Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 11
JL>V ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 11 „Þetta verða „portrett- tónleikar", blanda af ólíkum verkum frá ýms- um tímum sem eiga sam- eiginlegt að mér eru þau kær; mér finnst það við hæfi þegar ég syng í fyrsta sinn einsöng heima á íslandi,“ segir Guðrún Ingimarsdóttir, ung söngkona sem held- ur debut-tónleika sína í Hafnarborg annað kvöld kl. 20.30. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur undir á píanó og Áshild- ur Haraldsdóttir leikur á flautu með henni í nokkrum verkum. Guðrún er ekki komin heim alkomin, bara í heimsókn. Eftir nám hér heima hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur var hún tvö ár við nám í London og síðan þrjú ár við ein- söngvaradeild tónlistar- háskólans í Stuttgart. Þaðan lauk hún prófi í vor. Með náminu tók hún þátt í mörgum óp- eruuppfærslum og söng á fjölda tónleika, meðal annars hefur hún tekið virkan þátt í flutningi kirkjutónlistar. Fyrir tveim árum vann hún til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth söngkeppn- inni sem haldin er árlega í Þýskalandi. Hún er hú- sett í Stuttgart. „Núna er ég að reyna að fóta mig í tilverunni, syngja fyrir umboðs- menn og komast á skrá hjá þeim,“ segir hún. „Ég er komin með fjóra umba' en eitt er að fá þá og ann- að er hvort þeir gera eitt- hvað fyrir mann. En mér hefur tekist að vinna fyrir mér með tónlist og er með bókaða tónleika til áramóta 2000, alla í Þýskalandi." - Hvað langar þig mest til að gera? „Mig langar til að hafa sem allra breiðast- alla unga söngvara," svarar Guðrún. „Auðvit- að er öryggi í að vera fastráðinn en maður er mjög bundinn ef maður fer á samning, skyldugin- til að taka hlutverk sem henta manni ekki endi- lega. Svo er níðst á ung- um söngvurum i þessum húsum. Ég fæ hærri laun fyrir tvenna tónleika en í mánaðarkaup hjá óperu- húsi.“ - Ertu þá að tala um einsöngstónleika? „Nei, ekki tónleika þar sem söngvarinn kemur einn fram. Það eru bara stjörnur sem fylla sali á ljóðatónleikum. Ég er að tala um tónleika þar sem ég syng einsöng en marg- ir aðrir söngvarar koma fram líka, einsöngvarar og kórar - kammertón- leika. óperettutónleika, konsertuppfærsliu á óp- erum, kirkjutónleika af ýmsu tagi. Um jólin verð ég þó með nokkra tón- leika þar sem ég syng ein við gítarundirleik. Þetta rúllar þannig að einhver heyrir í manni og hefur samband við umboðs- mann og leggur inn pönt- un. Þýskaland er svo stórt land að tækifærin eru endalaus. En auðvit- að væri líka gaman að fá fleiri tækifæri til að syngja heima. Það er alltaf skemmtilegt að koma heim.“ Guðrún byrjar annað kvöld á sólókantötu eftir Scarlatti og aríu eftir Purcell, syngur svo Ijóða- söngva eftir Schubert, Brahms, Strauss og Bishop. Eftir hlé syngur hún lög eftir Atla Heimi Sveinsson og Hjálm- ar H. Ragnarsson og endar tónleikana á arí- um eftir Mozart, Strauss og Leonard Bern- stein. Við óskum henni góðs gengis. Guðrún Ingimarsdóttir - heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Hafnarborg annað kvöld. DV-mynd Hilmar Þór an starfsvettvang - vera frjáls og vinna við fjölbreytt verkefni að eigin vali.“ - Langar þig ekki til að komast á fastan samning hjá óperuhúsi? „Þetta er virkileg samviskuspuming fyrir Vill helst vera frjáls Norðurljós í Hafnarfirði Guðrún Óskarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Camilla Söder- berg og Ann Wallström á æfingu. Þau endurtaka tónleika sína í Hafnarborg í kvöld kl. 20.30. DV-mynd Hilmar Þór Ef einhver heldur að blokkflautan sé bara ómerkilegt smábamahljóðfæri sem aðeins sé til að búa barnið undir alvöranám í píanó- eða fiðluleik er það mikill misskilningur. Blokkflautan á sér langa og merkilega sögu, þó fáar tónsmiðar séu samdar fyrir hana í dag. Blómaskeið hennar var á sextándu og sautjándu öld, enda víða minnst á hana í verkum Shakespeares, Miltons, Pepys og fleiri. Þess má geta að Hinrik áttundi átti hvorki meira né minna en 76 blokkflautur - og spilaði á þær allar. Ótal tónverk vom skrifuð fyrir blokkflautuna í gamla daga, og á tónlistarhátíð Musica Antiqua sem ber yfir- skriftina Norðurljós og hófst síðastliðið laug- ardagskvöld í Hafnarborg, mátti heyra nokk- ur þeirra. Fyrst á efnisskránni var verk eftir Dario Castello, „Sonata quarta a tre“, þ.e.a.s. sónata nr. 4 fyrir þrjár raddir. Castello er nánast óþekkt tónskáld í dag, hann var uppi á sext- ándu til sautjándu öld og starfaði í Feneyjum. Verk hans er vel áheyrilegt og var það prýði- lega leikið af þeim Camillu Söderberg blokk- flautuleikara, Ann Wallström fiðluleikara, Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara og Snorra Erni Snorrasyni sem lék á teorba, eða theorbo, en það er stór lúta. Þess má geta að lútan er skyld gitam- um og var geysilega vinsæl fyrr á öldum; trúlega er ekkert hljóð- færi sem jafnmörg tón- verk hafa verið samin fyrir, ef píanóið er undanskilið. Lútan og semballinn vora i undirleikshlut- verki í tónsmíð Castellos; Guðrún Óskarsdótt- ir hefur fyrir löngu sannað sig sem virtúós á hljóðfæri sitt og lék frábærlega vel. Snomi Öm stóð sig líka svo vel að lútan rann full- komlega saman við sembalinn og var ekki nokkur leið að greina á milli þessara tveggja hljóðfæra. Og Ann Wallström galdraði fram þennan sára, forneskjulega hljóm úr fiðlunni sem er svo viðeigandi þegar gömul tónlist er annars vegar. Camilla Söder- berg lék á sópran- blokkflautu í verki Castellos, og hinn hvelli hljómur náði vel í gegnum þykk- an hljóðmúr semb- alsins og lútimnar. En í sónötu 1 og 12 úr fjórðu bók með sónötum fyrir tvær raddir og undirleik eftir Salomone Rossi (1570-1630), og svítu nr. 4 úr „For Several Friends" eftir Matthew Locke (1621/22-1677), skipti Camilla um hljóðfæri og lék á dýpri blokkflautur. Heyrðist þá minna til hennar. Semballinn sem notaður var fyrir hlé var ítalskur, tónninn hvass og há- vær, enda hljóðfærið galopið. Hefði að ósekju mátt hafa sembalinn háíflokaðan eða jafnvel alveg lokaðan, hann yf- irgnæfði blokkflautuna, sem var dálítið pirrandi og kom þá ósjálfrátt upp í hugann það sem hljómsveitarstjórinn irægi Sir Henry Woods sagði um sembalinn, að hann hljómaði eins og tvær beinagrindur að elskast uppi á blikkþaki. Reyndar ber að geta þess að ítalski semballinn átti að vera hávær fyrr á öldum, til em málverk af tónleikum þar sem mörg hljóðfæri, þ. á m. ítalski semballinn, spiluðu saman fylgirödd á móti einni aðalrödd blokkflautunnar, og má nærri geta að lítið hefur þá heyrst í flautunni. En það sem hljómaði vel í gamla daga virkar ekki endilega vel í dag, áheyrend- ur era öðm vanir og ber að taka tilit til þess. Önnur verk sem flutt vom á tónleikunum, vora sónata i c-moll fyrir blokkflautu, fiðlu og fylgirödd eftir Handel, sónata i a-moll fyrir sömu hljóðfæraskipan eftir Telemann, og „Asaggio a Violino Solo“ eftir Johan Helmich Roman; hann lést árið 1758 og er oft nefndur faðir sænskrar tónlistar. Umrætt verk hans er fyrir einleiksfiðlu, og var það prýðilega leikið cif Ann Wallström. Einnig vora tónsmíðar Handels og Telemanns skemmtilega fluttar, túlkunin lifandi og fjörleg, og hinn þýski semb- all sem þá var notaður var mun mýkri og þægi- legri áheyrnar en hinn ítalski. Þegar hér var komið sögu var lútan búin að draga sig í hlé og selló komið í staðinn og var það Sigurður Hall- dórsson sem lék á það af miklum ágætum. Tónlist Jónas Sen * menning Námskeið um Laxness í gærkvöldi hófst á veitingastaðnum Ála- foss fot bezt í Mosfellsbæ námskeið um tengsl Halldórs Laxness við Mosfellssveit i áranna rás. Umsjónarmaður er Bjarki Bjarnason cand. mag. Á námskeiðinu verður sér- staklega fjallað um bemskuminningar Halldórs og Innansveitarkroniku, en einnig ýmis önnur verk því lífshlaup og verk nóbels- skáldsins eru víða samofm sögu og um- hverfi Mosfellinga. Námskeiðið verður þrjú kvöld í viðbót, 21., 26. og 28. október. Eftir að því lýkur verður farið í ferð á skáldaslóðir í Mosfells- dal. Brecht á rás 1 Frumsýningu á dagskrá um Bertholt Brecht í Iðnó var frestað til næsta sunnu- dags, en á rás 1 er haldið áfram vel unnum og skemmtilegum þáttmn um þennan umdeilda rit- höfund. Þar er fjallað um ýmsar hliðar á lífi hans og list. Er hann nútimamað- ur? Hvaða augum leit hann ástina? Hver var afstaða hans til kvenna? Hverju breytti hann í leikhúsi samtímans? Þættirnir eru frumfluttir á laugardögum en endurfluttir á miðvikudögum kl. 13.05. Á morgun náum við þættinum frá síðasta laugardegi. Umræður um Óskastjörnuna í kvöld verða á Súfistanum, Laugavegi 18, leikhúsumræður um Óskastjörnuna eft- ir Birgi Sigurðsson sem nú er aftur sýnd á fjölum Þjóðleikhússins. Birgir verður sjálf- ur gestur kvöldsins og svarar fyrirspurnum viðstaddra ásamt Hallmari Sig- urðssyni leikstjóra. Melkorka Tekla Ólafsdóttír, leiklistar- ráðunautur Þjóðleikhússins, flytur inngang og leikkon- urnar Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Björnsdóttir leika stuttan kafla úr verkinu. Óskastjarnan segir frá tveimur systrum sem báðar hafa hlotið mikla list- ræna hæfileika í vöggugjöf en farið hvor sína leið í lífínu. Önnur er myndlistarkona sem hefur búið erlendis um langt skeið, hin hefur tekið við ættaróðalinu heima á ís- landi og hugsar um aldraðan föður þeirra systra. Þegar leikritið gerist er útlaginn heima í fríi og kemur þá til óhjákvæmilegs uppgjörs milli systranna. Inn i persónusöguna er fléttað á áhrifa- mikinn hátt umfjöllun um þann mikla vanda sem íslenskir bændur áttu við að etja á tíma leikritsins, árið 1986. „Raunveralega hefur þéttbýlisfólk ekki gert sér grein fyrir hvílíkur harmur varð meðal fólks sem lifði á landbúnaði við þetta hrun,“ sagði Birgir í viðtali viö DV í apríl í vor. ,,Þéttbýlisfólk hefur komist upp með að einangra sig frá sveitafólki - stundum er eins og þetta séu tvær þjóðir.“ Marlíðendur Fimmtánda ljóðabók Jóhanns Hjálmars- sonar, Marlíðendur, er komin út hjá Hörpu- útgáfunni á Akranesi. Jóhann er í fremstu röð íslenskra nútímaskálda og hafa ljóð hans vakið æ meiri athygli hér heima og ekki síður erlendis. Nýlega kom út eftir hann stórt ljóða- safn á spænsku eins og getið var á menningarsíðu í sum- ar og væntanleg eru eftir hann söfn á fleiri tungum, auk þess sem ljóð hans hafa birst í sýnisbók- um, meðal annars þeirri kinversku sem fjall- að var um hér á síðunni í síðustu viku. Yrkisefni Jóhanns í Marlíðendum koma úr nánasta umhverfi skáldsins og íslenskri nátt- úra og frá Spáni, en einnig eru þar ljóð með efni úr íslenskum fornsögum, og hið sér- kennilega nafn bókarinnar er sótt í Eyr- byggja sögu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.