Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Side 24
24
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
Sviðsljós
George Michael
á leið í hjónaband
Söngvarinn George Michael ætlar
aö kvænast kærastanum sínum,
Kenny Goss, i desember
næstkomandi. George og Kenny hafa
verið saman í um tvö ár, að því er
erlend slúðurblöð greina frá.
Fullyrt er að athöfnin i desember
eigi að fara fram í einkaveislu í
London. Þar sem ekki eru til nein lög
um hjónabönd samkynhneigðra í
Englandi fá George og Kenny engin
sérstök réttindi þó þeir gifti sig.
Samkvæmt frásögnum erlendra
blaða vill George Michael staðfesta
samband sitt við Kenny með sérstakri
athöfn til þess að sýna hversu heit ást
þeirra er.
George Michael. Símamynd Reuter
I apríl síðastiiðnum var George
gripinn er hann fróaði sér fyrir
framan borgaralega klæddan
lögreglumann á almenningssalerni í
Beverly Hills. George var handtekinn
og færður af staðnum í handjárnum.
Hann þurfti að sæta
lögregluyfirheyrslu og var gert að
greiða um sem svarar 40 þúsund
íslenskum krónum i sekt. George fann
ekki jafnmikið fyrir þvi eins og
hversu leiður og æstur Kenny varð.
I nýlegu viðtali lýsti George því yfir
að hann og Kenny elskuðu hvor
annan og Kenny hefði fyrirgefið sér
atvikið á almenningssalerninu.
Celine Dion tekur
sér langt hlé
KærastiViktoríu
gengur í
leiklistarskóla
Stóra ástin i lííl Viktoríu Svía-
prinsessu, Daniel Collert, gengur
i leiklistarskóla í New York. Vikt-
oría er sjálf við nám í stórborg-
inni og hefúr náð sér af lystarstol-
inu sem hún þjáðist af fyrr á
þessu ári og í fyrra. Sagt er að
endumýjað samband hennar og
Daniels eigi stóran þátt í því
hversu vel henni líður nú.
Nú velta menn þvi fyrir sér
hvort Viktoría og Daniel eigi eftir
að veröa hjón og jafnframt hvort
Daniel eigi þá eftir að standa á
leiksviði. Það þætti ef til vill
sumum skrítið.
Poppsöngkonan Celine Dion vill
lifa eðlilegi-a lífi en hún gerir nú og
ætlar að taka sér langt frí frá tón-
listinni þegar tónleikaferðalagi
hennar á næsta ári lýkur. Þetta
sagði eiginmaður stjörnunnar, René
Angelil, nýlega í viðtali á
kanadískri sjónvarpsstöð.
Celine hefur selt milljónir platna
undanfarin ár en nú vill hún slappa
af og snúa sér meira að einkalífinu.
„Við höfum ákveðið að taka okk-
ur hlé. Lífið sem við lifum núna er
ekki eðlilegt. Það er gervilíf," sagði
Angelil í sjónvarpsviðtalinu.
Celine hefur viðurkennt að mikill
aldursmunur þeirra hjóna valdi
henni áhyggjum. „Ég er bara 30 ára
en bý með manni sem er 56 ára. Ég
vil ekki lifa eins og ég hef gert
næstu 10 árin því René er þvi mið-
ur ekki ódauölegur," segir hún.
Búist er við að Celine taki sér
jafnvel 2 ára hlé frá söngnum.
Brad Pitt og Marcia Gay Harden eru aðalleikararnir í kvikmyndinni Meet Joe
Black sem frumsýnd var í Los Angeles í vikunni. Símamynd Reuter
n 2. desember mun hin árlega
jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn.
Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í
jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruð hugmynda
aö gjöfum fyrirjólin.
í fyrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuð á hvítari og vandaðri
pappír sem verður til þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér
mun betur. Lögö veröur áhersla á skemmtilega umfjöllun um
jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margt fleira.
Auglýsendur, athugið að skilafrestur auglýsinga er tii 20. nóvember
en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á
að hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720
eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt
reynist aö veita öllum sem besta þjónustu.
Ath. Bréfsími auglvsingadeildarKiZ3i er 550 5727.