Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Blaðsíða 11
JO'V FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
ennins
Saga Longættar
- sérstætt rit um fjölbreytni mannlífsins
Hér eru tvö skemmtileg dæmi um fjölskyldumyndir úr Longættinni frá mis-
munandi tímum. Efri myndin er tekin um 1895 af fjölskyldu Þóru Jakobínu
og Carls Péturs Lilliendahl. Elsta barn þeirra var Carl Jóhann (1873-1950),
efst til vinstri. Hann varð verslunarstjóri á Vopnafirði og kaupmaður á Akur-
eyri en bjó síðast á Selfossi.
Neðri myndin er líklega tekin um 1943. Hún sýnir Carl Jóhann Lilliendahl á
miðri mynd í efri röð, og konu hans, Ágústu Jónasdóttur, ásamt börnum,
tengdabörnum og barnabörnum.
Út er komið í þremur bindum
niðjatal og saga Richards Long, versl-
unarstjóra á Austfjörðum. Höfundur
og ritstjóri verksins er Gunnlaugur
Haraldsson þjóðfræðingur en Þjóð-
saga sá um útgáfuna. Félag niðja Ric-
hards Long hvatti mjög til verksins og
aðstoðaði við öflun upplýsinga og
mynda. Þar fór fremstur með áhuga
sinum og atorku formaður félagsins,
Eyþór Þórðarson safnvörður, en hann
lést í október sl.
Ritið er i alla staði mjög vandað.
Auk þess að vera fullkomið niðjatal
Richards Long til dagsins í dag, er þar
að finna liðlega fjörutíu itarlega ævi-
þætti um böm og bamaböm ættfoður-
ins - þætti sem hver um sig em brot
af sögu þjóðarinnar og lýsa vel lífsbar-
áttu íslenskrar alþýðu á 19. öld. I rit-
inu er fjöfdi mynda af niðjum Ric-
hards eins og nú tíðkast um niðjatöl.
En ritið geymir einnig margar fágæt-
ar myndir og uppdrætti af sveitabæj-
um og kaupstöðum á Austfjörðum
fyrri tíma. Þá prýða verkið myndir af
listaverkum þeirra bræðra, Ríkarðs
myndskera og Finns listmálara Jóns-
sona, en faðir þeirra var sonarsonur
Richards Long.
Með ritinu er ætlunin að hleypa af
stokkunum nýjum bókaflokki, Aust-
firskum ættum, er verði safnrit aust-
firskra niðjatala sem þá munu koma
út á næstu árum, verði undirtektir
góðar.
Richard Long leit dagsins ljós í
norðausturhluta Englands árið 1783,
um það leyti sem Skaftáreldur brann
á íslandi með öskufalli um höf og álf-
ur. Systkini Richards munu öll hafa
alið aldur sinn heima í Englandi.
Hann sjáifur var hins vegar i ríkum
mæli leiksoppur örlaganna. Fyrir
honum átti að liggja að hafna hér
norður á íslandi. Hingað barst hann
þó ekki stystu leið. Ungur að aldri
lenti hann í klóm franskra sjóræn-
ingja og þvældist síðan með þeim þar
til skip þeirra strandaði við Jótland.
Þar var drengurinn tekinn í fóstur hjá
góðu fólki, lærði verslunarfræði og
var síðan sendur til Islands um 1805.
Richard Oentist síðan á Islandi og
komst aldrei aftur heim til Englands.
Hinn velmenntaði verslunarsveinn
varð brátt vinsæll meðal Austfirðinga
enda léttlyndur og greiðvikinn. En
ekki er sama gæfa og gjörvileiki.
Verslunarveldi hins danska húsbónda
hans hrundi óðar en varði og sama
áratuginn var Richard ómaklega gerð-
ur ábyrgur fyrir stórfelldu fiártjóni
verslunarinnar á Eskifirði og vikið
frá starfi. Hann átti síðan við and-
streymi og fátækt að stríða eins og
fram kemur í sögu hans sem rakin er
í ritinu. Ævi hinna tápmiklu bama
Richards mótaðist því síðan meira af
því sem þau hlutu í vöggugjöf en því
Bókmenntir
Þór Jakobsson
sem faðir þeirra gat veitt þeim af þess
heims gæðum.
Glíma, skák og ættfræði hafa löng-
um talist þjóðaríþróttir íslendinga.
Fátt segir af glímu um þessar mundir
en skákin helst öflug með nýjum kyn-
slóðum og ættfræðin hefúr tekið ein-
stæðan fiörkipp. Veldur því ný tækni
á tölvuöld og nývakin forvitni manna
víða um lönd um uppruna ættar sinn-
ar. íslendingar hafa hér forskot vegna
rótgróins áhuga á ættfræði og mikiU-
ar þekkingar á fortíð lands og þjóðar.
Það er bábilja að íslenska þjóðin
hafi verið einangruð þótt leiðin hingað
hafi legið um hafið, nokkurra daga
sigfingu. Ótal mállýskur Noregs og
annarra landa bera vitni um meiri ein-
angrun en íslendingar hafa búið við.
Þannig er Richard Long meðal margra
erlendra forfeðra núlifandi íslendinga.
Vera kann að margbreytileiki lífs og
erfða komi í veg fyrir að líkindi sjáist
með fiarskyldum ættingjum Longætt-
ar. Þó mun leynast í hverjum þeirra
örlítil minning um hinn sameiginlega
forföður frá Englandi - drenginn sem
fæddist þar Skaftáreldaárið og skapa-
nomimar kipptu upp með rótum og
fleyttu síðan yfir hafið á grýtta strönd
hins framandi lands í norðri. Hér átti
hann síðan heima, eignaðist bams-
móður, bjó við ástríki eiginkonu og gat
fagnað bamaláni, en hann á nú afkom-
endur víða um heim.
Að breyta mínus í plús
Talnapúkinn eftir Hans Magnus
Enzensberger er bæði sniðug og
skemmtileg bók og ef hún nær út-
breiðslu hérlendis mega Singapúr-
búar fara að vara sig. Hér segir frá
drengnum Róbert _________________
sem finnst, eins og
svo mörgum öðr-
inn, stærðfræði
hrútleiðinleg (enda
heitir stærðfræði-
kennarinn hans
Bókmenntir
Margrát Tryggvadóttir
Hrúfiu-). Nótt eina dreymir Róbert
lítinn rauðan talnapúka. I byrjun
kemur þeim ekkert sérlega vel sam-
an, enda er Róbert sannfærður um
að stærðfræði sé algjört ógeö og
finnst lágmark að vera í friði fyrir
henni á næturnar. Eftir því sem
heimsóknum talnapúkans fiölgar
skipta Róbert og lesendur hins veg-
ar um skoðun. Stærðfræðileikir
rauða púkans eru nefnilega bráð-
skemmtilegir.
Undirtitill verksins, Bók á náttborð
allra sem óttast stærðfræði, er vel við-
eigandi og ég er sannfærð um að lest-
ur þessarar bókar getur hækkað ein-
kimnir íslenskra stærðfræðinema.
Það er ekki það að púkinn kenni
námsefni þeirra betur en stærðfræði-
kennaramir. Að vísu útskýrir hann
ýmis hugtök, eins og veldi og _
kvaðratrót á einfaldan og
______________ skemmtileg-
an hátt, en
Tatnapúk-
anum er
öðru frem-
ur ætlað
að breyta
neikvæðu viðhorfi til
stærðfræði í jákvætt með
því að setja hlutina í
skemmtilegt samhengi.
Mínus verður plús, ef svo
má að orði komast. Lik-
legt er að það takist því
þótt bókin sjálf sé stór
og þung þá er innihaldið
lauflétt og skemmtilegt.
Þýðing Arthúrs Björgvins Bollason-
ar rennur vel og þó ég hafi ekki frum-
textann til hliðsjónar finnst mér að
vel hafi tekist til. En á bls. 203 stang-
ast þýðingin á við skemmtilega mynd-
skreytingu Rotraut Susanne Bemer.
Á myndinni er bókstafurinn K látinn
laUunnik^„
tákna það sem kallað er hnútur í ís-
lensku þýðingunni en hefúr væntan-
lega verið knoten í þýska frumtextan-
um. Hér hefði þurft að breyta mynd-
inni eða finna eitthvert ís-
lenskt orð
sem byrjar á
k. Eins og
sakir standa
er þessi hluti
óþarflega tyrf-
inn.
En hvað um
það, þetta era
smámunir. Þessi
bók á heima á
náttborði alira
sem óttast stærð-
fræði og ætti að
vera skyldulesning
allra leiðinlegra
stærðfræðikennara
Po.
Hans Magnus Enzensberger:
Tainapúkinn - Bók á náttborö allra
sem óttast stærðfræði
Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason
Mál og menning, 1998.
11
I
Við styðjum
Hólmfríði
Skarphéðinsdóttur
í prófkjörí Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi
laugardaginn 14. nóv. 1998
Hjalti Ástþór Sigurðsson, sjómaður, Keflavík
Ólína ALda Karlsdóttir, húsmóðir, Sandgerði
Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Garði
Sævar Ólafsson, sjómaður, Sandgerði
Hafdis Jóhannsdóttir, verkakona, Sandgerði
Alma Jónsdóttir, læknafulltrúi, Sandgerði
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur, Kópavogi
Tómas Tómasson, fyrrv. sparisjóðsstjóri, Keflavík
Ólafía Þórey Erlingsdóttir, húsmóðir, Hafnarfirði
Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis, Mosfellsbæ
Ellen Ingvadóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna
Magnús Daóason, málari, Keflavik
Berta Grétarsdóttir, heimahjúkrun, Grindavík
Jón A. Jóhannsson, læknir, Keflavík
Guðlaugur H. Guðlaugsson, sölumaður, Keflavik
Rafn A. Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Garðabæ
Páll Gestsson, Seltjarnarnesi
Hörður Felixson, Seltjarnarnesi
María Anna Eiríksdóttir, Garði
Þórarinn S. Guðbergsson, Keflavík
Prófkjör Sjálfstæðismanna i
Reykjaneskjördæmi 14. nóv. 1998