Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
Lesendur_______________
Er Morgunblaðið
hafið yfir gagnrýni?
Spurningin
Hvernig finnst þér landinu
vera stjórnað?
Elías Sigurþórsson nemi: Mjög
vel.
Gunnar Örvar Helgason nemi: Al-
veg stórkostlega.
Helgi Dan Steinsson deildar-
stjóri: Alveg þokkalega.
Þórdís Ólafsdóttir húsmóðir:
Ekki vel.
Elfa Gylfadóttir þroskaþjálfi:
Bara ágætlega.
Katrín H. Ámadóttir viðskipta-
fræðingur: Misjafnlega.
Daníel Sigurðsson, véltæknifr. og
kennari við Vélskóla íslands,
skrifar:
Morgunblaðið hefur að undan-
fórnu áréttað takmarkanir sínar á
tölvuslögum aðsendra greina og
vakið athygli á „takmarkaðri
plássauðlind" blaðsins. Takmark-
anir þessar virðast fyrst og fremst
settar til að ritstjórinn geti gefið
tölvuslögunum lausan tauminn í
þóttafullum athugasemdaskrifum
sínum.
Einn slíkur athugasemdarlang-
hundur var fylgifiskur greinar
minnar „Hvernig ljúga má með töl-
fræði“ sem birtist í blaðinu þann 19.
sept. sl. í greininni fjallaði ég um til-
efnislausa og litaða fréttafyrirsögn
blaðsins frá 25. júlí sl.: „77,3% sjó-
manna styðja veiðileyfagjald". En
niðurstaðan er ómarktæk vegna
smæðar úrtaks sjómanna enda sner-
ist könnun Gallup ekki um afstöðu
sjómanna sérstakfega.
Annar langhundur ritstjórans
Bréf til
Lúðvík Bergvinsson, alþm. Suð-
urlands, skrifar:
Það er alkunna að vænlegasta
leiðin til þess að fanga athygli al-
mennings er í gegnum fjölmiöla.
Fjölmiðlar skapa ímyndir og geta
skapað orðstír. Það hvílir því mikil
ábyrgð á þeim sem ákveða hvað
skuli birt í fjölmiðlum og hvemig
það er fram reitt. Fjölmiðlar hafa
því oft verið nefndir fjórða valdið.
Það vald má auðveldlega misnota.
Fyrir nokkrum missemm lauk
merkri sögu í blaðaútgáfú á íslandi.
Þá lauk sögu siðasta dagblaðsins á
íslandi, sem gefið var út á ábyrgð og
kostnað stjórnmálaflokks. Á þessum
tímamótum gerðu Frjáls fjölmiðlun
hf.og Alþýðuflokkurinn með sér
samkomulag um útgáfumál. Á sama
tíma kom nýr ritstjóri inn á rit-
stjórn DV.
Mér hefur virst sem áherslur og
birtist svo aftan við svargrein mína
„Blekkingar Morgunblaðsins" frá 3.
þ.m. sem hann endaði með hroka-
fullri yfirlýsingu um að málinu
væri lokið í blaðinu. Raunar viður-
kennir ritstjórinn í seinni lang-
hundinum að umrædd frétt hafi
verið óréttmæt. „Upplýsingarnar
voru frá Gallup en ekki Morgun-
blaðinu!“, hrópar hann og bætir því
við að blaðið hafi ekki gert annað
en að birta upplýsingar frá Gallup
og það i góðri trú. Yfirlýsingar þess-
ar fela einnig í sér tilraun til að
koma sökinni yfir á Gallup því látið
er í veðri vaka að Gallup hafi sent
Morgunblaðinu gallaðar upplýsing-
ar. Þetta eru tómar blekkingar.
Vitaskuld samdi Gallup ekki tilefn-
islausa fréttafyrirsögnina sem mál-
ið snýst um heldur Morgunblaðið
sjálft sem ofan í kaupið birti frétta-
fyrirsögnina aukalega á baksíðu til
að gefa fréttinni sem mest vægi.
Það er fokið í öll skjól fyrir rit-
stjóranum sem dregur síðustu kan-
framsetning DV hafi breyst frá þess-
um tíma. Sérstaklega virðist mér
sem lítill dálkur í blaðinu, Sand-
korn, sem lengi vel hafði haft það
hlutverk að greina frá skemmtisög-
um úr tilveru landsmanna, hafi
fengið nýtt og ógeðfelldara yfir-
bragð. Þar er fólk, oft án sjáanlegs
tilefnis, lítillækkað eða jafnvel sví-
virt, meðan öðrum er hampað, oft
án sýnilegrar ástæðu. Þar virðast
mér miskunnarlaust vera felldir lítt
rökstuddir palla- og sleggjudómar
um menn og málefni.
Sá er þetta ritar hefur ekki frekar
en margir aðrir farið varhluta af
þessum breytingum. Kornið sem
fyllti mælinn hjá undirrituðum, og
varð um leið tilefni þess að bréf
þetta er ritað, var umfjöllun blaðs-
ins í umræddum dálki um alþingis-
mann af Reykjanesi laugardaginn
24. okt. sl. Þar var m.a. fullyrt að
mikillar óánægju hafi gætt meðal
„hinna og þessara" með störf um-
rædds þingmanns og ákveðið hafi
verið að skipta honum út fyrir fyrir
„hæfari" einstakling áður en gengið
verði til næstu kosninga.
Samt sem áður er tekið fram að
líklega hafi verið hætt við þessa
ráðstöfun. Rökstuðningur fyrir
þessum fullyrðingum var enginn;
tilefnið vandséð. Tilgangurinn sá
einn að koma höggi á, eða í það
minnsta veikja stöðu umrædds
þingmanns.
Vinnubrögð af þessum toga eru
lýsandi dæmi um hvemig má mis-
nota það vald sem fjölmiðlar hafa.
ínuna úr hatti sínum með því að
halda því fram að Morgunblaðinu
hafi ekki veriö ljós smæð úrtaks sjó-
manna fyrr en Gallup birti athuga-
semdina við fréttamennsku Morg-
unblaðsins nokkmm dögum síðar
(28. júlí sl.). Það er kaldhæðnislegt
að Morgunblaðið sjálft skuli hafa
gert þennan sjónhverfmgarmögu-
leika ritstjórans að engu með því að
geta þess að bændur og sjómenn séu
fámennasti hópurinn í úrtakinu!
Blaðinu var því fullljóst þegar það
valdi fréttafyrirsögnina að sjó-
mannaúrtakið eitt og sér hlaut þar
með að vera langminnst. Því virðist
ljóst að Morgunblaðið misnotaði
vísvitandi upplýsingar frá Gallup til
að búa til mikla frétt sem engin efni
stóðu til. Þannig hefur blaðið með
óábyrgri og óréttmætri frétta-
mennsku reynt að reka áróður fyrir
skoðun sinni í mjög umdeildu máli.
- Það er því komið á daginn, að
Morgunblaðið er eitthvað annað og
meira en „blað allra landsmanna".
Það veit ég, vegna þess að ég hef
unnið með viðkomandi þingmanni,
að hann leggur sig fram í starfi og
sinnir því af alúð og samviskusemi.
Á hinn bóginn má vel vera að ekki
séu allir sammála þeim viðhorfum
sem hann stendur fyrir. Við því er
ekkert að segja. Það er eðli lýðræð-
isins að einstaklingar geta sett fram
sínar skoðanir án þess að því fylgi
sú kvöð að allir þurfi að vera þeim
sammála.
Fullyrðingar og sleggjudómar
eins og þeir sem þarna birtust eru
þess eðlis að ekki verður við unað.
Blaðið hlýtur því að sjá sóma sinn í
því að biðja viðkomandi alþingis-
mann afsökunar á þessu framferði.
Þegar vinnubrögð af þessum toga
hafa verið stunduð um nokkurt
skeið verður ekki hjá komist að trú-
verðugleiki viðkomandi fjölmiðils
bíði einhvern hnekki. Það hafa
kannanir staðfest. Það kom því ekki
á óvart að tilraunir blaðsins að und-
anfórnu til að vekja eftirtekt á mjög
merku máli, þar sem ríkjandi vald-
hafar virðast vera að gæta hags-
muna fáeinna útvalinna á kostnað
almennings, vöktu litla sem enga at-
hygli.
Fyrir nokkrum mánuðum mátti
heyra og sjá auglýsingar frá DV, þar
sem fullyrt var aö blaðið beitti sann-
leikssverðinu bjarta til að eyða
spillingu og óréttlæti. Engu yrði eirt
i leit að sannleikanum! Um fram-
kvæmd blaðsins á þessum háleitu
markmiðum held ég að megi segja;
Betur má ef duga skal.
DV
Stefnulausar
fylkingar
G.P.Ó. skrifar:
Það er ekki fýsilegt að hlusta á
stjórnmálafólk nú orðið. Svo
virðist sem það vanti stefnu og
þó er hún fyrir framan nefið á
því. Markaðshyggjan og léns-
herrastefnan sem nú er við lýði,
undir verndarvæng Framsókn-
arflokksins, en var áður undir
verndarvæng Alþýöuflokksins.
Og það sem helst stendur upp úr
markaðshyggjunni er einokunin,
flest af því bitastæða í þjóðfélag-
inu er komið á fárra hendur. En
núna er komin upp stefna sem er
vistvæn fyrir fólkið í landinu,
þ,e „landsstefna“ þjóðarsinna.
Þeir sem vilja að íslendingurinn
sjálfur njóti afurðar þjóðarinnar.
Markaðsstefnan hefur nú sýnt
sitt rétta viðhorf: Þjóðarþegninn
skiptir ekki máli. Það er því
spurning hvort 6 hendur eða
þjóðin stjórni landinu okkar -
lénsstefna eða þjóðarstefna.
Hljóðdeyfi á
Lottóvélina
Kiistinn Gíslason skrifar:
Ég legg til við íslenska getspá
að hún láti setja hljóðdeyfi á
lottóvélina sem notuð er í Sjón-
varpinu. Bara svona rétt til þess
að maður heyri mannsins mál
frá upplesara talnanna sem hálf-
muldrar ofan í bringu sér og hef-
ur ekki roð við hávaðabelgnum.
- Með fyrirfram þakklæti.
Veðdeildar-
fólkið verður
að skilja
Jakob hringdi:
Maður heyrir ramakveinin
hvaðanæva, og aðaUega frá
starfsfólki opinberra og hálfopin-
berra stofnana sem kvartar yfu-
laununum, yfir aðstöðuleysinu,
yfh vinnuálagi, og þannig mætti
lengi telja. Nú síðast heyrði ég í
útvarpsfréttum að starfsfólk veð-
deUdar Landsbankans kvartar
nú sáran yfir því hvernig málum
er komið vegna breyttra að-
stæöna hjá Húsnæðislánadeild,
en veðdeildinni verður nú lík-
lega ofaukið í framtíðinni. Fólk-
ið hrópar á hjálp og vitnar í um-
mæli nýs bankastjóra sér til
halds og trausts. En hvað má
fólk hér og þar i atvinnulífinu
segja sem sagt er upp störfum?
Enginn hefur séð aumur á því
fólki þótt það hafi orðið að sæta
uppsögnum í stórum stíl. Getur
fólk hinna opinberu stofnana
ekki fengið sér vinnu líkt og aðr-
ir sem verða fyrir barðinu á upp-
sögnum? Það er kominn tími til
að opinbert starfsfólk skilji hvað
launafólk á almennum vinnu-
markaði býr við hér á landi sem
annars staðar.
Flugleiðir og
fargjöldin
Óskar Sigurðsson skrifar:
Fyrir nokkru var upplýst að
Flugleiðh hf. ætluðu að bjóða
sérstök kjör á ferðum Banda-
ríkjamanna til íslands með dvöl
hér á landi í eina eða tvær næt-
ur. Verðið var í kringum 20 þús.
krónur. Mér finnst þetta vera vel
boðið fyrir útlendingana. Ekki
sitjum viö hér við sama borð,
þurfum að greiða nálægt 40 þús.
kr. fyrir ferðina tU Bandaríkj-
anna og kannski 2 eða 3 nætur.
Það er raunar kominn meira en
timi á að Flugleiðir lækki far-
gjöldin á öUum leiðum, en þó
mest tU Bandaríkjanna, þar sem
þeh’ hafa beina einokun á far-
þegaflutningum þangað. Ég er
undrandi á að þingmenn þjóðar-
innar skuli ekki hafa tekið þessa
ósvinnu upp á Alþingi. Þeir eru
kannski ekki í mikilli þörf fyrir
lækkun fargjalda. En það erum
viö hin.
Bréfritari fjaliar um úrtak sjómanna i Gallup-könnun og veiöileyfagjald.
ritstjórnar DV