Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
7
Fréttir
Óánægja með ný biðskýli SVR:
Ekkert skjól fyrir
kulda og vindi
- segja margir viðskiptavinir SVR
Margir Reykvíkingar eru ósáttir með ný biðskýli SVR. Skýlin eru opin að
neðan og í hornunum þannig að kuldi og vindur á greiða leið inn í þau.
„Þessi nýju skýli eru alveg
ómöguleg. Þau eru svo opin að þau
veita ekkert skjól fyrir kulda og
vindi. Það blæs undir þau og eins
í gegnum hornin á þeim. Þessi
nýju skýli eru nokkuð smart en
gömlu skýlin voru mun hlýrri og
hentuðu mun betur íslenskum að-
stæðum. Nýju skýlin eiga miklu
frekar heima í sólarlöndum en hér
uppi á Fróni," segir Anna M. Jóns-
dóttir, Reykvíkingur sem ferðast
með strætisvögnum SVR á hverj-
um degi.
Anna er eins og fleiri Reykvík-
ingar afar ósátt við 120 ný biðskýli
sem sett hafa verið upp á fjölförn-
ustu leiðum SVR í höfuðborginni.
Margir viðskiptavinir SVR hafa.
haft samband við DV og lýst yfír
óánægju sinni með nýju skýlin.
Þau hafa víða leyst af hólmi gömlu
biðskýlin sem af mörgum voru
álitin betri og sérstaklega hlýrri
en þau nýju. Gömlu skýlin voru al-
veg lokuð að neðan og í hornum og
aðeins opin að framan. Nýju skýl-
in eru hins vegar opin að neðan og
í homum og kuldinn og vindurinn
á greiða leið að þeim sem bíða inni
í skýlunum.
„Ég þarf að bíða stundmn í ein-
hverjar mínútur eftir strætó. Ef
það er kalt í veðri og kaldur vind-
ur, eins og verið hefur undanfarið,
þá skelfur maður úr kulda í þess-
um nýju skýlum. Þau veita ekkert
skjól. Það var miklu skárra að
bíða í hinmn skýlunum því þau
voru lokuð og veittu miklu meira
skjól,“ segir Guðmundur Einars-
son, annar viðskiptavinur SVR,
sem DV spjallaði við.
Borginni að kostnaðarlausu
„Það kom tilboð frá erlendum að-
ila um að setja upp 120 biðskýli
borginni að kostnaðarlausu. Þessir
aðilar sjá um allt viðhald og rekstur
og það kostar borgina ekki neitt.
Það var því mikill fengur fyrir borg-
ina að auka þjónustu við viðskipta-
vini SVR með því að geta bætt við
120 biðskýlum sér að kostnaðar-
lausu. Það er ekki svo að við höfum
tekið gömlu skýlin og hent þeim
heldur hafa þau verið sett upp í út-
hverfum og á aðra staði. Nýju skýl-
in eru í þéttbýlinu og á helstu leið-
um,“ segir Lilja Ólafsdóttir, for-
stjóri SVR, aðspurð um málið.
„Ég skal fúslega viðurkenna aö
þau eru dálítið opin að neðan í
homunum. Þessi skýli eru ekki full-
komin og þau hafa sína kosti og
galla. Þau hafa marga kosti umffam
gömlu skýlin. Þau eru á betri undir-
stöðum og mun stöðugri en þau
gömlu. Þau eru bjartari og sést vel
inn í þeim og út úr þeim. Gömlu
skýlin voru svolitið drungaleg. Auk
þess eru þessi nýju mun stærri en
þau gömlu," segir Lilja enn ffemur.
-RR
Hærra frítekjumark
námslána eykur sjálfstæði námsmanna
og bætir skattheimtu.
Kjósum Kristján Pálsson alþingismann
í2. sætið
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi þann 14. nóvember
næstkomandi.
Kosningaskrifstofur eru í:
Hamraborg 5, Hafhargötu 37a,
Kópavogi, Reykjanesbæ,
s. 564 3492
Opið:
17-21 virka daga,
11-17 um helgar.
Kleinur og heitt á könnunni, allir velkomnir.
Stuðningsmenn
s. 421 7202
Heiniasíða: www.
Bílasalan
Skeifunni 5
BMW 740ÍA, 286 hö. '95,
ek. 80 þús. km, blásans., 4 d.,
ssk., 18” álf., einn með öllu.
Verð 5.400.000 .
BMW 740ÍA, 286 hö. '95,
ek. 128 þús. km, svartsans., 4 d.,
ssk., leður, einn með öllu.
Verð 5.400.000 .
BMW 740 iA '93,
ek. 64 þús. km, steingrár, ssk.,
ABS, toppl., saml., þjófav., leður,
hraðast. o.fl. Verð 3.300.000.
BMW 5181 '92,
ek. 55 þús. km, grár, 4 d., saml.,
litað gler, álf., innsp. o.fl.
Verð 1.490.000.
BMW 325 iS coupé '94,
ek. 60 þús. km, blásans., 2 d.,
saml., ssk., álf., ABS, toppl.,
leður, M3 innr. Verð 2.850.000.
BMW 325ÍS 192 hö. '94,
ek. 97 þús. km, 2 d., svartur,
bsk., ABS, toppl., saml., álf.,
leðuro.fl. Verð 2.800.000
M. Benz 200E '93,
ek. 97 þús. km, 4 d., vínrauður,
bsk., CD, ABS, saml., líknarb.,
álf. o.fl. Verð 1.900.000.
Toyota Corolla touring XL '91,
ek. 91 þús. km, 5 d., bsk.,
blár/tvílitur, saml., litað gler o.fl.
Verð 820.000.
Ford Contour GL '95,
ek. 59 þús. km, 4 d., vínrauður,
ssk., ABS, saml., þjófav., hraðast.
o.fl. Verð 1.550.000.
MMC L300 Minibus 2400 I '91,
ek. 237 þús. km, 9 m., bsk. Stórt
lán getur fylgt, má gr. m. VN.
Verð 670.000.
M. Benz 309 dísil húsbíll '83,
ek. 25 þús. km á vél, bsk., tvöfalt
gler í öllu, gasmiðstöð o.fl.
Verð 1.300.000.
MMC Pajero, stuttur, V6 '89,
ek. 151 þús. km, 3 d., hvítur,
bsk., CD, þjófavöm, álf. o.fl.
Vcrð 790.000.
Toyota Land Cruiser II bensin
'87, ek. 205 þús. km, hvítur, 3 d.,
bsk., nýyfirfarinn, 33” dekk o.fl.
Verð 690.000.
Nissan Terrano II SGX SE '97,
ek. 35 þús. km, blár, 5 d., bsk.,
toppl., þjófav., saml., upph. o.fl.
Verð 2.280.000.
Chevrolet Silverado 1500 Z71 '89,
ek. 131 þús. km, 2 d., svartur,
saml., hraðast., álf., o.fl.
Verð 1.350.000.
Nissan Patrol GR Diesel Turbo '91,
ek. 122 þús. km, grásans.,
saml., 31” dekk, krókur o.fl.
Verð 1.600.000.
Grand Cherokee limited '93,
ek. 142 þús. km, hvítur, ABS,
saml., ssk., CD, leður, álf. o.fl.
Verð 2.490.000.
Grand Cherokee limited '96,
ek. 35 þús. km, vínrauður, ssk.,
CD, ABS, toppl., saml., þjófav.
o.fl. Verð 3.950.000.
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir
bifreiða á skrá og á staðinn. Sími. 568 50 20.