Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1998, Síða 32
(»
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
Fjölbraut í Breiðholti:
Brottvísun eftir
ræðukeppni
Tveimur nemendum Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti hefur verið vísað
"^tímabundið úr skóla í kjölfar ummæla
og meintra hótana sem fram komu eft-
ir að lið skólans tapaði fyrir liði
Menntaskólans á Akureyri í ræðu-
keppni Morfls.
„Ég lít svo á að hér sé um innan-
skólamál að ræða. Við erum enn að
vinna í því,“ sagöi Kristín Arnalds,
skólameistari FB, í samtali við DV.
Skólaráðsfundur var haldinn í FB
vegna málsins í gær.
Guðfinnur Sigurvinsson, inspector
scholae í MA, sagðist harma þau eftir-
mál sem urðu af keppni skólanna.
Fulltrúar FB voru ósáttir við úrslit
keppninnar og óskuðu m.a. eftir að fá
gögn dómara. Síðan var lögð fram
kæra til framkvæmdanefndar Morfís.
'tr „Þetta var samt góð keppni. Ég
vona að þetta eigi ekki eftir að hafa
nein neikvæð áhrif á samskipti FB og
MA í framtíðinni," sagði Guðftnnur.
Gunnlaugur Bjarki Snædal, tals-
maður Morfis, sagði að „Réttur Mor-
fís“ hefði fjallað um kæru FB. „Niður-
staðan varð sú að henni var vísað
frá,“ sagði Gunnlaugur. -Ótt
Fyndni er fíkn!
Á JSfe*;,.
«r
vL
te^
* Helgarblað DV:
Skemmtana-
fíkillinn
í Helgarblaði DV er að þessu sinni
rætt við einn vinsælasta leikara Is-
lands, Örn Árnason, en hann leikur
einmitt í farsanum Tveir tvöfaldir
sem frumsýndur verður í kvöld. Örn
ræðir um verkið, vanda þess og veg-
semd að vera fyndinn og fiknina i að
vera fyndinn.
Meðal annars efnis er viðtal við
Hlín Agnarsdóttur leikritahöfund um
Svannasöng og leikhúsheiminn.
Einnig er rætt við Gerði Kristnýju í
tilefni af útkomu bókar hennar, Eitr-
' *uð epli. í fréttaljósum er fjallað um
varaformannsslag í Sjálfstæðisflokkn-
um og Newt Gingrich. -sm/-þhs
Kópavogsbúi dæmdur eftir að hafa lagst hjá sofandi stúlku á heimili sínu:
Kynferðisbrot gegn
kærustu stjúpsonar
- kvaðst ekki geta kallað tilburðina samfarir vegna getuleysis undir áhrifum
Hálfflmmtugur Kópavogsbúi hef-
ur verið dæmdur í 9 mánaða fang-
elsi, þar af 6 skilorðsbundið, fyrir
kynferðisbrot á heimili sínu gagn-
vart unnustu stjúpsonar síns -
stúlku sem ekki gat spomað við
verknaði mannsins sökum ölvunar-
svefns. Maðurinn er jafnframt
dæmdur til að greiða stúlkunni 350
þúsund krónur í miskabætur og 220
þúsund krónur vegna máls- og lög-
mannskostnaðar.
Aðfaranótt 24. október 1997 sat
stúlkan við drykkju með kærasta
sínum á heimili stjúpfóður hans.
Þau sofnuðu bæði ölvunarsvefni,
hvort á sínum staðnum í íbúðinni,
áður en ákærði kom heim af öldur-
húsi. Stjúpfaðirinn kvaðst hafa
þurft að hagræða stúlkunni á sófa
er hann kom heim. í framhaldi af
því hefði hann klætt hana úr öllum
fótum. Þá fór hann að strjúka henni
og þukla og bar olíu á allan líkama
hennar og lagðist ofan á hana. Hann
kvaðst ekki geta kallað kynferðis-
lega tilburði sína gagnvart
stúlkunni samfarir af þeim sökum
að hann hefði ekki haft getu til slíks
þar sem hefði neytt áfengis. Ákærði
viðurkenndi að stúlkan hefði hins
vegar hvorki tjáð sig með orðum né
hefði hún verið með augun opin.
Stúlkan bar að þegar hún vakn-
aði af ölvunarsvefninum hefði hún
talið kærastann vera ofan á sér.
Henni hefði síðan brugðið mjög er
hún „heyrði“ að þetta var stjúpi
kærastans. Stúlkan sagðist síðan
þurfa að fara á klósettið og sagði
kærasta sínum svo frá því sem
hafði gerst. Hann trúði henni ekki
fyrst.
í fjölskipuðum dómi Héraðsdóms
Reykjaness segir eftirfarandi i nið-
urstöðum:
„Ákærði hafði enga ástæðu til að
ætla að X vildi þýðast hann eða eiga
við hann kynferðislegt samneyti og
sú staðreynd að hann vissi að hún
átti vingott við og var kærasta
stjúpsonar hans styður þá ályktun.
Ekkert hefur fram komið í fram-
burði ákærða sem réttlætt getur eða
skýrt með nokkrum skynsamlegum
hætti þá ákvörðun hans að afklæða
X sem svaf ölvunarsvefhi og leggja
hana allsnakta á sófann þar sem
hann lagðist síðan allsnakinn."
Samkvæmt þessu taldist sönnun
komin fram um að ákærði hefði not-
fært sér stúlkuna til að hafa við
hana mök sem hún gat ekki sporn-
að við vegna ölvunarsvefns. Héraðs-
dómararnir Sveinn Sigurkarlsson,
Jónas Jóhannsson og Þorgeir Ingi
Njálsson kváðu upp dóminn.
-Ótt
Líðan eftir
atvikum
38 ára Reykvíkingur lét lífið og
rúmlega fimmtugur Rangæingur slas-
aðist lífshættulega þegar bílar þeirra
skullu mjög harkalega á stórum flutn-
ingabíl sem hafði farið þversum á
brúnni yfir Gljúfurholtsá í Ölfusi í
gærmorgun. Að sögn yfirlæknis á
Landspítalanum í morgun gekkst
Rangæingurinn undir aðgerð í gær-
kvöld og var „líðan eftir atvikum".
Slæm aksturskilyrði voru á þjóð-
veginum sem er skammt austan
Hveragerðis. Ökumaður flutningabils-
ins, sem var á leiðinni til Selfoss,
missti stjórn á honum þannig að hann
rann í veg fyrir fólksbíl Reykvíkings-
ins og jeppa Rangæingsins sem komu
úr gagnstæðri átt. Þyrlan TF-LÍF flutti
hinn slasaða til Reykjavíkur. Flutn-
ingabílstjórinn slapp að mestu við
meiðsl. -Ótt
DV-myndir Sunnlenska fréttablaöið
Tobliromi'
'ífdtindur
ánæg,jimnar
Veðrið á morgun:
Bjart sunn-
an- og vest-
anlands
Á morgun er gert ráð fyrir
norðaustankalda. Á Austfjörðum
verður norðan stinningskaldi eða
allhvasst. Dálítil él verða um
landið norðan- og austanvert en
víða bjart sunnan- og vestan-
lands. Frost verður á bilinu 0 til 5
stig, kaldast norðaustan til.
Veðriö í dag er á bls. 29.
T'Vl.V
SYLVANIA