Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Byggingarleyfi Laugavegar 53b fellt úr gildi:
Upplífgandi úrskurður
- vekur von um lausn málsins, segja nágrannar
Rangárvallaprófastsdæmi:
Kona nýr prófastur
„Þetta er auðvitað upplifgandi úr-
skurður fyrir okkur að því leyti að í
honum kemur afdráttarlaust fram að
nýbyggingin er ekki í samræmi við
gildandi aðalskipulag borgarinnar.
Hún er einfaldlega 30% of stór. Úr-
skurðurinn vekur vonir um að lausn
finnist sem er viðunandi fyrir aba
málsaðila, okkur íbúana og ekki síður
byggingaraðilann," segja þau Jon
Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ásmunds-
dóttir, íbúar að Laugavegi 53a.
Úrskurðarnefnd skipulagsmála
felldi íyrir helgi úr gildi byggingar-
leyfi fyrir nýju stórhýsi sem verið er
að byggja á lóðinni Laugavegur 53b í
Reykjavík. Þau Elin Ebba og Jon Kjell
mótmæltu byggingu hússins fyrr á ár-
inu, m.a. á þeim forsendum að það
væri of stórt og myndi fyrirsjáanlega
gnæfa yflr þeirra eigið hús, byrgja
þeim sólarsýn og setja þau eftirleiðis í
skugga stórhýsisins. Byggingarmagn
stórhýsisins væri langt umfram öll
mörk og myndi hafa eyðileggjandi
áhrif á nánasta umhverfi þess.
Þau Elín Ebba og Jon segja að þeim
komi á óvart það sem fram kom hjá
formanni byggingamefndar borgar-
innar í fyrrakvöld að nú yrði hraðað
vinnu við deiliskipulag fyrir svæðið
eftir úrskurð nefndarinnar. Sjálf
hefðu þau kraflst þess fýrir rúmu ári
að deiliskipulag fyrir svæðið yrði gert
áður en nýbyggingin yrði leyfð. Því
hafl borgaryflrvöld hins vegar synjað.
Þau segjast óttast að eigi að fara að
vinna að deiliskipulagi nú í einhverju
flaustri til þess að bjarga málum sé
hætta á að eitthvað geti misfarist.
Elín Ebba gagnrýnir slíkan starfs-
máta harðlega og kveðst draga stór-
lega í efa að borgaryfirvöld hefðu gert
slíkt fyrir venjulegan einstakling eins
og t.d. hana sjálfa.
Bjami Þór Jónsson, lögfræðingur
byggingafulltrúaembættisins í
Reykjavík, sagði í samtali við DV í
gær að byggingarleyfið hefði verið
fellt úr gÚdi á skipulagslegum for-
sendum og væri þvi á ný í höndum
skipulagsnefndar borgarinnar sem
yrði að búa það enn á ný í hendur
byggingamefndar. Hann sagði að
embætti byggingarfulltrúa hefði feng-
Gerðahreppur:
Fýrsta skóflustunga
að nýjum leikskóla
DV, Suðurnesjum:
Fyrsta skóflustungan að nýjum
leikskóla í Garðinum var tekin 10.
nóvember.
Þetta verður tveggja deilda leik-
skóli sem rúmar 43 böm og mun
það bæta úr þeirri þörf sem nú er
fyrir hendi. Leikskólinn verður 330
fm og er byggður á sömu lóð og sá
sem fyrir er.
Að sögn Sigurðar Jónssonar
sveitarstjóra var ákveðið að láta
byggja nýjan skóla þar sem það yrði
of kostnaðarsamt að fella hinn að
nútímakröfum. Hann verður rifmn
þegar sá nýi verður tekin í notkun.
Gert er ráð fyrir að það verði 15.
ágúst á næsta ári.
Leikskólinn mun heita Gefnar-
borg eins og sá sem fyrir er en nafn-
ið er þannig til komið að kvenfélag-
ið Gefn var fyrst til að reka leik-
skóla í Garðinum. Byggingin var
boðin út og átti Húsagerðin I
Reykjanesbæ lægsta tilboð sem er
tæpar 36 milljónir króna.
-AG
Karl Sigurbjörnsson og Halldóra J. Þorvaröardóttir fyrir utan Skaröskirkju.
Leikskólabörn tóku fyrstu skóflustungur að nýjum leikskóla í Garðinum. í bak-
grunni má sjá hluta sveitarstjórnarmanna í Gerðahreppi. DV-mynd Arnheiður
DV Suöurlandi:
Biskup íslands, herra Karl Sigur-
bjömsson, setti sr. Halldóru J. Þor-
varðardóttur, sóknarprest í Fells-
múla, í embætti prófasts í Rangár-
vallaprófastsdæmi við athöfn í
Skarðskirkju á Landi í gær. Hall-
dóra tekur við prófastsembætti af
sr. Sváfni Sveinbjarnarsyni á
Breiðabólstað sem lét af embætti í
haust fyrir aldurssakir eftir farsælt
starf.
Við guðsþjónustuna i Skarðs-
kirkju söng sameinaður kór Fells-
múlaprestakalls. Undirleik önnuð-
ust Anna Magnúsdóttir og Nína
Morávek. Halldóra J. Þorvarðar-
dóttir er önnur konan sem tekur við
prófastsembætti á íslandi. Hin er sr.
Dalla Þórðardóttir, prófastur í
Skagafjarðarprófastsdæmi. -NH
Jon Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ásmundsdóttir á svölum húss síns að Laugavegi 53b. Sökklar nýbyggingarinnar,
sem nú hefur verið stöðvuð, eru að baki þeim. DV-mynd Pjetur
ið þetta byggingarmál frá skipulags-
og umferðamefnd með útreikningi á
nýtingartölu. Nýtingarhlutfall lóðar-
innar hefði verið 2,42 en mátti hins
vegar fara í 2,45. Þessi tala hefði mið-
ast við að kjallarinn yrði notaður sem
bílageymsla og væri skilgreindur sem
opið rými og undanskilið frá nýting-
artölunni.
Skipulagsstofnun og úrskurðar-
nefnd hefðu ekki verið sammála
þessu og talið bílageymsluna lokað
rými sem telja skyldi með í nýting-
artölunni. „Þar með er húsið kom-
ið í 3,2 eða um 30% yflr nýtingar-
hlutfallið. í aðalskipulaginu segir
að ef nýtingarhlutfrdl fer verulega
umfram það sem mælt er fyrir um
þá þarf að gera nýja deiliskipulags-
tillögu fyrir viðkomandi svæði þar
sem kemur skýrt fram að verið sé
að fara fram úr nýtingartölunni.
Með því að deiliskipuleggja þetta
svæði, reikna bílakjallarann sem
lokað rými og leggja hann við nýt-
ingartöluna þannig að nýtingar- með komið samþykkt deiliskipu-
hlutfallið verði þar með 3,2, og fara lag,“ sagði Bjami Þór Jónsson.
með það í gegnum kerfið, þá er þar -SÁ
Þorsteinn til London
Samkvæmt óstaðfestum heimildum
sandkorna er Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, á
leið úr landi til nýrra starfa. Ráðherr-
ann, sem þegar er búinn að stimpla
sig út úr pólitík, mun
taka við stöðu sendi-
herra í London. Ekki
er að fullu ljóst
hvenær það verður
en líklega verður
það í sumar eða
haust. Þorsteinn
hefur að undan-
fórnu verið orðað-
ur við stöðu rit-
Moggans og seðlabankastjóra
en það er, samkvæmt þessu, út af
borðinu. Málið hefur farið mjög hljóð-
lega og er aðeins á vitoröi örfárra að-
ila innan stjórnarflokkanna...
Nýbúabarn
Það er alveg merkilegt hvað hægt er
að rífast um Leif heppna. Endalaust
nenna Norðmenn að eigna sér karl-
skömmina og endalaust nenna íslend-
ingar að rífast við þá. Það virðist í
raun vera sama hversu
mikið og oft Jón Bald-
vin Hannibalsson,
sendiherra í Was-
hington, skrifar í
bæjarblöðin þar,
alltaf dúkkar upp
sama gamla tuggan.
Hann er norskur,
hann er íslenskur,
hann er grænlenskur.
Málið er þó hið augljósasta þegar lit-
ið er á söguna. Eirikur rauði kom frá
Noregi og settist að á íslandi, gerði hitt
með konu sinni og eignaðist snáðann
Leif á íslenskri grundu. Það liggur því
i augum uppi að strákskömmin Leifur
er nýbúabam ...
Óskastaða
Svo sem sandkorn hefur greint ítar-
lega frá hefur verið tröppugangur á
mætingu á fundi alþingismannsins og
trúbadorsins Árna Johnsens vítt og
breitt um Suðurland. Á hamingjufund-
inn í Hveragerði mættu
aðeins sjö manns og
sömuleiðis vom
Stokkseyringar lítt
uppnæmir við komu
þingmannsins. Á
þessum stöðum varð
því litið um fundar-
höld og þingmaður-
inn hafði eins kon-
ar sögustund. Betur
gekk að trekkja að á fund þar sem Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra var meðal
frummælenda og mættu tugir manna
þar. Það er sögð óskastaða margra
frambjóðenda í Reykjanesi að Ámi
verði í fyrsta sæti á Suðurlandi. Þannig
verði ekki mikU fyrirstaöa tU áhrifa
þegar kjördæmin sameinist á næstu
árum eins og aUt bendi tU ...
Bankakoníak
Síðastliðið sumar fóra nokkrir Skag-
fn-ðingar um vestfirsk hérað i fylgd
Birgis Bjarnasonar í Miðdal og Jóns
Guðna Guðmundssonar i Bolungar-
vík. Ferðalangarnir sættu lagi og
heimsóttu frægasta
sparisjóð landsins á
Flateyri. Sá sparisjóð-
ur vann sér hylli með
því að feUa niður
þjónustugjöld á sín-
um tíma. Skagfirð-
ingarnir komu í
kalsaveðri í spari-
sjóðinn og taldi Ei-
rikur Finnur Greipsson spari-
sjóðsstjóri rétt að hressa aðeins upp á
skagfirska mál- og söngbeinið þeirra
með því að bjóða þeim upp á koníaks-
og bjórdreggjar frá síðasta aðalfundi.
Skagfirðingurinn og hagyrðingurinn
Jóhann Guðmundsson frá Stapa
gladdist óskaplega yfir veitingunum
sem losuðu um málbein hans svo úr
varð þessi vísa:
Um firðina hef ég ferðast gáður
og fundist reynslan góð.
Komið hef ég aldrei áður
i annan eins sparisjóð.
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is