Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 ág vera Þaö fer ekki fram hjá nokkurri sálu aó á haustin tek- ur náttúran stór- felldum breyting- um. En hvers vegna ekki líka mannfólkiö? Hvernig vœri aö reyna eitthvaö al- veg nýtt? Tilveran fékk nokkra þekkta einstak- linga til þess aö skipta um ham. Finnst Mér finnst ég vera 18 ára í þessum fótum. Ég hef ekki verið í vínrauðu í mörg ár en kann bara nokkuð vel við það. Ég er viss um að dóttir min myndi ólm vilja fá þessi fot lánuð," sagði þingmað- urinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þegar Dýrleif Örlygsdóttir í Dýrinu var búin að klæða hana upp í hátísku vetr- arins. „Ég er mikil peysukona og að sama skapi lítið fyr- ir dragtir. Það er gott að vera í peysum í þinginu því þar getur orðið ansi kalt,“ segir Ásta og bætir við að stundum geti um- ræðumar valdið því aö hitastigið fari niður fyrir frostmark og þá sé gott að vera kappklæddur. Ásta ber fatnaðinn vel og henni finnst það lyfta Nýju fötin hennar Ástu Ragnheiðar fara henni afar vel og hún er án efa einn smartasti þingmaðurinn um þessar mundir. DV-myndir Teitur átján ára klæðnaðinum að klæðast pilsi yfir buxur. Hún segist ekki hafa gert það áður en það sé vissulega nokkuð smart. Þingmenn eru gjama fínir í tauinu og það hlýtur að skipta máli að menn séu traustvekjandi i útliti. „Jú, maður gerir alltaf ráð fyrir að geta lent í fjöl- miðlum og ég gæti þess alltaf að horfa á veðurspána og ákveða kvöldið áður hvemig ég ætla að klæðast daginn eft- ir. Þó ég sé fín þá reyni ég um leiö að vera frjálsleg. Þingmenn búa við strangar siðaregl- ur þegar kemur að fatnaði og þá sér- staklega karlamir. Þeir mega til dæm- is ekki klæðast peysum en konurnar hafa leyfí til þess. „Einhverju sinni var ég á leið í frí og hafði gleymt sím- anum mínum í þingsalnum. Ég var í útprjónaðri peysu og buxum og ætlaði að koma við í þinginu og ná í símann. Þegar ég var að stíga inn í þingsalinn kom vörður aðvífandi og stöðvaði mig. „Þú ferð ekki svona klædd inn í sal- inn,“ sagði hann og sótti símann fyrir mig. Annars eru ekki í gildi reglur um okkur konumar því við erum svo skynsamar í eðli okkar að þess þarf ekki.“ Ásta segist alltaf hafa gaman af að klæða sig djarft, vera á jaðrinum, eins og hún orðar það. „Ef mér líka fotin og þau em í mínum stil þá er mér alveg sama hvort einhver hneykslist og segi að svona eigi þingmaður ekki að klæða sig.“ -aþ Prestur verður engill Svart er litur presta og pönkara. Ætli ég hafi ekki einhvern tíma alið með mér draum um að verða annað tveggja. En svo liðu tímar, draumar dóu og nú er sennilega kominn tími á breytingar,“ segir Matthias Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla ís- lands, en hann hefur svo lengi sem elstu menn muna ekki látið sjá sig í öðmm fótum en svört- , um. Matthías er þá fremur kvikindisiega minntur á að oft hafi hann verið orðaður við kkukl þar sem galdrar em eitt af áhugamál- kum hans og um galdrakarla og galdra- kvendi hefur hann skrifað heila bók. Hann er spurður hvort hann sé ekki bara að reyna að lifa sig inn í eitt- hvert galdramannahlutverk með þvi að klæðast lit myrkrahöfð- ingjans. Matthías segir þá að svart sé ekki frekar litur djöf- ulsins en annarra máttar- valda og spyr á móti hvort lögreglumenn séu ekki alltaf í svörtu. Allir lit- ir hafi margræða merkingu og það _ gildi bæði um svart og hvítt. Þ e g a r Matthías er kominn í hvít jakka- föt frá Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar minn- ist hann þess að oft hef- ur verið talað um hvítt sem lit sakleysis og engla og vist mætti með góðum vilja telja sér trú um að hann sé að verða að engli. Matthías er spurður hvort hann láti ekki sannfærast þegar hann hefur séð hvað hann er sláandi myndarlegur í hvítu og langi snarlega til að breyta um stil. „Æ, ég kann alltaf best við mig í svörtu." segir hann. „En ef til vill mýkist maður og breyt- ist með aldrinum og kannski ég fari að leggja mig fram um að lýsa upp. Svona smátt og smátt.“ -þhs Matthías Viðar hefur svo lengi sem eistu menn muna ekki látið sjá sig í öðrum fatnaði en svörtum. DV-mynd Brynjar Gauti Hér kveður við annan tón og Matthías svífur engilbjartur yfir Skólavörðustíginn. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.