Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Samfylkingarmál félagshyggjufólks:
Uppnám á vinstri kanti
- Margrét Frímannsdóttir hótar að fara fram í Reykjavík og setja Svavar á Suðurland
Vinstra samfylkingarframboðið er í
uppnámi þessa dagana. Krafa
Kvennalistans sem samþykkt var á
aukalandsfundinum í Reykholti í
Borgarfirði á dögunum um að skil-
yrða þátttöku sína við það að listinn
fengi eitt af þremur efstu sætum
væntanlegra framboðslista virkaði
eins og sprengja inn í samfylkingar-
viðræðumar. Þeim kröfum hefur nú
verið vísað á bug af A-flokkunum.
Fulltrúar beggja A-flokkanna voru
þeirrar skoðunar í gær í samtölum
við DV að standa skyldi fast við það
að hafna kröfúnni, enda væri ekki
eftir miklu fylgi að slægjast hjá
Kvennalistanum. Aðstandendur list-
ans yrðu síðan að gera það upp við
sig hvort þeir drægju sig út úr sam-
starfmu.
En krafa Kvennalistans er vissu-
lega ekki eini vandinn við að koma
saman samfylkingarframboðinu: A-
flokkana greinir í grundvallaratrið-
umáum aðferð við að raða á listana.
Ágreiningurinn er um hvort fara eigi
fram prófkjör eða einhvers konar for-
val í stíl Alþýðubandalagsins. Að
hluta til er skýringar á skyndilegum
hörðum við-
brögðum A-
flokkanna, ekki
síst þó Sighvats
Björgvinssonar,
formanns Al-
þýðuflokksins,
gegn Reykholts-
kröfú Kvenna- ____________________
listans um örugg
sæti að leita í
þessum ágrein-
ingi A-flokkanna. En þessi ágreining-
ur er þó ekki bundinn við flokkana
heldur er hann líka innan þeirra
hvors um sig.
Meginreglan sveigð
Alþýðuflokkuriim stendur að stór-
um hluta einhuga og fast á þeirri
skoðun að halda eigi opið prófkjör
með girðingum. Alþýðubandalagið
aðhyllist uppröðun að undangengnu
einhvers konar forvali en er klofið í
málinu eins og sést af tillögu sem
einn fúlltrúa Alþýðubandalagsins i
samstarfsnefndinni um samframboð,
Gísli Gunnarsson prófessor, lagði
fram fyrir nokkrum vikum. Sú til-
laga var um að valið yrði á lista í
sameiginlegu prófkjöri og var hún
samhljóða hugmyndum alþýðu-
flokksmanna. Tillagan byggist á sam-
þykktum Alþýðubandalagsfélaganna
Birtingar og Framsýnar sem hafa
bæði ályktað um prófkjör. Önnur
Össur Skarphéð-
insson. Flokkseig-
endur Alþýðu-
bandalags óttast
að prófkjör muni
skila honum upp
fyrir Svavar Gests-
son.
Bryndís Hlöðvers-
dóttir. Gamlir al-
þýðubandalags-
menn hafa jafnvel
meiri beyg af
henni en Óssuri.
Fréttaljós
Stefán Ásgrímsspn
flokksfélög og stofnanir Alþýðu-
bandalagsins hafa hins vegar aldrei
tekið afstöðu til prófkjörs, að því er
Gísli Gunnarsson sagði í samtali við
DV í gærkvöldi.
Þessar prófkjörshugmyndir eru
sem eitur í bein-
um forystu Al-
þýðubandalags-
ins sem verið
hefur að missa
hvem gamla jaxl-
inn af öðrum fyr-
ir borð vegna óá-
nægju þeirra
með samfylking-
una. Ótta við
prófkjörshug-
myndimar er að líkindum að rekja
til þess að þegar em þau farin, Hjör-
leifur, Steingrímur, Ögmundur, sem
raunar var laustengdur við þingflokk
Alþýðubandalagsins sem óháður,
Kristinn H. Gunnarsson og Guðrún
Helgadóttir varaþingmaður. Forystu-
mennimir telja að tengingin við for-
tíðina sé að roflia. Til að hún rofni
ekki að fullu telur forystusveitin
nauðsynlegt að Svavar Gestsson
verði einhvers konar leiðarmerki í
hinu pólitíska landslagi sem villuráf-
andi sauðir Alþýðubandalagsins
hvar sem er á landinu geti horft til og
séð að þeim sé óhætt að kjósa sam-
fylkinguna í næstu kosningum. Allt
tal um prófkjör stefni þessu mark-
miði í voða.
Teknir á beinið
DV hefur heimildir fyrir því að
Margrét Frímannsdóttir hafi kallað
prófkjörssinna i eigin flokki á sinn
fund i fyrradag til að leiða þeim þess-
* *£*>' A
Margrét Frímanns- Svavar Gestsson.
dóttir. Hún hótaði Erfiðleikarnir með
prófkjörssinnum i aö ákveöa prófkjör
Reykjavík því að eða ekki prófkjör
taka opið prófkjör snúast í raun um
Reykjavík með hann og pólitíska
trompi en senda framtíö hans.
Svavar í efsta sæt-
ið á Suðurlandi.
R Æbb\: ,4b- j B fl •§«, IW iK Wsi ■
Sighvatur Björg- Guðný Guöbjörns-
vinsson. Bendir á dóttir. Óviss póli-
Kvennalistann í tísk framtíð.
vandanum.
ar hugmyndir fyrir sjónir. Hún hafi
jafnframt hótað því að létu þeir sér
ekki segjast myndi hún leggja til að í
Reykjavík færi fram galopið próf-
kjör. Sjálf myndi hún gefa kost á sér
í efsta sætið í Reykjavík en Svavar
Gestsson færi í efsta sætið í Suður-
landskjördæmi. Þannig gæti Alþýðu-
bandalagið náð bæði fyrsta og öðm
sætinu í Reykjavík og kratar og ekki
síður aðrir frambjóðendur lent neðar
en þeir myndu sætta sig við.
Margrét neitaði þessu í gær í sam-
tali við DV þrátt fyrir að blaðið hafi
traustar heimildir fyrir því að hún
hafr rætt þetta við einstaka flokks-
menn, þeirra á meðal alþingismenn,
en einnig viðrað hugmyndimar í
samstarfsnefndinni um samfylking-
una og við alþýðubandalagsmenn á
Suðurlandi. DV innti Bryndísi
Hlöðversdóttur eftir málinu i gær en
hún baðst eindregiö undan því að
svara.
Prófkjörssinnar eru á hinn bóg-
inn ekki ókátir yfir þessari galopnu
prófkjörshugmynd og telja hana
raunar mjög góða en segja að í raun
hangi allt annað á spýtunni.
Opið prófkjör muni skapa mikla
stemningu fyrir samfylkingarfram-
boðinu. Þá fengist með því mun
vænlegri og sigurstranglegri listi
auk þess sem lýðræðissjónarmið
yrðu betur í heiðri höfð við val á
listann og á því sé ekki vanþörf.
Ótti við Össur og Ágúst
Það kann að virðast mótsagna-
kennt að forysta Alþýðubandalags-
ins skuli á sama tíma bæði vilja
prófkjör og vilja það samt ekki, en
á þessu er skýring: Heimildarmenn
innan beggja A-flokkanna segja að í
raun snúist málið um tengslin við
fortíðina sem áður hafa verið
nefnd, persónu Svavars Gestssonar
og framtíð Alþýðubandalagsins.
Hagsmunir hvors tveggja, Svavars
Gestssonar og flokksins, verði best
tryggðir með því að ekki verði hald-
ið prófkjör í Reykjavík og Svavar
fái fyrsta sætið án prófkjörs. Hann
verði sá Hallgrímskirkjutum sem
alþýðubandalagsmenn sjái fyrir sér
hvar á landinu sem þeir eru stadd-
ir og kjósi rétt og forðað frá þeirri
hættu að Össur Skarphéðinsson
sigri í prófkjöri og hreppi efsta sæt-
ið eða að Bryndís Hlöðversdóttir
verði kjörin i sæti fyrir ofan Svav-
ar sem margan cdþýðubandalags-
manninn hryllir jafnvel enn meira
við og muni marka endalok Alþýðu-
bandalagsins sem flokks.
Hluti alþýðuflokksmanna hefur
fallist á þetta þrátt fyrir þá megin-
skoðun sína að velja skuli á lista
með prófkjöri. Ástæðan er sú að
þau Guðmundur Árni Stefánsson
og Rannveig Guðmundsdóttir í
Reykjaneskjördæmi vilja helst upp-
stillingu í Reykjanesi af ótta við að
Ágúst Einarsson skjóti þeim ref fyr-
ir rass í prófkjöri. Það standa því
mörg spjót á Sighvati Björgvins-
syni, formanni krata, og í því ljósi
vilja margir skoða skyndileg við-
brögð hans við löngu fram kominni
kröfu Kvennalistans um „góð“ sæti
á listum samframboðsins. í raun-
inni sé verið að bæta eigið böl með
því að benda á eitthvað annað.
Kennitala með barnslegt andlit
Ríkisvaldið hefur verið iðið við
þaö að undanfórnu að selja undan
sér eignirnar. Enda ekki vanþörf á.
Einhvem veginn þarf ríkissjóður að
standa undir útgjöidunum og afborg-
ununum og til þess þarf að selja
eignir til að eiga fyrir skuldum. Það
er heldur enginn skortur á kaupend-
um eins og við urðum vitni að þegar
hlutabréf í Landsbankanum voru
seld og þarna komu menn með
bamsleg andlit og keyptu og sögðust
vera að kaupa fyrir almenning.
Almenningurinn sem keypti í
Landsbankanum voru starfsmenn
bankans, sem vom ginntir til fjár-
festingarinnar og verða svo rukkað-
ir um gróðann af kaupunum þegar-
upp verður staðið. Og svo náttúrlega
maðurinn með barnslega andlitið,
sem kom í Ijós að keypti fyrir
Bmnabótaforstjórann sem hefur það
að atvinnu að leika sér með fjár-
muni annarra en hefur ekki nægi-
lega bamslegt andlit til að svara
sjálfur fyrir kaupin.
Nú er verið að selja hlutabréf í Fjárfestingar-
bankanum sem var settur á stofn til að selja hann
og starfsfólkið fær ekki að kaupa bréf en þess í
stað hafa verðbréfamarkaðsfyrirtæki tekið að sér
að safna kennitölum hjá fólki út í bæ til að geta
keypt bréfin fyrir sjálfan sig. Nú eða þá Branabót,
sem enn þá á nóg af peningum eftir aö hafa selt
Vátryggingarfélagið og keypt í Landsbankanum.
Söfnun á kennitölum er þannig orðin að sjálf-
stæðri atvinnugrein til að safna hlutabréfum og
arði, til að mæta þeim kröfum ríkisvaldsins að al-
menningur eignist bankana. Ríkisstjórnin má
ekki til þess vita að bankamir seljist
öðmvisi en að almenningur kaupi
og forsætisráöherra vill til að
mynda selja útgerðina til almenn-
ings og þannig getur almenningur
orðið eigandi að öllum fyrrverandi
eigum ríkisins, með því að verð-
bréfasalar safni kennitölum almenn-
ings, enda þótt almenningur í sjálfu
sér eignist ekkert af þessum bréfum,
vegna þess að kennitölumar era
bara til notkunar meðan keypt er.
Svo era kennitölumar þurrkaðar út
og áður en ríkisvaldið getur snúið
sér við eru komnir nýir eigendur að
bréfunum sem kennitölumar
keyptu. Þeir eigendur era ekki með
bamslegar andslitsgrímur og þurfa
ekki lengur að villa á sér heimildir.
Enda geta menn sýnt á sér hið rétta
andlit þegar kaupin eru í höfn.
Trikkið er að hafa nógu margar
kennitölur og finna menn með bams-
leg andlit til að kaupa, til að þeir með
réttu andlitin eignist bréfrn þegar öll
kurl eru til grafar komin.
Enda mundi ríkissjóður aldrei geta selt bank-
ana sina nema þeir sem eiga peningana og hin
réttu andlit reiddu fram féð fyrir almenning, sem
lánar kennitölur sínar, svo bankarnir komist I
réttar hendur.
Dagfari
Stuttar fréttir :dv
Telur ósannað
Vísirsegirfráþví
að Ragnar H. Hall
telji með öllu ósann-
að að Böðvar Braga-
son hafi fengið vit-
neskju um þær
grunsemdir Þor-
steins Hraundal að
einn starfsmaður hafi tekið nokkrum
sinnum amfetamin úr tæplega 500 g
pakka sem geymdur var i skúöú á
skrifstofu Bjöms Halldórssonar, þá-
verandi fulltrúa i ÁFD. Hann telur
þar af leiðandi ekki ástæðu til frekari
aðgerða af hálfu lögreglu í málinu.
Gagnrýnir vinnubrögð
Félagsfundur Dýralæknafélags ís-
lands, sem haldinn var 14. nóvember,
gagnrýnir harðlega slæleg vinnu-
brögð landbúnaðarráðuneytisins og
fjármálaráðuneytisins við undirbún-
ing að framkvæmd nýrra laga um
dýralækna og heilbrigðisþjónustu viö
dýr sem taka eiga gildi 1. janúar. Lög-
in eru sett í þeim tilgangi að færa
dýralæknaþjónustu að kröfúm nútím-
ans m.a. með aöskilnaði eftirlitsþátt-
ar dýralækna og almennrar dýra-
læknisþjónustu. Lögin hafa þær
breytingar í fór með sér að embættum
héraðsdýralækna fækkar úr 31 í 17.
Yrði ekki tekinn upp
Bylgjan greindi
frá því að Guð-
mundur Bjömsson,
formaður Læknafé-
lagsins, hafi beðið
Pál Þórðarson,
framkvæmdasflóra
félagsins, að segja
lögfræðingi íslenskrar erfðagrein-
ingar að hinn sögufrægi fundur
Kára Stefánssonar og Læknafélags-
ins yrði ekki tekinn upp. DV íjaliaði
ítarlega um þetta mál fyrir stuttu.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.visir.is
Þarf að skilja á milli
Þorkell Jóhannsson, prófessor í
lyflafræði við Háskóla íslands, segir
að auðvitað sé nikótín baneitrað.
Hann segir að hitt sé annað mál að
efhið hafi sitthvað sér til ágætis.
„Gallinn við nikótín, eins og koffrn,
er sá að fólk neyðist til að taka það
inn meö mörgum öðrum efnum. Það
er mitt mat að skilja þurfi á milli
nikótíns annars vegar og tóbaks
hins vegar.“ Dagur greindi frá.
Niðurrifi frestað
Bylgjan greindi frá því að fresta
eigi fyrirhuguðu niðurrifi Nýja-bíós
við Lækjargötu þar til eftir jóL Ástæð-
an em hávær mótmæh kaupmanna í
nágrenninu sem segja að fram-
kvæmdimar myndu trufla umferð
um miðbæinn í jólamánuðinum.
Siv með heimasíðu
Siv Friðleifs-
dóttir, þingmaður
Framsóknar-
flokksins, er kom-
in með heimasíðu.
Slóðin er
www.siv.is
Umferðarátak á SV-landi
Dagana 17. til 23. nóvember mun
lögreglulið á Suðvesturlandi gangast
fyrir umferðarátaki. Að þessu sinni
munu lögregluliðin beina athygli
sinni að akstri við gatnamót, notkun
stefiiuljósa, ljósabúnaði ökutækja,
dekkjabúnaði stórra ökutækja, notk-
un rauðra skráningarmerkja, gang-
andi vegfarendum og notkun endur-
skinsmerkja.
Nýtt Evrópuráðsverkefni
Fyrirtækið Skref fyrir skref ehf.
hefúr fengið styrk frá Evrópuráðinu
- ijórðu rammaáætlun í jafiiréttis-
málum, til að vinna að rannsókn
undir heitinu „Gæði og jafhræði í
ákvarðanatöku á stjórnarstigum".
Markmið fyrsta hluta rannsóknar-
innar er að skoða hlut kynja í sveit-
arstjómum og hvaða hindranir er
að fmna fyrir jafhri þátttöku kvenna
og karla til ákvarðanatöku.
Boðnir styrkir
Bændablaðið greinir frá því að
stjóm Landssambands kúabænda
hafi nýlega samþykkt að bjóða slát-
urleyfishöfum sem meðhöndla
nautakjöt styrki til að úrbeina og
frysta kýrkjöt. -SJ