Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
Neytendur
Innkaup á Netinu:
Gifurlegt úrval
íslendingar eru með netvæddustu
þjóðum í heimi, ef svo má að orði
komast. Verslun á Netinu er eitt af
þvi sem íslenskir netverjar sækja æ
meira í vegna mikils úrvals ýmissa
vara og þægindanna sem fylgja
þessum verslunarmáta.
íslenska þjóðin titlar sig gjarnan
sem bókaþjóð og þvi eru ekki úr
vegi að kynna hér til sögunnar tvær
af stærstu bókaverslunum Netsins.
Amazon á slóðinni
www.amazon.com og Barnes and
Noble á slóðinni www.bames-
andnoble.com. Auk þess kynnti
Neytendasíðan sér lítillega geisla-
diskaverslunina Cdnow á slóðinni
www.cdnow.com.
Gífurlegt úrval
Fyrst var farið inn á slóð banda-
rísku Amazonverslunarinnar þar
sem tilkynnt var að Amazon væri
hvorki meira né minna en stærsta
val beggja netbóka-
verslananna. Var
m.a. leitað að bókum
eftir Halldór Lax-
ness og reyndist úr-
valið nokkuð gott á
báðum stöðum.
Verðið var það sama
hjá Amazon og
Bames and Noble og
var t.d. hægt að fá
Atómstöðina á
ensku á um 2241
krónu með sending-
arkostnaði og virðis-
aukaskatti og Sjálf-
stætt fólk í kilju-
formi á 1391 krónu
með sendingarkostn-
aði og virðisauka-
skatti.
Á metsölulistum
netbókabúðanna
tveggja má finna
Sífellt fleiri nýta sér þann kost að kaupa alls kyns hluti á Netinu því netviðskipti eru orðin þægileg og örugg.
bókaverslun veraldar. Amazon hef-
ur í sinum fórum um 3 milljónir
bóka, geisladiska, hljóðbóka og
tölvuleikja, svo eitthvað sé nefnt.
Viðskiptavinir Amazon eru frá 160
löndum og nú þegar hafa 4,5 millj-
ónir manna verslað við Amazon.
Þar næst var farið inn á slóð Bames
and Noble sem státar af um 300 000
bókartitlum. Slagorð Barnes and
Noble er að „ef þú finnur ekki bók-
ina hjá okkur er hún ekki til“.
Til að sannreyna þetta gifúrlega úr-
margar áhugaverðar bækur. Þar má
m.a. nefna „A Man in Full“ eftir Tom
Wolfe á 1929 krónur með sendingar-
kostnaði og virðisaukaskatti og
„When the Wind Blows“ eftir James
Patterson á 1941 krónu með sending-
arkostnað og virðisaukaskatti.
Geisladiskar
Þriðja verslunin sem var heim-
sótt er geisladiskasalan Cdnow á
slóðinni www.cdnow.com. Úrvalið
var gott en verðið þar reyndist ekki
alveg það sama og hjá Amazon sem
einnig selur geisladiska.
Hjá Cdnow kostar nýjasti diskur
hljómsveitarinnar R.E.M., Up, 1118
krónur með sendingarkostnaði,
virðisaukaskatti og tolli eins og hjá
Amazon en nýjasti diskur U2 kostar
1691 krónu hjá Cdnow með öllum
gjöldum en aðeins 1183 krónur hjá
Amazon. Sömu diskar kosta um
2000 krónur á mörgum stöðum hér-
lendis.
Börn jafnt sem fullorðnir geta fundið bæk-
ur og geisladiska við sitt hæfi á Netinu.
Aukagjöld
Að sjálfsögðu er ekki nóg að líta
eirrfaldlega á verð bókarinnar eða
geisladisksins þegar kaupa á slíkt af
Netinu. Taka verður sendingar-
kostnað og önnur gjöld með í reikn-
inginn eins og gert er í útreikning-
unum hér á síðunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Toll-
stjóraembættinu í Reykjavík bera
allar bækur og geisladiskar 24,5%
virðisaukaskatt. Auk þess bera
geisladiskarnir 10% toll. Skatturinn
og tollurinn eru greiddir við afhend-
ingu pakkans á pósthúsi.
Auk þessara gjalda hérlendis þarf
að sjálfsögðu að greiða sendingar-
kostnað fyrir vöruna. Bæði Amazon
og Barnes and Noble bjóða upp á
nokkrar gerðir af sendingum. Ódýr-
ast er að senda bækurnar með skipi.
Þá er afhendingartími um 2-12 vikur
og sendingarkostnaðurinn 416 krón-
ur fyrir hverja bók en fer lækkandi
ef um fleiri en eina bók er að ræða.
Fyrir þá óþolinmóðu er hægt að fá
bækumar með flugi fyrir 906 krón-
ur. Þá er afhendingartíminn 7-21
dagur. Fyrir þá sem alls ekki geta
beðið er svo hægt að fá bækurnar í
hraðpósti. Það tekur 1-4 daga og
sendingarkostnaður er 2516 krónur.
Hjá Amazon er geisladiskar ein-
ungis sendir með flugi. Þá er send-
ingarkostnaður 416 krónur og bið-
tími 7-21 dagur. Þeir óþolinmóðu
geta fengið diskinn á 1-4 dögum og
greiða þá 1505 krónur í sendingar-
kostnað.
Hjá Cdnow eru diskar sendir með
skipum og er sendingarkostnaður-
inn 487 krónur. Afhendingartími er
sagður vera nokkrir dagar. -GLM
Eplahraunið er sígildur og vinsæll eftirréttur ættaður frá Italíu.
Eplahraun
Eplahraun er sígildur og sívin-
sæll eftirréttur frá Ítalíu. Ýmist er
stráð yfir hann sykri eða borið fram
ávaxtasalat með.
Uppskrift:
2 sæt og safarík epli, afhýdd,
kjarnhreinsuð og skorin í litla
bita
125 ml appelsínusafi
1/2 dl marsalavín (eða sérrí eða
madeira)
220 g sigtað hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
2 msk. malaðar möndlur
125 ml mjólk
2 eggjarauður
2 msk. sykur
olía til að steikja í.
Aðferð:
1) Blandið saman appelsínusafan-
um og marsalavíninu og látið epla-
bitana liggja í blöndunni í 15 mínút-
ur.
2) Hrærið saman hveitið, lyfti-
duftið og malaðar möndlumar.
3) Þeytið saman eggjarauðurnar
og sykurinn þar til það er orðið
þykkt og ljóst.
4) Pískið hveitiblönduna saman
við eggjahræruna, síðan mjólkina
og þeytið vel.
5) Takið nú eplin og löginn sem
þau hafa legið í og blandið þessu
saman við deigið. Gætið þess að
hræra vel svo deigið verði jafnt.
Látið síðan standa í 10 mínútur.
6) Hitið oliuna. Setjið hræruna
með teskeið í olíuna og steikið þar
til hver biti er orðinn ljósbrúnn, þá
er hann veiddur upp úr olíunni með
gatasleif eða fiskispaða.
7) Sett á eldhúspappír, þar sem
feitin rennur af. Borið fram heitt
eða kalt. -GLM
Veggfóður og
tréverk
Að losa veggfóður
Notið helmingsblöndu af ediki
og vatni. Dýfið málningarrúllu eða
svampi í blönduna og bleytið vegg-
fóðrið í gegn. Eftir tvær yfirferðir
ætti veggfóðrið að losna af í heilum
hlutum. Notið frekar málningar-
rúllu en pensil til verksins.
Bað og eldhús
Eftir að hafa veggfóðr-
að baðherbergið eða eld-
húsið skaltu mála öll
samskeyti með glæru
Ilakki til að vama því að
samskeytin losni upp.
m
Veggfóðursbót
Þegar þú rífúr niður
(ekki klippa) bót til að
bæta veggfóður
skaltu alltaf rífa
að bakhliðinni.
Þá verða sam-
skeytin allt að
því ósýnileg.
Bungur
Skerðu i bunguna með rakvélar-
blaði. Settu síðan lím undir hana
með hníf og sléttu úr með rökum
svampi.
Fitublettir
Búið til deig úr komsterkju og
vami. Látið bíða á blettinum þar til
það er þurrt.
Burstið þá af.
Ef bletturinn er enn á reynið
þá aftur.
Einnig má leggja þerripappír á
fitublettinn og fara yfír með heitu
straujárni. Endurtakið nokkrum
sinnum með nýjum þerripappír.
Fjarlægið síðan leifamar, ef ein-
hverjar em, með klút vættum í bór-
vaxi.
Vaxlitir
Nota má sömu aðferðir tO að ná
vaxlitum af veggfóðri og fitublett-
um. Einnig má nudda létt með
sápufylltri stálull sem ekki hefur
verið bleytt.
Annað ráð er að strá matarsóda
á raka tusku og nudda lauslega yfir
blettina.
Vaxliti á vinylveggfóðri má fiar-
læga með silfúrfægilegi.
Hversdagsóhreinindi
Nuddið létta bletti, t.d. fmgrafór,
mold eða blýantsstrik, með
strokleðri.
Sparsl
Ef múrhúðin losnar úr loftinu
skaltu reyna eftirfarandi: Gerðu
deig úr trélimi og matarsóda og
settu í sprunguna með fingrunum.
Ef loftið er málað er gott að setja
matarlit samlitan loftinu í blönd-
una. Þessi viðgerð getur frestað
fullnaðarviðgerð um einhvem
tíma.
Sprungufyllir
Fylltu í sprungur með stálull
eða dagblöðum áður en sparslið
er sett á. -GLM