Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Page 14
14
Fólk
sem a
sjónvarp
Sjónvörp skipa heiðursess á
flestum heimilum. Þó eru til
örfáir sérvitringar sem ekki
vilja eiga sjónvarp og
leggja margar og persónulegar
ástæður til grundvallar.
Tilveran grennslaðist fyrir um ástæður
Gunnhildur Una Jónsdóttir myndlistarnemi blaðar í listasögubók. Sjónvarpið vill hún hins vegar
ekki sjá. DV-mynd S
sjónvarpsleysisins hjá þremur einstakling-
um sem ekki eiga sjónvarp.
Brynjar Karlsson hefur verið án sjónvarps í næstum fimm ár og kann því
vel. DV-mynd Teitur
Gunnhildur Una Jónsdóttir myndlistarnemi:
Erlent blaður og innlent kjaftæði
Nei, það er ekkert sérstakt
prinsipp hjá mér að eiga
ekki sjónvarp, mér finnst
bara frekar leiðinlegt að horfa á
það,“ segir Gunnhildur Una Jóns-
dóttir myndlistamemi, en hún er
ein þeirra sem ekki eiga þetta al-
genga heimilistæki. „Þegar ég fór
að búa ein voru sumir sem spurðu
mig með vorkunn í rómnum hvort
þeir ættu að reyna að leysa vand-
ann, en það hvarflaði ekki að nein-
um að ég vOdi frekar vera án tæk-
isins. Fólk varð jafnvel hálfmóðgað
þegar ég afþakkaði æ ofan í æ göm-
ul rykfallin sjónvarpstæki sem
höfðu verið dregin upp úr gleymd-
rnn kössum í geymslum. í fyrra lét
ég undan þrýstingi fjöldans og þáði
að láni agnarsmátt tæki og hélt að
ég yrði eitthvað betur upplýst. Svo
þegar ég áttaði mig á því að ég var
búin að þurrka rykið af kassanum
vikulega í hálft ár án þess að
kveikja nokkru sinni á því, skilaði
ég tækinu. Þannig að nú er ég aft-
ur farin að móðga hina og þessa
sjónvarpslánara út i bæ.“
Gunnhildur segir að það sé alis
ekki einangrandi að eiga ekki sjón-
varp eins og sumir virðist halda,
þvert á móti tali maður frekar við
fólk á kvöldin og geri eitthvað upp-
byggilegt heldur en að láta mata
sig. Ef það gerist eitthvað merki-
legt í dagskránni megi svo alltaf
bjóða sér í heimsókn á sjónvarps-
heimili.
„Mér þykir tíminn svo dýrmæt-
ur að ég get ekki hugsað mér að
eyða honum í sjónvarpsgláp. Það
eru svo margar bækur sem ég á eft-
ir að lesa og miklu notalegra að
hlusta á góða tónlist og hugsa en
að sitja yfir erlendu blaðri og inn-
lendu kjaftæði. Ég fylgist með frétt-
um í útvarpinu og morgunfréttirn-
cir á Rás eitt eru það besta sem ég
get hugsað mér að vakna við. Svo
ef ég vil sjá myndir af ónýttum her-
þotum NATO eru alltaf öðru hvoru
ágætar myndir af þeim í blöðun-
um.“
Gunnhildur segist þrátt fyrir allt
hafa alist upp á eðlilegu sjónvarps-
heimili. Hún man til dæmis eftir
mikilli angist sem greip hana þeg-
ar hún var sex ára í heimsókn hjá
afa sínum og ömmu, sem aldrei
hafa átt sjónvarp, og missti af
Stundinni okkar. „En síðan þá hef-
ur sjónvarpsþörf ekki verið eitt af
því sem plagar mig og ég vona að
hún berji seint að dyrum.“ segir
Gunnhildur.
-þhs
r
Asdís Arnardóttir sellóleikari:
Truflar friðinn á heimilinu
Brynjar Karlsson eðlisfræðingur:
Margir vorkenna mér
að vorkenna mér margir
óskaplega og fólk er sýknt og
heilagt að bjóðast til að gefa
mér gömul sjónvörp. Ég afþakka
jafnan slík boð enda finnst mér sjón-
varpsleysið afar þægilegt. Það eru
nokkur ár síðan ég seldi sjónvarpið
mitt og kannski var það vegna þess
að ég er svolítill sjónvarpsfikill i
mér. Það kom fyrir að maður eyddi
drjúgum tíma i að horfa á alls kyns
rusl. Það rann síðan upp fyrir mér
að dagskráin í sjónvarpi væri meira
og minna tímasóun," segir Brynjar
Karlsson eðlisfræðingur.
Brynjar segist enda engan tíma
hafa fyrir sjónvarpsgláp ofan á
mikla vinnu sína auk þess sem
hann sé að gera upp heila íbúð.
Sjónvarpið hefur þó einu sinni
nýst honum vel. „Ég bjó i sjö ár í
Frakklandi og þá horfði ég talsvert
á sjónvarp enda sjónvarpsgláp kjör-
in leið tU að læra tungumál. Nú,
þegcir ég kunni frönskuna, þá fannst
mér sjónvarpið aftur vera til mikiil-
ar óþurftar.“
Það er langt frá því að Brynjar
fylgist ekki meö þjóð- og heimsmál-
um en hann segist gjama hlusta á
sjónvarpsfréttir í útvarpi. „Maður
missir ekki af neinu þótt maður
horfi ekki á sjónvarp. Það má finna
upplýsingar um alla hluti í dagblöð-
unum eða útvarpi. Það getur þó
stundum reynt á í kaffitímanum á
morgnana þegar menn eru að rifja
upp og ræða sjónvarpsefni gær-
kvöldsins. Þá er eins og maður sé af
annarri plánetu. Það er nefnilega
viðtekið í þessu þjóðfélagi að flestir
vilja vera eins, horfa á það sama og
tala jafnvel um það sama. Mér varð
þetta ekki ljóst fyrr en ég hafði dval-
ið í nokkur ár erlendis."
Brynjar segist ekki í neinum til-
fellum fara í önnur hús til þess aö
horfa á eitthvað í sjónvarpinu, það
einfaldlega heilli sig ekki. „Ég
slappa miklu frekar af með því að
lesa. Láttefhi ýmis konar höfðar til
mín og ég er mikill smekkmaður
þegar kemur að reyfurum," segir
Brynjar Karlsson. -aþ
Mér hefur alltaf þótt sjónvarpið vera streitu-
valdur og trufla heimilisfriðinn. Þegar ég er
heima við þá vil ég slaka á með öðrum hætti
og ég hefði svosem ekki mikinn tíma til að horfa á
sjónvarp þó ég vildi. Þá sjaldan að ég hef tíma aflögu
þykir mér oftast miklu betra að lesa eða hlusta á tón-
list,“ segir Ásdís Arnardóttir, sellóleikari og tónlistar-
kennari.
Ásdís segir sambýlismanninn, Ludvig Forberg tón-
listarmann, samstiga í þessari stefnu en hún segir þau
alls ekki í neinni afneitun á heiminn.
„Við erum
ánægð með þetta
svona og í stað
sjónvarpsins hlust-
um við talsvert á
gömlu gufuna. Það
kemur þó fyrir að
ég bregð mér í
heimsókn til ná-
inna ættingja þeg-
ar eitthvað merki-
legt er á seyði. Það
er helst þegar góð-
ir umræðuþættir
eru á dagskrá og
svo hef ég alltaf
verið svolítið hrif-
in af Bráðavakt-
inni. Annars höfð-
ar stærstur hluti
sjónvarpsdagskrár-
innar ekki mikið
tO mín.“
Fólk sem á ekki sjónvarp sætir gjarna gagnrýni og
sumum finnst það á köflum jafnvel skrýtið. Ásdís vís-
ar þessu alfarið á bug og segir vini og vandamenn al-
mennt sátta við að ekki sé sjónvarp á heimilinu. Flest-
ir séu því jafnvel fegnir að sjónvarpið sé ekki að trufla
þegar þeir koma í heimsókn.
„Ég er ánægð með þetta svona en það er ekki þar
með sagt að ég verði alltaf sjónvarpslaus enda geri ég
engar langtímaáætlanir í þessum efnum. Hins vegar
eru ótal hlutir sem mig langar að eignast áður en ég
splæsi í sjónvarp," segir Ásdís Amardóttir. -aþ