Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Qupperneq 19
Nú um helgina er réttur mánuð- ur liðinn frá því Keikó kom heim og var látinn síga niður í kvína í Klettsvíkinni í Vestmannaeyjum. í tilefni þessa hafa forráðamenn Keikós i landi ákveðið að birta þær upptökur sem gerðar hafa verið í kvínni undanfarnar vikur, en þær eru liður í því rannsóknarstarfi sem tengist komu háhyrningsins. Upptökur þessar, sem þeir Free- Willy-Keiko-menn kalla „Dagbók Keikós", eru samtals um 70 klukkustundir, 2400 síður af prent- uðu máli, og voru þær enn sem fyrr unnar samkvæmt þýðingarfor- riti sjávarlíffræðingsins Joshua heitins Browns sem á sínum tíma var manna fremstur í túlkun hvalamáls. Að auki var hér í fyrsta sinn beitt nýrri „hraðeindartækni" sem gerir mönnum kleift að hljóð- rita hugsanir sjávardýra; skynjari les örtiðni-bylgjur sem einungis greinast í vatni og sá lestur er síð- an samkeyrður með þýðingarfor- ritinu. Útkoman er óvænt og ný sýn í persónulegt líf sjávarspen- dýra. Upptökurnar úr Klettsvík eru því tvískiptar. Annars vegar er um að ræða einræður hvalsins við sjálfan sig og hins vegar samtöl hans við gesti utan úr hafinu sem heimsótt hafa hann í kvína. Fókus birtir hér fyrstur fjöl- miðla þrjá stutta kafla úr „Dagbók Keikós“. ur? Mamma ... Mamma sagði alltaf ekki borða marglyttur. Marglyttur vondar í maga. Þarf að fara að læra að éta sjáifur. Ég er aumingi. Get samt varla opnað munninn. Harð- sperrur í kjálkavöðvum. Ahh ... Ég er aumingi. Mata sig. Ég læt mata mig. Það er síld héma líka. Síid í hvert mál. Hvað halda þeir að ég sé? Það er farið í mat núna, fjöl- miðlafólkið. Hvernig þætti Brad að borða síld sjö sinnum á dag? Á hann konu? Hann talar aldrei um sín privatmál við mig. Nei hann á ekki konu. Einhver hvala-nörd. Who wants a man like that? Fjöl- miðlafólkið. Þrjú sjónvarps-crew fyrir hádegi. Hvað er íslenska orð- ið yfir „crew“? Samt minna en ég hélt. Vonbrigði að sjá ekki neinn frá NBC. Brad sagði samt að ég hefði verið á CNN. Hvað er þetta nú aftur? Já, þorskur. Þorskur. Sá guli. Bíddu. Bíddu þorskur. Nú kemur Keikó og étur þig. Ekki svona hratt. Þorskur. Bíddu. Ohh ... Þarna slappstu naumlega. Nei nei, ekki naumlega. Ég er aumingi. Föstudaqur 11. september kl. 17.45] Var búinn að gleyma rokinu. Gamla góða rokinu. Minnir á laug- ina í Mexíkó, þegar þeir settu öldu- tækið í gang. Marina. Man Marinu. Hvar ætli hún sé núna? Hún var sæt. Ógeðslegt þetta síldarbragð í bita?“ Pabbi var töffari. Græn- lenskur djöfull. Hnísa. Hún er sæt. Hvað á ég að segja? Og svo er ég svo andfúll ömgglega. Það er síldar ógeðs lykt út úr mér. Ég skelf allur á hreifunum. Ég er pempía. Hollywood hefur eyðilagt mig. Jæja. Here we go. HNÍSA: „Hæ.“ KEIKÓ: „Hæ.“ HNÍSA: „Er verið að veiða þig?“ keikó: „Veiða mig?“ hnísa: „Já, af hverju ertu í þessu neti?“ keikó: „Þetta er kvíin mín.“ HNÍSA: „Kvíin þín?“ KEIKÓ: „Já. Ég var að koma.“ HNÍSA: „Hvaðan varstu að koma?“ keikó: „Frá Newport... Ameríku." hnísa: „Vá. Ameríku. Þú hefur ör- ugglega verið ... Varstu lengi þar? Þú talar dáldið skrýtið. Með skrýtnum hreim. Þú hefur verið lengi i Ameríku. Eru hvalir friðað- ir þar líka? Þú veist að það má ekki veiöa þig. Af hverju léstu veiða þig? Vá hvað þetta er stórt net. Þeir veiða okkur samt stundum. Hnís- urnar sko. Mamma var veidd. Eða ég hélt það. Samt var hún ekkert veidd. Hún fór bara smá. Mamma er algjör pía. Hún eltir alla báta sem hún sér. Hún fór til Vest- mannaeyja. Þú veist þama ... klettana. Eða ég sko kom þangað einu sinni. Ógeðslega langt að synda þangað. Hefur þú komið til Föstudagur 11. september_____kl. 12.20 Var búinn að gleyma hvað sjór- inn er dimmur. Dimmur. Gott. Get látið mig hverfa. Meira prívasi. Djöfuls jet-lag. Brad enn að svamla þarna uppi. Ætlar hann að vera héma i allan vetur? Af hverju varð hann ekki eftir í Newport? Orðinn þreyttur á þessum þjálfurum. Aldrei neitt að marka þá. Free Willy Keikó hvað. Samt skárra hér en í lauginni. Vil ég frelsi? Ahh ... Verkjar enn í hreifana. Harðsperr- ur í sporðinum. Hvað er þetta? Æ já ... ég man. Hvað hét þetta nú aft- munninum. Þoli ekki síld. Nei! Nei nei nei nei.... Góðan daginn gamli kall! Hnísa! Hnísa. Langt síðan maður hefur séð hnísu. Hún horfir á mig. Augnakontaktur. Ég þori ekki ... Ég syndi burt. Nei. Ég er aumingi. Samt net á milli okkar og ég þori ekki! Keikó! Fuck you! Farðu og talaðu við hana. Vonlaus í kvennamálum. Hvar er Brad? Brad kynnti mig fyrir Marinu. Líf mitt með mönnum. Hvað á ég að segja? Hvaða pick-up-lines eru not- aðar í sjónum? Ég er að fríka út. Mamma sagði aö pabbi hefði kom- ið til sín með sel í kjaftinum og sagt: „Má ekki bjóða dömunni Vestmannaeyja?" keikó: „Við ERUM í Vestmannaeyj- um.“ hnísa: „Er það? Ó já. 0, ég get ver- ið svo rugluð. Ég meinti ekki Vest- mannaeyja. Ég meinti hinar þarna M KEIKÓ: „Er ungfrúin ef til vill að tala um Færeyjar?" HNfSA: „Já, Færeyjar. Auðvitað. Færeyjar. Vá maður. Fyrirgefðu. Ég er stundum alveg úti að synda. Hvað, af hverju er hann svona lafandi, bakugginn á þér?“ keikó: „Já það? ... það var ... Ég lenti í slysi. Var að sýna í Mexíkó.“ HNÍSA: „Mexíkó? Vá. Þú talar svo furðulega. Stundum skil ég ekkert hvað þú segir. Kví og svona ... og Geximó. Þú ert skrýtinn strákur. Heyrðu ég verð að fara. Vinur minn fór að veiða handa mér. Hann verður brjálaður ef ég verð sein. Ég er alltaf sein. Ekki láta veiða þig. Sjáumst. Bæ.“ Jesus Christ. How stupid can you get? Hvemig á ég að fara að búa með þessu? Kannski bara best að vera í kvínni, með Brad. Þó hann sé enginn heimspekingur og ömurlegur kokkur þá er allavega skárra að hlusta á hann en þetta. Þvílík heimska! Og ég sem var að pæla í henni! Hún líka af annarri tegund. Perri get ég verið. Hnísur. Ljóskur hafsins. „Er verið að veiða þig?“!!! Na na na na na ... Mexíkó örugglega bara eitthvað fraktskip fyrir henni. Jesus. Hver var þessi Jesus? Brad segir þetta alltaf. Margt sem ég veit ekki. En samt. Keikó kallinn er heill stjörnufræð- ingur miðað við þetta sjávarlið. Hvernig meikaði ég þetta á sínum tíma? Ég meina, hún vissi ekki einu sinni hver ég var. Er Keikó ekkert númer hérna í sjónum? Fylgist þetta lið ekkert með? Fuck it. Jæja. Malli tómur malli. Nú syndi ég upp, í mat. Kondu nú Brad minn kæri. Farðu nú í flot- búninginn og settu síld í Keikó. Settu sild í Keikó. Elsku besti Brad minn. Og klóraðu svo kallinum þínum á bakinu eftir matinn. Keikó kemur! Keikó kemur! Look who’s coming for dinner! Föstudaqur 2. október kl. 14.0: Þrjár vikur í kvínni. Þetta er ágætt. Já já. Keikó kallinn syndir og syndir. 16 hringir í morgun. 16 eftir hádegið og bla bla bla ... Rosa- fjör hjá mér alltaf. Þorskur. Þorsk- ur. Nú skal ég ... á...og ... ah ... djöf- uls. Þetta gengur ekki lengur. Get ekki veitt. Bara kann það ekki. Ekki nema þessi dauðyfli sem Brad laumar í kvína annað slagið. Kalla það nú ekki að veiða. Þó það nú væri að maður geti slafrað í sig dauðum þorski. SEM BúiÐ er að DREPA FYRIR MANN. Þarf að æfa viðbragðið. Nei, höfrungarnir mættir aftur. Eru þetta þeir sömu? Skárra en ekkert að spjalla við þá. KEIKÓ: „Blessaðir." höfrungur 1: „Ert þú Keikó?“ keikó: „Sá er hvalurinn." höfrungur 1: „Vá. Þú ert Keikó. Strákar, ég sagði ykkur það að hann væri hérna! Ég sagði að hann væri kominn! Sagði ég það ekki? Ég meina. Þetta er Keikó! Megum við koma við þig?“ KEIKÓ: „Ef ykkur dreymir um að leggjast í mexíkanska inflúensu, þá er ykkur guðvelkomið að stinga nefinu inn I sóttkvína." höfrungur 2: „Hefur þú hitt Moby Dick?“ KEIKÓ: „Moby Dick! Ha ha ha ha ... Hef ég hitt Moby Dick? Ha ha ha ha ... þið eruð nú alveg dásamlegir drengir mínir. Moby Dick!! Ha ha ha ha ...“ HÖFRUNGUR 2: „Hvemig er að vera frægur?" keikó: „Það er, drengir mínir, ef satt skal segja, alveg ömurlegt hlut- skipti. Alveg ömurlegt. Og varla á nokkurn hval leggjandi." höfrungur 2: „Af hverju ekki?“ KEIKÓ: „Sjáið nú til dæmis þennan hljóðnema þarna? Need I say more?“ HÖfrungur 1: „Af hverju talarðu svona skringilega? Er þetta amer- iskur hreimur?" keikó: „0 nei nei, drengir mínir. Það er hinn mesti misskilningur. Þetta er nú bara gamli góði Norð- urmýrarhreimurinn. “ höfrungur 1: „Þetta er snillingur! Strákar, ég sagði ykkur það. Hval- urinn er séní!“ höfrungur 3: „Ertu hommi?" KEIKÓ: „Ef það væri nú svo gott. Nei drengir mínir, Keikó er það sem kallað er „sjálfkynhneigður." HÖFRUNGUR 2: „Sjálfkyn...eygður, hvað er það?“ KEIKÓ: „Jæja, elsku drengirnir mínir. Nú er Keikó orðinn full djúpur fyrir ykkur. Nú skuluð þið fara upp að anda.“ Hallgrímur Helgason 9. október 1998 f ÓkUS föld ánægja! Hringdu og pantaðu 16" pizzu með 5 áleggsteg. fyrir aðeins 1400 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.