Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
7
Áhugi á deCode
Deilan um gagnagrunninn hefur
vakið mikla eftirtekt vestanhafs. Mörg
blöð og tímarit hafa birt langar grein-
ar um deCode og Kára Stefánsson.
Áhuginn hefur ekki
minnkað eftir að Em-
ir Snorrason, einn af
upphafsmönnum
deCode með Kára,
gagnrýndi gagna-
grunninn opinber-
lega. Erlend blöð sjá
í þessu safaríkt
drama í uppsigl-
ingu og sum þeirra
eru nú að senda blaðamenn hingað
til lands til að taka stöðuna. Á vegum
Science, sem hefur reglulega skrifað
um málið, er von á blaðamanni innan
skamms. Þá munu bæði ritið New Yor-
ker og hið fræga viðskiptablað Wall
Street Journal senda hingað frétta-
menn í næstu viku ...
Átónleikum?
Sú ákvörðun Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra að flytja inn-
heimtusvið íbúðalánasjóðs til Sauðár-
króks hefur vakið verðskuldaða at-
hygli, og ekki síður
þau orð ráðherrans
aö Sauðkrækingar
eigi ekki að gjaida
þess að vera í kjör-
dæmi hans. Fyrir-
tækið Element
Skynjaratækni á
Króknum á að sjá
um innheimtu-
sviðið ásamt Búnað-
arbankanum. Kaupfélag Skagfirðinga
á stærstan hlut i Element Skynjara-
tækni en í kaupfélaginu ræður
Þórólfur Gíslason, flokksbróðir
Páls, ríkjum. Pálmi Jónsson frá Akri
er formaður stjómar Búnaðarbank-
ans. Hann er auðvitað úr kjördæm-
inu. Svo er Gunnar Bjömsson, for-
maður stjórnar íbúðalánasjóðs, ættað-
ur úr Skagafirði. Varð mönnum að
orði að sennilega hafi menn bara hist
á tónleikum Skagfirsku söngsveitar-
innar og „plottað" dálítið ...
Ekkert skrum
í deilu Ástþórs Magnússonar fyrir
hönd sjálfs síns og Friðar 2000 við
Norðurpólsmenn á Akureyri féllu
mörg þung orð og sagði Ragnar
Sverrisson, formaður
Kaupmannafélags Ak-
ureyrar, að hann og
hans menn ætluðu
ekki að sigra heim-
inn með auglýsinga-
skrumi eins og Ást-
þór hafi staðið fyrir.
Þess í stað munu
Akureyringarnir
ætla sér að sigra ís-
land með jólagarðinum Norðurpóln-
um. Munu þeir hafa náð einhverju
samkomulagi við Stöð 2 og Bylgjuna
um daglegar fréttir af gangi mála frá
20. nóvember til jóla. Einhverjar frétt-
ir eru lika á kreiki um samkomulag
Kaupmannafélagsins og Dags. Þetta
verður að sjálfsögðu ekkert skrum, og
það eru nú ekki alltaf jólin ...
Smellur Steins
Sú plata sem um þessar mundir
selst einna mest hér á landi er Heim-
urinn og ég sem eru lög við ýmis Ijóð
Steins Steinarr. Raunar seldist eng-
in plata jafn vel í sið-
ustu viku nema
nýjasta plata írsku
hljómsveitarinnar
U2. Það eru einkum
tvö lög við ljóð
skáldsins fræga
sem taka hug land-
ans fanginn. Ann-
að er hið þekkta
ljóö Steins, Passíusálmur nr.
sem er sungið af Ellen Kristjáns-
dóttur. Hitt er við ljóðiö Barn, sem
sá frægi Raggi Bjarna gerði enn
frægara með söng sínum fyrr á árum
en er nú í meistaralegum flutningi
Páls Rósinkranz. Steinn Steinarr er
því að verða þekktur á meðal nýrri
kynslóða...
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @Ef. is
Fréttir
Ráðuneytið tekur Iðnskólann í gegn:
Verðunt að trúa
að þetta gangi
- segir formaður starfsmannafélagsins
„Við fógnum þessu. Við væntum
þess að þetta gangi í gegn og að umbót-
unum verði fylgt eftir. Við verðum að
trúa því að þetta gangi upp,“ sagði
Guðni Kolbeinsson, formaður stjómar
kennarafélagsins í Iðnskólanum í
Reykjavík, vegna afskipta mennta-
málaráðuneytisins af skólastarfmu í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið hefúr
ákveðið að ráða utanaðkomandi aðila
DV-mynd Kristjana
Sleðagata á
Tálknafirði
til að taka þátt í sjálfsmatsverkefni
Iðnskólans í Reykjavík vegna langvar-
andi samstarfsörðugleika skólameist-
ara og kennara skólans. Þessi ákvörð-
un var kynnt á fúndi sem formaður
skólanefndar, fúlltrúar starfsmannafe-
lags skólans og skólameistari sátu í
ráðuneytinu í fyrradag.
Fyrr í haust hafði ráðuneytið skipað
annan utanaðkomandi aðila til að gera
úttekt á ýmsum þáttum i innra starfi
skólans í kjölfar þess að bæði kennar-
ar og nemendur höfðu leitað til ráðu-
neytisins vegna ósættisins í skólanum.
Hlutverk þessa aðila, sem skipaður
verður nú, verður að draga upp heild-
armynd af stjómunarferli í skólanum
m.a. með viðtölum við skólanefiid,
stjómendur og starfsmenn, auk athug-
imar á fyrirliggjandi gögnum um
stjómskipulag og samskiptaferli innan
skólans.
Markmiðið með þessum hluta sjálfs-
matsins er að fá skýra mynd af stjóm-
un skólans og samskiptum manna inn-
byrðis og við stjómendur til að ráða
bót á þeim vanda sem uppi er í Iðn-
skólanum. -JSS
Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sfini 555 0397
Gæðarúm
á góðu verði
Ragnar Bjömsson
á RB-rúmi
DV Tálknafirði:
Á Tálknafirði hefur það viljað
bera við og er reyndar vandamál að
þegar snjór kemur úr lofti og sest á
götur bæjarins verða oft til hinar
bestu sleðabrautir. En þetta er stór-
hættulegur leikur sem bæjaryfir-
völd og lögreglan hafa verið að
kljást við undanfarin ár, þvi erfitt
hefur verið að koma bömunum í
skilning um hversu hættulegur leik-
ur þetta er.
Það var svo nú þegar fyrsti snjór-
inn kom i haust að þetta vandamál
skaut upp kollinum einu sinni enn.
Þá brugðu bæjaryfirvöld á það ráð
að loka einni götu bæjarins fyrir
bílaumferð svo bömin gætu rennt
sér áhættulaust á sleðum sínum og
áhyggjur foreldranna voru á bak og
burt. En það var skammgóður
vermir því strax daginn eftir gerði
hláku og allur snjór er horfinn, í
bili að minnsta kosti. -KA
Bragi Michaelsson:
Gunnar úr bæj-
arstjórn nái
hann þingsæti
„Ég get ekki krafist þess aö Gunn-
ar I. Birgisson víki úr bæjarstjóm
nái hann kjöri á þing. Hins vegar er
það mín skoðun að ekki fari saman
að þingmenn sitji einnig í bæjar- og
sveitarstjómum, allra síst í bæjarfé-
lögum á höfúðborgarsvæðinu. Þing-
mennska er einfaldlega fullt starf og
Gunnar á ekki að sitja áfram í bæj-
arstjórn komist hann á þing,“ segir
Bragi Michaelsson, annar maður á
lista sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálf-
stæðismanna í bænum, gefur kost á
sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi fyrir kosningamar í vor.
Prófkjörið er um helgina. Sjálfstæð-
isflokkurinn á nú fimm þingmenn
úr Reykaneskjördæmi. -hlh
Kópavogur:
Rætt um að
hækka í áföngum
Tillögu um hækkun leikskólagjalda
í Kópavogi var frestað á bæjarráðs-
fundi í gær. Tillagan verður væntan-
lega afgreidd á bæjarstjómarfundi 24.
nóvember. Hækkun gjaldanna, sér-
staklega hjá forgangshópum, hefur
verið umdeild. I því sambandi hefur
það verið rætt sem eins konar mála-
miðlun að hækkunin komi til fram-
kvæmda í áfóngum. -hlh
Áður en kvótakerfið
var sett á höfðu
menn áhyggjur af
stöðu fiskistofna við
fsland, sérstaklega af
þorskstofninum.
Síðustu árin fyrir
kvótakerfið voru 1981,
1982 og 1983.
Á þessum þremur
árum fiskuðum við
fslendingar samtals
eina
milljón
og eitt-
hundrað
þúsund
tonn
af þorski.
i.
Sjómenn hafa lítil réttindi.
Þau eru öll hjá útgeröinni.
Sjómaðurinn sem oft þarf aö
vinna langan vinnudag viö erfiðar
aöstæöur býr við óöryggi, þar
sem útgerðinni getur kosiö að
selja eða leigja frá sér kvótann.
Á síðustu þremur árum hefur reyndin orðið allt önnur hvað varðar
þorskveiðar við fsland. f stað þess að aflinn hafi verið á aðra milljón
tonna af þorski á þremur árum er aflinn talsvert minni eða
í
s
CT>
fimmhundruð og fimmtíu
þúsund tonn,
VÍSIR
félag samjóRN/mmm
ÁSUÐURNESJUM
sem nær ekki helmingi af
þeim afla sem fékkst á
íslandsmiðum á síðustu
þremur árunum fyrir
lögleiðingu kvótakerfisins.
Fræðsluátak á ári hafsins.