Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Könnun DV á því hverja kjósendur vilja fá í landsmálapólitíkina: Flestir nefndu borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri er sá einstaklingur sem flestir vilja fá í framboð til Alþingis úr þeim hópi sem ekki er þar nú. Þá er sterkur vilji fyrir því aö fá Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington, aftur í landsmálapóli- tikina. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem fram- kvæmd var í síðustu viku. Spurt var: Hvaöa einstakling vilt þú fá í framboð til Alþingis sem ekki er þar nú? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuöborgarsvæð- is og landsbyggðar sem og kynja. Spurningin virðist hafa komið flatt upp á þátttakendur en einungis 33,2 prósent tóku afstöðu. Aðrir voru óákveðnir eða neituðu að svara. Af þeim sem afstöðu tóku vildi 14,1 prósent fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra aftur í landsmálapólitíkina. Hefur hún verulegt forskot á aðra sem nefndir voru. Jón Baldvin Hannibalsson er ofarlega í huga margra kjósenda en 9,0 prósent nefndu hans nafn. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, kom næstur á eftir Jóni Baldvin en 3,5 prósent nefndu hann. Þar á eftir komu Sverrir Her- Hvaða einstakling vilt þú fá í framboð til Alþingis sem ekki er þar nú? Inglbjörg Sólrún Gísladóttir Jón Baldvin Hannibalsson A1” : Kári Stefánsson Sverrir Hermannsson Guömundur Gunnarsson mannsson, fyrrverandi bankastjóri, og Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands íslands, en hvor um sig fékk atkvæði 3,0 pró- Kratar vilja prófkjör DV, Akureyri: A aðalfundi kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins á Noröurlandi vestra, sem haldið var um helgina, var samþykkt að ganga til form- legra viðræðna við Alþýðubanda- lag og Kvennalista um sameigin- legt framboð í kjördæminu. Þá var einhugur um það á fundinum að efnt yrði til sameiginlegs prófkjörs flokkanna vegna uppröðunar á lista framboðsins. Steindór Haraldsson, formaö- ur kjördæmisráðs Alþýðuflokks- ins, segir að vissar „girðingar" verði að hafa uppi þrátt fyrir að prófkjörsleiðin verði farin, t.d. hvað varði kynjaskiptingu og bú- setu þeirra sem veljast í efstu sæti framboðslistans. „Ég á alls ekki von á öðru en að Alþýðu- bandalag og Kvennalisti sam- þykki að fara þessa leið og sjálf- ur tel ég aö Alþýðubandalag muni fá efsta sætið eftir slíkt prófkjör," segir Steindór. Nú liggur fyrir að fjórir aðilar hafa gefið sig upp sem „kandí- data“ varðandi efstu sætin. Það eru Alþýðu- bandalagskon- umar Kristín Anna Gunnars- dóttir á Sauðár- króki og Signý Jóhannesdóttir á Siglufíröi og krat- arnir Kristján Möller á Siglu- firði og Jón Sæ- mundur Sigur- Jón Sæmundur Sigurjónsson. jónsson, starfsmaður í heilbrigðis- ráðuneytinu og fyrrverandi þing- maður á Norðurlandi vestra. Steindór Haraldsson segir að þar sem nýtt fólk sé að koma fram í sameiningarframboðinu sé próf- kjör mjög góð leið fyrir það fólk að kynna sig i kjördæminu. „Það er þörf breytinga hér, hér hafa sömu þingmennimir verið lengi í kjör- dæminu enda er allt að fara hér til helvítis,“ segir Steindór. -gk senta þátttakenda í könnuninni. Loks nefndu 2,0 prósent Áma Sigfús- son, fyrrum oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjóm, og Stefán Jón Hafstein ritstjóra. 89 nefndir á nafn Svipað hlutfall tóku afstöðu til spurningarinnar í hópi karla og kvenna. Alls vom 89 einstaklingar nefndir í könnuninni. Svör þátttak- enda tóku oftar en ekki mið af bú- setu en fólk úr nánasta umhverfi viröist ofar í huga en aðrir. Þessir vom nefndir þrisvar: Ást- þór Magnússon, Gísli Gíslason, Guð- rún Halldórsdóttir, Guðrún Péturs- dóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, Jón Sigurðsson, Kristján Júlí- usson og Smári Geirsson. Þessir vom nefndir tvisvar: Ámi Gunnarsson, Ámi Steinar Jóhanns- son, Ásdís Halla Bragadóttir, Davíö Scheving Thorsteinsson, Guðmund- ur Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Helgi Hjörvar, Jakob Bjömsson, Matthías Bjarna- son, Pálmi Matthíasson, Sigrún Stef- ánsdóttir og Valdimar Bragason Eitt atkvæði: Eftirtaldir fengu eitt atkvæði hver: Jón Steinar Gunnlaugsson, Svanur Kristjánsson, Jón Arnar Magnússon, Pétur Guðjónsson, Benedikt Davíðsson, Bubbi Morthens, Páll Óskar Hjálmtýsson, Friðrik H. Sophusson, Björgvin H. Bjömsson, Frímann Eiríksson, Páll Skúlason, Þorvaldur Gylfason, Birg- ir Ármannson, Jörmundur Ingi Han- sen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ell- ert Eiríksson, Jóhann Ársælsson, Þórhallur Sigurðsson, Pétur Ottesen, Sveinn Waage, Guðfríður L. Grétarsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafs- son, Arthur Bogason, Magnús Gunn- arsson, Ólafur Ragnarsson, Guðjón Þórðarson, Kolfmna Baldvinsdóttir, Sigurður Geirdal, Karl Sigurbjöms- son, Þórveig Kristín Árnadóttir, Steingrímur Hermannsson, Aðal- steinn Baldvinsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Júlíus Vífill Ingvars- son, Eyþór Amalds, Guðný Ýr Jóns- dóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, 111- ugi Jökulsson, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Bjarni Ármannsson, Salóme Þorkelsdóttir, Auður Eiríks- dóttir, Eiríkur Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Guðrún Jónsdóttir, Þórarinn Tyrfingsson, Gunnþórunn Jónsdóttir, María Kristinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Markús Möller, Lárentínus Kristjánsson, Smári Haraldsson, Halldór Jónsson, Bjöm Snæbjömsson, Kristjón Krist- jónsson, Ingi Bjöm Albertsson, Ingi- björg Steingrímsdóttir, Kristín Arn- alds, Pétur Pétursson, Hrafnkell A. Jónsson og Guðmundur Birgisson. -hlh Eitt þúsund á mann Mikið lifandis skelfing hefur íslenska þjóðin verið á miklum villigötum. Raun- ar alveg frá lýðveldisstofn- un. Hér hafa menn verið að hamast í alls kyns fram- kvæmdum, virkjunum, fjárfestingum og mann- virkjagerð. Og í leiðinni hafa verið eyðilagðir heilir hektarar af islenskri nátt- úra, vegir lagðir um dali og firði, fallvötnum beint í nýja farvegi og ógrynni af auðu og óspilltu landi hafa verið lögð undir húsabygg- ingar sem eru til lýta. Hreinna lýta. Svo kemur í ljós að öllu þessu hefði auð- veldlega mátt komast hjá, með því einu að íslending- ar hefðu lagt til hliðar sem nemur einum þúsundkalli á ári! Þetta segir prófessor í hagfræði, hámenntaður maöur uppi í Háskóla, sem heitir Ragnar Ámason og Ragnar færir fyrir því hagfræðileg rök að bjarga megi Eyjabökkum, þar sem nú er verið að tala um að virkja, með því einu að hver og einn borgi þúsund krónur. Þaö jafngildir arðinum af nýrri virkjun og um leið em slegnar tvær flugur í einu höggi, vegna þess að náttúran og Eyjabakkamir fá þá að vera í friði fyrir náttúruspjöllum þjóðarinnar og arðurinn verður meiri heldur en af raforkunni sem virkj- unin á að framleiða. Af hverju var okkur ekki sagt frá þessu fyrr? Hagfræöin er jú gömul vísindagrein og byggir á lögmálum sem hafa fyrir löngu verið fundin upp. Getur það veriö að hagfræðingar síðustu áratuga hafi verið svona illa að sér að geta ekki reiknað út arð af einum þúsundkalli? Eða höfðu þessir menn engan sans fyrir náttúraperlum landsins og þeim spjöllum sem unnin hafa verið, vegna þess misskilnings að þjóðin græddi á því að virkja? Okkur munar auðvitað ekkert um að borga þúsund krónur á ári til að skapa arð fyrir þjóð- ina og lifa í góðæri af þeim arði, sem þúsundkall- inn skapar. Það er miklu betri aðferð, handhæg- ari, auðveldari, hagkvæmari og umhverfisvænni, heldur en þessi ósvinna að byggja og reisa orku- ver upp um allar koppagrundir, til að græða á framleiðslunni, þar sem gróðinn er langt fyrir neðan þúsund á mann. ímyndið ykkur mistökin við Sultartanga og Þjórsárvirkjun alla, sem er tómt hagfræðilegt rugl ef marka má hagfræðinginn í Háskólanum. Svo ekki sé nú talað um þau spjöll sem unnin hafa verið í landnámi Ingólfs með því að byggja höfuðborgina í stað þess að vernda þar umhverf- ið og borga þúsund krónur til að ferðamenn hefðu getað notið þeirrcU' náttúra sem kvosin býður upp á. Nei, ég borga glaður minn þúsundkall ef menn hætta við þessa vitleysu að reisa orkuver og vegi og hús og verksmiðjur úti um allt land, þar sem náttúran er til að horfa á en ekki til að spilla. Rífum öll mannvirki og hverfum aftur til náttúrannar. Dagfari Guðrúnar Katrínar minnst Á fundi bæjarstjórnar Seltjamar- ness minntist forseti bæjarstjómar, Erna Nielsen, Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur for- setafrúar. Guð- rún Katrín sat í ýmsum nefndum fyrir bæjarfélag- ið á árunum 1978-1994 og var ötull málsvari flokks síns í bæjarmálum Seltjam- amess. Bæjarstjóm minntist for- setafrúarinnar með vinsemd og virðingu og sendir forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, og fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur Seltiminga. Á toppinn Ríkisútvarpið greindi frá því að íslendingarnir fimm, sem freista þess að ganga á fjallið Amu Dablam í Himalayafjallgarðinum, áætli að ganga á toppinn í dag. Þeir reikna með að komast upp á fjórum tím- um. Framboö hefur aukist Framboð á nautgripum til slátr- unar hefur heldur aukist síðustu vikur, þó helst á Norðurlandi en annars staðar á landinu er fram- boðið minna. Biðlisti eftir slátrun nautgripa er þó mun styttri nú en undanfarin haust. Bændablaðið greindi frá. Loftsteinn á himni Rikisútvarpið greindi frá því að skært ljós hefði víða sést á himni í fyrrakvöld. Likur benda til að loft- steinn hafi brunnið upp í gufu- hvolfinu. IOGT mótmælir Framkvæmdanefhd Stórstúku ís- lands, IOGT, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að heimila vín- veitingar í íþróttahúsum og í tengslum við íþróttakappleiki. Framkvæmda- nefndin hvetur dómsmálaráðherra til að sefja nýja reglugerð sem tekur af öll tvímæli um bann við áfengisauglýsingum. íbúð brann Slökkviliðið á Sauðárkróki var kaOað að bænum Fagranesi á Reykjaströnd í fyrrakvöld. Þar hafði komið upp eldur í lltilli íbúð á 2. hæð og urðu talsverðar skemmdir á íbúðinni. Ríkisútvarp- ið greindi frá. Dýralæknum fækkar Ný lög um dýralækna taka gildi um áramótin. Með þeim er héraðs- dýralæknum fækkað umtalsvert á Suðurlandi og á Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsvæðinu en annars stað- ar verða breytingarnar minni. Bændablaðið greindi frá. Ferðamönnum fjölgar Rannsókn sýnir að verði ráðist í Fljótsdalsvirkjun muni ferðamönn- um fjölga á Austurlandi. Ríkisút- varpiö greindi frá. Námskeið RKÍ Námskeið Rauða kross íslands um slys á bömum - forvarnir og skyndihjálp, verður haldið 21. og 22. október kl. 20-23. Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið 28. og 3. nóvember kl. 19-23. Bam- fóstrunámskeið fyrir nemendur fædda 1984-1986 verða haldin 2., 4„ 9. og 11 nóvember kl. 18-21. Skylduaðild Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands stjómarmaður í Bændasamtök- um íslands, seg- ir í viðtali í Bændablaðinu að ekki sé annað að sjá en að skylduaðild að félagssamtökum bænda sé framtíð- arfyrirkomulag. -SJ kúabænda og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.