Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 15 Kosningaréttur er fyrir einstaklinga en ekki flokka og þingmenn, þess vegna er á endanum engin önnur regla verjandi en eitt atkvæöi á mann. skal aldrei verða krafa um að fá að beita aðra misrétti. Afstaðan til lands- byggðarinnar Okkur sem búum á suðvestur- horninu er fæstum kappsmál að stærri hluti þjóðarinnar flytjist hingað. Þótt hér sé gnægð orku, ís- lausar hafnir og góð ræktarlönd á báða bóga erum við á virku eld- galla- og jarðskjálftasvæði og við viljum eiga í önnur hús að venda. Flestir Reykvíkingar og Reyknes- ingar vilja sjá blómlega byggð fyr- ir vestan og norðan og austan ef í því er nokkurt vit og það vonum við í lengstu lög. Hins vegar er það á hreinu að það á að hugsa um kjör fólks en ekki velferð fjalla og freðmýra. Þess vegna þolum við vitræna byggðastefnu en frábiðjum okkur glórulaust byggðasukk. Ef það kostar stórfé að fá fólk til að búa í afdölum þá er vitlegra að hjálpa því til byggða. Markús Möller 1 nýhafna umræðu um kosningarétt og breytingar á kjör- dæmaskipan vantar meginatriði: Kosninga- réttur er fyrir einstak- linga en ekki flokka og þingmenn. Þess vegna er á endanum engin önnur regla verjandi en eitt atkvæði á mann. Reyndar eru ís- lendingar skuldbundn- ir til að hafa jafnan at- kvæðisrétt samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgara- leg og stjómmálaleg réttindi sem við full- giltum árið 1966. Þar stendur m.a. i 25. grein að sérhver borgari skuli eiga rétt á og hafa tækifæri til að kjósa og vera kjörinn í reglubundnum kosningum þar sem almennur og jafn kosningaréttur gildir. Heldur er það nú frjálslega útfært á ís- landi. Hænufetið Tillögur kjördæmanefndarinn- ar, sem nú liggja fyrir, em hænu- fet í rétta átt. Einhvern tíma hef- ur sést meiri metnaður til manna en skárra er það en ekkert. Það skiptir máli að þau 66% þjóðar- innar sem búa á milli Herdísar- vikur og Hvalfjarðar þurfi ekki að lúta geðþótta minnihlutans og það hefst með þessum tillögum. Ef hreppaflutningarnir i kjör- dæmatillögunum vefjast fyrir fólki þá á að breyta þeim og stiga fyrsta skrefið með einfaldari til- flutningi þingsæta. Hvoragt nálgast þó skuldbindinguna um jafnan kosn- ingarétt. Stærra stökk Djarfari breyting væri betri. Ég hef á síðustu vikum heyrt athyglisverða hug- mynd úr tveimur áttum. Hún er að kjósa svo sem helm- ing þingmanna af landslista og afgang- inn í einmennings- kjördæmum, líkt og mun tíðkað í Þýska- landi. Svo yrði kos- ið aftur í einmenn- ingskjördæmum þar sem enginn fengi meirihluta í fyrstu umferð. Með þessari aðferð mætti við- halda tengslum kjósenda við þing- menn sem era mikilsverður þáttur í íslensku stjómarfari. Tvöfalda umferðin ætti að duga til að eyða ótta smáflokka við einmennings- kjördæmi því í seinni umferðinni gætu þeir sammælst um vænlegan frambjóðanda. Óttinn í uppsveitum Það er skiljanlegt að íbúar ann- arra kjördæma en Reykjavíkur og Reykjaness séu uggandi um hag sinn ef þeir sleppa tangar- haldinu sem þeir hafa haft á meiri- hluta þjóðarinn- ar. Þess vegna á meirihlutinn á suðvesturhorn- inu að koma þvi ótvírætt til skila að hann ætli ekki að níðast á landsbyggðar- fólki. Með svolitlu hugmynda- flugi, góðum vilja og vinnu á að vera hægt að slá fyrir þessu vamagla og þeir mættu sem best vera í stjómarskránni. Jafnrétt- iskrafa okkar á suðvesturhominu Kjallarinn Markús Möller hagfræðingur, stefnir á annað sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi „Reyndar eru íslendingar skuld- bundnir til að hafa jafnan at- kvæðisrétt samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi sem við fullgiltum árið 1966.“ Eitt atkvæði á mann Lýðræðið Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn allsráðandi í íslenska stjórnkerflnu. Þeir deila og drottna á Alþingi ís- lendinga og ráðskast með ríkið og stofnanir þess eins og þeir eigi þetta allt saman. Förunautur Sjálf- stæðisflokksins til margra ára, Al- þýðuflokkurinn, er eins og smækk- uð mynd af íhaldinu, bæði hvað stefnumál varðar, t.d. í utanríkis- málum og þegar embætti eru i boði. Allir inn á miöjuna.... Að loknum síðustu alþingiskosn- ingum þóknaðist Sjálfstæðisflokkn- um að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem aftur varð til þess að kratar hölluðu sér upp að Alþýðubandalaginu og vilja nú sameinast erkióvininum og má það kallast nokkuð veik forsenda fyrir myndun stjórnmálafls. Framsóknarflokkurinn og ný- stofnuð samfylking jafnaðarmanna munu því í framtíðinni skiptast á um að stjóma með íhaldinu. Jafh- vel Frjálslyndi flokkurinn gæti nælt sér i aukahlutverk í næstu hægristjóm. Allir eiga þessir flokkar þaö sameiginlegt að færa sig inn á miðjuna þegar nær dregur kosn- ingum. Þeir munu forðast að taka upp mál sem styggja kjósendur og einblína á frambjóðenduma sjálfa frekar en málefnin. Fyrirtæki munu í auknum mæli hlaupa undir bagga með frambjóðendum enda fólkið í landinu búið að snúa baki við þeim og félagsgjöld því tak mörk- uð. Sú kosningabarátta sem senn fer í hönd verður án efa sú dýrasta sem háð hefur verið og ef að líkum lætur sú innihaldslaus asta til þessa. Róttækan vinstri flokk Til að fyrirbyggja lýðskrum og aug- lýsingabrellur hinnar breiðu miðju þarf róttæk- an vinstriflokk sem þorir að varpa fram óþægi- legum spurning- um og gefur skýr svör. Á vinstri- væng stjómmálanna er aö mynd- ast ný hreyfing sem mun láta að sér kveða úti í þjóðfélaginu og í sölum alþingis. Umræður á hug- myndafræðilegum grunni halda áfram og andstaðan við frjáls- hyggjuöflin eykst á ný. Vinstri- hreyfingin mun hafa í nógu að snúast þegar nær dregur kosning- um. Þrátt fyrir efnahagslega „Sú kosningabarátta sem senn fer í hönd verður án efa sú dýrasta sem háð hefur verið og ef að líkum lætur sú innihaldslaus- asta til þessa.“ í fyrirrúmi þenslu breikkar bilið milli rlkra og fátækra. Biðlistar sjúklinga eftir aðkallandi aðgerðmn lengj- ast. Heilbrigðisþjónustunni blæðir út. Menntakerfið er nánast á vergangi. Rányrkja á auðlindum til lands og sjávar fer vax- andi. Einokun og fákeppni i atvinnurekstri aukast ár frá ári. Viðskiptahalli og erlendar lántökur leggja byrðar á komandi kynslóð- ir. Yfirþjóðlegt vald skerð- ir sjálfstæði íslendinga. Ut- anríkismálin einskorðast við hagsmuni Atlantshafs- bandalagsins. Ríkið boðar þungaiðnaðarstefnu að hætti ráðstjórnarríkjanna og sjávarútvegurinn býr við lénsskipulag Viktoríutímans. Hefðbundinn landbúnaður er rígbundinn í kvótakerfi og nýjar búgreinar njóta takmarkaðs skiln- ings hjá kerfinu. Þriðja hvern dag fer jörð í eyði. Tvö þúsund manns flytja suöur árlega. Jafnvel uppsveitir Ámes- sýslu og Skaftafellssýslumar eru í hættu að verða jaðarsvæði þrátt fyrir nálægð við höfuðborgarsvæð- ið. Ríkisstjórnin bíður eftir því að erlendir auðhringar bjargi málun- um. Byggðastefnan er ónýt. Verkefni morgundagsins Það er tímabært að stjómmála- menn takist á við verkefni morg- undagsins í stað þess að snúast í kringum sjálfa sig. Það era hagsmunir þjóð- arinnar allrar sem eiga að vera á dagsskrá en ekki eiginhags- munapot þrýsti- hópa og eltinga- leikur stjórn- málamanna við bitlinga og sporslur. Kjós- endur verða þvi að þrýsta á um aukið lýðræði og opnara þjóðfé- lag. Nú þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins er í sögulegu hámarki er nauðsynlegt að fram komi róttækur vinstriflokkur sem þorir að bjóða hægri öflunum byrginn. Vinstrihreyfingin getur orðið það afl sem til þarf og ekki víst að fleiri tækifæri bjóðist í bráð. Félagshyggjufólk, umhverfis- vemdarsinnar, friðar- og afvopn- unarsinnar og allir þeir sem vilja standa vörð um lýðræði, tjáning- arfrelsi, jafnrétti og virðingu gagn- vart minnihlutahópum geta átt samleið með þeirri nýju vinstri- hreifmgu sem nú er verið að móta. Notum tækifærið. Ragnar A. Þórsson Kjallarinn Ragnar A. Þórsson, starfar aö ferðaþjónustu Með og á móti 18 milljóna króna aukafjárveiting til Leikfélags Akureyrar. Viljum hafa atvinnu- leikhús „Rökin fyrir þessari fjárveit- ingu eru fyrst og fremst þau að við viljum halda atvinnuleikhúsi gangandi hér í bænum, það er að- alatriði málsins. Þessi rekstur hef- ur gengið erfið- lega í gegnum tíðina, oft verið í jámum, en nú seinustu tvö árin hefur hall- að undan fæti og leikfélagið verið rekið með nokkra tapi. Það sem fyrir okkur vakir er að við viljum koma leikfélaginu út úr þessum vanda og teljum að það séu ákveðnir hlutir í rekstri félagsins sem taka þarf til skoðunar. í því sambandi má t.d. nefna samninga viö starfsmenn og fleira og við höf- um gert það að skilyrði að vissir hlutir verði teknir til endurskoð- unar. Þegar það hefur verið gert verðm- vonandi kominn sá grund- völlur undir reksturimi sem við viljum sjá. Auðvitaö verður þessi rekstm- ávallt erfiðm-, t.d. vegna þess hversú fáa áhorfendur leik- húsið rúmar og vegna smæðar markaðarins svo eitthvað sé nefnt, en það era hlutir sem við verðum bara að búa við. En það er vilji okkar að hér í bænum starfi at- vinnuleikhús og þess vegna gríp- um við til þeirra aðgerða sem við teljum nauðsynlegar." Ásgeir Magnússon, formaður bæjar- ráðs Akureyrar. Oddur Helgi Hall- dórsson, bæjarfull- trúi á Akureyri. Óráðsía I rekstri „Ég greiddi þessu ekki atkvæði og ástæðan er sú að mér finnst þurfa að skilgreina betur hvað gerist í framhaldinu. Áður en leikfélagið fær aukafjárveitingu, sem ég er í sjálfu sér hlynntur að vissum skilyrð- um uppfylltum, þurfa leikfélags- menn að sýna fram á það að þeir komi ekki aftur eftir tvö ár og vanti þá meiri peninga. Að mínu mati hefur ýmislegt farið úr skorðum i rekstri leikfélagsins og mér finnst tímabært að fara ofan í þennan rekstur. Það er ekki nokkur hemja að stofnun eins og þessi, sem ég vil reyndar kalla fyrirtæki, fái 73 milljónir í tekjur en eyöi 83 milljónum. Það er ým- islegt sem þarf að laga þarna og ég vil sjá það lagað áður en um aukafjárveítingar er að ræða. Þarna finnst mér vera óráðsía í rekstri og svo virðist sem það beri enginn fjárhagslega ábyrgð á öllu dæminu. Það hefur verið bent á að það þurfi að taka til innan leikfélags- ins og það er það sem ég vil sjá gert. Ef meirihlutinn í bæjar- stjórn ætlar að setja einhver skil- yrði fyrir aukafjárveitingunni þá vil ég sjá þau skilyrði, þau eiga auðvitað að koma upp á borðið um leið og ákvörðun er tekin í málinu. Þannig var það t.d. þegar íþróttafélagið Þór fékk slíka að- stoð, þá vora sett ákveðin skilyrði sem félagið varð að ganga að. Ég er á því að reka atvinnuleikhús í bænum, en það verður að finna fyrir því grandvöll.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.