Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1998, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
33%
íþróttir
íþróttir
f£Í< ENGIAMP
Newcastle United hefur fariö
fram á þaö við enska knatt-
spymusambandið að það fari
ofan í saumana á úrskurði dóm-
arans í leik Newcastle og West
Ham er hann sýndi Stuart Pe-
arce rauða spjaldið fyrir vægast
sagt vægt brot á Trevor Sinclair.
Pearce á yfir höföi sér þriggja
leikja bann fyrir vikið.
Guy Whittingham, leikmaður
Sheffield Wednesday, hefur ver-
ið lánaður i einn mánuö til
Wolves. Whittingham, sem er 33
ára, lék með Úlfunum gegn
Ipswich í gærkvöld.
Baráttan um Dion Dublin, leik-
mann Coventry, heldur áfram.
Aston Villa hefur boðið 5,1 millj-
ón punda í Dublin en Coventry
hefur þvemeitað því tilboði.
Ástœöan fyrir þessu boði Villa
er að í samningi Dublins er
klausa þar sem segir að hann
megi fara frá félaginu ef tilboð
komi í hann sem nemi 5 milljón-
um punda eða meira. Coventry
vill fá 6,75 milljónir punda fyrir
Dublin, það sama og Blackbum
bauð á dögunum en þá neitaði
Dublin að fara til Ewood Park.
Þrir leikir voru í ensku
B-deildinni i knattspymu í gær-
kvöld. Crewe tapaði fyrir Sund-
erland, 1-4, Ipswich sigraði
Wolves, 2-0, Watford og Norwich
gerðu jafntefli, 1-1, og W.B.A.
sigraði Crystal Palace, 3-2. Sund-
erland er i efsta sæti með 34 stig,
Ipswich hefur 31 stig og
Birmingham 29 stig.
í D-deildinni töpuöu Hermann
Hreiðarsson og samheijar hans i
Brentford fyrir Plymouth, 3-0.
Rotherham, Scunthorpe og
Brentford, Cambridge, Plymouth
og Cardiff era efst og jöfn með
27 stig.
Gunnleifur Gunnleifsson, Sig-
uröur Örn Jónsson og Bjarni
Þorsteinsson em allir famir frá
Wimbledon eftir að hafa verið
þar við æfingar.
Sigurður Öm Jónsson og
Brynjar Þorsteinsson fóru til
Watford og munu leika með
varaliði félagsins i kvöld.
-JKS/SK
Þýska knattspyrnan:
Jafntefli hjá
Schalke og Freiburg
Schalke og Freiburg gerðu jafn-
tefli, 1-1, í þýsku A-deildinni í
knattspymu í gærkvöld. Tékkinn
Jiri Nemec kom Schalke yfir á 25.
mínútu en Steffen Korell jafnaði fyr-
ir gestina á 71. mínútu.
Freiburg er í 7. sæti með 15 stig
og Schalke er í 14. sæti með 10 stig.
-JKS
NBA-deildin í körfuknattleik:
Gæti hafist
eftir áramót
- engin lausn í sjónmáli í launadeilunni
Enn situr allt fast í
launadeilu leikmanna
í NBA-deildinni í
körfuknattleik og eig-
enda félaganna.
Keppnin í NBA-deild-
inni átti að hefjast í
gær.
Fyrir nokkrum dög-
um var keppninni enn
frestað og því lýst yfir
að ekkert yrði leikið í
nóvember.
Nú hafa forráða-
menn deildarinnar
lýst því yfir að eins og
staðan sé í dag geti
það hæglega gerst að
ekkert verði leikið í
NBA fyrr en í janúar.
Þær fréttir spurðust
út í gær að samkomu-
lag væri í augsýn og
líklega yrði skrifað
undir samkomulag í
þessari viku.
Borið til baka
Strax og þessar
fféttir birtust komu
fulltrúar eigenda og
leikmanna fram í fjöl-
miðlum og bám allar
þessar fréttir til baka.
Staðreyndin í deil-
unni er sú að ná-
kvæmlega ekkert er að
gerast. Varla er hægt
að segja aö deiluaðilar
talist við og margir
dagar líða á milli
funda.
Einn af frammá-
mönnum sambands
leikmanna sagði í gær
að deiluaðilar hefðu
fjarlægst undanfamar
vikur.
Það bæri mun
meira á milli en áður
en samningaviðræður
hófust.
Mun styttra tímabil
en venjulega
Einn hlutur liggur
alveg ljós fyrir varð-
andi launadeilu leik-
manna og eigenda lið-
anna. Keppnistímabil-
ið, sem ekki er enn
hafið, verður mun
styttra en áður ef af
því verður yfirhöfuð.
í gær vom menn að
velta því fyrir sér að ef
keppnin hæfist ekki
fyrr en í janúar
myndu liðin vart leika
fleiri en 50 leiki í stað
82 leikja þegar um
venjubundið tímabil
er að ræða fyrir utan
úrslitakeppni.
Spurning um
greiðslu skatta
Skattamál er sá þátt-
ur sem allt strandar á,
ekki eiginlegar kröfur
um launahækkun.
Talað hefur verið
um sérstaka „lúxus“-
skattaprósentu næstu
árin en leikmenn vilja
hafa á hreinu hvað þá
tekur við.
Þessar deilur hafa
þegar kostað deiluað-
ila mikla peninga.
Talið er að leikmenn
hafi tapað 28 milljörð-
um króna vegna tap-
aðra launa og tap eig-
enda er engu minna.
-SK
Arngeir lagði alla
Fyrsta landsglíman var haldin
að Laugum í Reykjadal á
dögunum og þar með hófst
keppnistímabil glímumanna.
Úrslit urðu þessi:
Karlar
1. Amgeir Friöriksson, HSÞ .... 4 v
2. Ólafur H. Kristjánsson, HSÞ . . 3 v
2. Helgi Kjartansson, HSK......2 v
4.-5. Sigmundur Þorsteinsson, UMF
Víkverja.....................1/2 v
4.-5. Pétur Eyþórsson, UMF Víkverja
............................1/2 v
Konur
1. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, 3 v
2. Soöla Bjömsdóttir, HSÞ.....2 v
3. Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ, .. 1 v
4. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, . 0 v
Arngeir Friðriksson sýndi
gamalkunna takta og steinlagði
menn þegar þeir duttu inn í
brögðin og sigraði alla ömgglega.
Hafði hann nokkra yfirburði í
glímunni.
Ólafur Helgi er vaxandi ungur
maður sem á framtíðina fyrir sér.
Helgi Kjartansson náöi sér ekki á
strik en lagði alla aðra en Amgeir
sem er lífsreyndari á svellinu.
-SK
TBA er í efsta sætinu
Fyrsti hluti deildarkeppni
Badmintonsambands íslands fór
fram um síðustu helgi.
Á Akureyri léku TBA, Víkingur
og TBS. Úrslit leikja voru
eftirfarandi:
TBA-Vikingur................7-0
TBA-TBS .....................7-0
TBS-Vikingur ...............0-7,
Á Flúðum léku ÍA, UMFH og BH. Úrslit
leikja vom eftirfarandi:
BH-UMFH ...................3-4,
ÍA-BH...................2-5
UMFH-ÍA.................6-1
Lið Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur sat þessi: yfir. Staðan i
TBA 2 2 14-0 4
UMFH 2 2 104 4
BH 2 1 8-6 2
Víkingur 2 1 7-7 2
ÍA 2 0 3-11 0
TBS 2 0 0-14 0
Patrik Berger kom mikið við sögu í leiknum gegn Valencia í gærkvöld. Berger skoraði síðara mark Liverpool sem reyndist þegar upp var staðið mjög mikilvægt. Það
kom liðinu áfram í 3. umferð keppninnar. Hér sækir Berger, sá rauðklæddi, að Júgóslavanum Miroslav Djukic í liði Valencia.
Símamynd-Reuter
UEFA-keppnin í knattspyrnu- 2. umferð:
Liverpool áfram
- önnur ensk lið úr leik og Fiorentina í slæmum málum
Liverpool hélt uppi heiðri ensku lið-
anna í 2. umferð UEFA-keppninnar í
knattspymu í gærkvöld en þá fóm
fram síðari leikimir. Aston Villa og
Leeds vom bæði slegin út og sömu-
leiðis skosku meistaramir í Celtic.
Viðureign Valencia og Liverpool
var æsispennandi í meira lagi. Heima-
menn komust yfir á lokamínútu fyrri
hálfleiks og útlitið var ekki bjart hjá
Liverpool en fyrri leiknum á Anfield
Road lauk með markalausu jafntefli.
Það var síðan á fimm mínútna kafla
sem enska liðið skoraði tvívegis, fyrst
McManaman og síðan Berger fimm
mínútum fyrir leikslok. Spánverjamir
jöfhuðu undir lokin og þar við sat.
Liverpool komst því áfram á fleiri
mörkum skoraðum á útivelli. Þrír
leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið á
90. mínútu leiksins. Paul Ince og Steve
Mcmanaman og Amedo hjá Valencia.
Aston Villa olli áhangendum sínum
vonbrigðum gegn Celta frá Vigo og
þeir vom famir að yfirgefa Villa Park
löngu áður en leiknum lauk. Þeir sáu
í hvað stefndi og fóru að streyma heim
á leið. Aston Villa var með góða stöðu
frá fyrri leiknum á Spáni, vann þar,
1-2, en í gærkvöld gekk ekkert upp hjá
liðinu. Úrslitin voru félaginu mikiö
áfall sem ætlaði sér að fara langt í
keppninni. Celta lék á köfhim góða
knattspyrnu.
Leeds náði ekki að færa sér
liðsmuninn í nyt
Leeds náði ekki að færa sér liðs-
muninn í nyt gegn Roma á Elland
Road. ítalska liðið missti leikmann út
af undir lok fyrri hálfleiks og lék eftir
það einum fleiri. Roma varðist vel og
komst áfram á meðan Leeds sat eftir
með sárt ennið.
Skosku meistaramir í Celtic fóm
enga frægðarfór til Sviss þar sem þeir
vom teknir í bakaríiö af FC Zúrich.
Knattspymustjóri Celtic, Josef
Venglos, er valtur í sessi eftir þessi úr-
slit.
Fiorentina er í slæmum málum eft-
ir að flugeldur úr hópi áhangenda liðs-
ins lenti á aðstoðardómaranum. Fior-
entina var yfir, 2-1, þegar leikurinn
var flautaður af á 45. mínútu. Knatt-
spymusamband Evrópu tekur málið
tU umfjöllunar strax í dag og getur far-
ið svo að Fiorentina verði dæmt úr
keppni.
-JKS
„Mistök að
selja Blake"
- segir Arnar Gunnlaugsson hjá Bolton
„Þrátt fyrir slæmt gengi að undan-
fömu hefur liðið verið að leika
ágætlega. Heppnin hefur bara ein-
faldlega ekki veriö með okkur. Því
er ekki að neita að þaö
er komin nokkur pressa
á mannskapinn. Við
erum staðráðnir í því að
koma liðinu inn á réttar
brautir," sagði Amar
Gunnlaugsson, leikmað-
ur Bolton, í samtali viö
DV í gærkvöld.
Bolton átti góðu gengi að
fagna framan af og var I
hópi efstu liða en á síð-
ustu tveimur vikum hef-
ur hallað undan fæti. Bolton leik-
ur á heimavelli gegn PortVale í
kvöld og sagði Arnar að sá leikur
yrði tafarlaust að vinnast.
„Það voru að mínu mati
mikil mistök að selja
Nathan Blake til Black-
bum. Brotthvarf tekur
mikið frá mínum leik og
ég sakna hans mikið en
við unnum mjög vel sam-
an. Hann var liðinu mik-
ill styrkur og gat á eigin
spýtur hreinlega unnið
leik fyrir okkur,“ sagði
Amar.
-JKS
Árni Gautur í
byrjunarliðinu
- Rosenborg leikur gegn Istanbúl í kvöld
DV, Noregur:
Ámi Gautur Arason stendur í
marki norska liðsins Rosenborg
sem mætir tyrkneska liðinu
Galatasaray í meistaradeild Evrópu
í kvöld. Þetta kom fram í norska
sjónvarpinu í gærkvöld. Ámi Gaut-
ur varði reyndar mark Rosenborg
gegn tyrkneska liðinu fyrir hálfum
mánuði vegna meiðsla Jöm Jamt-
fall sem hefur verið aðalmarkvörð-
ur liðsins.
Um síðustu helgi í úrslitaleik bik-
arkeppninnar gegn Stabæk kom
Jamtfall á ný inn í liðið en gerði
þar afdrifarík mistök. Þau urðu til
þess að þjálfari Rosenborgar ákvað í
gær að tefla fram Áma Gauta í
markinu í kvöld.
í norskum fjölmiðlum hafa und-
anfama daga verið miklar vanga-
veltur um markverðina hjá Rosen-
borg. í sumum þeirra hefur komið
fram að Ámi Gautur verði jafhvel
aðalmarkvöröur liðsins á næsta
tímabili.
Rosenborg stendur vel að vígi í B-
riöli meistaradeildar Evrópu, er þar
í efsta sæti með fimm stig og er leik-
urinn i Istanbúl því mjög mikilvæg-
ur norska liðinu.
-JKS/GK
Andri Sigþórsson fékk tilboð frá Le Havre:
Skynsamlegast
að fá ökklann í lag
- býst við að gefa franska liðinu afsvar
„Tilboð franska liðsins er gott en eins og málin standa tel ég líklegast
að ég verði áfram hér á landi og leiki með KR næsta sumar. Ég hef áætl-
un í huga þar sem ég ætla að styrkja ökklann vel í vetur og mæta sterk-
ur til leiks næsta sumar. Eftir það er ég reiðbúinn að skoða málin,“ sagði
KR-ingurinn Andri Sigþórsson í samtali við DV í gærkvöldi. Hann varð
pabbi sl. fostudag, eignaðist dreng.
Le Havre vill fá Andra út strax og að hann leiki með liðinu fram á vor
en Andri telur langlíklegast að hann hafni tilboðinu.
„Ökklinn er bara ekki tilbúinn i mikil átök og því tel ég skynsamleg-
ast að fá hann í lag í eitt skipti fyrir öll.“ sagði Andri við DV.
Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Islands, haldinn í Vík í Mýrdal:
Ungmennahreyfingin stendur styrkum fótum
Sambandsráðsfundur UMFÍ var hald-
inn í Vik í Mýrdal fyrir nokkru. Á sam-
bandsráðsfundum eiga sæti fulltrúar frá
öllum héraðssamböndum innan UMFÍ og
fulltrúar þeirra félaga sem eiga beina að-
ild að UMFÍ.
ÐV hitti þá Þóri Jónsson, formann
UMFÍ, og Bjöm B. Jónsson varaformann,
sem einnig er formaður NSU, Norrænna
samtaka um ungmennastarf, og ræddi við
þá um ungmennahreyfinguna í dag.
„Ungmennahreyfmgin stendur nokk-
uð vel, víða er mjög gott starf í gangi en
það má segja að hreyfingin endurspegli
það umhverfi sem hún starfar í. Það er
fækkun á landsbyggðinni og það hefur al-
veg sömu áhrif á félagsstarf. Færri taka
þátt í starfmu en víðast hvar er það nokk-
uð öflugt og kannski mun öflugra en kem-
ur fram,“ sagði Þórir Jónsson, forseti
UMFÍ.
Forvarnir stór þáttur
„Starfsemi ungmennafélaga hefur í
gegnum tíðina verið á mörgum sviðum,
forvarnir hafa ávallt skipað stóran sess í
starfi ungmennafélaga og ekki er lögð
minni áhersla á þær nú en áður. Við höf-
um alltaf verið að vinna að þessu forvarn-
arstarfi. Þó nú sé búið að afnema að menn
þurfi að heita bindindi til að ganga í ung-
mennafélögin reynum við að berjast gegn
vímuefnunum. Við erum meö öflugt
fræðslustarf. Víða um hinar dreifðu
byggðir hafa ungmennafélögin staðið fyr-
ir blómlegu menningarstarfi, leiklist og
fleiru. Og síðast en ekki síst eru íþróttir
mikill hluti af þessu starfi og landsmótin
hafa verið fjöregg þessarar hreyfmgar frá
upphafi," sagði Þórir.
Mikill breytileiki
„Ég held að það sé líka skýring á því af
hveiju ungmennafélagshreyfingin hefur
lifað alla öldina hvað þessi breytileiki í
starfinu er mikill, það er sama hvort
menn hafa áhuga á umhverfismálum, al-
mennum menningarmálum eða íþrótta-
starfsemi, við spönnum allt þetta ferli og
raunverulega er okkar barátta í dag for-
varnir í gegnum allt okkar starf þannig
að unga fólkið skili sér út í þjóðfélagiö
heilt í gegnum æskuna. Ég held að for-
vamarstarf hjá UMFÍ hafi allt eins verið
í gegnum menningar- og umhverfismálin
eins og beint í íþróttum. Það er alveg ör-
uggt að fyrir unga manneskju sem kemur
í leikstarfsemi er það alveg jafnmikið for-
varnarstarf og hjá þeim sem fara á körfu-
boltamót eða sundmót og ég held kannski
að viö höfum vanmetið það að þetta
breiða starf sem við erum með nær til svo
breiðs hóps sem við höfum hjálpað,“
sagði Björn B. Jónsson, varaformaður
UMFÍ.
„Stærstu málin hverju sinni eru lands-
mótin. Næsta landsmót verður haldið á
Egilsstöðum, árið 2000 verður unglinga-
landsmót hjá Hrafna-Flóka á Vestfjörðum
og nú hefúr bæst við skrifstofa NSU. Þar
er Bjöm B. Jónsson formaður og með því
bætist við starf á skrifstofúnni hjá okk-
ur,“ sagði Þórir. „Ég tók við formennsku
í NSU í aprfl og skrifstofan fluttist þar
með frá Ósló til Reykjavíkur. NSU eru
samtök 16 landssamtaka á Norðurlöndum
sem vinna með ungmennum og UMFÍ er
sá íslenski aðfli sem er þátttakandi í NSU.
Við erum með ýmsar uppákomur á
hveiju ári sem skiptast á mflli landanna
og innan okkar vébanda er eitthvað á
þriðju mflljón ungmenna. Það eru margir
sem koma að þessu, nú erum við að und-
irbúa ýmsar nýimgar, m.a. menningar-
mót hér á íslandi árið 2000 sem samtökin
hafa falið UMFÍ að sjá um framkvæmd á,“
sagði Bjöm. Hann sagði aö þetta norræna
samstarf kæmi íslenskum ungmennum
ekki síst til góða vegna fjarlægðar frá
Norðurlöndunum. -NH
Björn B. Jónsson og Þórir Jónsson, til hægri. DV-mynd NH
Handknattleikur:
ÍBV áfram
í bikarnum
ÍBV vann stórsigur á Breiðabliki,
19-31, í 32-liöa úrslitum bikar-
keppni karla í handknattleik í
Smáranum í gærkvöld. í hálfleik
var staðan 8-16 fyrir gestina. Eins
og úrslitin gefa til kynna höfðu
Eyjamenn frumkvæðið frá byrjun
og átti Breiðablik aldrei möguleika í
leiknum.
Bragi Jónsson og Bjami Hólm-
þórsson skomðu fjögur mörk hvor
fyrir Breiðablik. Hjá ÍBV var Val-
garð Thoroddsen mcirkahæstur með
sjö mörk og Giedreus Cesnauskas
gerði sex mörk.
-BB
Blcsnd i poka
Fjórðungur finnsku
þjóðarinnar fylgdist með sínum -x
manni, Mika Hakkinen, í
úrslitakeppni Formula 1 í Japan
um síðustu helgi. Lengi vel vom
950 þúsund Finnar við
sjónvarpstækin en síðasta
hálftíma keppninnar fóm
áhorfendur upp í 1,3 milljónir. í
Finnlandi búa 5,15 milljónir
manna.
Roger Lemerre, landsliðs-
þjátfara Frakka í knattspymu,
sagði í gær að David Ginola ætti
möguleika eins og hver annar á
að komast í landslið heims-
meistaranna. „Ginola er frábær
leikmaður og hefur ótrúlegt
ímyndunarafl. Hann skapar
mikið af fæmm og er alveg inni
í myndinni hjá mér,“ sagði
Lamerre. Ginola var ekki í
náðinni hjá fyrirrennara hans.
Vitor Oliveira, þjátfari Braga í
portúgölsku knattspymunni, var
rekinn í gær. Brottreksturinn
kom á óvart svo skömmu áður
en Braga mætir Lokomotiv frá
Moskvu í Evrópukeppni
bikarhafa en liðin mætast á
morgun. Lið Braga verður
þjátfaralaust í leiknum.
nr
Kappaksturshetjur era nú sem
óðast að prófa nýja bíla og
hjólbarða í Japan. Nokkrar
breytingar verða á hjólbörðum
keppninnar og verða þeir með
meira mynstri en áður að
framan. Þetta er gert til að draga
úr hraða bílanna.
Michael Schumacher mun hafa
Bridgestone-dekk undir Ferrari-
bíl sínum á næsta keppnis-
timabili. Hann prófaði „græj-
umar“ í gær og var yfir sig
ánægður.
-SK
m
UEFABIKARINN
2. umferð - síðari umferð:
(samanlögð úrslit aftast)
Parma-Wisla Krakow . 2-1 (3-2)
1- 0 Fiore (20.), 2-0 Zajác (46. sjálfsm.),
2- 1 Zajac.
Slavia Prag-Bologna ... 0-2 (1-4)
0-1 Signori (80.), 0-2 Cappioli (85.)
Lyon-Rauöa Stjarnan . . 3-2 (5-3)
1-0 Caveglia (17.), 1-1 Bunjevcevic
(37.), 2-1 Caveglia (42.), 3-1 Cocard
(40.), 3-2 Ogndenovic (90.)
Mónakó-GAK Graz .... 4-0 (7-3)
1-0 Gava (9.), 2-0 Spehar (16.), 3-0
Diawara (55.), 4-0 Gava (66.)
Sociedad-Dinamo .... 3-0 (6-2)
1-0 Kovacevic (55.), 2-0 Paula (69.),
3- 0 Kovacevic (75.)
Club Brúgge-Stuttgart . 3-2 (4-3)
1-0 Cock (60.), 1-1 Verlaat (76.), 2-1
Claessens (105.), 2-2 Bobic (110.), 3-2
flic (115.)
Fiorentina-Grasshoppers ... 2-1
1- 0 Olivera (12.), 1-1 Gren (31.), 2-1
Olivera (39.)
Bordeaux-Vitesse.......2-1 (3-1)
0-1 Jochemsen (8.), 1-1 Micoud (9.),
2- 1 Wiltord (65.)
Atletico -CSKA Moskva 1-0 (5-2)
1-0 Juninho (45. vítasp.)
Real Betis-WUlem II . . . 3-0 (4-1)
1-0 George (30.), 2-0 Zarandona (56.),
3- 0 Sanchez (89.)
Valencia-Liverpool .... 2-2 (2-2)
1-0 Lopez (45.), 1-1 McManaman (80.),
1-2 Berger (85.), 2-2 Lopez (90.)
Leeds-Roma.............0-0 (0-1)
Marseille-Bremen........3-2 (4-3)
1-0 Maurice (36.), 1-1 Eilts (48.), 2-1
Issa (52.), 3-1 Dugarry (77.), 3-2
Herzog (82.)
Aston Villa-Celta Vigo . 1-3 (2-3)
0-1 Sanchez (26.), 1-1 Collymore (30.
vítasp.), 1-2 Mostovoi (34.), 1-3 Penev
(48.)
FC Ziirich-Celtic......4-2 (5-3)
1-0 Signore (51.), 2-0 Chassot (55.), 2-1
O’DonneU (58.), 3-1 Bartlett (61.), 3-2
Larsson (72.), 4-2 Cesar (75.)
Rangers-Leverkusen á fimmtudag
t