Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 5 Fréttir Stofnfiskur hf.: Einkavæðingarnefnd latin yfirfara málið aftur Frétt DV föstudaginn 9. október af einkennilegri einkavæðingu fiskeldis- fyrirtækisins Stofnfisks, þar sem með í kaupunum átti að fylgja ríkisstyrkur upp á tæpar tvær milljónir króna á mánuði til ársloka 2006, var rædd á Alþingi í síðustu viku. Fréttin varð til þess að einkavæðingarnefnd hefur verið falið að fara á ný yfir málið. Björn Sigurbjömsson, ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, stað- festi þetta í samtali við DV sl. föstu- dag. Bjöm sagði jafnframt að Ríkis- endurskoðun hefði gert athugasemdir við ýmislegt í bókhaldi fyrirtækisins og það væri meðal þeirra álitaefna sem skoðuð yrðu. Vigfús Jóhannsson, forstjóri Stofnfisks, sagði í gærkvöld að öfundarmenn væri að eyðileggja góð viðskipti. Hann sagði að ekki væri verið að leyna einu eða neinu. „Við erum orðnir uggandi og finnst að illa hafi verið farið með okkur,“ sagði Vigfús. Stofnfiskur er hlutafélag að lang- mestu leyti í eigu ríkisins og er arf- taki Laxeldisstöðvar ríkisins í Kolla- firði. Landbúnaðarráðuneytið gerði samning um laxeldi og kynbætur á eldisfiski 6. maí 1996 og viðbótarsamn- ing 2. október sama ár. í þeim samn- ingum er endurskoðunarákvæði sem segir að samningsaðilar geti endur- skoðað samninginn með eins árs fyr- irvara miðað við áramót. í þeim samningi sem DV sagði frá og var for- senda sölu á fyrirtækinu, er hins veg- ar ekkert slíkt endurskoðunarákvæði. Sá samningur var gerður 17. april 1998. Aðeins er tilgreind samnings- upphæðin í honum, sem er eins og fyrr segir tæplega tvær milljónir á mánuði og gildistími til ársloka 2006. í samningnum frá 17. april er fjall- að um að Stofnfiskur stundi kynbætur á eldislaxi fyrir landbúnaðarráðu- neytið, beiti til þess bestu aðferðum og noti til þess minnst 200 laxafjöl- skyldur til að tryggja hámarksfram- farir. I samningnum er einungis talað um lax, en ekki minnst á aðrar eldis- tegundir, svo sem bleikju eða regn- bogasilung. Hann tekur því einungis til ræktunar og kynbóta á laxi. Stofn- fiskur hefur flutt út hrogn til Chile í nokkrum mæli, bæði lax, en einnig bleikju og regnabogasilung. Ráðuneyt- isstjóri var spurður hvort það sam- ræmdist markmiðum samningsins og hvort ekki væri verið að nota ríkis- styrkinn til þess að rækta aðrar teg- undir en þær sem samningurinn tek- ur til. Hann kvaðst ekki nægilega kunnugur þessu máli til að geta skor- ið úr um það en visaði á Vigfús Jó- hannsson, forstjóra Stofnfisks, að svara þeirri spurningu. Kaupandi afurða Stofnfisks í Chile er fyrirtæki sem heitir Patagonia. Forstjóri Stofnfisks, Vigfús Jóhanns- son, eiginkona hans, Þórdís Helga Sveinsdóttir, og Hans Kossmann í Chile eru skráðir stjórnarmenn í íyr- irtæki sem heitir Patagonia á íslandi ehf. Þetta fyrirtæki var skráð í firma- skrá 2. mars á þessu ári. Tilgangur fyrirtækisins er í firmaskrá inn- og útflutningur með fiskafurðir auk ann- ars. DV spurði Bjöm Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóra hvort hann teldi að það samrýmdist störfum forstjóra Stofnfisks að reka einkafyrirtæki í sömu viðskiptum og Stofnfiskur er í. Það er eitt af því sem við erum að at- huga,“ sagði Bjöm. Vigfús Jóhannsson sagði í gær- kvöld að margoft væri búið að leið- rétta þetta. „Fyrirtækið Patagonia er ekki í neinum rekstri og í öðru lagi var þetta í raun stofnað til þess eingöngu að efla viðskiptasambönd Chilemanna á íslandi, einkum í kringum skipasmíðar, fyrirtækið í Chile er eigandi að skipasmiðastöð þar,“ sagði Vigfús. „Ein ástæðan fyrir því að þetta kemur upp er að hópur manna berst af hörku gegn þessari einka- væðingu á félaginu. Stjómin studdi það einróma og taldi það vera rétta lausn og fyrirtækið óx og dafnaði. Þetta var rakið dæmi um það hvemig á að einkavæöa á þennan hátt. Þarna vom verkefni sem rík- isstofnanir gegndu áður fyrir helm- ingi meira fé. Einhverra hluta vegna hefur mönnum misfarist mjög að halda á þessu máli og klára það þannig að vel mætti fara. Menn hafa leikið lausum hala með upplýsingar eins og þessar, farið illa með þær og skapað tortryggni. Framtíðin var björt en vegna þess- ara óvenjulegu starfshátta kringum málið emm við að missa af tæki- færinu. Við byggðum þetta upp úr nánast gjaldþrota rekstri á sínum tíma, síðan leggst hafbeit af en við ákváðum að nýta þekkinguna með sölu á afurðunum til útlanda. Laxa- hrognin vom orðin söluvara," sagði Vigfús í gær. Hann neitaði því að bleikjuhrogn hefðu verið flutt út, aðeins laxa- og regnbogasil- ungshrogn. -SÁ/JBP Byssumenn við Nauthólsvík - reyndust vera að undirbúa árshátíð Síðdegis í gær var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um þrjá menn sem létu vígalega við Nauthóls- vík. Var sagt að þeir væru vopn- aðir. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist vera um að ræða þrjá káta pilta úr menntaskóla á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir vora með byssu, gamla herbyssu, sem raun- ar var óhlaðin. Vora piltamir að taka upp á myndband atriði sem þeir hugðust sýna á árshátíð í menntaskólanum. Lögreglan gerði byssuna upp- tæka enda reyndist ekki vera leyfi fyrir henni. Lögreglumaður á vakt sagði við D V að fólk þyrfti að láta vita og fá leyfi fyrir uppákomum af þessu tagi. Vegfarendur væra margir á þessum slóðum og fólk hefði Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um byssumenn við Naut- hólsvfk síðdegis í gær. Reyndust vera þarna á ferðinni þrír mennta- skólapiltar við undirbúning á at- riði fyrir árshátíð í skólanum sín- um. DV-mynd S hringt skelfingu lostið þegar það hefði séð menn vera að veifa byssu í kringum sig. -JSS Grand Cherokee Laredo ‘94 ek. 114 þús. km. Ásett verð: 2.690 .000. Tilboðsverð: 2.490.000. Lán til allt að 36 mán. Fyrsta greiðsla á næsta ári! Þu getur lika fengið óskabílinn þinn á VISA/EURO. Grand Cherokee Limited 94, ek. 52 þus. km. Ásett verð: 3.090.000. Tilboðsverð: 2.850.000. Peugeot 405 auto '92, ek. 124 þús. km Ásett verð: 870.000. Renault 19RN 95, ek. 76 þus. km Ásett verð: 840.000. Tilboðsverð: 700.000. Tilboðsverð: 670.000 Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 MMC Lancer st. '88, ek. 142 þús. km Ásett verð: 390.000. Tilboðsverð: 290.000. Renault 19RN '95, ek. 90 þus. km Ásett verð: 840.000. Tilboðsverð: 590.000. Lada Samara 4 d., '93, ek. 69 þús. km Ásett verð: 290.000. Tilboðsverð: 190.000. 2 554 Daihatsu Feroza '89, ek. 115 þús. km. Ásett verð: 550.000. Tilboðsverð: 450.000. Nissan Sunny 4x4 stw '95 ek. 104 þús. km. Ásett verð: 1.090.000. Tilboðsverð: 890.000. Opel Astra '97, ek. 40 þús. km. Ásett verð: 1.190.000. Tilboðsverð: 990.000. Toyota Corolla LB '89, ek. 141 þús. km. Ásett verð: 430.000. Tilboðsverð: 340.000. Nissan Sunny '89, ek. 134 þús. km. Ásett verð: 380.000. Tilboðsverð: 250.000. Oherokee Laredo '90, ek. 117 þús. km. 1 sett verð: 1.200.000. Tilboðsverð: 1.050.000. NYBYLAVEGUR VW Jetta '87, ek. 190 þús. km Ásett verð: 260.000. Tilboðsverö: 120.000. MMC Pajero st., turbo dísil ssk. Ásett verð: 780.000. Tilboðsverð: 600.000. Ford Econoline '89, ek. 156 þús. km. Ásett verð: 780.000. Tilboðsverð: 520.000. SIMI 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.