Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stórmál utan dagskrár Evrópubúar undrast það að íslendingar hafni boði um aðild að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson for- sætisráðherra vék að þessu í ávarpi sem hann flutti í Konrad Adenauer-stofnuninni í fyrradag. Forsætisráð- herra sækir Þjóðverja heim og hittir þar ráðamenn. Ykkur kann að undra þetta, sagði Davíð í ræðu sinni, í ljósi þess hve fast aðrar Evrópuþjóðir sækjast eftir að- Úd og að því gefnu einnig að Evrópumarkaðurinn er stærsti markaður íslenskra útflytjenda. Forsætisráð- herra sagði síðan að íslendingar hefðu ekki áhuga á að- ildinni, einkum vegna fiskveiðistefnu sambandsins. Vegna þeirrar stefnu gæti aðild íslands skaðað undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Davíð lýsti því einnig í ræðunni að efnahagur íslands blómstraði þótt landið stæði utan Evrópusambandsins. Hagur þess væri tryggður vegna samningsins um hið evrópska efnahagssvæði og enginn þrýstingur væri á aðildarumsókn heima fyrir. Það er rétt hjá forsætisráðherra að efnahagsástandið um þessar mundir er gott hér. Það er hins vegar við- kvæmt eins og hlýtur að vera í efnahagskerfi sem er svo háð einni atvinnugrein. Sé velgengni þar njóta landsmenn hennar en fljótt skipast veður í lofti gangi miður í sjávarútvegi. Það er líka rétt að þrýstingurinn á Evrópusambandsaðild er lítill sem enginn. Stjórn- málaflokkarnir eru varla með Evrópusambandið eða umræðu um það á dagskrá. Það er hins vegar miður að umræðan fari ekki fram, að rök með og á móti aðild íslendinga að Evrópusam- bandinu séu rædd. Það er stutt í kosningar og þessi mál eru alls ekki á dagskrá þótt þau beri hátt í öllum ná- grannaríkjum okkar. Það er eins og þessi umræða sé „tabú“, eitthvað sem hættulegt sé að ræða. Aðildinni fylgja kostir og gallar. Því er hins vegar haldið fram að aðildin muni skaða okkur án þess að látið sé á það reyna hvað næst fram með samningum við sambandið. Hvort sem íslendingum líkar það betur eða verr eru þeir mjög háðir fjármálakerfi helstu Evrópulanda. Þar eru mikilvægustu markaðirnir. Gengi hins nýja gjald- miðils, evrunnar, verður fest nú um áramót milli gjald- miðla ríkjanna 11 sem nú eru innan myntbandalags Evrópu. Seðlabanki Evrópu verður stofnaður í sumar. Evran mun hafa mikil áhrif á íslandi. Fjármálaráð- herra hefur lýst því yfir að freista verði þess að ná samningum við hinn nýja seðlabanka um tvíhliða teng- ingu íslensku krónunnar við evruna. Slíkt muni styrkja tiltrú á hagstjórn hér á landi. Evrópumálin verða ekki kosningamál hér í vetur og vor. Til þess er ekki vilji. Þau mál verða þó áleitnari í upphafi nýrrar aldar. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, sagði á ráðstefnu í fyrradag að með tilkomu evrunnar yrði fyrsti áratugur 21. aldarinnar áratugur tækifæranna. Evran verður í lykilhlutverki fjármálaþróunar Evrópu á komandi misserum og árum, ekki síst eftir sjálf gjaldmiðlaskiptin árið 2002. Til umræðu og uppgjörs hlýtur að koma hér á landi sem annars staðar. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið var okkur í hag. Vera kann að viðbótar- samningar um evrutengingu verði það hagstæðir að þeir dugi um nokkra hríð. Óvíst er hins vegar hvort við getum setið hjá um alla framtíð, áhrifalaus um framgang mála. Við vitum ekki hverju við getum náð fram í samningum nema láta á það reyna. Jónas Haraldsson Verkalýðshreyfingin undir forustu Alþýðusambands íslands hefur tekið fullan þátt í því evrópska samstarfi sem EES-samningurinn hefur kallað á, segir Guðmundur m.a. f greininni. Ahugaleysi um EES- réttindi launafólks ist af meiri sveigjan- leika en annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Hér er minna um margvíslegar regl- ur sem ætlað er að auka grundvallarrétt- indi launafólks og reglubinda vinnumark- aðinn. Má nefna sem dæmi að almenn vernd launafólks gagnvart uppsögnum er engin á almennum vinnumark- aði hér á landi en einnig má segja að þær reglur sem við höfum gangi oft mun skemur en þær gera víða ann- ars staðar í Evrópu. Verkalýðshreyfingin undir forustu Alþýðu- „Fullyrða má að almennt hafí EES-reglur styrkt stöðu launa- fólks á vinnumarkaði og skapað því aukinn rétt og þá um leið at- vinnurekendum auknar skyldur." Kjallarinn Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, félags verksrniðjufólks Hvorki ríkis- stjórn né atvinnu- rekendur virðast hafa brennandi áhuga á að kynna áhrif EES-samninga og Evrópusamstarfs á íslenskan vinnu- markað eða þann aukna rétt sem EES- reglur færa launa- fólki hér á landi. Tómlætið sem ríkir um þessi mál má ef til vill skýra sem eins konar timbur- menn eftir harðar deilur um EES-aðild fyrr á áratugnum. Þó er sú skýring ef til vill nærtækari að það séu ekki hags- munir atvinnurek- enda og stjómvalda að halda félagsmála- þáttum Evrópusam- starfsins á lofti. Áhrifm af samn- ingnum um hið Evr- ópska efnahags- svæði á íslenskan vinnumarkað og réttarstöðu launa- fólks eru nokkur og verða stöðugt ljósari eftir því sem lengra líður frá gildistöku hans. Með samn- ingnum skuldbundu íslendingar sig til að uppfylla fjölda reglna, m.a. á sviði vinnumarkaðs mála, einkum á sviði vinnuverndar og aðbúnaðarmála, auk jafnréttis- mála og vinnuréttar almennt. Full- yrða má að almennt hafi EES-regl- ur styrkt stöðu launafólks á vinnu- markaði og skapað því aukinn rétt og þá um leið atvinnurekendum auknar skyldur. Meiri áhrif hér Áhrif reglusetninga á Evrópu- véttvangi á sviði félagsmála eru oftast meiri hér á landi en t.a.m. annars staðar á Norðurlöndum. ís- lenskur vinnumarkaður einkenn- sambands íslands hefur tekið full- an þátt í því evrópska samstarfí sem EES-samningurinn hefur kall- að á, ein og sér eða í samvinnu við norræna verkalýðhreyfingu, og tryggt sem kostur er að sjónarmið íslensks launafólks hafi komið þar fram ásamt því að tryggja fram- gang mála hér á landi. Meginvið- horfið er að réttindin séu staðfest í almennum samningum og siðan lögfest en í vissum tilfellum væri eðlilegt að sjá miklu ákveðnari pólitískan vilja til þess að koma málum fram á Alþingi. Þannig hefur Iðja, félag verk- smiðjufólks, nýlega minnt alþing- ismenn á að þeir hafa ekki staðfest eina af grundvallarsamþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um lágmarksaldur við vinnu. Af 28 samþykktum ILO á árunum 1980 til 1997 hafa íslend- ingar aðeins staðfest tvær. Þar hafa stjómvöldi bmgðist. Mikilvæg tækifæri Mörg mál sem eru á döfinni inn- an Evrópusambandsins og í EES- samstarfmu eiga eftir að verða mikilvæg fyrir launafólk. Má hér helst nefna þær menntaáætlanir sem Evrópusambandið hefur stað- ið fyrir og þá sérstaklega Leon- ardo DaVinci-áætlunina sem var sérstaklega ætlað að stuðla að samvinnu Evrópuþjóða í starfs- menntamálum, ekki síst þeirra sem hafa minnsta skólagöngu fyr- ir. Nú þegar hefur verið ákveðið að hleypa svokallaðri Leonardo II áætlun af stokkunum og bindum við miklar vonir við hana. Þá má nefna vinnu Evrópusambandsins að gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og starfsreynslu sem kemur til með að verða mik- ilvægari með vaxandi flutningi launafólks á milli landa. í þeim réttindum sem þegar hafa náðst ffam í Evrópusam- starfinu og eiga eftir að fara vax- andi má sjá árangur alþjóða- starfs verkalýðahreyfingarinnar víðs vegar um álfuna ásamt með samstarfi hennar við stjórnmála- hreyfingar henni hliðhollar. Þessar réttarbætur sýna einnig nauðsyn þess að íslensk verka- lýðshreyfrng taki af fullum krafti þátt í alþjóðlegu samsfarfi, hvort heldur rætt er um aukin bein fé- lagsleg réttindi launafólks eða þætti á borð við þær menntaáætl- anir sem Evrópusambandið hefur staðiö fyrir og mun gera á kom- andi árum, þar sem griðarleg tækifæri eru fyrir allt launafólk hér á landi sem annars staðar. Þannig má segja að hið samevr- ópska umhverfi bjóði upp á tæki- færi til að auka réttindi og bæta stöðu launafólks. Guðmundur Þ. Jónsson Skoðanir annarra Skeytingarleysi um Austurland „Austfirðingum er gjarnan sagt að ferðamál eigi að verða þeirra framtíðaratvinnuvegur. Magnús Odds- son ferðamálastjóri lýsti þessu meðal annars yfir í viðtali i sjónvarpi og ferðamálamenn eru nokkuð áberandi í andófshópnum. Ég hafna því algjörlega að uppbygging í ferfðamálum geti ekki farið saman við iðnaðaruppbyggingu og fullyrði að það er pláss fyrir hvort tveggja á Austurlandi...Skeytingarleysi Ferða- málaráðs um þennan landshluta hefur verið fullkom- ið það sem af er, og ég er ekki búinn að sjá að verði breyting þar á. Austfirðingar hafa sjálfir flutt drjúgan hóp af ferðamönnum til landsins. Ég hef séð land- kynningarbæklinga Ferðamálaráðs þar sem ekki er að sjá að ráðið hafi enn vitneskju um að þessi lands- hluti sé til.“ Jón Kristjánsson í Degi 12. nóv. í helgreipum meinatækna „Enn einu sinni hefur heilbrigðiskerfið verið tekið í gíslingu. Nú eru það meinatæknar sem halda Land- spítalanum í helgreipum með hópuppsögnum. For- ráðamenn spítalans standa ráðþrota frammi fyrir þessari gíslatöku, sem og stjórnvöld...En um leið og ríkisstjórnin leitar leiða til að koma í veg fyrir að hóp- uppsögnum sé beitt í kjarabaráttu ætti heilbrigðisráð- herra, með stuðningi stjórnarflokkanna, að nýta tæki- færið sem aðgerðir meinatækna hafa skapað...í þessu sambandi er verið að íhuga hvort og hvemig hægt er að kaupa þjónustu af öðrum aðilum. Þessar hugmynd- ir eru skynsamlegar og raunar löngu tímabærar." Úr forystugreinum Viðskiptabl. 11. nóv. Sjómannaafsláttur kostar 1,5 milljarða „Sérstakur sjómannafsláttur kostar ríkissjóð um 1,5 milljarða króna á ári hverju í glötuðum tekjum. Þessi sérstaki afsláttur er ígildi nál. 2,5 milljarða króna á ári fyrir útgerðina. Það er sú fjárhæð, sem út- gerðin þyrfti að greiða sjómönnum í viðbótartekjur til að þeir yrðu jafnsettir eftir að sjómannaafsláttur- inn væri fefldur niður. Og hvað er þetta nema beinn ríkisstyrkur, sem greiðir niður laun í þágu útgerðar- innar sem þessari fjárhæð nemur ár hvert? Að afneita þessu sem ríkisstyrk er orðhengilsháttur eða feluleik- ur með staðreyndir." Jón Sigurðsson í Mbl. 12, nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.