Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Einkavæðing kynbóta 1 laxarækt:
Eins og að einkavæða
hrossakynbætur
- segir forstjóri Veiðimálastofnunar
„Mér virðist það afskaplega
vandasöm aðgerð að einkavæða
kynbætur í búgrein eins og laxeldiö
er og í fljótu bragði veröur ekki séð
hverjir gætu átt þær. Ég býst við að
það yrði uppi fótur og fit ef ætti að
einkavæða hrossa- eða nautgripa-
kynbætur," segir Siguröur Guðjóns-
son, forstjóri Veiðimálastofnunar, í
samtali við DV.
Sigurður hefur gagnrýnt þær
hugmyndir sem felast í einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækisins Stofnfisks,
arftaka Laxeldisstöðvar ríkisins í
Kollafirði. Eins og DV hefur greint
frá áður gagnrýndi Ríkisendurskoð-
un harðlega ýmsa vankanta í bók-
haldi fyrirtækisins, m.a. misvísandi
birgðabókhald og vantaldar tekjur
af útflutningi til Chile. Þá gerði
landbúnaðarráðuneytið samning
við fyrirtækið um kynbætur á laxi
til ársins 2007 sem gefur fyrirtæk-
inu nálægt tveimur milljónum
króna á mánuði út samningstím-
ann. Þessi samningur átti að fylgja
með í einkavæðingunni og er sá
þáttur hennar sem laxeldismenn
hafa gagnrýnt harðast og telja vera
hreinan ríkisstyrk. Þessi styrkur
gefi fyrirtækinu upp undir fimm
þúsund króna tekjur á mánuði af
hverjum þeirra 400 kynbótalaxa
sem eiga að vera á fóðrum hjá Stofn-
fiski samkvæmt samningnum. Til
samanburðar fái laxabóndi um 1.400
kr. fyrir hvern sláturlax - en aðeins
einu sinni.
Það er þessi kynbótasamningur,
eða einokun kynbóta sem forstjóri
Veiðimálastofnunar gagnrýnir:
„Ég sé tvo kosti, annaðhvort að
ríkið haldi utan um kynbæturnar,
eða að láta eldismenn sjálfa halda
utan um þær á nokkurs konar
breiðum grundvelli þannig að sem
flestir og þá líka nýir aðilar geti
komi að rnálurn." Bændaskólinn á
Hólum hóf kynbætur á bleikju fyr-
ir nokkrum árum og allar líkur
eru á að því starfi verði haldið
áfram. Sigurður Guðjónsson segir
að um sömu starfsemi sé að ræða
hvort sem dýrið heitir bleikja eða
lax og kannski hefði mátt huga að
því að ná fram hagræðingu með
því að sameina bæði aðstöðu og
fagþekkingu á Hólum.
Eftir að DV hóf að skrifa um fyr-
irhugaða einkavæðingu Stofnfisks
tók einkavæðingamefnd málið upp
á ný. Nefndin hefur nú gert ákveðn-
ar breytingartillögur við fyrri
einkavæðingartillögur og hefur
landbúnaðarráðuneytið þær nú til
umfjöllunar. Hreinn Loftsson, for-
maður nefndarinnar, vildi i gær
ekki greina frá því hvað fælist í
nýju tillögunum, en samkvæmt
heimildum blaðsins lúta þær að
þeim athugasemdum sem Ríkisend-
urskoðun gerði á sínum tíma en
ráðuneytið hefur ekki viljað opin-
bera. Það þýði að endurmeta þurfi
verðmæti fyrirtækisins upp á nýtt.
-SÁ
Hildarleikur á Óshlíðarvegi
DV| ísafirði:
„Ég varð var við mikinn skugga við
hliðina á bílnum. Þetta gerðist allt
mjög hratt og ég gaf í undan skriðunni.
Bíllinn skalf allur og nötraði undan
grjótinu sem hrundi á hann,“ sagði
Jón Bjami Geirsson, lögreglumaður á
ísafirði, sem lenti í miklum lífsháska
þegar grjótskriða féll á bíl hans á Ós-
hlíðarvegi snemma í gærmorgun eins
og sagt var frá í DV í gær. Þar voru að-
eins sentímetrar milli lífs og dauða.
Jón Bjami slapp þó ómeiddur og var
mjög heppinn. Bíllinn er mikið
skemmdur, bæði á þeirri hlið sem að
hlíðinni sneri, sem og á toppi og vinstra
framhomi
sem vissi
frá hlíðinni.
Skriðan
kom úr
háum
bakka fyrir
ofan veginn
og fylltist
djúp vatns-
rás, sem
þar er, af
aur og
grjóti.
Grjót í aftursæti bílsins. . HKr.
Foreldrar og lögregla ráöast að unglingavandamáli:
Landadrykkja í sjoppunni
- skemmdir á verömætum, áreitni og ólæti í Bústaðahverfi
Talsvert hefur kveðið að tiltölu-
lega litlum hópi unglinga við versl-
unarmiðstöðina Grímsbæ á kvöldin í
haust. Þar hefur borið á skemmdar-
verkum, neyslu áfengis, áreitni við
fólk og ólátum. Ástæða þótti til að
halda sérstakan fund um málið í
fyrrakvöld. Þar mættu fulltrúar
hverfislögreglu og Réttarholtsskóla,
stjóm Foreldra- og kennarafélags
skólans, foreldrar og forráðamenn
10. bekkinga, forstöðumaður æsku-
lýðsmiðstöðvarinnar Bústaðir, auk
kaupmannsins í Toppmyndum, sem
hvað mest hefur orðiö fyrir baröinu
á krakkaskaranum.
Sjoppur verða félagsmiö-
stöðvar
Bjami Sverrisson í Toppmyndum
rekur vídeóleigur á fimm stöðum i
borginni, þar af þrjár í Breiðholti.
Ástandið er verst í Grímsbæ. „Þama
eru örfá rotin epli og það verður að
vara foreldra við aö hleypa börnum
sínum í svoleiðis hóp. Það er fjarri
því að það séu margir slæmir krakk-
ar þarna. Þeir safnast fyrir hjá okk-
ur, þetta gerðist þegar félagsmið-
stöðvarnar fóru að loka fyrr á kvöld-
in um helgar. Þá tóku sjoppurnar
við. Þær eru orðnar félagsmiðstöðv-
ar milli hálftíu og hálftólf á kvöldin.
Loks tekur miðbærinn við þeim sem
mega og geta verið úti eftir þann
tíma,“ sagði Bjarni.
Bjami segir að mikið beri á landa-
drykkju og bjór. Komin er hverfis-
lögregla á svæðið. Bjarni segir að eft-
ir að lögreglan fór að koma út úr bíl-
unum og lét sjá sig innan um fólkið
hafi ástandið stórbatnað. Enginn
veit hvaðan landinn kemur. Bjarni
segir að talað sé um allt að 70%
aukningu á landadrykkju hjá ung-
lingum á einu ári, könnun á ástand-
inu sýni það. Landasali var hand-
samaður við Grimsbæ um síöustu
helgi sögðu okkur íbúar. Þar var á
ferð komungur piltur, nánast jafn-
aldri hinna ungu kaupenda.
Skemmdir á bílum og rólu-
velli
Meira en helmingur foreldra og
forráðamanna 10. bekkinga í Réttar-
holtsskóla mætti til fundarins sem
boðað var til vegna ástandsins í
Fossvogs- og Bústaðahverfi. Skólayf-
irvöld Réttarholtsskóla hafa fengið
ábendingar frá íbúum, nemendum,
lögreglu og fleirum þar sem vakin er
athygli á vímuefnaneyslu, áreiti og
eyðileggingu eigna í hverfinu. Ekki
er vitaö hverjir eiga sökina, það
þurfa ekki að vera 10. bekkingar og
ekki heldur unglingar úr hverfmu,
enda þótt foreldrar þeirra hafi verið
boðaðir til fundarins.
„Við verðum ekkert vör við fikni-
efnaneyslu eða annað slíkt hér í
skólanum, svona hlutir gerast yfir-
leitt í tíma foreldranna," sagði Ása
Kristín, aðstoðarskólastjóri Réttar-
holtsskóla, í gær. Hún sagði að fund-
urinn hefði verið mjög gagnlegur og
nefnd kosin til að huga að málum í
framhaldinu.
Guðríður Stefánsdóttir, formaður
Foreldrafélags Réttarholtsskóla,
sagði í gær að vart hefði orðið við
vandamál sem rétt hefði þótt að
ræða á fundi með foreldrum nem-
enda 10. bekkjar, enda þótt ljóst væri
að skemmdarvargar og óeirðabelgir
væru ekki endilega allir úr þeim ár-
gangi.
Skemmdir hafa verið unnar á bíl-
um og gæsluvellinum fyrir neðan
Grímsbæ auk þess sem rúður hafa
verið brotnar í einhverjum tilvikum.
„Við erum sannfærö um að þetta er
blandaður hópur, krakkar sem koma
víða að. En við viljum að hverfið
okkar sé öruggt og hér líöi öllum
vel,“ sagði Guðríður. -JBP
Stuttar fréttir i>v
Nýtt starfsumhverfi
Á sunnudag-
inn verður
fræðslumorg-
unn í Hall-
grímskirkju kl.
10 árdegis. Guð-
mimdur Þór
Guðmundsson
lögfræðingur
mun fjalla um ný lög um stöðu,
stjóm og starfshætti kirKjunnar.
Lögin gefa kirkjunni mun meira
sjálfstæði en áður hefur verið.
Lætur til sín taka
Ríkisútvarpiö skýrði frá því að
menntamálaráðuneytið ætlaði að
láta til sín taka í hörðum deilum
skólameistara og kennara við Iðn-
skólann í Reykjavík sem lengi
hafa staðið yfir. Utanaðkomandi
aðili framkvæmir sjálfsmatsverk-
efiii sem er heildarmynd af stjóm-
unarferli i skólanum. Markmiðið
er að fá skýra mynd af stjórnun
skólans og samskiptum starfs-
manna innbyrðis.
Nýir viðskiptavinir
í næstu viku kemur fyrsta skip
nýrra viöskiptavina vamarhðsins
til hafnar í Njarðvik. Trans Atlant-
ic Line og Atlant-skip tóku nýlega
við vöruflutningiun vamarliðsins
af Eimskipi og Van Ormen. Fyrir-
tækin hafa ákveðið að skipa öllum
vörum upp fyrir vamarliðið í
Njarðvíkurhöfh en áður fór aðeins
tæpur þriðjungur flutninganna
um Njarðvik. Reiknað er með þijá-
tíu ferðum á ári og fimm milljóna
króna tekjuaukningu árlega. Sjón-
varpið greindi frá.
Er rangt
Vegna fréttar
í Morgunblað-
inu i gærmorg-
un, þar sem
fram kom að
samkvæmt
heimildum
Morgunblaðsins
frá Kína hefði
umsókn frá Atlanta borist kín-
verskum yfirvöldum of seint, 3.
nóvember, vill félagið koma því á
framfæri að þaö sé alrangt. í frétta-
tilkynningu frá Atlanta segir að
fyrst hafi verið beðið um af-
greiðslu á fluginu til tengiskrif-
stofú erlendra flugfélaga í Peking
5. maí og formleg umsókn um flug-
ið send sömu skrifstofu 17. júlí.
í mál
Ríkisútvarpið greindi frá því aö
ferðaskrifstofúr í Þýskalandi ætl-
uðu í skaðabótamál viö flugfélagið
Atlanta vegna þess að það hefur
hætt við fyrirhugað flug til Þýska-
lands næsta sumar.
Hækka vísitölu
Vísitala neysluverðs miðað við
verðlag í nóvemberbyrjun hækk-
aði um 0,3% frá því í október. Mest
munar um verðhækkanir á fótum
og skóm eða að meðaltali um 4,4%.
Rikisútvarpið greindi frá.
Þarf aö endurgreiöa
Ríkið oftók stimpilgjöld af fyrir-
tæki i Njarðvík og samkvæmt hér-
aðsdómi þarf það að endurgreiða
féð með dráttarvöxtum. Lögmaður
fyrirtækisins telur að rikið geti
fengiö á sig endurkröfúr upp á
hundruð milljóna í framhaldi af
dómnum. Rikisútvarpið greindi
frá.
Finni sigraði
Ríkisútvarpið greindi frá því að
fmnski hljómsveitarstjórinn Leif
Segerstam hlyti tónlistarverðlaun
Noröurlandaráðs fyrir næsta ár.
Styrkir Svein Loga
Eimskip hef-
ur gert styrktar-
samning við
Svein Loga
Sölvason bad-
mintonmann til
næstu tveggja
ára. Sveinn
Logi er einn af
fimm íslenskum íþróttamönnum
sem eru á styrk frá Alþjóða
Ólympíusambandinu og eygir
hann möguleika á að komast á
Ólympíuleikana í Sydney árið
2000. -SJ