Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 13 Herfin í kartöflu- garði Neptúns Fyrir nokkru ræddi ég í útvarpsþætti um vöntun á upplýsingum um áhrif togveiða á sjávarbotninn innan fiskveiðilögsögunnar. Ég hef lengi verið þeirr- ar skoðunar að menn hafi skipt sér of lítið af því hve mikið og hvar er togað með botn- vörpu. Orð mín voru aðeins hugleiðingar og hugvekja þar sem bein- ar athuganir vantar að mestu og staðreyndir því fáar á borði. Ég líkti heildarmyndinni við þá sýn sem blasa myndi við ef nokkrar dráttar- vélar ækju í sífellu um risastóran kartöflugarð með herfi en við sætum á garð- vegg uppi og veltum vöngum yfir brokkgengri uppskerunni. Annar áhyggjufullur; í brúnni Daginn eftir útvarpsþáttinn hringdi til mín skipstjóri á togara og sagðist hafa sömu áhyggjur og ég. Hann nefndi að hann og allmargir starfsbræður hans hefðu gert meira en að reyna að safna fiski í trollið á hugsanlega við- kvæmum gróður- og uppeldissvæð- .............. um. Hann sagðist hafa notað stórar dræsur úr keðjum, bobbingum og gömlum toghlerum til þess að Kjallarinn slétta botn og brjóta niður fyrirstöður, m.a. á Reykjanes- hrygg, t.d. þar sem eru þekkt kóralla- svæði. Skipstjórinn sagði menn hafa talið sig vera að ryðja óæskilegum hindrunum, aðal- lega hraunkarga, úr togslóðinni og auð- vitað ekki tengt að- ferðimar neinu hættumati varðandi botnlæga lífríkið og uppeldi seiða eða ungfiska. Umhverfisvæn botnvarpa? Upplýsingar um skemmdir á áþekkum kóralsvæð- um: við Noreg hafa vakið athygli. Myndir sem sýndar eru vekja viss- an óhug. Þá er víst um skemmdir vegna beinna veiða að ræða og að- allega á jöðrum svæðanna. Ekki veit ég hvað Norðmenn hyggjast Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur „Eitt er að hafa áhyggjur af áhrif- um veiöiaöferðarinnar á „kart- öflugarð Neptúns“ en annað að hafa enn meiri áhyggjur út af „jarðýtuvinnslu“ á sjávarbotnin- um sem kannski er mun alvarlegri en veiðarnar.u gera en hér hefur Hjörleifur Gutt- ormsson mælt fyrir þingsályktun um að rannsaka skuli hvernig vega að sjómönnum eöa sjávarútvegin- um. Sjómönnum og öðrum er akkur að fara vel með auðlind- ina okkar. Fer botninn illa? „Nútíma myndtækni hefur gert mönnum kleift að fylgjast með trolli meðan togað er.“ - í brúnni á togaranum Gyili ÍS. þessum málum er almennt háttað hjá okkur en fengið lítið brautar- gengi. Eitt er að hafa áhyggjur af áhrif- um veiðiaðferðarinnar á „kart- öflugarð Neptúns" en annað að hafa enn meiri áhyggjur út af ,jarðýtuvinnslu“ á sjávarbotnin- um sem kannski er mun alvarlegri en veiðamar. Það verður að kanna hvað gert hefur verið í þessum efnum öllum og fá vitneskju um hve miklar togveiðar sjávarbotn- inn innan 200 mílna lögsögunnar þolir í raun og veru þannig að há- marksafrakstur fáist á hverjum tíma. Með þessu er ekki verið að Nútíma myndtækni hefur gert mönnum kleift að fylgjast með trolli meðan togað er. Augljóst er að þungavaran fremst í trollinu og hluti trollnetsins sjálfs brýtur fyrirstöður, rífúr og plægir upp gróður, drepur eða skemmir botndýr, eyðir ef til vill hrognum í klaki, hrekur burt seiði og smáfisk og þyrlar upp botnsetinu. í raun er ekki vitað hve tjónið er alvar- legt; þ.e. hve lengi lífríkið er að jafná sig. Þá má ætla að gróðurfar og dýralíf breytist á vinsælli togslóð vegna síendurtek- inna togferða yfir hana. Auðvitað þolir hvert vistkerfí tiltekið álag en því miður höfum við harla lítið um að segja hve mikið álagið við botnvörpuveiðamar er nú til dags. í ljósi alls þessa er spumingin einfaldlega þessi: Að hve miklu leyti ræðst afrakstur fiskimiðanna af álagi botnvörpu á botninn og líf- ríkið á honum og viö hann? Það hlýtur að vera æskilegt að kosta nokkru til að fá viðunandi áreið- anlegt svar og breyta eftir því. Ari Trausti Guðmundsson Vinstrihreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn íslenska flokkakerfið er í end- urskoðun og almenningur stendur frammi fyrir gjörbreyttu landslagi í stjómmálum þegar hann gengur að kjörborðinu næst. Ný samfylk- ing jafnaðarmanna er í burðar- liðnum eftir að leiðtogum Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista tókst á undraverðum tíma að samræma sjónarmið sín í veigamiklum málum. Eftir að hafa varpað stefnu fyrri ára fyrir róða og öðlast nýja sýn á veruleik- ann var samið um nýjar skoðanir á málefnum líðandi stundar og ný- fenginni sannfæringu komið á framfæri með sameiginlegum málefnagmndvelli. Geri aðrir bet- ur. Splunkuný kynslóð Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki þótt hægrislagsíðan sé komin í 60' og forysta flokksins sé nánast eins og útibú Sjálfstæðis- flokksins. Á landsbyggðinni mun Framsóknarflokkurinn undan- tekningarlaust tapa fylgi til allra sem hugkvæmist að bjóða fram. í Reykjavík er engu aö tapa. Sjálfstæðisflokkurinn er á fjórða breytingaskeiðinu frá því hann var stofnaður. Frjálshyggju- öflin hafa rutt öllum gömlu lands- byggðarhöfðingjunum úr vegi og afmáð það mannúölega yfirbragð sem þeir gáfu flokknum þar til yf- ir lauk. Um leið og núverandi for- ysta byrjar að meyma verður henni skipt út fyrir splunkunýja kynslóð sem gefur hvergi eftir og lætur sér ekki bregða þótt fé- lagsleg þjónusta sé mulin mjölinu smærra. Nokkrir stórlaxar íhalds- irls þjást af frá- hvarfseinkenn- um og hafa stofn- að sérstakan stjómmálaflokk til að veita hver öðram áfalla- hjálp eftir að hafa verið hafnað af stuttbuxnadeild Sjálfstæðis- flokksins. Vel útfærð stefhuskrá Frjálslynda flokksins snýst um að koma kvótalausum skipum inn í landhelgina og næsta vist að meg- inþema flokksins verði baráttan gegn spillingu í þjóðfélaginu. í versta falli fær hann hlutverk meðhjálparans i næstu hægrist- jórn. Eftirspurn kjósenda ekki fullnægt Þeir sem héldu að hægt yrði að skipta kjósendum á milli sín, rétt eins og hlutabréfum eða markaðshlut- deild, hafa komist að raun um annað. Þótt Alþýðubandalagið sé orðið stofuhæft hjá E vrópusam bandinu og Atlantshafs- bandalaginu, Fram- sóknarflokkurinn sé búinn að þurrka af sér landsbyggðar- rykið, Sjálfstæðis- flokkurinn leggi fé- lagshyggjuplötuna á fóninn fyrir kosn- ingar og Frjálslyndi flokkurinn elski alla, þá er eftir- spuminni samt ekki fúllnægt hjá kjós- endum. Frekar sætu sumir heima en að kjósa á milli þessara afla. Þeir sem óttast fákeppni á stjómmálasviðinu geta andað létt- ar. Vinstrihreyfmgin mun bjóða fram á landsvísu og vonandi lífgar hún upp á framboðsfundina sem haldnir verða úti í kjördæmunum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu að sem flest sjónarmið komi fram og tekist sé á um stefn- ur og málefni, en ekki einstak- linga. Róttækur vinstriflokkur sem stendur vörð um félagshyggju og réttlæti, afl sem mótar stefnu í umhverfismálum og stendur við hana, valkostur sem boðar nýjar leiðir og hefur hugmyndaflug er það sem við þurfum. Markmið hinnar nýju vinstri- hreyfingar er að skapa mótvægi við steinrunnið flokka- kerfi sem eltist við ímyndaða fáfræði kjós- enda og óttast fátt eitt eins mikið og að tapa atkvæðum. Það sem kjósendur eiga rétt á að vita er hvað stjórn- málaflokkarnir ætla að gera að loknum kosningum en ekki hvað einstaka fram- bjóðendum þykir að stefna beri að og end- urskoða þurfi og kanna þurfi nánar og svo skýla menn sér á bak við alþjóðasátt- mála eða stinga mál- um í nefndir sem oft á tíðum er ætlað annað hlutverk en að kom- ast að niðurstöðu. Vinstriflokkur sem leggur fram raunhæfar hugmyndir og þorir að horfast i augu við kjósendur þarf ekkert að óttast. Miðjuflokkur sem hefur enga stefnu aðra en aö gera öllum til h'æfis er gagnslaust verk- færi í höndum Sjálfstæðisflokks- ins. Valið stendur því á milli frjálshyggjuaflanna annars vegar og félagshyggjuaflanna hins vegar. Miðjuflokkarnir sem skipa sér í milliriðil takast á um sama fylgið. Að lokum bítast þeir um að fá að stjórna með Sjálfstæðisflokknum. Fræðilega séð verður þá hægt að spara þann mikla kostnað sem hlýst af alþingiskosningum og láta kjaradóm ákvarða hlutfóllin á þingi. Ragnar A. Þórsson. „Sjálfstæðisflokkurinn er á fjórða breytingaskeiðinu frá því hann var stofnaður. Frjálshyggjuöflin hafa rutt öllum gömlu lands- byggðarhöfðingjunum úr vegi og afmáð það mannúðlega yfírbragð sem þieir gáfu fíokknum þar til yfír lauk.“ Kjallarinn Ragnar A. Þorsson starfar við ferðaþjónustu Með og á móti Vegatollar til umferöar- stjórnunar Breyttar áherslur Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. „Tillaga okkar er ekki sú að auka almenna gjaldtöku á umferð- ina heldur þvert á móti. Ætlunin er í fyrsta lagi að kanna leiðir sem gætu leitt til breyttra áherslna í gjald- tökunni. Sú um- ræða er að verða háværari að menn nýti fjármuni hins opinbera sem best. Þess vegna er það augljóst mál þegar upp kemur sú staða að umferðar- mannvirki ráða ekki við umferð- ina stuttan tíma á degi hverjum að ekki sé skynsamlegt að leggja fram stórfé til að bæta þar úr heldur reyna að leita annarra leiða, svo sem eins og þeirra að stýra umferð- inni meö því að beita mismunandi vegtollum. í þriðja lagi er unnt með þessum hætti að draga verulega úr útblæstri á mengandi efúum frá umferðinni sem er einn sá þáttur sem við íslendingar verðum að glima við á næstu ámm, enda ligg- ur fyrir aö þriðjungur af hættuleg- um útblæstri út i andrúmsloftið kémúr írá umferöinni. Hugmyndir af þessu tagi eru aö ryðja sér æ meira til rúms á erlendum vett- vangi og þess vegna er ekki seinna vænna fyrir okkur íslendinga að hyggja að þeim. Þau eru flókin og á margan hátt vandmeðfarin og því er nauðsynlegt að byrja aö skoöa þau og vinna í þeim eins og tillag- an gerir ráð fyrir.“ Álögur á borgarbúa Fyrir vegagjöldum viðurkenni ég tvær forsendur. Annars vegar er það sú að um sé að ræða valkosti um samgönguleiðir milli tveggja staða, eins og t.d. Hvalfjarðar- göngin em, svo dæmi sé nefnt. Hin forsendan er sú að verið sé að flýta gerö mannvirkja sem annars yrðu ekki byggð á til- teknu tímabili. Þetta eru grund- Árni Sigfússon, vallarforsend- formaður FÍB. umar en mér sýnist vera hætta á að fylg- ismenn vegatolla séu úti að.aka, eða ætli sér að vera það á kostnað íbúa höfuöborgarsvæöisins, því að 70% tekna til vegagerðar koma það- an nú þegar. Þetta er stóri vandinn í hnotskum og því hlýtur að verða spurt hvort til standi að íþyngja höfuðborgarbúum énn frekar með vegatollum. { greinargerð með þingsálýktunártillögunni er reynd- ar gefið til kynna að vegatollar komi að einhverju leyti í stað nú- verandi fjáröflunar til vegagerðar. Það mál þarf þá að ræða nánar og í því sambandi verður spurt hvort verið sé að tala um það aö lækka beina skatta á bíla og taka upp ein- hvers konar notkunarskatta á um- ferð, svipaða og em nú þegar á eldsneyti, eða em menn einungis að velta vöngum yflr vegatollum sem umferðarstjómunartæki? Vissulega er þörf á því aö stýra um- ferðmni meira en gert er en það á ekki að gera meö þvi að innheimta greiðslur. Það er hægt að stýra um- ferð með öðrum hætti.“ -SÁ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.