Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Þrengdur kostur illmenna
Flest okkar vilja hafa frelsi til að fara þangað, sem
okkur langar til að fara, þegar við höfum tíma og pen-
inga. Við viljum ekki, að okkur sé meinað að heimsækja
staði, sem aðrir fá að koma til. Þetta gildir ekki sízt um
þá, sem hafa nóg af tíma og fé til umráða.
Langflestir staðanna, sem fólk vill fara til, eru innan
marka Evrópusambandsins. Þar eru London og París,
Kaupmannahöfh og Amsterdam, Róm og Aþena. Þar eru
Costa del Sol og Costa Brava, Mallorca og Kanarí, Algar-
ve og Lignano. Þar eru skíðalöndin í Ölpunum.
Ef handtaka hryðjuverkamannsins Pinochets í London
leiðir til, að hann verði framseldur til Spánar, þar sem
sem hann er eftirlýstur fyrir morð, er stigið mikilvægt
skref í þá átt, að illmenni heimsins þori ekki að stíga fæti
á umráðasvæði Evrópusambandsins.
Fjársterkir óþokkar hafa ýmsar ástæður til að sakna
þess að geta ekki lengur komizt til Evrópu. Sumir vilja
leita sér þar lækninga eins og Pinochet. Aðrir vilja kom-
ast í næturklúbba og fmimannsklúbba. Einhverjir þeirra
vilja sjá sögufræga staði með eigin augum.
Aukin áherzla á mannréttindi er ein afleiðing þess, að
vinstri miðjan hefur tekið völdin um nærri alla Evrópu.
Thatcher eða Mayor hefðu látið Pinochet í friði. En það
gerði Blair ekki. Hann lét taka einræðisherrann höndum
og framselur hann vonandi fljótlega til Spánar.
Ekki er einungis sanngjamt, að Pinochet mæti örlög-
um sínum á Spáni. Ekki er síður mikilvægt, að öðrum
fúlmennum heimsins séu send þau skilaboð, að þeir
skuli ekki hætta sér í þann heimshluta, sem flestir vilja
heimsækja, ef þeir hafa til þess tíma og fé.
Pinochet er einn þeirra, sem telur eðlilegt að láta
kvelja og drepa þúsundir manna, af því að þeir hafa aðr-
ar skoðanir á pólitík en hann. Hann er rakinn óþverri
eins og raunar margir fLeiri, en var svo ógætinn, að láta
nokkra Spánverja fylgja Chilemönnum í dauðann.
Erfitt er að hamla gegn því, að nótar Pinochets taki
völd á ýmsum stöðum í þriðja heiminum. Reynslan sýn-
ir, að efnahagslegar þvinganir ná takmörkuðum árangri
og koma fremur niður á saklausum almenningi en
glæpamönnunum, sem verið er að reyna að siða.
Viðskiptaþvinganir á írak draga til dæmis ekkert úr
prjáli og eyðslu Saddams Husseins, en færa almenningi í
landinu ómældar hörmungar. Þessa leið má aðeins fara
að vel athuguðu máli og með vel skilgreindum markmið-
um, sem líklega er unnt að þvinga fram.
Persónulegar þvinganir á hendur óbótamönnunum
sjálfum, nánustu ættingjum þeirra og samstarfsmönn-
um, eru hins vegar auðveldar í framkvæmd og hafa eng-
ar sjáanlegar aukaverkanir í för með sér. Heft ferðafrelsi
skerðir lífsgæði þeirra, sem eiga það skilið.
Það verður áfall fyrir úrhrök mannkyns, ef þau verða
formlega eftirlýst í einstökum löndum Evrópusambands-
ins og síðan framseld, hvar sem til þeirra næst á þessu
mikilvæga svæði heimsins. Þessi hefting ferðafrelsis er
refsing á tungumáli, sem þau skilja.
í framhaldi af réttmætri handtöku Pinochets í London
og væntanlegu framsali hans til Spánar er mikilvægt, að
lönd evrópska efnahagssvæðisins taki þessa aðferð upp á
arma sína og setji um hana fastar reglur, svo að pólitísk-
um hryðjuverkamönnum séu þær ljósar.
Handtaka Pinochets sýnir breytt gildismat með nýjum
tímum og nýjum herrum. Hún er dæmi um, að þjóðum
heims tekst stundum að stíga spor ffarn eftir vegi.
Jónas Kristjánsson
„í gömlum hverfum eru tré orðin stór og tignarleg vfðast hvar og bárujárnshúsin öldnu eru óðum að hverfa,"
segir m.a. í grein Jónasar.
Reykjavík
- borgin okkar
ar sem og Klambratún.
Tjömin og umhverfl er
perla borgarinnar. I
gömlum hverfum eru
tré orðin stór og tignar-
leg vlðast hvar og bám-
járnshúsin öldnu eru
óðum að hverfa. Ann-
aðhvort eru þau endur-
nýjuð eða ný hús reist í
staðinn. Glæsileg ný
hverfi teygja nú anga
sína til Rauðavatns og
Korpúlfsstaða. Ætla
má að faðir borgarinn-
ar, Skúli Magnússon,
yrði býsna hreykinn
sæi hann nú hvemig
umhorfs er.
„Umferöin hefur aukist geysi-
lega undanfarin ár. Borginni hef-
ur þó ekki tekist aö ganga nægi-
lega vel frá hávaöamengun á
nokkrum stöðum og fjölmargir
íbúar lifa viö óþolandi ástand án
þess aö bætt hafi veriö úr.u
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
Hefur fólk veitt
því verðuga athygli
hvað borgin er fal-
leg? Vissulega er
margt fólk of las-
burða til þess og
aðrir hafa ekki efhi
á því að fara um
borgina á fallegum
sumardegi, því mið-
ur. Margt ber fyrir
augu. Útsýni í allar
áttir, eyjar og sund
undan ströndum,
hvert öðru fegurra.
Esjan er einstök
með mikilli dýpt.
Tré og gróður
Borgin hefur tek-
ið miklum stakka-
skiptum á síðustu
áratugum. Nú er
það siður að planta
trjám við öll hús og
borgin sér um að
koma trjám fyrir
með helstu umferð-
aræðum og á opnum
svæðum sem verða
þar með lífrænni og
fegurri. Einnig hafa
mörg opin svæði
verið vel skipulögð, trjám og blóm-
um sáð og plantað með grænum og
vel hirtum grasbölum á milli víð-
ast hvar. Að sjálfsögðu er ekki öllu
lokið í þeim efnum en þess er aö
vænta. Sums staðar, eins og við
Sæbraut í noröri, hefur falleg
steinhleðsla verið lögð og gang-
braut meðfram. Við suðurhlið
borgarinnar eru gangbrautir
einnig. Laugavegurinn er blátt
áfram orðinn stórkostlegur,
göngugata að hluta til frá Skóla-
vörðustíg að Barónsstíg, en við
þann stíg neðar er fjósið gamla
sem Baróninn á Hvítárvöllmn
byggði um síðustu aldamót. Ing-
ólfstorg, Lækjartorg og torg við
Hallgrímskirkju eru til fyrirmynd-
Og þó...
Umferðin hefur aukist geysilega
undanfarin ár. Borginni hefúr þó
ekki tekist að ganga nægilega vel
frá hávaðamengun á nokkrum
stöðum og fjölmargir íbúar lifa viö
óþolandi ástand án þess að bætt
hafi verið úr. Enn fremur hafa
verið leyfðar nýjar byggingar utan
skipulags eða illa skipulagðar og
hafa breytt forsendum fjölmargra
íbúa til útsýnis og lífsrýmis. Þótt
flugvöllur verði áfram þarf að gera
margt á því svæði öllu. Flugstööin
gamla er óviðunandi með öllu.
Nauthólsvík er enn ófrágengin og
margt er til óprýðis en sjórinn
mun sundhæfur með tilliti til
sýkla. Hvað með loforð borgar-
stjóra um sund yfir víkina?
Mannlífið skapar deilur eins og
vera ber. Mikill gróandi er á fjöl-
mörgum sviðum athafha fólks.
Blaða- og bókaútgáfa er með ein-
dæmum fyrir litla borg. Leikhús-
verk eru flutt í þremur leikhúsum
og víðar. Kafíihús hafa sprottið
upp eins og gorkúlur og vínveit-
ingastaðir eru fleiri en nokkum
grunaði. Margir telja það af hinu
illa. Ástandið í Austurstræti að
næturlagi og hinar tíðu líkams-
árásir eru ljótur blettur á borg-
inni. Hvort það fylgi breytingum í
vínveitingaleyfum eða ekki, er
ósannað mál. „O tempora, o mor-
es“: sögðu Rómverjar. Eða: Þvílík-
ir tímar, þvílíkir siðir. Þetta hef-
ur víst alltaf verið sagt. Uppeldi
bama og ungliriga og ástand á
heimilum koma einnig við sögu.
Miðlægar skoðanir
Um fátt er meira rætt en mið-
stöð gagnagrunna erfðaefna
(miðlægur er óskiljanlegt) og
þátt Kára Stefánssonar í því sam-
bandi. Nýlega birti þýska sjón-
varpsstöðin ZDF frétt um málið.
Þar var sagt að Kári ætlaði sér
að koma upp einstæðri „súper“
gagnagmnnsmiðstöð sem heimil-
aði honum að skyggnast inn í
erfðatengda sjúkdóma með áður
óþekktum hætti. Fréttin var í aðal-
atriðum rétt en lituð sterkum lit-
um. Hún var borin undir Kára
sem sagði hana lýsa fremur hugs-
unarhætti og menningu Þjóðverja.
Það hefur verið leiðinlegur plag-
siður margra í engilsaxnenskum
þjóðum að senda glósur í garð áð-
umefndrar þjóðar vegna fortíðar.
Kári þekkir hana og margbreytni
til botns hvorki meira né minna.
Umsögn hans líkist meir fyrirætl-
unum hans með erfðaefni Islend-
inga og hugsunarhætti en um-
ræddri þjóð.
Jónas Bjamason
Skoðanir annarra
Skattaóværan af skemmtistöðunum
„Það hefur lengi verið viðurkennd staðreynd að
margir óprúttnir einstaklingar hafa komist upp með
stórfefld skattsvik og svindl við rekstur skemmti-
staða og veitingahúsa. Tekjum hefur verið stungið
undir stól ... Svindl og svik af þessu og ýmsu öðru
tagi hafa gefið þessari starfsemi ömurlegt orðspor
sem samtök heiðarlegra atvinnurekenda í greininni
hafa reynt að spoma við ... í sumum tilvikum er þeg-
ar búið að ákæra veitingamenn fyrir skattalaga- og
bókhaldsbrot sem nema jafnvel tugum milljóna
króna ... Þeir sem vinna að þessum málum viður-
kenna hins vegar fyrstir manna að enn sé langt í
land að hreinsa óværuna af þessari vaxandi atvinnu-
grein.“
Elías Snæland Jónsson í Degi 17. okt.
Land á vogarskálum
„í aldarlok er sú spuming áleitin hvemig þjóðin
eigi að nýta sér náttúruauðæfi í óbyggðum; auðæfi
sem þjóðin hefur til þessa haft þokukenndar hug-
myndir um. En nú er spurt af þunga og þess veröur
varla langt að bíða að stefna til framtíðar verði
mörkuð; landkostimir em svo að segja á vogarskál-
um. Eigum við að virkja allt það vatnsafl sem rann-
sóknir benda til að geti verið fysilegur kostur, eða
eigum við að vemda þessi ósnortnu víðemi?... Það
hlýtur að vera krafa landsmanna að rækilega séu
kynntir virkjunarkostir og rannsóknir sem á að ráð-
ast í. Hefur það verið gert? Ef svo er, þá hefur það
ekki verið að gagni.“
Gísli Sigurðsson í Lesbók Mbl. 17. okt.
Kristleg útvarpsstöð?
„Að sjálfsögðu er engin þörf á því frekar en öðrum
útvarps- eða sjónvarpsstöðvum á vegum ríkisins.
Ríkið á ekki að reka fjölmiðla. Kirkjan á að treysta
fjölmiðlum almennt til þess að segja frá því sem inn-
an hennar vébanda er að gerast og það sem kirkj-
unnar menn ættu frekar að einbeita sér að er hvem-
ig þeir geta best staðið að því að koma boðskap sín-
um á framfæri við fjölmiðlana - og þar með fólkið í
landinu."
Ólafur Hauksson í Degi 17. okt.