Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Page 9
9. október 1998 f Ókus
hlutverk með aldrínum
Meginþema Ofanljóss, sem frum-
sýnt verður í Borgarleikhúsinu um
helgina, er ástarsamband miðaldra
manns, sem leikinn er af Þorsteini
Gunnarssyni, og ungrar konu sem
er leikin af Guðlaugu Elísabetu.
Þorsteinn er eitthvað þunglyndur
yfir því að konan hans deyr og því
leitar hann Guðlaugu uppi og unga
undrið Friðrik Friðriksson kem-
ur við sögu með óvæntum hætti.
Af hverju er karlinn alltaf gamall
og konan ung í bíói og leikhúsi?
„Ég veit það ekki. Ætli þetta fari
bara ekki eftir því hver velur i
hlutverkin. í handriti að þessu leik-
riti er tekið fram að karlinn skuli
vera um fimmtugt og konan um
þrítugt. Það er samt ekki umfjöll-
unarefni í verkinu þó það sé partur
af öllu dæminu."
Er þessi aldurskipting raunveru-
leiki sem þú kannast við?
„Nei. Ég þekki engin hjón sem á
er tuttugu ára aldursmunur. En ég
er nú frekar ung og það má vel vera
að eitthvað sé um þetta þó ég hafi
ekki hugmynd um það. Það eina
sem er leiðinlegt við þetta er að það
blasir við flestum leikkonum að fá
miklu færri hlutverk eftir því sem
þær eldast.“
David Hare er með merkilegri
skáldum sem hafa verið að hjakka
þetta í gegnum tíðina. Hann hefur
skrifað fjöldann allan af leikritmn
og kvikmyndahandritum ásamt því
að skrifa og leikstýra kvikmyndinni
Wetherby sem vann Gullbjörninn á
kvikmyndahátíð Berlínar 1985.
Þekkirðu eitthvaö til þessa Davids
Hares?
„Nei, ekki mikið. En ég held að
hann sé orðinn Sir David Hare og
mjög vinsæll höfundur á föstum
samningi hjá stóru leikhúsi á West
End.“
Leikritiö Ofanljós?
„ Já, glænýtt verk. Ég held að það
hafi verið frumsýnt úti 1995. Þetta
er magnað verk um ástir og örlög.
Það er mjög erfitt að flokka það
sem slíkt því það eru hundrað flet-
ir á því. Þó segja megi að það sé
drama mætti líka segja að það taki
bara á öllu því sem gerist þegar um
er að ræða manneskjur með skoð-
anir og tilfinningar."
Varstu ekki annars aö koma frá
Moskvu?
„Jú, Feður og synir eftir Tur-
gemiev var frymsýnt þar í síðustu
viku. Það var sýnt tvisvar og gekk
rosalega vel. Mjög ánægjuleg upp-
lifun að fá þetta tækifæri. Þeir voru
líka mjög áhugasamir Rússarnir og
það var uppselt á báðar sýningarn-
ar.“
Er Moskva ekki viöbjóösleg borg?
„Hún er alla vega stór og það er
allt önnur menning í gangi þarna
og en við höfum vanist. Svo er auð-
vitað skelfilegt ástand þarna úti.
Tíu prósent þjóðarinnar eiga alla
peningana og restin á ekki bót fyr-
ir boruna á sér. Veikir, aldraðir og
fatlaðir eiga í engin hús að venda.
En þjóðin sjálf tekur þessu með
ótrúlegri ró og hugsar bara um að
lifa af eins og hún hefur alltaf
gert.“
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir útskrifaðlst frá teiklístarskólanuml 994 og hefur
verið viðioðandi Borgarieikhúsið síðan. Hún er að frumsýna Ofanljós f kvðld.
EHt af þemum verkslns er ástir eldri manns á yngri konu.
I kvöld frumsýnir Guðlaug Elísabet
leikritiö Ofanljós eftir David Hare.
Karlfauskar oq ynqismeyiar
I leikritinu Ofanljós er fjallað um ástir rúmlega mið-
aldra manns og ungrar konu. Þótt slík sambönd þyki í
raunveruleikanum frekar kjánaleg fyrir báða aðila þá
er þessi aldursmunur nánast viðtekin venja í draum-
heimum - alla vega þeim sem Hollywood vill kalla
fram. Gamlir fauskar eins og Michael Douglas líta
þannig varla við eldri konum en þrítugum. í bíói virð-
ist heppilegasti aldursmunur hjóna vera eitthvað um
þrjátíu ár, karlinn hefur
þá stælta konu að styðja
sig við inn í ellina og
konan getur gefið þeim
æskublóma sinn sem
sárast saknar hans.
Hér má sjá nokkur
dæmi um pör á heppi-
legum aldri úr völdum
bíómyndum.
61
E
Funny Face
im'im'im'Hu'tHOHi
Fred Astaire 57
Audrey Hepburn 27
To Catch a Thief
lHLlHllm.lHllHU
Cary Grant 51
Grace Kelly 25
Manhattan
iHOmlHCmtHU
Woody Allen 44
Mariel Hemingway 18
Husband and Wives
Hu'im 'Huimimim'Hu ii
Woody AÍIen 57
Juliette Lewis 19
Mighty Aphrodite
imtm'nu'imimlm ii
Woody Allen 60
Mira Sorvino 28
Everyone Says I Love You
imimim'Hmm'im n
Woody Allen 61
Julia Roberts 29
Bullworth
imimimimim'nu
Warren Beatty 61
Halle Berry 31
As Good as It Gets
'Huim'im'Huimi
Jack Nicholson 61
Helen Hunt 35
6 Days, 7 Nights
HU'HUim'HU'HU II
Harrison Ford 56
Anne Heche 29
Bugsy
tmtitomin
Warrren Beatty 54
Annete Bening 33
A Perfect Murder
imimimimimn
Michael Douglas 53
Gwyneth Paltrow 25
The Hourse Whisperer
im'im'Huimni
Robert Redford 61
Kristin Scott Thomas 38