Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Fréttir ÍE krefst þess að Læknafélag íslands eyði segulbandsupptökum: Hljóðrituðu í laumi - hafa sjálfir rætt um nauðsyn persónuverndar en virða ekki, segja menn íslenskrar erfðagreiningar Fundur fulltrúa Læknafélags ís- lands og íslenskrar erfðagreiningar, sem haldinn var i höfuðstöðvum lækna í Hlíðasmára i Kópavogi fyr- ir nokkrum dögum, var hljóðritaður og hafa fulltrúar fyrirtækisins og lögfræðingur þess lýst furðu sinni á þeim vinnubrögðum. Segja þeir um að ræða brot á viðurkenndum sam- skiptaháttum, þegar hljóðritaður er fundur án vitundar og samþykkis annars aðilans. Ekki hafi verið jafn- ræði með mönnum á þessum lokaða fundi, þegar annar aðilinn telur sig vera að eiga óformleg samskipti eða viðræður í trúnaði meðan hinn get- ur nýtt sér vitneskju sína um hljóð- ritun í því sem hann segir og gerir á fundinum. „Má raunar segja að steininn taki úr þegar í ljós kemur að Læknafélag íslands, sem að undanfomu hefur öðram fremur rætt um nauösyn persónuvemdar og trúnaðarsam- bands í samskiptum við lækna, skuli með svo grófum hætti brjóta gegn viðurkenndum grunnreglum í siðuðum sam- skiptum," segir Baldur Guðlaugs- son, lögmaður Is- lenskrar erfða- greiningar, í bréfi til Læknafé- lags íslands. Fundurinn sem hér um ræð- ir var haldinn í tilefni af komu erlends tölvusér- fræðings, Ross Andersons, sem hér var staddur á vegum Læknafé- lagsins. Fundurinn var haldinn að beiðni læknanna og umræðurefnið hinn miðlægi gagnagrunnur á heil- brigðissviði og verndun persónu- upplýsinga. í síðustu viku barst íslenskri erfðagreiningu vitneskja um að nafngreindir fulltrúar Læknafé- lagsins, sem fundinn sátu, ræddu það opinskátt að Læknafélagið hefði látið hljóðrita fundinn. Gæti Kári Stefánsson - taiaði opið á fundinum en var „teipaður". félagið af þeim sökum allt eins birt opinberlega allt sem fram fór á fundinum. Lögmanninum var falið að kanna hvort rétt væri. Þá átti lög- maðurinn að óska eftir að fá upptökuna af- henta eða fá hana eyðilagða í vitna viðurvist. Framkvæmda- stjóri Læknafé- lags íslands sagði í símtali við lögmanninn á fimmtudaginn að hann vissi ekki til að fundurinn hefði verið hljóð- ritaður, enda hefði hann ekki setið fundinn. Tók hann að sér að kanna málið. Á föstudaginn hringdi fram- kvæmdastjórinn í Baldur lögmann og sagði að formaðurinn mundi hafa samband við hann. í þessu Guðmundur Björnsson, for- maður Læknafé- lagsins - vill ekki afhenda spóluna eða eyðileggja hana. samtali kom fram að framkvæmda- stjórinn sagðist vita núna að fund- urinn hefði ekki verið hljóðritað- ur. Skömmu síðar hringdi sími lög- mannsins og var kollega hans hin- um megin þráðarins, Guðni Á. Haraldsson hæstaréttarlögmaður, sem hringdi á vegum Læknafélags- ins. Hann hafði aðra sögu að segja. Nefnilega að fundurinn hefði verið tekinn upp á segulband. Reglan hjá læknum væri að hljóðrita alla fundi í félaginu til að auðvelda rit- un fundargerða. Kröfu um að eyða spólunni var hafnað. Guðni sagði að upptakan yrði ekki notuð, en bætti síðan við að fulltrúar Lækna- félagsins sem fundinn sátu myndu þó styðjast við hana í frásögnum af því sem sagt hefði verið „í vitna viðurvist" á fundinum. Nú er þess krafist af íslenskri erfðagreiningu að Læknafélagið eyði umræddri segulbandsspólu frá fyrrgreindum fundi, en hún er sögð geymd í eldtraustri hirslu. -JBP Eskifjörður: Verksmiðju- met af kolmunna DV, Esldfirði: Loðnuverksmiðja Hraðfrysti- húss Eskiíjarðar hefur nú tekið á móti rúmlega 30 þúsund tonn- um af kolmunna. Þetta er meira en verksmiðjan hefur nokkru sinni áður móttekið af kolmunna. Kolmunninn fer all- ur í bræðslu og er hrein viðbót við það sem verksmiðan hefur úr að moða í loðnu og síld. Það sem af er október hefur verið landað 8.500 tonnum en í sept- ember bárust að landi 8.900 tonn. Fyrsta kolmunnanum var hins vegar landað siðari hluta aprílmánaðar. Miklar vonir eru bundnar við veiðar á kolmunna í nánustu framtíð og horfa út- gerðarmenn og eigendur loðnu- verksmiðja hýrum augum á málið. -Regína Reykur á sólbaðsstofu: Skelfing greip um sig „Ég lá í rólegheitum í Jjósa- bekknum þegar stúlka kallaði skyndilega að það væri eldrn- í húsinu. Það var bankað á allar hurðir. Þegar ég steig upp úr bekknum var mikill reykur og maður var alveg að lognast út af. Ég komst í buxumar og skreið út úr klefanum. Það var fullt af fólki og allir skelfingu lostnir,“ segir Ragnar Ottósson sem var staddur í sólbaðsstofu við Hraunberg í Reykjavík sl. föstudagskvöld. Sólbaðsstofan, sem er á þriðju hæð hússins, fylltist af reyk eftir að kveikt var í teppi á fyrstu hæð. Margt var á sólbaðsstofunni, að sögn Ragnars, þegar atvikið átti sér stað sl. fóstudagskvöld. „Þetta var mikill reykm- í fyrstu en sem betur fer sjatnaöi hann fljótlega og fólkið róaðist þegar ljóst var að enginn eldur var á hæðinni. Það var álitið að einhverjir piltar hefðu kveikt í teppi á fyrstu hæð hússins. Slökkvilið kom síðan og reykræsti sólbaðsstofuna," segir Ragnar. -RR Maður slasaðist f Vesturvör í Kópavogi í gærmorgun þegar hann fékk stóran járnbita í höfuðið. Maðurinn stóð við hlið vörubíls sem verið var að bakka út á götuna. Stór járnbiti stóð aftur af bflnum. í þann mund sem vörubíllinn bakkaði út á götuna kom flutningabfll eftir götunni og lenti á járnbitanum. Járnbitinn rann þá til og lenti á höfði mannsins. Hann var fluttur á slysadeild með talsverða áverka á höfði. DV-mynd S Nýjar upplýsingar sem Ragnar Hall rannsakar eru frá lögreglumanni í Reykjavík: Lýsti yfir vitneskju lögreglustjórans - um horfin fikniefiii - talið hæpið að upplýsingamar breyti fyrri niðurstöðum Þær nýju upplýsingar sem Ragn- ar Hall hæstaréttarlögmaður hefur fengið til að rannsaka um málefni lögreglunnar í Reykjavík er yfirlýs- ing lögreglumanns sem segist meðal annars hafa upplýst Böðvar Braga- son lögreglustjóra um að ákveðið magn fíkniefna hefði horfið úr vörslum Bjöms Halldórssonar, fyrr- um lögreglufulltrúa fikniefnadeild- ar. Hins vegar lá ekkert fyrir um það hjá lögreglumanninum hvert þau efni hefðu getað farið - í geymslu, út úr húsi eða eitthvað annað. Hér er ekki um að ræða fíkniefhi sem eru umfram þau 3,5 kíló sem embættið hefúr ekki getað gert grein fyrir. Samkvæmt upplýsingum DV er hér í raun ekki um nýja fleti að ræða því Ragnar og reyndar Atli Gíslason hafa báðir rannsakað meinta vitneskju Böðvars um horfin efni. Ekkert kom fram við rannsókn- ir þeirra sem bentu til að Böðvar hefði haft vitneskju um horfin efni. Því er ekki gert ráð fyrir að „ný rannsókn" Ragnars muni breyta ein- hverju um fyrri niðurstöður. Þessar nýju upplýsingar komu fyrst fram hjá lögreglunni í Reykja- vík. Þaðan voru þær sendar ríkislög- reglustjóraembættinu. Þar sem ríkis- lögreglustjóri starfaði á síðustu misserum sem varalögreglustjóri í Reykjavík taldist embættið vanhæft og sendi það dómsmálaráðuneytinu málið. Það hefur nú óskað eftir að Ragnar Hall rann- saki þessar nýju upplýsingar. Sögðust hafa fengið efni fyrir upplýs- ingar Samkvæmt heimildum DV hefur einnig kom- ið til álita að rann- saka framburði tveggja manna tengdra fíkniefnaheiminum sem sögðust hafa fengið fíkniefhi fyrir að veita fíkniefnalögreglunni upp- lýsingar. Eftir því sem DV kemst næst hefúr ekkert komið fram enn þá sem sannar þessa framburði. Þrálátur orðrómur hefur verið á síðustu misserum um að fíkniefna- lögreglan veitti efni fyrir upplýsing- ar um tiltekin sakamál en eins og fyrr segir hefur slíkt ekki sannast. -Ótt Björn Halldórsson. Stuttar fréttir i>v Neita áHtadrápi Fimm menn sem sakaðir eru um að hafa skotið tæplega 50 álftir í Þykkvabæ fyrir um hálfum mánuði segjast aðeins kannast við að ein álft hafi verið skotin. RÚV sagði frá. Fram með Héraðsdómur hefur úrskurðað að Búnaðarbanki Islands skuli veita Hauki Holm, fréttamanni Stöðv- ar 2, aögang að gögnum um hveij- ir gistu í íbúð bankans í Lundúnum. RÚV sagði frá. Lokað á morgun Útfor Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur forsetafrúar fer fram á morgun og hefst kl. 10.30. Útvarpað og sjón- varpað verður beint frá athöfhinni. Skrifstofur Stjómarráðsins og aðrar opinberar stofnanir verða lokað fyrir hádegi og til klukkan 13.00. Vi|ja lausn Hafín er undirskriftasöfnun á Sel- fossi þar sem skorað er á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra að taka nú þegar á vandamálum Sjúkrahúss Suðurlands og heilsu- gæslunnar áður en meira tjón hlýst af. Vandamálin tengjast fram- kvæmdastjóra og yfírsfjóm sjúkra- hússins, að mati þeirra sem að þessu standa. Minningarsjóður Forseti íslands hefur tiikynnt um að vegna fjölda áskorana verði stofnaður minn- ingarsjóður um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur til eflingar menntun og þroska ungs fólks. Nýtt starfsheiti Tillaga til þingsályktunar um nýtt starfsheiti fyrir ráðhema var til um- ræðu á Alþingi í gær. í henni er lagt til að finna starfsheiti sem teljist nothæft fyrir bæði karla og konur. Guðný Guðbjömsdóttir er flytjandi tillögunnar. Enn nýtt farslmafélag Fyrirtækið Martel ehf. hefur fengið leyfi til að reka farsímafélag á íslandi. Fyrirtækið ætlar ekki að fara í sam- keppni við farsímafélögin tvö sem fyr- ir em, heldur stækka þjónustusvæði fyrir farsíma. Bylgjan sagði frá. dagbækur Villa á sér heimiidir Verktakar Sjónvarpsins sem leita óskráðra sjónvarpstækja komu inn á heimili í Breiðholti nýlega og þótt- ust fyrst vera frá Félagsvísindastofn- un að gera skoðanakönnun en snem svo við blaðinu eftir að húsráðandi hafði sagst eiga sjónvarpstæki á heimilinu. Morgunblaðið sagði frá. Fjárdráttur Formaður Verslunarmannafélags Ámessýslu hefúr látið af störfúm eftir að staðfest hefúr verið að hann dró sér fé úr sjóöum felagsins. Boð- að hefur verið til aðalfúndar í félag- inu í næstu viku vegna málsins. Morgunblaðið sagði frá. Kartöflusvik Kartöflubóndi er grunaður um allt að 16 milljóna undanskot frá skatti á árunum 1992-1995. Um 60 manns gengu í hús fyrir bóndann og seldu kartöflumar. Morgunblaðið sagði frá. Hver segir af sér? Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnað- arsambandsins gagnrynm em- bættismenn Heil- brigðiseftirlits og VinnueftirUts fyrir slælega framögngu gagnvart Technoprom- export. Hann spyr í Morgunblaðinu í dag hver þeirri ætli að segja af sér. Lokun frestað ísl. jámblendifélagið hefur frestað því að slökkva á ofnum verksmiðj- unnar á Grundartanga til 1. nóvem- ber. Ástæðan er sú að Landsvirkjun hefúr frestað að skerða afgangsorku tU verksmiðjunnar sem áður var búið að boða. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.