Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 Fréttir Nýstárlegt smygl: Mótorhjól í fimm ferðatöskum - áhöld um hvort um var að ræða varahlutasmygl eða smygl á mótorhjóli Tilraun til aö smygla mótorhjóli í ferðatöskum til landsins var gerð ný- lega á Keflavíkurflugvelli. Reynt var að hafa hálfa milljón króna af ríkis- sjóði. Árvekni tollvarða kom upp um smyglarana, en talið er líklegt aö slíkt smygl kunni að hafa átt sér stað áður í nokkrum mæli. Tollgæslan vill að dómstólar skeri úr í þessu máli, sem virðist einfalt við fyrstu sýn en er þó furðuflókið. Var verið að smygla inn mótorhjóli eða bara nokkrum vara- hlutum? Hvers virði var gaffallinn, gjarðir og aðaldempari, sem framvís- að var réttilega við rauða hliðið? Eðli vörunnar sem reynt var að smygla hefur breyst þegar splunkunýju hjóli sem keypt er erlendis er slátrað í varahluti. Á að kæra smyglarana fyr- ir smygltilraun á varahlutum - eöa mótorhjóli? Tollurinn lagði hald á hluti sem framvísað var „löglega" í rauða hliðinu og telur að sá gjöming- ur hafi verið í blekkingarskyni gerð- ur. Tveir menn komu saman til lands- ins í Leifsstöð. Þeir tóku sitt haf- urtask af færibandinu, margar töskur og vaming. Annar fór í rauða hliðið eins og löghlýðinn borgari með gaffal, gjörö og framstell af Suzuki-mótor- hjóli og óskaði eftir að það færi á aukafarmskrá til Reykjavíkur og borgaö yrði af því þar. Ekki kvaðst hann hafa annað tollskylt og var því vísað á græna hliðið. Vísir.is ræður framkvæmda- stjóra Netmiðillinn Vísir.is, sem er aö meirihluta í eigu Frjálsrar fiölmiðl- unar, hefur ráðið Þorvald Jacobsen sem framkvæmdastjóra. Vísir, sem er að finna á netslóðinni www.vis- ir.is, hefur á aðeins örfáum mánuð- um náð yfirburðastöðu á Intemet- markaðinum og er stærsti íslenski netmiðillinn með 12-17.000 heim- sóknir daglega. Þorvaldur, sem er 34 ára, starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Teymi og þar á undan starfaði hann hjá Opnum kerfum. Þorvaldur lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ Í87, tölvunarfræði frá HÍ Í88 og masters- námi í raönagnsverkfræði frá Uni- versity of Texas í Austin árið 1990. Á Vísi.is em saman komnir yfir 20 vefir úr ólíkum áttum og mynda þeir miðpunkt upplýsinga, frétta, af- þreyingar og viðskipta. Vísir.is er m.a. í samstarfi við ritstjómir DV, Dags og Viðskiptablaðsins ásamt því að reka eigin fréttastofu. Á næstu mánuðum má búast við hraðri þró- un á Intemetinu, sérstaklega á sviði viðskipta (e-commerce), og hyggst Vísir.is vera í fararbroddi þeirrar þróunar aö þvi er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Árvekni tollvarfia kom upp um smygl þegar reynt var að smygla hellu mótorhjóli f fimm ferðatÖSkum. DV-mynd Arnhelöur Félagi hans var þá ekki í sjónmáli og hélt sá úr rauða hliðinu að hann væri kominn í gegn og út með góssið. Svo var ekki. Sævin Bjamason yfirtoll- vörður hafði grunsemdir og bað mann- inn að koma inn í leitarklefa. Hann spurði hvort einhver væri með honum i för. Hann viðurkenndi það en kvaðst halda að félaginn væri farinn út. Sæv- in taldi ólíklegt að svo væri. „Ég sá að það var maður að fara á rautt, tók manninn aðeins út fyr- ir klefann og benti á hann og spurði hvort þetta væri félagi hans. Hann viðurkenndi það,“ sagði Sævin, þegar DV spurði hann um þessa einstæðu smygltil- rami í gær. Sævin segir að leitað hafi verið í ferðatöskum mannanna í græna hlið- inu, fimm töskum minn- ir hann. Þar var allt fullt af mótorhjólahlutum, meðal annars mótor og aragrúi af smádóti inn- an mn fot og annað haf- urtask, sem ferðamenn hafa með sér. Mótorhjól eins og þessi eru talsvert þung, en mesti þunginn er í gafflinum með. Hjólið kostaði rúma 5.400 doll- ara í Bandaríkjunum. Kolbeinn Pálsson hjá Suzuki-umboðinu fyrir mótorhjól sagði í gær að í mótorhjólaheimin- um væri talað um all- mörg lukkuð smygl á motocross-hjólum. Götuhjólin væru erfiö- ari viðfangs því þau þarf að skrá og þá þarf að framvísa innflutn- ingspappírum. Kol- beinn sagði aö fyrir umboðsmenn þýddi ekki að ergja sig yfir ástand- inu, smygli á eflaust nokknnn tug- um mótorhjóla. „Um leið og gjöld fjármálaráðu- neytisins lækka, þá hætta menn að taka svona sénsa,“ sagði Kolbeinn. Gjöld af innflutningi mótorhjóla rúmlega tvöfalda verðið á hjólun- um. -JBP Þing smábátaeigenda: Aflahlutfall smábáta verður ekki aukið - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði í ávarpi sínu á þingi Landssambands smábátaeigenda að ekki kæmi til greina að fjölga sóknar- dögum ef það hefði í fór með sér auk- inn afla bátanna. Það myndi brjóta gegn því grundvallaratriði að veiði- stjórnun snerist um það fyrst og fremst aö halda afla innan ákveðinna marka. Útilokaö sé að samþykkja ákveðinn fjölda sóknareininga án til- lits til þess hve mikið veiðist. Fram kom hjá ráðherra aö afli á sóknardag hefði á þremur undanfómum árum vaxið hjá handfærabátum úr 560 kíló- mn á dag í nærri 1.300 kg á dag. Sjávarútvegsráðherra lýsti aðdrag- anda núgildandi veiðireglna sem gilda fyrir smábáta og sagði að síðan sú niðurstaða fékkst um miðjan ára- tuginn að ætla krókabátunum fasta Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra flytur ávarp sitt á þinginu. DV-mynd Teitur veiðiheimild út frá veiðireynslu þeirra upp á 20.170 þorskígildislestir hefði afli þeirra aukist um 60% eða í 34 þúsund lestir af þorski. Þetta hefði gerst þrátt fyrir að krókabátakerfið byggi við fast hlutfall af heildarafla þorsks til ffambúöar sem var eitt Þing Landssambands smábátaeigenda: Kvótakerfið kúgunartæki - segir formaðurinn og varar við útflutningi á því Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, skoraði í setningarræðu sinni á þingi sam- bandsins sem hófst í gær á Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra að enda stjómmálaferil sinn meö því að rétta hlut þeirra trillukarla sem lengst hafa beðið leiðréttingar og þeirra sem nú er nánast bannað að róa til fiskjar. Slíkt yrði honum til mikils sóma. Hann gagnrýndi kvótakerfið og sagði þaö kerfi einkakvæðingar til að afmarka ákveðnum hópi í þjóðfélaginu rétt- indi til nýtingar á auðlindum sem áður vom almenningur. Arthúr varaði við markaðssetn- ingu þessa kerfis erlendis. Hann sagði að fiskveiðistjómunarkerfi í löndum þar sem stjómvöld beita þegna sína miskunnarlausu harð- ræði yrði þeim þetta enn eitt kúgun- arvopnið í hendi. Slík stjómvöld tækju kvótakerfinu fegins hendi til að geta enn frekar fiármagnað spill- inguna heima fyrir en fórnarlömb- in, íbúar strandsamfélaganna, yrðu vart jafnþakklát íslendingum. -SÁ þeirra skilyrða sem sett vom fyrir auknum hámarksafla á gmndvefli veiðireynslu. Varanlegar breytingar verði því ekki gerðar á mögulegum heildarafla þeirra nema þá þannig að hlutfallinu sé um leið breytt og aðrir dragi þá úr sínum veiðum á móti. “Þrátt fyrir þessa niðurstöðu varð fljótlega orðið ljóst að afli ykist svo fljótt og mikið að sóknareiningum yrði að fækka verulega," sagði Þor- steinn. Hann sagði að í viðræðum um málefni smábáta hefði ráðuneytið komið til móts við nánast allar óskir smábátaeigenda aðrar en þær um lág- marksfiölda sóknardaga án tillits tfl aflabragða. Þorsteinn sagði að enn stæðu yfir viðræður milli sjávarútvegsráðuneyt- isins og landssambandsins um að auð- velda dagabátum að laga sig að hlut- deild krókabáta í heildarþorskaflan- um. Hann kvaðst vonast enn til þess að slíka fleti mætti finna þótt segja verði eins og er að enn hafi mikil vinna að því marki ekki náð niðurstöðu. Hann gagnrýndi loks harðlega um- ræðu og kröfur um að undanskilja smábáta aflahámarki og setja einung- is á þá sóknarhámark. Hann sagði það kalla á óskynsamlegar fiárfesting- ar sem ekkert stjómvald gæti dregið að landi með því að breyta leikregl- um. Þá stangaðist slíkt á við jafnræð- isreglur og jafnvel stjómarskrá. Þessi umræða hefði verið í skötulíki og engu likara en ákveðin öfl hefðu vflj- að halda henni á því plani til þess eins að gera út á þær tilfmningaöldur sem magnaðar hefðu verið upp með margvíslegum rangfærslum og ein- hliða áróðri. -SÁ Stuttar fréttir i>v Hænra þingfararkaup Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti i gær fyr- ir tæplega 70 prósenta hækkun á þingfararkaupi alþingismanna sem ekki ynnu önnur störf. Ekki stofnaðilar íslendingar verða ekki stofhaðil- ar Kyoto-samkomulagsins sem Bandaríkjamenn undirrituðu í gær. Sighvatur Björgvinsson segir það vitnisburð um almenna ein- angrunarstefhu ríkisstjómarinnar í utanríkismálum. RÚV sagði frá. Guðjón vill hvalveiðar Guðjón Guð- mundsson þing- maður mælti í gær á þingi fyr- ir árlegri þings- ályktunartil- lögu sinni um að íslendingar hefii hvalveiðar á ný á næsta ári. Hann sagði að þingið ætti ekki að „lúffa“ fyrir sjávarútvegsráðherra í málinu held- ur sýna kjark. RÚV sagði frá. Útlánatap banka Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maöur Þjóðvaka, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um að gerð verði úttekt á út- lánatapi Landsbankans árin 1993-1997. Viðskiptaráöherra telur slíka könnun spilla tiltrú á bank- anum. Græningjar í gang Vinstrihreyfmgin Grænt fram- boð ætlar að halda sína fyrstu landsráðstefnu dagana 4. og 5. des- ember á Hótel Sögu. Bylgjan sagði frá. Dæmdir til að borga Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt tryggingafelagið Sjóvá-Al- mennar til að greiða sextán ára stúlku 2,2 milljónir í skaöabætur vegna áverka sem hún hlaut í júlí 1991. Bylgjan sagði frá. Annar hver ósofinn Annar hver skólanemí fer of seint að sofa og er vansvefta í skólanum og hefur misst af hinum mikil- væga draum- svefiii eða REM-svefiii, segir Þórólfur Þór- lindsson prófessor við Dag. Naumt Akureyrarfylgi Vinstrihreyfmgin Grænt fram- boð fengi 3% fylgi á Akureyri og flokkur Sverris Hermannssonar 4% samkvæmt könnun sem gerð var í bænum. Sjálfstæöisflokkur fengi 41% og Framsókn 28%. Dag- ur sagði frá. Útlánaaukning Seðlabankinn varar við stöðugri útlánaaukningu og miklum við- skiptahalla. Reiknað er með að hann verði 40 mifljarðar á árinu. Prófkjör á morgun Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi fer fram á morgun frá kl. 10-21. Kosið verður á 11 stöðum í kjördæminu og raö- að á framboðslista eftir úrslitum kjörsins. Framsóknarmenn halda aukakjördæmisþing á morgun í Kaplakrika þar sem efstu menn verða kosnir á lista flokksins. Langar til íslands Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýska- lands, kemur trúlega til ís- lands næsta vor, að sögn Davíðs Odds- sonar forsætis- ráðherra sem heimsótti hann í gær. Morgunblaðið sagði frá. Fingraför skoðuð Tölvunefnd ætlar að athuga sér- staklega búnað hjá líkamsræktar- stöð sem opnar dyr fyrir viðskipta- vinum með því að lesa fingrafór þeirra. Kannað verður hvort bún- aðurinn sé í blóra við lög um per- sónuvemd. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.