Alþýðublaðið - 08.11.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1921, Blaðsíða 4
ALÞfÐOBLáDID ÚTBOÐ á 500000 lcr. líini tosejarsjóðs JEJuvíkwr með G1/*0/0 vöxtutn. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir 10. þ. m. samþykt að gefa út fyrir hönd bæjarsjóðs, með ryggingu í tekjum pg eignum bæjarins, 6V20/0 skuldabréf fyrir alt að 500000 krónum og skal nota lánsféð til atvinnubóta (fiskreitagerðar) og til greiðslu á bráðabirgðalánum bæjarsjóðs. Fyrir láninu verða gefin út skuldabréf að upphæð 100, 500 og 1000 krónur og árlega skal nótarius publicus í septembermánuði draga út skuldabréf, er nemi mmst 25 þúsund krónum-og skulu hin útdregnu bréf greiðast með fullu nafnverði 31. desember sama ár, í fyrsta sinn 1922. Skrá yfir/útdregin bréf verður birt i Lögbirtingablaðinu. s-i Vextir greiðast eftirá 31. desember ár hvert fyrir liðið ár með 6^/2 °/o — sex og hálfum af hundraði — í fyrsta sinn 1922. Landsbanki Islands og íslandsbanki taka við greiðslum upp í lánið gegn bráðabirgða-skýr- teinum, sem síðar, verður skift gegn skuldabréfum; með tilheyrandi vaxtamiðum, og um leið dg greiðsla fer fram verða borgaðir vextir af greiðslunni til 31. des. þ. á., hlutfallslega við 61/2% p. a. Stjórnarráð íslands hefir með bréfi dagsett 14. þ. m. veitt samþykki sitt til að bæjarstjórnin megi taka umrætt lán og er almenningi hérmeð boðin þátttaka í því. Borgarstjórinn í Reykjavík, 2. nóvember 1921. K, Z im íss e n. Með skírskotun til framanritaðs lánútboðs tökum vér við greiðslum upp í lánið til 1. des- Bmber þessa árs. Reykjavík, 2. nóvember 1921. Hia.ndL@foa.nlsi læianclæ. -- ís*lanclæl>a.nlxi. Ivan TurgsRlew; Æskumlnalngar. íjármál stóð hér um bil pangað til um miðjan dag. Frú Leonora saetti sig nú alveg við fietta alt saman, fór að kálla Sanin Dmitri, gerði 'að gamni sínu við hann og hótaði því að hgfna sln á honum fyrir alla slægðina. Hún spurði hann mjög rækilega um land hans, heimt- aði að hann lýsti mjög nákvæmlega giftingasiðum í rússneskum kirkjum — — — og gladdist innilega af tilhugsuninni. að sjá Gemmu í hvítum kjól með gylta kórónu á höfðinu. „Því hún er eins fögur eins og drotning," sagði hún með stolti, — „eða það er öllu heldur ekki til í veröld- inni eins falleg drotning eins og hún!" „Það er engin önnur Gemma til í heiminuml" greip Sanin fram í. „Já, þess vegna heitir hún llka Gemma!"*) Gemma stökk" til mömmu sinnar til þess að kyssa hana . . , Það var eins og þungum steini væri velt af hjarta hennar. "¦ Og Sanin varð svo ákaflega innilegá glaður yfir til- hugsuninni um að nú væri draumur hans að rætast. Hann hljóp út í kökubúðina, hann yarð endilega að afgreiða þar viðskiftamennina eins og hann hafði gert íyrir nokkrum dögum síðan. „Nú hefi eg leyfi til þessl" '-•- ságði hann hlægjandi, — „því nú tilheyri eg fjöl- skyldunnil" Hann fór fram að búðarborðinu og seldi — tvær *) Gemma er latneskt orð og þýðir gimsteinn. smátelpur komu inn til að kaupa kónfekt og hanh lét þær hafa helmingi meira en þær áttu að fá. Við borðið sat hann nú við hlið Gemmu sem opinber unn- usti hennar. Frú Leonora hélt áfram að tala um fjár- málin og önnur áhygguefni sín. Emil -sat og hló og bað Sanin að fara með sig til Rússlands. Það var ákveðið að Sanin skyldi far eftir hálfan mánuð. Panta- leone einn var dálítið ólundarlegur, enda íékk hann ávítur fyrir hjá fru Leonora. J : ' 'r? „Og þú hefir llka verið hólmgönguvottur!" En Pantaleone horfði á hana steinþegjandi. Gemma þagði hér um bil altaf, en aldrei hafði and- lit hennar verið meira töfrandi. Eftir að búið var að borða bað hún Sanin að koma sem snöggvast út í garðinn og þegar þau staðnæmdust við bekkin, þar sem hún hafði verið að tína sundur kirsuberin um daginn, sagði hún: „Dmitri, þú mátt ekki reiðast við mig, en eg ætla að benda þér á það einu sinni enn, að þú mátt ekki álíta að þú sért neitt bundinn" ' Hann lofaði henni ekki halda áfram. 1 . . Gemma sneri sér undan. „Og að því er snertir þetta sem mamma var að tala um, ,að við værum ekki sömu trúar, þá. . . ." Og hún greip í lítinn kross sem hékk um háls hennar kikti í hann svo að snúran slítnaði og rétti Sanín krossinn. „Þegar eg er þín, þá er eg líka sömu trúar og þú!" Það stóðu ennþá tár í augum Sanins þegar þau Gemma komu aftur inn 1 stofuna. . . . Um kvöldið gekk alt sinn vanagang. Fólkið skemti sér við það að spila.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.