Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 23 Fréttir Kj ördæmaskipanin: Tvö kjördæmi í Reykja- vík er fráleit hugmynd - segir Gísli, bæjarstjóri á Akranesi DV, Akranesi: Samkvæmt tillögum að nýrri kjördæmaskipan er gert ráð fyrir að Vesturland, Vestfirðir og Húna- vatnssýslur verði eitt kjördæmi með 8 þingmenn og 1 jöfnunarsæti. DV hafði samband við Gisla Gísla- son, bæjarstjóra á Akranesi, og innti hann álits á þessum breyting- um. „Það er mikið gert úr nauðsyn þess að jafna atkvæðavægi milli landshluta og i sjálfu sér væri það ásættanlegt ef lögð væri jafnmikil áhersla á að jafna aðra aðstöðu. í því sambandi má nefna flutnings- kostnað á vörum, aðgang að fjöl- breyttu atvinnulifi og opinberri þjónustu, orkukostnað og fleira mætti nefna. Meðan svo hefur ekki verið gert er ekki sérstök ástæða til að raska þeirri kjördæmaskipan og þingmannafjölda kjördæma sem verið hefur. Skipting Reykjavíkur í tvö kjör- dæmi er fráleit hugmynd og gefur til kynna að færa eigi málefni ein- stakra borgar- hluta inn á Al- þingi. Það verð- ur að muna að þingmenn eru fulltrúar þeirra sem þá kjósa og það er hvorki ástæða til að fjölga þessum fulltrúum Reykjavíkur né fækka þing- mönnum lands- byggðarinnar. Ef jöfnun á almennum aðstæðum ibúa landsbyggðar og höfuðborgar- svæðisins verður að veruleika er ekkert því til fyrirstöðu að íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Húna- vatnssýslum falli undir samá kjör- dæmi. Hins vegar virðist langt í að nefndur jöfnuður komist á og þess vegna er ekki tímabært að hreyfa við kjördæmaskipaninni," sagði Gísli við DV. -DVÓ Föndrað á Höfn Hjónin Ólöf Sigurðardóttir og Bjarki Gunnarsson hafa opnað Föndurvöruverslunina Ösp að Norðurbraut 11 á Höfn. Á boðstól- um verða tré- og keramikvörur ásamt alls konar smávörum til föndurs. Einnig verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi. Nýlokið er námskeiði í málun á tré og 'keram- ik og voru þátttakendur 65. -JI Bjarki og Ólöf í nýju versluninni. DV-mynd Júlía Uppbygging á döf- inni hjá Hrafnistu Nú standa yfir miklar skipulags- breytingar á rekstri Hrafnistuheim- ilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Stefnan er að uppbygging íbúða- og þjónustukjama við Hrafnistu í bæj- arfélögunum tveimur komi til móts við flestar þarfir og væntingar aldr- aðra. Meðal forgangsverkefna er að laga heimilin að nútímakröfum og hefja bráðlega byggingu á nýrri 60 rýma hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Reykjavík. Auk þess er áætlað að bæta við 90 nýjum hjúkrunarrým- um á Hrafhistu í Hafnarfirði. Nú eru þar 86 hjúkrunarrými. Jafn- framt er stefnt að því að byggja íbúðarblokk með um 60 leiguíbúð- um við Hrafnistu í Hafnatfirði. „Það er ljóst að þörfin á hjúkrun- arrými er að aukast mjög mikið,“ segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, „og það er vandamál sem þarf að leysa. Uppbyggingin byggist náttúrlega á því að það fáist fjár- magn til hlutanna." Það tekur tíma að komast inn á elliheimili og eru nú um 800 manns á biðlista hjá Hrafnistu. „Hluti af þeim er fólk sem er ekki tilbúið til að fara inn. Þegar það er hins vegar tilbúið fer það I svokallað vistunar- mat. Þegar útkoman úr því liggur fyrir er vitað hvort viðkomandi sé raunverulega tilbúinn til að fara inn.“ Um 300 manns eru búnir að fara i vistunarmat og bíða eftir að komast inn. Þetta þýðir að það eru þeir elstu og veikustu sem komast inn. Þá koma hjúkrunardeildirnar að góðum notum. -SJ 1.-15. nav. af öllu S • K• I • F *A* N • KRINGLAN SÍMI 525 5030 • • LAUGAVEGI 26 SÍMI 525 5040 • • SENDUM í PÓSTKRÖFU • Látum reynsluna r r^k n ARNI RAGNAR ARNASON ólþingismaöur KOSNINGASKRIFSTOFUR: Kópavogur Reykjanesbær Hamraborg 20a Hatnargata 54 Simi 564-4770 Simi 421-7155 1 i i . i —————— 5TÆÐISFLOKKSINS í REYKjANESKJÖRDÆM! 14. NÓV. 1998 NETFANG: ara@althingi.is HEIMASÍÐA: http://www.althingi.is/~ara/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.