Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1998, Síða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 íþróttir unglinga Stjarnan haföi lykilvopn innan sinna raða: Tveir eins úr Garðabæ Erum með mjög gott lið Þeir eru tvíburar, heita Guöjón og Siguijón Lárussynir og eru tveir af efnilegustu körfuknattleiksmönnum í Stjömunni. Guðjón er þegar byrjaður að spila lykilhlutverk í meistaraflokki en að- eins slæm handarmeiðsli úr körfuboltaleik í fyrra hafa valdið því að Sigurjón leikur ekki þar við hlið tvíburabróður síns. Guðjón og Sigurjón hafa æft lengi saman i körfubolta og eru sammála um það að sú samkeppni sem hefúr ávallt ríkt á milli þeirra hafi hjálpað að gera þá að betri leikmönnum. Það er nefnilega ekki ónýtt að geta spilað einn og einn við annan sem bæði er svipaður á hæð og getu, svo maður tali ekki um ef hann er bókstaflega alveg eins. Strákamir eru nokkuð bjartsýnir þó ekki hafi gengið allt of vel í þessari fyrstu umferð. Þeir sögðust sakna leikstjómanda síns sem leikur einnig með meistaraflokki og telja að með fullt lið sé Stjaman vel inni í baráttunni um efstu sætin í vetur. Jón Hafsteinsson, til vinstri, er stórskemmti- legur leikmaður í liði Keflavíkur og hann er bjartsýnn á veturinn. Hann segir að liðið hafi átt hræðilegan leik á móti ÍR en annars unnið hina leikina sannfær- andi. Liðið sé með góðar skyttur, breiðan hóp og í raun sterkt á öllum víg- stöðvum og hann býst við að keppnin komi til með að standa á milli Kefla- víkur og KR í vetur. 1. umferð drengjaflokks í körfubolta fór fram um helgina: Drengir góðir - það stefnir í spennandi og skemmtilegan vetur í drengjaflokki í 1. umferð drengjaflokks KR-Keflavík................59-73 Sveinn Blöndal 18 - Davíð Jónsson 17 Stjarnan-Tindastóll .......53-60 Jón Gunnar Magnússon 17 - Friðrik Hreinsson 22 Keflavík-ÍR ...............69-71 Jón Hafsteinsson 30 - Benedikt Pálsson 20 KR-Tindastóll..............67-53 Sveinn Blöndal 20 - Friðrik Hreinsson, Gunnlaugur Erlendsson Urslit 15 Það er ekki hægt að segja annað en að boðið hafi verið upp á stórskemmitleg tilþrif og spennandi og vel leikinn körfubolta í fyrstu umferð drengjaflokks sem fram fór i Hagaskóla í Reykjavík um síðustu helgi. Nokkrir strákar þar eru þeg- ar famir að spila með meistara- flokki, aðrir banka fast á dymar og enn aðrir em efni í stórskemmti- lega körfuknattleiksmenn. Liðsheild ÍR ÍR kom nokkuð á óvart með að vinna þessa fyrstu umferð en þeir voru ekki meðal allra sterkustu liða í fyrra þegar þessir strákar skipuðu 11. flokk. Þá unnu Keflvíkingar tvöfalt og voru því fyrirfram taldir með sterkasta liðið. En annað kom á daginn, ÍR-lið- ið spilaði á liðsheildinni, all- ir fyrir einn og þrátt fyrir að vanta einn efnilegasta körfuknattleiksmanninn á ís- landi, Hreggvið Magnússon, sem nú þegar er orðinn lykilmaður í meist- araflokki ÍR, unnu þeir Keflavík og þessa Jj fyrstu um- ferð. Breidd Keflavikur Keflvíkingar em tvöfaldir meist- arar frá því í fyrra og þeir áttu í litl- um vandræðum nema gegn ÍR. Lið- ið býr yfir mikilli breidd auk þess að tveir af skemmtilegustu leik- mönnum í þessum flokki, Sæmund- ur Oddsson og Jón Hafsteinsson spila þar lykilhlutverk. Það sem háir liöinu er skortur á meiri sam- vinnu milli leikmanna í liðinu sem háði þeim þó ekki nema á móti baráttu- glöðum ÍR-ingum. Skotmenn Stólanna Tvær mestu skytturnar komuúrröðum J Tindastóls því þeir Frið- rik Hreins- son og Gunnlaugur Erlendsson skor- uðu samtals 27 þriggja stiga körfur og 159 af 251 stigi Stólanna eða rúm 63%. í sigurleik gegn ÍR skoruðu þeir félagar samtals 59 stig af 76, Friðrik 33 og Gunnlaugur 26. Heimamenn misstigu sig Uppgangurinn er mikill hjá KR í yngri flokkunum og þó svo að liðið hafi misstigið sig að þessu sinni má alls ekki gleyma þeim í vetur. Það háðu liðinu vissulega slæmir kaflar þar sem allur kraftur og áhugi virtist hverfa hjá leikmönnum en þegar strákamir eru með hugann við efnið spila þeir listafagran og stór- skemmtilegan körfubolta. Úr fimleikunum Ólafur Sigurðsson er lykilmaður ÍR-inga og einn allra skemmtilegasti leikstjómandi sem er að koma upp úr yngri flokkunum. Ólafur skoraði 50 stig í umferðinni en þær vora ekki margar körfur sem ÍR skoraði þess utan þar sem hann átti ekki heiðurinn af stoðsendingunni. Auk frábærra sendinga er hann illstöðv- anlegur einn á einn þegar hann keyrir upp að körfunni. Ólafur segist hafa grætt mikið á að hafa farið í fimleika á sínum yngri árum, þá sérstaklega hvað varðar styrk I kálfum, en öragglega einnig hvað varðar liðleika og vald yfir líkamanum i hinum mögnuðu keyrslum upp að körfunni. Þess má þó geta að Ólafur er enn í 11. flokki. Eftirminnilegasta atvikið frá helginni er að hans mati sætur sig- ur á Keflavík sem hann innsiglaði á vítalínunni í blálokin. -ÓÓJ Ólafur Sigurðsson úr ÍR. 100% vítanýting Stighæsti maður umferðarinnar var Friðrik Hreinsson hjá Tinda- stóli. Hann skoraði 92 stig i 4 leikjum sem gerir 23 stig að meðaltali en auk þess nýtti hann öll 14 víti sín og skoraði flest allra, 14 þriggja stiga körfur. Friðrik er góður skotmaður og lyk- ilmaður í liði Sauðkrækinga. Hann er vongóður með veturinn og segir að Stólamir stefiii á að taka annan hvorn titilinn í vor og telji sig eiga góðar likur á að gera svo. Liðið hafi verið inni í öllum leikjunum í þessari umferð og hafi alveg getað unnið þá tvo sem töpuöust með örlítið meiri heppni. Hópurinn hefur verið lengi saman og þó svo að hann hafi þynnst sé hann enn sterkur. = s CD CO 'O oo '<7T ■ E 3 KCD co oo Stjaman-ÍR .................59-67 Guðjón Lárusson 15 - Benedikt Pálsson 19 Tindastóll-Keflavík.......62-75 Friðrik Hreinsson 22 - Sæmundur Oddsson 19 KR-Stjaman..................87-65 Halldór Úlriksson 26 - Hjörleifur Sumarliðason 14 Tindastóll-ÍR ..............76-62 Friðrik Hreinsson 33 - Ari Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson 15 Keflavík-Stjaman ...........87-52 Jón Hafsteinsson 22 - Kjartan Loftsson 13 ÍR-KR.......................64-63 Ólafur Sigurðsson 18 - Ólafur Ægisson 21 Lokastaðan: ÍR 6, Keflavík 6, KR 4, Tindastóll 4, Stjaman 0. Stigahæstir: Friðrik Hreinsson, Tindastóli ... 92 Jón Hafsteinsson, Keflavík ....82 Sveinn Blöndal, KR.............71 Gunnlaugur Erlendss., Tindastóli 67 Davíð Jónsson, Keflavík .......60 Flestar 3 stiga körfur: Friðrik Hreinsson, Tindastóli ... 14 Gunnlaugur Erlendss., Tindastóli 13 Davíð Jónsson, Keflavik ........9 Fnörik Hreins- son hja iinda stóli skoraöi 23 stig að meðaltali i um- feiðirtni. ÍR-liðið sem varð efst í fyrstu umferð drengjaflokks. Liðsheildin var þeirra helsti styrkur en þeir unnu þrjá af fjórum leikjum, þar á meðal tvöfalda meistara Keflavíkur frá því í fyrrra. DV-myndir ÓÓJ aaSbl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.