Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 10
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 13 V
-1 menning
*★ ★-----
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Örlagasaga
Dagur Eggertsson fjötrar karakter stjóm-
málamannsins Steingríms Hermannssonar
svo vel í texta ævisögu hans að stundum er
engu líkara en hann stígi sjálfur af blöðun-
um fram á stofugólfið. Steingrímur var um
margt sérstakur stjómmálamaður. Hann
Skrásetjari í skugga söguefnis.
birtist þjóöinni sem einlægur og góðviljaður
maður, stundum bamslegur, refur ef á þurfti
að halda og heppilega gleyminn ef svo bar
undir. Menn veltu stimdum fyrir sér hvort
þessi mynd væri að hluta tilbúið gervi
stjómmálcimanns en bókin staðfestir ekki
aðeins þessa þætti í lyndiseinkunn Stein-
gríms heldur dýpkar þá.
Steingrímur hélt til haga hvers kyns gögn-
um um sjálfan sig. Dagur styðst við dagbæk-
ur hans og hefur auk þess komist í bréf til og
frá vinum hans og ættingjum. Þetta ljær frá-
sögninni lit og trúverðugleika. Það er gaman
að skyggnast í hugarheim ungs manns sem
er glaöur þegar honum gengur vel í skóla,
stoltur Eif að vera sterkur eins og pabbi og
nægilega hégómagjam til að mæla reglulega
á sér vöðvana með málbandi og skrá niður-
stöðumar. Hann eignast vini á ungum aldri,
stofnar með þeim félag í skóla og heldur við
þá tryggö alla ævi. Það segir margt um hann
að þeir sleppa heldur aldrei hendinni af hon-
um. Sumir em annálaðir gleðimenn og
stundum vildi lesandinn fá safaríkari sögur
af uppátækjum þeirra. Það hefði til dæmis
verið gaman að fá meira að heyra af
Clausen-bræðrum og Gunnari Huseby í
keppnisferðinni miklu þegar þeir lögðu Evr-
ópu að fótum sér um daga en sátu allar næt-
ur öls við pel.
Steingrímur segir af mikilli væntumþykju
af fólkinu sem stendur að honum og dregur
Bókmenntir
Össur Skarphéflinsson
upp næmar mannlýsingar af öfum sínum og
ömmum. Hermanni Jónassyni, föður hans,
em gerð góð skil og bréfaskriftir þeirra í
tengslum við fyrri giftingu Steingríms em
áhugaverð viðbót við fyrri vitneskju um
hann. Það er hins vegar galli að móðir Stein-
gríms verður
að
huldukonu.
Hún elskar son sinn en
hann skrifar foður sínum frá Ameríku og
skammar hann vegna framtaksleysis vinstri
stjómarinnar tekur hún sig til
og ávítar hann fyrir að leggja
slíkar byrðar á föðurinn sem
hún segir að eigi nógu erfitt
fyrir. Lesandann langar að
vita meira um þessa merku
konu sem gleðst þegar maður-
inn hennar lendir utan ríkis-
stjómar af því þá á hún meiri
tíma með honum.
Steingrímur birtist sem
hamingjusamur maður.
Hann talar af einlægni
um bömin sín og Eddu
og birtir ástarbréf sem
sýnir hvernig fjarlægð
milli elskenda getur orð-
ið að líkamlegri kvöl. Þó
dylst ekki að á fyrri
hluta ævinnar átti hann
ákaflega erfitt í einkalífi
sínu. Hjónaband hans og
Dollýjar, fyrri konu
hans, var gríðarlega
erfitt og Steingrímur
dregur ekkert undan. Sam-
bandið leggst svo þungt á
hann að hann verður líkam-
lega veikur og gömul dagbók-
arbrot frá Ameríku gefa til
kynna að lífið hafi um stund
orðið honum einskis virði.
Hér hikstar frásögnin, lesand-
inn getur í eyður dagbókarbrota og kemst að
þeirri niðurstöðu að um stund hafi þessi lífs-
glaði maður sokkið svo í hyldýpi örvænting-
ar að hann hafi líklega íhugað drastískar að-
gerðir. Steingrímur segir hreinskilnislega
frá því þegar hann ætlar að flýja með tvö
bamanna frá Ameríku til Kúbu og verður að
ráði lögfræðinga að skiija elsta drenginn eft-
ir. „Eðlilega er engin leið fyrir átta ára bam
að skilja slíkt. Jón grét sárt...“
Dagur og Steingrímur færa lesandanum
mikla skemmtan. Bókin heldur spennu og
flugi út í gegn og lesandinn kemst að þeirri
niðurstöðu að Steingrímur sé í veruleikan-
um jafngeðfelldur og hann virtist vera sem
daglegur gestur á skjám landsmanna. Ég
verð að segja það.
Dagur B. Eggertsson:
Steingrímur Hermannsson. Ævisaga
Vaka-Helgafell 1998
DV-mynd Pjetur
Hraði og styrkur
Blásið í Garðabæ
Blásarakvintett Reykja-
vikur og Gerrit Schuil pí-
anóleikari halda tónleika í
Kirkjuhvoli við Vídalíns-
kirkju í Garðabæ á morgun
kl. 17. Þar verður fluttur
kvintett fyrir biásara eftir
Franz Danzi, samtímamann
Beethovens, píanókvintett eftir Beethoven sjálf-
an og verk eftir tónskáld 20. aldar: „The Picasso
Set“ eftir Möltubúann Charles Camilleri, „Trois
piéces bréves" eftir Frakkann Jacques Ibert og
„Mississippi Five“ eftir breska tónskáldið Jim
Parker frá árinu 1993. Það er eins konar kveðja
til hinna hæfileikaríku, frumlegu og lífsglöðu
tónlistarmanna sem skópu djassinn og störfúðu
í New Orleans og á ffjótabátum Missisippi í
byijun 20. aldar.
Blásarakvintett Reykjavíkur skipa Bemharð-
ur Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhann-
esson, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmunds-
son.
Beðið eftir Beckett
Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verða sýndir
þrír einþáttungar eftir nóbelskáldið Samuel
Beckett í Iðnó: Eintal, Ohio
impromptu og Vögguvísa, sem
allir vom skrifaðir á árinum
1979-1981.
Eintalið er hljóðritun, sem
flutt var í Útvarpsleikhúsi Ríkis-
útvarpsins fyrir sjö árum, af Ró-
bert Amftnnssyni leikara. Leik-
stjóri var Árni Ibsen. Þessi
hljóðritun verksins verður leik-
in í Iðnó, og Róbert leikur á ný
Mælandann sem talar ekki leng-
ur heldur situr og hlustar á sín
eigin orð af segulbandi. í Ohio
impromptu er Ásta Amardóttir leikkona í hlut-
verki Lesarans, og konan í ruggustólnum i
Vögguvisu er leikin af Mariu Ellingsen.
Uppsetningin er samvinnuverkefni leikfélags-
ins Annað svið, Iðnós og Útvarpsleikhússins.
Leikstjóri er Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Athug-
ið: Aöeins þessi eina sýning!
Kammennúsík
Þriðju tónleikar Kamm-
ermúsíkklúbbsins á starfs-
árinu verða í Bústaða-
kirkju á sunnudagskvöld-
ið og hefjast kl. 20.30.
Leikin verða tvö verk eft-
ir hvom höfuðsnilling,
Serenata í D-dúr op. 25
og píanótríó í B-dúr
WoO. 39 eftir Beet-
hoven og Kvartett í D-
dúr, K. 285 og Kvartett í Es-dús,
493 eftir Mozart. Flytjendur em: Guðrún Birgis-
dóttir á flautu, Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu,
Svava Bemharðsdóttir á lágfiðlu, Bryndís Halla
Gylfadóttir á knéfiðlu og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir á pianó.
Á tónleikunum býðst gestum að kaupa útgáfú
Máls og menningar á tónleikum afmælisárs
klúbbsins á nýrri tveggja diska samstæðu. Þetta
em góðar upptökur á minnisstæðum tónleikum
og hinn eigulegasti gripur. Meðal flytjenda era
Sigrún Eðvaldsdóttir, Bemadel kvartettinn,
Blásarakvintett Reykjavíkur, Alina Dubik og
Einar Jóhannesson.
Minningarrit
íslenska stærðfræðifélag-
ið og Raunvísindastofiiun
Háskólans standa að út-
gáfu minningarrits um
Leif Ásgeirsson stærð-
fræðing sem lést árið 1990.
Þar skrifar Jón Ragnar Stefánsson ævisögu
Leifs, og nær sögusvið hennar ofan úr Borgar-
fjarðardölum suður til Þýskalands, norðan frá
Laugum í Reykjadal suður til Reykjavíkur og
einnig vestur um haf. Sagt er frá samfélagi
þýskra stærðffæðinga í Göttingen sem Leifur
mótaöist af og samfélagi íslenskra stærðfræð-
inga sem hann átti sjálfur þátt í að móta.
Auk ævisögunnar era í ritinu fyrirlestrar frá
málstofu í minningu Leifs Ásgeirssonar eftir
sex fræðimenn, stærðfræðigreinar Leifs sjálfs,
ritgerðir um stærðfræði hans og nokkrar grein-
ar Leifs um önnur efiii en stærðfræði auk blaða-
viötals um uppruna og æskuár bróður hans,
Magnúsar Ásgeirssonar skálds. Loks era nokk-
ur eftirmæli eftir Leif látinn.
Ritstjórar bókarinnar era Bjöm Bfrnir, Jón
Ragnar Stefánsson, Ottó J. Bjömsson og Reynir
Axelsson. Fjöldi ljósmynda prýðir ritið sem gef-
ið er út af Háskólaútgáfunni.
Það þarf alltaf áræði og sjálftraust til
þess að halda einleikstónleika. Ólafsfirð-
ingurinn Öm Magnússon stóð vel undir
hvoru tveggja á píanótónleikum á vegum
Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheim-
ili Akureyrarkirkju síðastliðið sunnudags-
kvöld. Á efnisskránni voru verk eftir Beet-
hoven, píanósónötur nr. 13 í Es-dúr og nr.
14 í cís-moll, (Tungskinssónatan) og Images
1 eða Myndir 1 eftir Debussy ásamt L’isle
joyeuse (Eyju gleðinnar) eftir síðamefnda
tónskáldið.
öm hélt stutta tölu áður en hann hóf leik-
inn og kynnti verkin. Þar kom m.a. fram að
Beethoven-sónötumar vora samdar á árun-
um 1801-1802 þegar tónskáldiö var oft miður
sín út af vaxandi heyrnarleysi og bjóst jafn-
vel við dauða sínum. Honum þótti ekki
seinna vænna en að skrifa erfðaskrána sem
hann gerði í Heiligenstadt fyrir utan Vinar-
borg þar sem hann dvaldi sér til heilsubótar.
í erfðaskránni segir m.a: Ó, þið menn sem
ásakið mig um illgimi, þrjósku og mannfyr-
irlitningu. Hve rangt þið gerið mér til! Þiö
þekkið ekki hina leyndu ástæðu. í sex ár hef
ég verið veikur og örvæntingarfullur,
svikulir skottulæknar hafa vakið mér fals-
vonir þar til að lokum ég var tilneyddur að
horfast í augu við varanlegt mein. Ég var
misskilinn og mér var raddalega hafnað af
því ég gat ekki sagt við fólk: „Talið hærra,
hrópið, því ég er heymarlaus." Með gleði tek
ég á móti dauðanum, hann mun losa mig við
stöðugar þjáningar.
Örn Magnússon píanóleikari.
Tónlist
ívar Aðalsteinsson
Sónöturnar nr 13. og 14. bera undirtitil-
inn „Sonata quasi una fantasia" eða
„sónata, næstum því fantasía". Þessi undir-
titill á sérstaklega við um fyrri sónötuna
þar sem miklar hraðabreytingar eru innan
kaflanna og venja er að stoppa mjög stutt á
milli kafla þannig að verkið rennur saman
í eina heild. Öm lék þetta verk vel og vand-
lega þó ég hefði kosið að heyra hröðu lot-
umar enn hraðari til að fá meiri andstæðu
við þær hægari. Fyrsti kaflinn i Tunglskins-
sónötunni er alltaf erfiður þvi allir þekkja
hann og fólk viO fá að heyra hann eins og
hann hefur greipst í tónminniö þegar hann
hefur verið best fluttur. Öm spilaði hann
vel og reyndar alla sónötuna en spyrja má
hvort dvelja eigi lengi á fyrsta slagi eins og
Örn gerði stundum í fyrsta kaflanum. Enn
fremur hefði ég kosið að heyra hann enn
veikari en ekki er víst að auðvelt sé að ná
fram veikari tóni úr flygli safnaðarheimilis-
ins í því hljómrými sem þar er.
„Myndir 1“ er eitt af þekktustu verkum
Debussys, sérstaklega fyrsti kaflinn „End-
urskin á vatni“. í túlkun Debussy-verk-
anna tókst Emi víöa mjög vel upp en
stundum mátti hann passa sig á því að
reyna ekki að spila of hægt og skýrt hraðar
tónfléttur þar sem hver nóta á eins og að
rúlla á eftir hinni svo úr verði im-
pressionískur ómur.
Annars voru þetta í heild góðir tónleikar
og greinilegt að Öm Magnússon er í fram-
för sem píanóleikari.