla-
vega frekar skýr á mínu heimili.
Ég er ekkert opnandi hurðir alla
daga en ég vaska upp og elda og
ryksuga þrátt fyrir að margir
haldi að ég sé algjör karlremba.
Það er nú bara þannig að konur
vilja vera með karlmanni en
ekki einhverri píku sem er alltaf
að tuða um hvað hún sé frábær
og yndisleg. Það er nóg að vera
rómó einu sinni í mánuði því ef
það væri oftar þá fá konur nóg.“
Eitthvaö aö lokum?
„Nei. Út í hvaða vitleysu er
þetta viðtal að leysast?"
-MT
„Um leið og dópið
tók yfir þá sundrað-
ist hópurinn og allir
hættu og teknóið dó.
Enda var teknóið
bara afsökun til að
taka æðislega mikið
magn af eiturlyfjum."
Það er hærri
sjálfsmorðs-
tíðni í þeim
landshlutum
þar sem
X-ið næst
ekki
9. október 1998 f Ókus