Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1998, Blaðsíða 22
22 Fréttir MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1998 BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Meiríhattar Húfur Mörkinni 6, sími 588 5518 mummmmm ■USAKLÆÐNINGP Sími: 555 1947 Símatími milli 10-14 Framboösmálin á Vesturlandi: Verða Borgfirðingar með sérframboð? DV, Vestnrlandi: Framboðsmálin fyrir alþingis- kosningamar næsta sumar eru að komast á skrið á Vesturlandi og litl- ar líkur em taldar á því að breyt- ingar verði á efstu sætum flokk- anna. Á kjördæmisþingi Sjálfstæðis- flokksins, sem haldið var fyrir skömmu, kom fram almennur vilji að alþingismennirnir Sturla Böðv- arsson og Guðjón Guðmundsson verði áfram í tveimur efstu sætun- um. Á þinginu var skipuð kjömefnd sem mun gera tillögu að framboðs- lista sem lagður verður fyrir auka- kjördæmisþing. Framsóknarmenn héldu kjör- dæmisþing sitt á Akranesi 25. október. Þar var samþykkt að halda aukakjördæmisþing 14. nóvember með þrefóldum fulltrúafjölda. Fastlega er búist við því að alþingismennirnir Ingibjörg Pálmadóttir og Magnús Stefánsson verði áfram í tveimur efstu sætun- um en Þorvaldur T. Jónsson, sem skipaði þriðja sætið, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. Þá hafa verið skipaðar nefndir á vegum Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista og munu þær gera tillögur um hvernig verður staðiö að því að raða á lista. Fast- lega er búist við að baráttan um efsta sætið verði á milli Gísli S. Ein- arssonar og Jóhanns Ársælssonar en Jóhann hefur ekki staðfest enn að hann gefi kost á sér. Þó telja heimildarmenn DV að meiri líkur séu á að Gísli verði i fyrsta sæti. Þá hafa heyrst nöfn þeirra Rík- harðs Brynjólfssonar, kennara á Hvanneyri og oddvita Borgarfjarð- ar, og Runólfs Ágústssonar, aðstoð- arrektors á Bifröst, í sambandi við annað sætið. Önnur nöfn sem hafa heyrst um hugsanlega frambjóðend- ur á listann eru Sigrún Jóhannes- dóttir kennari, Inga Sigurðardóttir, Erling Garðar Jónasson, Guðbjart- ur Hannesson og Sveinn Elinbergs- son. Ekki hefur mikið heyrst af fram- boðsmálum Sverris Hermannssonar né hins nýja umhverfisvæna vinstri flokks. DV hefur heimildir fyrir því að ef Borgfírðingar verði ekki í bar- áttusætum á listunum muni þeir þjóða sérlista fram á Vesturlandi. Þeir munu ekki hrifnir af að eiga ekki einn einasta þingman meðan Akurnesingar eiga þrjá og Snæfell- ingar tvo. Auk þess spila deilur um vegamálin í Borgarfirði inn í fram- boðsmál Borgfirðinga. -DVÓ Búlandshöfðavegur: Egilsstaðamenn lægstir DVVesturlandi: Tilboð í vegkaflann milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar um Búlandshöfða voru opnuðl3. október sl. Kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæpar 294 milljónir króna. Alls bárust 17 tilboð í lagningu vegarins og var að- eins eitt þeirra yfir kostnaðaráætlun. Það var tilboð Jörva hf. á Hvanneyri, 310 milljónir. Héraðsverk á Egilsstöð- um bauð tæpar 185 milljónir i verkið sem er um 63% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboð áttu Hjarðames- bræður, Homafirði. Þeirra tilboð var upp á 199 milljónir eða 67% af kostnað- aráætlun. Verið er að yfirfara tilboðin en að því loknu verður gengið til samninga við verktaka. Stefnt er að því að fram- kvæmdir við lagningu vegarins hefjist þegar í haust en þeim á að vera lokið að fullu í október árið 2000. Hinn nýi vegur verður mun ömggari en sá sem nú liggur um Höfðann með tiiliti til grjóthmns og snjóflóða þar sem fyrir ofan hann verður svokölluð gijótrenna sem taka mun við hruni og snjóspýjum úr höfðanum. Vegagerð um Búlands- höfðann er fjármögnuð af svokölluðum stórframkvæmdasjóði. -DVÓ Fimm þusund heimsóttu Síldarminjasafniö DV, Siglufiröi: í sumar komu fimm þúsund gestir í Sildarminjasafiiið á Siglufirði og er það svipuð aðsókn og árin 1995 og 1997. Árið 1996 sker sig enn úr með aðsókn því þá komu um átta þúsund manns í safnið. Þá var líka hvað mesta aösókn að Síldarævintýrinu sem orðið hefur. Að sögn Örlygs Kristfmnssonar safnstjóra voru um 20% gestanna út- lendingar. Færri komu nú í skipu- lögðum hópferðum en árið á undan og því voru fleiri á „eigin vegum". Safniö var opnað í byijun júní og lokað síðari hluta september. Hins vegar er opnað utan hefðbundins opn- unartíma fyrir hópa sem boða komu sína með sæmilegum fyrirvara. -ÖÞ Ögmundur Kristjánsson að rífa mót utan af brúnni yfir Svaðbælisá áður en umferð var hleypt á hana. DV-mynd Njörður Þrjár tvíbreiðar undir Eyjafjöllum Nú er að ljúka framkvæmdum við breikkun brúnna yfir Bakka- kotsá og Svaðbælisá og hafa þá ver- ið breikkaðar þrjár brýr í ár á þjóð- vegi 1 undir Eyjafjöllum. Auk fyrr- nefndra brúa var brúin yfir Holtsá breikkuð. Brúarsmiðir við Bakka- kotsá og Svaðbælisá fengu að kenna á náttúruöflunum við framkvæmd- irnar þvi í stórrigningunum fyrr í haust flæddu árnar yfir bakka sína og skemmdu mót og fyllingar hjá brúnum. -NH 3 d., 5 g., ek. 66 þús. km, rauður. Verð 760.000. Nissan Primera SLX 1996, 5 d., 5 g., ek. 124 þús. km, vínrauður. Verð 1.090.000. Tovota Corolla GLi 1.6 1994. VW Transporter 1996._________VW Polo 1993, 5 d., 5 g., ek. 43 þús. km, 2,4 dísil, 4 d., 5 g., ek. 91 þús. 3 d., 5 g., ek. 80 þús. km, hvítur. rauður. Verð 1.020.000. km. hvítur. Verð 1.400.000. Verð 340.000. Boigartúni 26, símcn: 561 7510 & 561 7511 Honda Civic GL 1988, 3 d., 5 g., ek. 150 þús. km, rauður. Verð 290.000. Skoda Ferlicia 1,6 GLX1997, 5 d., 5 g., grár. Verð 730.000. MMC Lancer GLXi 4x41993, 5 d., 5 g., ek. 88 þús. km, blár. Verð 1.050.000. úrval no-fa^ra bíla af öllom s-f-ærSo^ og ger&ow / Margai bifreiðar á söluskrá okkar er hœgt að greiða með Visa- eða Euro- raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.