Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 Afmæli_____________________ Sigurður Sveinbjömsson Sigurður Kr. Sveinbjömsson, fyrrv. forstjóri, Gullteigi 12, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Reykjavík og ólst upp þar og í Þingvallasveit. Hann lærði vélvirkjun í Hamri 1925-28, fór til framhaldsnáms hjá Burmeister og Waine í Kaupmannahöfn 1929 og út- skrifaðist þaðan sem vélsmiður 1930. Sigurður starfaði í Landssmiðjunni í eitt ár, síðan nokkur ár í Hamri og var hjá Kveldúlfi hf. við uppsetningu á síldarverksmiðjunni á Hjalteyri 1937-39. Sigurður hóf snemma sjálfstæðan atvinnurekstur og stofnaði Vélaverk- stæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. 1946. Upphaflega störfuðu tveir menn hjá fyrirtækinu en er það flutti í stærra húsnæði við Skúlatún 1942, störfuðu þar fimm manns. Fyrirtæki Sigurðar fékk framleiðslurétt frá A/S Hydra- vinsj í Noregi á olíudrifhum línu- og dekkvindum 1955 en á næstu árum framleiddi fyrirtækið svo á annað hundrað slíkar vindur með góðum ár- angri. Fyrirtækið flutti í nýtt og stórt verksmiöjuhúsnæði í Garðabæ 1969 en þá störfuðu á milli þrjátíu og fjöru- tíu manns þar. Sigurður varstofnandi skipasmíða- stöðvarinnar Nökkva hf. í Garðabæ 1960 og skipa- smíðastöðvarinnar Stál- víkur hf. í Garðabæ 1961. Sigurður starfaði í Meistarafélagi járniðnað- armanna, sat í stjóm þar í tiu ár og var prófdómari í vélvirkjun. Fjölskylda Kona Sigurðar var Ingi- björg Ingimundardóttir, f. 16.2.1908, d. 26.11.1989, húsmóðir. Foreldrar henn- ar voru Ingimundur Pétursson, fisk- verkunarmaður i Reykjavík, og k.h., Jórunn Magnúsdóttir húsmóðir. Böm Sigurðar og Ingibjargar: Karl, f. 28.2.1930, d. 13.9.1947; Sveinbjörg, f. 23.3.1938, húsmóðir í Reykjavík, og á hún fimm böm; Guðmundur Már, f. 27.4. 1951 (kjörsonur), vélsmiður á Seyðisfirði, kvæntur Nílu Sigurðsson og eiga þau tvö böm; Karl Frank, f. 28.11. 1955 (kjörsonur), framkvæmda- stjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Svölu B. Jónsdóttur húsmóður og eiga þau þijá syni. Systkini Sigm-ðar: Ingi- berg, f. 19.6. 1907, d. 28.6. 1907; Sveinbjörn H., f. 30.1. 1911, d. 5.4. 1912; Óskar, f. 22.8.1915, d. 1997, forstjóri í Reykjavík, var kvæntur Jónu Ágústsdóttur; Júlíus Hafstein, f. 8.12. 1921, nú látinn, framkvæmdastjóri í Reykjavík, var kvæntur Þóru Kristjánsdóttur; Erla Maria, f. 3.12.1930, ekkja í Garðabæ eftir Ingólf Jóns- son sem lést 16.5. 1987. Foreldrar Sigurðar: Svein- bjöm Kristjánsson, byggingameistari í Reykjavík, og k.h., Sigríður Sigurð- ardóttir húsmóðir. Ætt Sveinbjöm var sonur Kristjáns, söðlasmiðs á Kárastöðum í Þingvaila- sveit, Ámundasonar, b. á Sandlæk í Gnúpveyjahreppi Guðmundssonar. Móðir Ámunda var Guðríður Guð- mundsdóttir, b. á Sandlæk, Ámunda- sonar. Móðir Sveinbjamar var Gréta María Sveinbjömsdóttir, pr. og rit- stjóra Þjóðólfs, Hallgrímssonar, pr. í Görðum á Akranesi, Jónssonar, pr. á Staðastað, Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Móðir Sveinbjamar var Guðrún Egilsdóttir, systir Sveinbjarn- ar rektors. Sigríður var dóttir Sigurðar, út- vegsb. á Byggðarenda í Reykjavík, Jónssonar, prentara og bæjarfulltrúa í Reykjavík, Jónssonar, gestgjafa í Reykjavík, Jónssonar, verslunarstjóra á Húsavík, Péturssonar. Móðir Sig- urðar var Ingibjörg Sigurðardóttir, b. á Hjallalandi á Álftanesi, Sigurðsson- ar, b. á Mógilsá, Sigurðssonar, b. á Englandi í Lundarreykjadal, bróður Jóns, ættfoöur Fremra-Hálsættarinn- ar. Annar bróðir Sigurðar var Hákon, faðir Helgu, ættmóður Deildartungu- ættarinnar. Þriðji bróðir Sigurðar var Vigfús, lrm. á Leirá, og hefur niðjatal hans einnig verið gefið út. Sigurður var sonur Árna, yfirbryta í Skálholti, Ketilssonar og Ragnhildar Þórðardótt- ur, sýslumanns á Ingjaldshóli, Stein- þórssonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Jónsdóttir, ættfoður Bílds- fellsættarinnar, Sigurðssonar. Sigurður tekur á móti gestum að heimili sínu að Gullteigi 12 í dag, milli kl. 16.00 og 19.00. ~f si Sigurður Sveinbjörnsson. Sigríður S. Thorlacius Sigríður Stefánsdóttir Thorlacius húsfreyja, Ból- staðarhlíð 16, Reykjavík, er áttatiu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Völl- um í Svarfaðardal og ólst upp í Svarfaðardalnum. Hún naut almenns barna- skólanáms og heimanáms og stundaði siðar nám við efri deild Samvinnuskólans í Reykjavík 1931-32. Sigríður stundaði verslunar- og skrifstofustörf 1933-42, m.a. hjá Trygg- ingastofnun ríkisins 1936-42 og sinnti jafnframt þingskriftum á nokkram þingum. Þá samdi hún viðtöl og grein- ar fyrir dagblaðið Tímann frá 1956 og fleiri aðila um árabil og hafði umsjón með útvarpsþáttunum Við sem heima sitjum 1962-64. Sigríður hefur sinnt ýmsum félags- málum á vegum Styrktarfélags van- gefmna, Kvenfélagasambands íslands og Framsóknarflokksins. Hún var for- maður Kvenfélagasambands íslands 1971-79, varaformaður Nordens Husmorforbund 1972-76 og formaður 1976-80, fulltrúi Kvenfélagasambands ís- lands á alþjóðaþingum The Associated Country Women of the World í Nairobi 1976 og í Hamborg 1980, var fulltrúi í sendi- nefndum ríkisstjórnarinn- ar á ráðstefnum SÞ í Mexíkó og Kaupmanna- höfn um réttindamál kvenna, sat í stjóm Styrkt- arfélags vangefinna um árabfi og vararformaður þess um skeið, stjórnarfor- maður dagheimilisins Lyngáss 1961-70 og síðan í stjóm þar og vinnu- heimilisins Bjarkaráss. Sigríður var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1966-70, sat í Félagsmála- ráði Reykjavíkur frá stofnun 1967-74, í Fræðsluráði 1966-70, sat í miðstjóm Framsóknarflokksins, i fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík og í blaðstjóm Tímans á árunum 1960-70, sat í stjóm Félags framsóknarkvenna í Reykjavík 1961-69 og var formaður þess 1966-69. Rit Sigríðar eru Ferðabók (ásamt Birgi Thorlacius), útg. 1962; María Markan, Minningar, útg. 1965; Margar hlýjar hendur - Ágrip af sögu Kvenfé- lagasambands íslands og aðildarfélaga þess, útg. 1981; Saga Bandalags kvenna í Reykjavík 1917-1977, útg. 1983. Þá hefúr hún ritað kafla í ritin Faöir minn, presturinn; Því gleymi ég aldrei; Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigm-ðardóttur; Gull í lófa framtíðar (minningargrein um Svöfu Þórleifs- dóttur);og Gestir í græna trénu. Þá hefur Sigríður þýtt fjölda rita, einkum bamabækur, s.s. eftir Enid Blyton og fleiri, og þýtt leikrit. Sigríður var ritstjóri Húsfreyjunn- ar og tímarits Geðvemdar. Fjölskylda Sigríður giftist 13.5. 1939 Birgi Thorlaciusi, f. 28.7. 1913, fyrrv. ráðu- neytisstjóra. Hann er sonur Ólafs Jóns Thorlaciusar, f. 1 Saurbæ í Eyja- firði 11.3. 1869, d. 28.2. 1953, læknis í Búlandsnesi, og k.h., Ragnhildar Pét- ursdóttur Eggerz, f. 31.10.1879, d. 14.6. 1963, húsfreyju. Systkini Sigríðar em öll látin. Þau vom: Pétur Eggerz, f. 10.8. 1900, um- boðssali i Reykjavík; Kristinn Tryggvi, f. 8.10.1903, prófessor í lækn- isfræði við HÍ; Sæmundur, f. 16.8. 1905, forstjóri í Kópavogi; Ingibjörg, f. 31.12. 1908, húsmóðir í Hrísey og í Reykjavík; Jón Christinn, f. 29.7.1911; Kristín, f. 9.7. 1916. Foreldrar Sigríðar voru Stefán Baldvin Kristinsson, f. 9.12. 1870, d. 7.12.1951, prestur að Völlum, og k.h., Solveig Pétursdóttir, f. 1.4. 1876, d. 22.6.1966, húsfreyja að Völlum. Ætt Stefán var sonur Kristins Tryggva, b. í Ystabæ í Hrísey, Stefánssonar, b. á Kjama í Eyjafirði, Baldvinssonar. Móðir Stefáns var Kristín Hólm- fríður Þorvaldsdóttir, b. á Krossum á Árskógsströnd, Gunnlaugssonar. Solveig var dóttir Péturs Eggerz, kaupmanns í Akm-eyjum á Breiða- flrði, Friðrikssonar Eggerz, pr. í Ak- ureyjum, Eggertssonar. Móðir Frið- riks í Akureyjum var Guðrún Magn- úsdóttir, sýslumanns í Búðardal, Ket- ilssonar. Móðir Péturs kaupmanns var Amdís Pétursdóttir, pr. í Staf- holti, Péturssonar. Sigríður verður að heiman. Sigríður S. Thorlacius. Hermann Jónsson Hermann Jónsson, bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Lambanesi í Fljótum, er sextugur í dag. Starfsferill Hermann fæddist á Móskógum í Haganeshreppi og ólst upp á Mola- stöðum í Fljótum. Hann vann ýmis störf til sjós og lands 1954-60, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-65, en hefur veriö bóndi á Lambanesi frá 1965. Hermann hefur leikið á harmóníku fyrir dansi og við ýmis tækifæri frá því á unglingsárunum. Hann sat í sóknamefnd Barðskirkju um árabil, situr í stjóm Veiðifélags Miklavatns og Fljótár, sat hreppsnefnd Holts- hrepps 1970-82 og sat í hreppsnefnd Fljótahrepps 1994-98, var hreppstjóri Holtshrepps 1982-89 og fyrsti og síð- asti hreppstjóri Fljótahrepps frá 1989-98 er hreppamir í Skagafirði sameinuðust. Fjölskylda Hermann kvæntist 1.12. 1959 Auði Ketilsdóttur, f. 19.10. 1937, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Ketill S. Guð- jónsson, bóndi á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, og k.h., Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja. Sonur Hermanns og Auðar er Haf- þór, f. 19.4. 1960, bifvélavirki á Akur- eyri, kvæntur Agnesi Amaldsdóttur og eiga þau þrjú böm, Bryndísi, f. 3.2. 1980, Hermann, f. 13.8.1981, og Auði, f. 5.3. 1990. Systkini Hermanns vora þrettán og er einn bróðir látinn, Ásmundur, f. 1928, d. 1958. Þau sem era á lífi era Al- freð, f. 1921, fyrrv. vegaverkstjóri á Sauðárkróki; Guðmundur, f. 1923, stofhandi og fyrrv. framkvæmdastjóri BYKO í Kópavogi; Aðalbjörg, f. 1926, húsfreyja i Varmahlíð í Skagafirði; Sigríður, f. 1930, húsfreyja á Steins- stöðum í Skagafirði; Svavar, f. 1931, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík; Kristinn, f. 1932, fyrrv. strætisvagnastjóri í Reykjavík; Bald- vin, f. 1934, verkamaður á Sauðár- króki; Halldóra, f. 1935, kjötvinnslu- kona á Selfossi; Pálmi, f. 1937, verka- maður í Danmörku; Lúð- vík, f. 1940, verkamaður á Akureyri; Svala, f. 1945, húsmóðir á Sauðárkróki. Foreldrar Hermanns vora Jón Guðmundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988, bóndi og hreppstjóri á Molastöðum, og k.h„ Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 12.7.1901, d. 22.5.1971, hús- freyja. Ætt Jón var sonur Guðmundar, b. á Neðra-Haganesi, bróður Jóns, afa Jóns Sveinssonar lögmanns. Guð- mundur var sonur Halldórs, b. á Stóra-Grindli, Guðmundssonar, b. á Kjarvalsstöðum, Einarssonar. Móðir Halldórs var Kristín, systir Margrét- ar, langömmu Kristínar Jónsdóttur listmálara. Kristín var dóttir Gísla, konrektors á Hólum, Jónssonar, bisk- ups á Hólum, Teitssonar. Móðir Gísla var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móð- ir Kristínar var Ingiríður Halldórsdóttir, konrektors á Hólum, Hjálmarssonar. Móðir Halldórs var Fil- ippía Pálsdóttir, systir Bjama landlæknis. Móðir Guðmundar Halldórssonar var Kristín Anna Filippus- dóttir, b. á Illugastöðum, bróður Guðmundar, b. á Kjarvalsstöðum. Móðir Kristínar var Anna Jóns- dóttir, systir Guðrúnar, ömmu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jóns var Aðalbjörg Anna Pétursdóttir, b. á Sléttu, Jóns- sonar, b. á Utanverðunesi, Ólafssonar. Helga Guðrún var dóttir Jósefs, b. á Stóra-Reykjum í Flókadal, Björnsson- ar, sem fórst með Haffrúnni við Skaga 1864, b. í Hvanndölum, Gíslasonar, b. i Saurbæ í Siglufirði, Hinrikssonar. Hermann tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Ketilási í kvöld frá kl. 20.30. Hermann Jónsson. DV Tll hamingju með afmælið 13. nóvember 90 ára Astrid Þorsteinsson, Hrafiiistu, Hafnarfiröi. 80 ára Helga Egilson, Þórsgötu 21 A, Reykjavík. Sigríður Þórðardóttir, Brekkubæ 42, Reykjavík. Hjalta Sigríður Júlíusdóttir, Víkurbraut 26, Höfn. 75 ára Hermína Sigurðardóttir, Árskógum 6, Reykjavík. Guðbjörg Þórólfsdóttir, Háholti 31, Akranesi. 70 ára Magdalena M. Kristjánsdóttir, Grundarbraut 6, Ólafsvík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum að Árskógiun 6-8, Reykjavík, laugardaginn 14.11. milli kl. 16.00 og 19.00. Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir, Mávahrauni 14, Hafnarfirði. Hún er að heiman. Hreiðar Sigfússon, Ytra-Hóli n, Akureyri. Sveinbjöm Báröarson, Arnarvatni H, Reykjahlíð. 60 ára Kristín Andrésdóttir, Norðurási 2, Reykjavík. Jóhanna Ragnarsdóttir, Laufengi 60, Reykjavík. Hjörtur Sigurðsson, Höfðavegi 1, Húsavík. 50 ára Sigríöur Kristinsdóttir, Huldulandi 9, Reykjavík. Þorgerður Baldursdóttir, Hesthömrum 16 A, Reykjavík. Sigrún Finnjónsdóttir, Nýbýlavegi 62, Kópavogi. Margrét Kolka Haraldsdóttir, Asparlundi 9, Garðabæ. Guðrún E. Magnúsdóttir, Breiövangi 10, Hafnarfirði. Ólafur Sigurpálsson, Baðsvölliun 8, Grindavík. Kristín Thorberg, Bergvík, Mosfellsbæ. Ámi Sigurðsson, Reykjabyggð 8, Mosfellsbæ. Lidia Plociszko, Gilsbakka 4, Bíldudal. Stefán Hermansson, Brálundi 2, Akureyri. Margrét Sölvadóttir, Huldugili 3, Akureyri. Áslaug Helga Alfreðsdóttir, Grand, Grímsey. Jón Þ. Guðmundsson, Lónabraut 32, Vopnafirði. 40 ára Ágúst Jörgensson, Otrateigi 28, Reykjavík. Jón Viðar Gunnarsson, Sigtúni 25, Reykjavík. Ragnhildur Guðjónsdóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Stefán Stefánsson, Hverafold 14, Reykjavík. Ólafur Þór Ævarsson, Stórahjalla 9, Kópavogi. Steingerður Matthíasdóttir, Öldugötu 46, Hafnarfirði. Guðmundur Hjörleifúr Antonsson, Klapparbraut 10, Garöi. Sveinbjöm Rúnar Helgason, Aöalstræti 37, Patreksfirði. Kolbrún Tómasdóttir, Brekkugötu 31, Akureyri. Ari Bjöm Fossdal, Fögrusíðu 9 B, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.