Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
UPPBOÐ
Utlönd
Stuttar fréttir i>v
Nðfn vinningshafa
birtast f DV
á miðvikudögum.
KLIPPTU ÚT'
UGO)
Karl og Camilla
í skemmti-
siglingu
Karl Bretaprins og ástkona
hans, CamiIIa Parker Bowles, fóru
í síðasta mánuði í vikulanga
skemmtisiglingu við Grikklands-
strendur ásamt vinum sínum, að
því er bresk blöð greindu frá í
gær.
„Þau voru svo sæt saman að
mér vöknaði um augu,“ sagði
starfsmaður bresku hirðarinnar í
samtali við blaðið Daily Mail.
Um miðjan næsta mánuð mun
Camilla halda stórveislu í
Highgrovekastala, sveitasetri
Karls, á fimmtugsafmæli prinsins.
Synir Karls verða meðal gestanna
tvö hundruð ásamt íjölda fulltrúa
konungsfjölskyldna Evrópu.
Atvinna í boði
Vegna aukinna umsvifa óskar
Frjáls fjölmiölun eftir að ráða í eftirtalin störf:
Umbrot
Vinna við umbrot og útlit DV.
Auglýsingar
Útlit og gerð auglýsinga.
Ljósmyndadeild
Tölvuvinnsla á myndum og Ijósmyndun.
Grafadeild
Gerð grafa, myndvinnslu og fleira.
Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word, Internetinu
og auga fyrir hönnun og uppsetningu nauðsynleg.
í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf á spennandi nútíma fjölmiðlun
og vinna við fullkomnustu og nýjustu tœki sem eru á markaðnum.
í öllum tilvikum er um vaktavinnu að ræða.
Umsóknir berist til DV, Þverholti 14, fyrir kl. 19.00
þriðjudaginn 20. október 1998, merkt: „DV-atvinna“.
Hundruð flýja árás
Hundruð Kosovo-Albana flúðu
aðfaranótt mánudags heimili sín
eftir að hersveitir Serba gerðu
stórskotaliðsárásir á bæi Alban-
anna.
Gates fyrir rétt
Réttarhöld hófust í gær í máli
bandarískra yf-
irvalda gegn
fyrirtæki Bill
Gates. Bill er
sakaður um
einokun og brot
á lögum um
hringamyndun
með því að setja
vefvafra fyrirtækis síns inn í
Windows-stýrikerfið.
Clinton hafnar
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur hafnað boði lögfræðinga
Paulu Jones um að greiða henni
sem svarar 140 milljónum ís-
lenskra króna gegn því að hún
hætti við málsókn.
D’Alema myndar stjórn
Massimo D’Alema , leiðtogi
stærsta vinstri flokksins á ítalska
þinginu, vonast til að hafa lokið
stjómarmyndun í lok vikunnar.
Uppreisn bæld niður
Stjórnarher Georgíu tókst í gær
að ná næststærstu borg landsins,
Kutaisi, úr höndum uppreisnar-
manna innan hersins.
500 brunnu til bana
Lík þeirra 500, sem bmnnu til
bana við olíuleiðslu í Nígeríu,
hafa verið sett í fjöldagröf við hlið
leiðslunnar. Ekki var hægt að
bera kennsl á líkin.
Hetti höfuðleðrinu af
Pólsk móðir fletti höfuðleðrinu
af 18 ára dóttur sinni í ölæði.
Mæðgumar höfðu rifist og er talið
að kona hafi ætlað að skera hár
dótturinnar með beittum hníf.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Þessi maöur er einn meira en fjögur hundruö manna og kvenna sem lifa viö
sorphauga suðaustur af San José, höfuðborg Miö-Ameríkuríkisins Kosta-
ríku. Fólkiö safnar saman plasti, pappír og málmhlutum sem þaö selur síö-
an í endurvinnslu. Símamynd Reuter
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Steinsholt, Leirár- og Melahreppi, þingl.
eig. Ólafur H. Ólafsson, gerðarbeiðendur
Búvélar ehf., Lánasjóður landbúnaðarins
og Rfldsútvarpið, miðvikudaginn 21.
október 1998 kl. 11.30.
Vatnsendahlíð 39, Skorradal, þingl. eig.
Rúnar Guðjón Guðjónsson, gerðarbeið-
endur Olíufélagið hf. og Tollstjóraskrif-
stofa, miðvikudaginn 21. október 1998
kl. 10.30.
SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI.
Takið þátt í
krakkapakkaleik
Kjörís og DV!
Klippið út Tigra og límið á
þátttökuseðil sem fæst á næsta
sölustað Kjörís krakkapakka.
Sendið svo inn ásamt
strikamerkjum af
krakkapökkum.
Utanríkisráöherra ísraels stóð við loforð sitt:
Neitaði að taka
í hönd Arafats
Ariel Sharon, harðlínumaðurinn
í embættl utanríkisráðherra ísraels,
stóð við fyrri heitstrengingar sínar
á mánudagskvöld þegar hann sat
andspænis Yasser Arafat, forseta
Palestínumanna, við kvöldverðar-
borð á friðarfundunum í Bandaríkj-
unum: Hann neitaði að taka í hönd-
ina á honum.
Sharon og aðrir helstu ráðherr-
amir í stjórn Benjamins Netanya-
hus, forsætisráðherra ísraels,
snæddu með Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta og Arafat í tvær
klukkustundir. Tilgangurinn var að
reyna að þoka friðarviðræðunum,
sem haldnar eru í Wye Mills í Mar-
yland, skammt frá Washington, eitt-
hvað áleiðis. Eitthvað virðist þó
vera djúpt á samkomulagi.
Clinton aflýsti tveggja daga kosn-
ingaferðalagi til Kalifomíu, sem átti
að heflast í dag, til að geta verið á
fundarstað, ef það mætti verða til að
brúa bilið milli öryggiskrafna Isra-
elsmanna og krafna Palestínu-
manna um að fá aukið land á Vest-
urbakkanum í sinn hlut.
Kvöldverðarfundinum var ætlað
að eyða þeirri miklu tortryggni sem
er milli deilendanna. Það gekk þó
ekki betur en svo, að sögn ísrael-
skra heimildarmanna, að spennan
undir borðum var áþreifanleg.
Samningaviðræðurnar hófust í
Washington á fimmtudag en síðan
var sest niður á gamalli plantekm
uppi í sveit. Bandarískir embættis-
menn þrýstu mjög á að samkomulag
tækis fyrir sunnudagskvöld.
Sprengjutilræði í ísrael í gær setti
svo strik í reikninginn.