Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 Fréttir Orkumiöill fékk fangelsisdóm í gær fyrir að nudda 15 ára stúlku á viðkvæmum stöðum: Kynhvataráhrif „Ramusar" - voru skýringar mannsins þegar hann viðurkenndi verknaðinn fyrir móður stúlkunnar Sextugur Hafnfirðingur var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir að hafa sem orkumiðill nuddað 15 ára stúlku á lostugan hátt á „öðrum og við- kvæmari stöðum líkamans en til hafði verið ætlast, svo sem brjóst- um, maga, lífbeini og lærum“. Maðurinn viðurkenndi verknað sinn fyrir móður stúlkunnar fjórum dögum eftir að hann átti sér stað. Þá kvaðst hann „hafa grátið alla helg- ina“. Siðan hefði hann leitað sér hjálpar hjá tveimur miðlum. Annar þeirra hefði sagt sér að það væri andi yfir honum, „Ramus“, sem fengi hann til að „gera þessa hluti“. Orkumiðillinn, sem kvaðst vera menntaður bæði hér á landi og hjá rússneskum miðli, var að sögn móð- urinnar mjög skömmustulegur þeg- ar hann skýldi sér á bak við vald framangreinds Ramusar sem mað- urinn sagði stjóma kynhvöt. Mað- urinn hafði reyndar sagt í símtali við móðurina að „hann hefði ekki vitað hvað kom yfir hann“. Höfuðbeina- og spjaldhryggsnudd átti meðferð mannsins að heita þeg- ar hann meðhöndlaði stúlkuna. Hann lét hana þá afklæðast öllu nema nærfötum og að áliti dómsins kom hann síðan fram við hana með lostugum hætti. Stúlkan varð hrædd og kom sér út. Hún lét móð- ur sína vita og fékk hún fljótlega fram viðurkenningar hjá orkumiðl- inum sem nýttust dóminum mjög við sönnunarfærslur. Maðurinn kvaðst vera lærður svæðanuddari en áður en hann lauk því námi hefði hann „lært fag orku- miðla“ hjá rússneskum orkumiðli, Jósefinu Straemeister, sem hefði verið hér á landi árið 1994. Hann kvaðst hafa verið undir hennar handleiðslu í 3 mánuði. í framhaldi af því hefði hann verið í þjálfun „hjá ýmsum öðrum". Þá hafi hann lært „rollving" sem út- leggist sem ofanafvinding - sérstök tækni til að losa um spennu í líkam- anum. Aðspurður um merkingu starfs- heitis þess sem ákærði notaði svar- aði hann: „Orkumiðill er sá sem getur tengt sig við alheimsorkuna og miðlað henni í lækningaskyni út um hend- umar.“ Þegar ákærði lauk námi í svæða- nuddi í Nuddskóla Reykjavíkur árið 1996 opnaði hann stofu að Strand- götu 28 í Hafharfirði. Umræddur at- burður átti sér stað í nóvember í fyrra. Orkumiðillinn sagðist nýlega fyrir dómi vera hættur starfsemi. -Ótt Open Dutch Championship 1998: íslendingar fengu silfur og brons í Hollandi Tvö af sterkustu danspömm ís- lands tóku þátt í opinni danskeppni, „Dutch open“, sem haldin var í Slageren f Hollandi dagana 13. og 14. nóvember. Það voru þau ísak Halldórsson og Hall- dóra Ósk Reynisdóttir frá dansfé- laginu Hvönn og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir frá dansfélaginu Gulltoppi. Á föstudag var keppt í standard- dönsum og lentu þau ísak og Hall- dóra Ósk í 3. sæti og Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr í 4. sæti. Þetta er at- hyglisverður árangur þar sem ís- lensku danspörin hafa verið sterk- ari í suður-amerískum dönsunum. Á laugardag var svo keppt í suð- ur-amerískum dönsum og gerðu þau ísak og Halldóra Ósk sér lítið fyrir og kræktu sér í silfurverð- laun en Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr höfhuðu í 7. sæti. Þessi tvö pör hafa verið að ná mjög góðum ár- angri bæði hér heima og erlendis. -Lára Festist undir brú Flutningabfli með farm festist undir brúnnl undir Reykjanesbraut i Garðabæ um hádegisbil í gær. Bíllinn komst ekkert áleiðis heldur sat þarna fastur undir brúnni. Eftir nokkra stund tókst að losa kassa á palli bílsins og þá tókst að losa bflinn. Litlar skemmdir urðu á kössum en brúin skemmdist ekkert að sögn lögreglu. Bflstjóra bílsins sakaði ekki. DV-mynd Erling Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýjum álmum við sjúkrahúsið Vog. í annarri álmunni verður göngudeild en í hinni verður sérstök meöferðardeild fyrir ungt fólk. Áætlað er að framkvæmdirnar taki 10 mánuöi. Byggingarkostnaður við nýju álmurnar er áætlaður um 200 milljónir króna. DV mynd E.ÓI. íslensk húsmóöir heim í lögreglufylgd frá Bandaríkjunum: Reif kjaft en beit engan - sagði yfirmann vera lítt niöurvaxinn, segir konan Konan, sem vísað var úr landi í Bandaríkjunum fyrir helgina, mót- mælir því að hún hafi bitið tollvörð og sparkað milli fóta á öðrum eins og samferðakonur ytra héldu fram í sam- tali við DV á mánudag. „Það sem gerð- ist var að ég móðgaði opinberan starfs- mann, yfirmann, ég var að rífa kjaft,“ sagði konan í gær. Hún segist hafa orð- ið ergileg yfir grænum eyöublöðum sem átti að útfylla um borð. Konan seg- ist hafa verið drukkin og ergileg eftir það sem hún taldi óréttláta meðferð á sér af hálfu fararstjórans. Sagði hún sem svo að sér þætti embættismaður- inn litt niðurvaxinn svo notað sé orða- lag formæðra konunnar í Grettissögu. En á ensku mun það hafa hljómað: „You have small balls". Konan segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað svona kjaftbrúk gæti umtumað öllu í Bandaríkjunum, þetta hefði verið meira sagt i galsa. Hún segir að fararstjórinn hafi neitað að afhenda brottfararspjöld í því skyni að takmarka tímann í frí- höfninni við eina klukkustund. Farið hefði verið með orlofskonumar 114 eins og leikskólakrakka. Henni og vinkonu hennar tókst hins vegar að ná brottfararspjöldum sínum í rút- unni í Garðabænum, tóku leigubU þaðan á flugvöllinn og höfðu þar með rýmri tíma til innkaupa í Leifsstöð. Meðal annars þurftu þær að garfa í punktum sem þær áttu eftir mikið flug með Flugleiðum og fengu út á það sæti á Saga Class vestur. í fangelsi fyrir móðgun Konan segir það ósatt að hún hafi bitið tollvörð og sparkað í annan millifótasparki. En hún var eigi að síður handtekin á vellinum og þurfti að dúsa í fangelsi yfir nóttina. „Ég er ekki vön að drekka í flug- vél, sérstaklega vegna þess að ég nenni ekki að drekka þegar ég get ekki fengið mér smók, en þama sát- um við tvær á Saga Class, komnar í orlof og fengum okkur í glas. Ég við- urkenni það alveg að ég drakk of mikið. En ég er ekki vön að ráðast á fólk og bíta í það eða sparka," sagði konan. Hvergi væri slíkt að finna á lögregluskýrslu. „Ég var tU fyrirmyndar og mér var leyft að versla áður en ég fór héim, það er ekki venjan með stórglæpa- menn,“ sagði konan. Hún segist ekki vera á sakaskrá og henni hafi verið ijáð að hún væri ævinlega velkomin tU Bandaríkjanna. Tveir lögreglumenn frá íslandi komu og sótti konuna. Konan segir að lögreglan fari margar ferðir í mánuði tU útlanda til aö sækja eða fara með fólk sem Útlendingaeftirlit vill gjarnan losna við. Henni hafi síðan verið sagt eftir nóttina í fang- elsinu að íslensku konumar hefðu margar verið ærið skrautlegar við komuna, en þær hefðu hins vegar ekki móðgað neinn. „Það voru allir óskaplega leiðir yfir því aö ég yrði send heim en það var of seint að breyta því. Þetta gerðist allt á stuttum tíma, ég móðgaði yfirmann, og hann sagði bara „heim með hana“, og því varð ekki breytt," sagði konan i samtal- inu við DV. Konumar 113 úr hús- mæðraorlofinu komu heim í gær- morgun. -JBP Stuttar fréttir i>v Stefán Stefán Guð- mundsson, þing- maður Framsókn- arflokksins á Norðurlandi vestra, hefur tU- kyxmt að hann standi við fyrri yf- irlýsingu sína að hætta þingmennsku. Vangaveltur hafa verið uppi um að hann hafi „hætt við að hætta". Bylgjan sagði frá. Fjögurra ára fangelsi Sólrún Elídóttir, 42 ára, hefúr verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga fyrrum sambýlis- mann sinn meö hnifi í brjósthol 1. mars sl. Hún hefúr fengið 15 refsi- dóma frá árinu 1973. Auðveldara á Landspítala Kransæðasjúklingar sem leggjast inn á Landspítala fara þrisvar sinn- um oftar í kransceðavíkkun innan eins árs frá kransæðastíftu en sjúk- lingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Að- gangur að aðgerðunum virðist greið- ari en á Landspítala. Stöð 2 sagði frá. Parkinsonlyf bannað Lyfið Tazmar, sem um eitt hundrað Parkinsonsjúklingar á íslandi hafa tek- ið reglulega undanfarið, hefúr verið bannað hér á landi vegna tilmæla frá Evrópusambandinu. RÚV sagði frá. Hjálp til Mið-Ameríku Ríkisstjómin hefúr ákveðið að veita tvær milljónir króna tU hjálparstarfs í Mið-Ameríku, samkvæmt tU- lögu Halldórs Ásgrímssonar utanrUdsráðherra. Bylgjan sagði frá. Netviðskiptamiðstöð Hópur bandarískra fyrirtækja Uiugar að setja upp viðskiptamið- stöð hér á landi sem sérhæfir sig í viðskiptum á Netinu. Eyjafjörður og Reykjanes em óskastaðsetningar fyrirtækjanna, samkvæmt heimUd- um Stöðvar 2 Tölvutilboð Vísis TölvutUboði Vísis is. og Lands- bankans, „Greið leið á Intemetið“ hefúr verið vel tekið. Tugir tölva hafa þegar selst og hundruð fyrir- spuma borist. Tölvumar sem í boði em era tU sýnis í mörgmn útibúa Landsbankans, á síðum DV og á heimasíðu Vísis is. Sjóli til Afríku Sjólaskip hf. í Hafharfirði hafa gert samning um endurbyggingu og útgerð tveggja risatogara frá Lit- háen. Skipin verða gerð út tU mak- rUveiða við Afrikustrendur. Hærri afnotagjöld RÚV Ríkisstjómin hefur heimilað Rikisútvarpinu að hækka af- notagjöldin um 5%, úr 1754 kr á mánuði í 1841 kr. Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri segir hækkimina tU að vega upp á móti verulegum kostnaðarhækkunum síðan 1993 þegar gjaldið hækkaði síðast. Fyrirskipaði lygar Samkvæmt heimUdum Bylgjunn- ar fyrirskipaði Guðmundur Bjöms- son, formaður læknafélagsins, fram- kvæmdastjóra læknafélagsins, Páli Þórðarsyni, að segja lögfræðingi ís- lenskrar erfðagreiningar að hinn sögufrægi fundur Kára Stefánsson- ar og læknafélagsins yrði ekki tek- inn upp. DV fjaUaði ítarlega um málið fyrir stuttu. Var ekki í FG Skólameistari Fiölbrautaskól- ans í Garðabæ hefur óskað eftir að fram komi aö í frétt DV í gær um dreng sem missti tvær tenn- ur eftir hnefahögg hefði veriö sagt að árásarmaðurinn hefði verið nemandi i FG en svo hafi ekki verið. Um var að ræða 16 ára pilt. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.