Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk..
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Skilaboð pílagrímanna
Yfirstétt Alþýðubandalagsins er nýkomin úr vel aug-
lýstri skemmtiferð og kurteisisheimsókn til Kúbu, þar
sem einræðisherrann Castro hefur lengi hindrað eðlilega
efnahagsþróun með því að halda dauðahaldi í nánast út-
dauðar kennisetningar Sovétríkjanna sálugu.
Með í för íslenzku pílagrímanna voru nokkrir þekktir
kaupsýslumenn, sem sagðir eru hafa áhuga á að koma
upp viðskiptasamböndum við ríkisrekin fyrirtæki Kúbu.
Feta þeir í fótspor annarra, sem hafa ræktað drauma um
viðskipti við alræðisstjórnir í Víetnam og Kína.
Sameiginlegt einkenni þessara ríkja er, að þar eru við
völd alræðisflokkar, sem stjóma með geðþóttaákvörðun-
um. Vestrænar leikreglur gilda þar ekki, hvorki í
ákvörðunum stjómvalda né í niðurstöðum dómstóla, svo
sem vestræn fyrirtæki hafa mátt þola í Kína.
Sameiginlegt einkenni ríkjanna er, að bjartsýnir iðju-
höldar og kaupsýslumenn frá Vesturlöndum tapa þar
fjárfestingum sínum í hömlulausum tilraunum til að
auka markaðshlutdeild sína í heiminum. Þannig eru
vestrænar fjárfestingar í Kína orðnar rústir einar.
Þá sjaldan að Vesturlandabúum tekst að koma ár sinni
fyrir borð í viðskiptum við ríkisfyrirtæki alræðisríkja,
lenda þeir í að hafa verið öfugum megin við sagnfræðina,
þegar alræðinu er vikið frá völdum og við taka aðrir,
sem refsa kaupahéðnum fyrir stuðning við alræðið.
Það er gömul saga og ný, að láir læra af reynslu ann-
arra. Þess vegna vom þekktir kaupsýslumenn í föru-
neyti Alþýðubandalagsins á Kúbu að láta sig dreyma um,
að þeir gætu haft peninga upp úr einhvers konar við-
skiptum við Kúbu og jafnvel fjárfestingum þar.
Yfirstétt Alþýðubandalagsins með formanninn og
þungavigtarmanninn í broddi fylkingar, Margréti Frí-
mannsdóttur og Svavar Gestsson, telur merkilega þróun
hafa átt sér stað á Kúbu. Castro sé síður en svo nokkurt
nátttröll, enda leyfi hann erlenda fjárfestingu.
Raunar er orðið hefðbundið, að formaðurinn fari ár-
lega til Kúbu eins og fyrirrennarar hennar fóru árlega til
Sovétríkjanna. Kúba er þannig tekin við sem hin eina og
sanna sovét-fyrirmynd, síðan það skammlífa þjóðskipu-
lag leið undir lok í öðmm ríkjum heims.
Castro vildi að vísu ekki hitta fomstusveit og kaup-
sýslumenn Alþýðubandalagsins, enda telur hann líklega
meiri fjárhagslegan slæg í utanríkisráðherra Spánar,
sem var þar í kurteisisheimsókn á sama tíma. Urðu ís-
lendingarnir að skoða útimarkaði í staðinn.
Gera verður ráð fyrir, að hin vel auglýsta pílagríms-
ferð hafl ekki verið meðvitundarlaus, heldur sé tilgang-
ur hennar að senda íslenzkum kjósendum og væntanleg-
um samstarfsaðilum einhver skilaboð frá Alþýðubanda-
laginu nokkrum mánuðum fyrir kosningar.
Skilaboðin em hins vegar svo undarleg, að erfitt er að
skilja þau. Er Margrét að segja væntanlegum kjósendum
klofhingsframboðsins, að Alþýðubandalagið sé enn sama
gamla Alþýðubandalagið þrátt fyrir A-flokka-framboðið?
Er hún að senda Alþýðuflokknum þessi skilaboð?
Alþýðubandalagið er nánast í rúst um þessar mundir.
Heilu félögin hafa horfið á braut eða verið lögð niður.
Það er orðin stór spuming, hvort Alþýðubandalagið leggi
yfirleitt svo mikið fylgi með sér inn í A-fLokka-framboðið,
að það taki því að hafa fyrir slíku samstarfi.
Skilaboðin frá Kúbu eru á þessu stigi ekki til þess
fallin að auka traust óráðinna kjósenda á A-flokka-
framboðinu. Pílagrímamir þurfa að túlka þau betur.
Jónas Kristjánsson
Fækkun kjördæma - vanvirða við kjósendur
Reykjavík 19 Vestfiröir 4
Hafnarfjöröur 4 Skaga-/Siglufjöröur 2
Keflavík 2 Húsavík/S-Þing. 2
Mosfellsbær 1 Austfirðir 4
Vestmannaeyjar 1 Grindav/Sandg/Hafnir 2
Selfoss 1 Vesturland 2
Kópavogur 5 Húnavatnssýslur 2
Akureyri 3 Eyjafjörður 2
Garöabær yzF N-Þing 1
Akranes 1 Suðurland 2
Seltjarnarnes 1
Þéttbýli alls 40 Dreifbýli alls 23
Alls 63
„Þingmannafjöldi Reykjavíkur er látinn haldast óbreyttur til að bæta dreifbýlinu upp ...“, segir Önundur m.a. í
greininni.
Fækkun kjördæma
- vanvirða við kjósendur
Þetta er aðferð til að
skapa sem mestan
glundroða á Alþingi,
svo sem nú er, enda
gert ráð fyrir allt að 10
flokkum í framboði í
vor. Þessa dagana er
verið að raða fram-
bjóðendum flokkanna
í sæti fyrir þær kosn-
ingar, stundum með
prófkjörum en oft af
kjömefhdum, sem er
hin viðurkennda að-
ferð í einvaldsríkjum,
og er þá skeggið skylt
hökunni.
Víðáttumikil kjör-
dæmi era erfið i fram-
kvæmd. Dæmi: Páll
Pétursson má ekki
„Þetta gefur þó til kynna hversu
afvegaleiddir „forystumenn
stjórnmálaflokkanna“ eru í til-
lögum sínum. Þeir eru ekki aö
hugsa um hag kjósendanna en
aöeins um stöðu og hag eigin
flokka.“
Kjallarinn
Önundur
Ásgeirsson
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Olís
Sannasta lýðræðið
fæst með einmenn-
ingskjördæmum en
það minnsta fæst
með því að landið sé
gert aö einu kjör-
dæmi, svo sem var í
Sovétinu heitna og
Þýskalandi á tímum
Hitlers. Því stærri
sem kjördæmin eru
því minna er at-
kvæðisréttur kjós-
enda virtur. Kína er
enn gott dæmi um
þetta. í Bandaríkjun-
um er aðeins um
36% þátttaka í kosn-
ingum. Þessar stað-
reyndir geta allir
kjósendur í landinu
fúndið á sjálfum sér
og má segja að kjós-
endur hér séu
einskis metnir í
stærstu kjördæmun-
um, nema kannski á
kjördegi. Það er ein-
faldlega ekki talað
við þá.
Vísbending um
hvert stefnir
Nú hafa „forystu-
menn stjómmála-
flokkanna“ komið sér saman um
breytta kjördæmaskipan í landinu
til frambúðar, svo sem Mbl. skýrði
frá á byltingarafmælinu 7. nóvem-
ber, og má það vera vísbending
um hvert stefnir. Tillögumar gera
ráö fyrir sex kjördæmum meö 9
þingmönnum og 9 uppbótarsætum
af handahófi. Allir kosnir með
hlutfallskosningum.
lengur bjóða sig fram á Siglufirði
en í þess stað bæði á Akranesi, í
Borgarnesi, Stykkishólmi, Ólafs-
vík, á Rifi, Patreksfirði, Bíldudal,
Þingeyri, Suðureyri, í Bolungar-
vík, á ísafirði, Súðavík og Hólma-
vík, auk heimabyggðanna. Einar-
arnir fyrir vestan bæta nú við sig
öllu Vesturlandi, Húnavatnssýsl-
um og Skagafirði. Frambjóðendur
á Akureyri þurfa nú að fara um
Norðaustur- og Austurland til
Homafjarðar. Ég tel þetta mjög
óskynsamlegt. Þetta era góð dæmi
um að tengsl milli frambjóðenda
og kjósenda verða óhjákvæmilega
mjög lítil. Þetta er í raun skipu-
lögð vanvirða bæði við kjósendur
og frambjóðendur.
Hlutfallskosningar ein-
faldastar
Lítum siðan á hvernig þetta
kæmi út í einmenningskjördæm-
um. Mannfjöldi í landinu I des.
1997 var 272.069 en þar af vora um
75% á kjörskrám. Sé mannfjöldan-
um skipt á 63 þingmenn era 4300
landsbúar eða 3200 kjósendur að
baki hverjum þingmanni að með-
altali. Einfaldast væri að hlutfalls-
kosningar væru notaðar í þeim
kjördæmum þar sem kjósa skal
fleiri en einn þingmann því að þá
þyrfti ekki að skipta þeim kjör-
dæmum upp í smærri einingar.
Fjöldi þingmanna í kjördæmum
gæti þá verið eitthvað í þá áttina
sem sést á meðfylgjandi töflu.
Þingmannafiöldi Reykjavíkur
er látinn haldast óbreyttur til að
bæta dreifbýlinu upp en gera má
margar breytingartillögur eftir
frjálsu vali hvers og eins. Þetta
gefur þó til kynna hversu afvega-
leiddir „forystumenn stjórnmála-
flokkanna" eru í tillögum sínum.
Þeir era ekki að hugsa um hag
kjósendanna en aðeins um stöðu
og hag eigin flokka. Það er nauð-
synlegt að þeir athugi tillögur sín-
ar betur. Gamla kjördæmaskipun-
in er miklu betri og skiljanlegri
fyrir almenning í landinu.
Önundur Ásgeirsson
Skoðanir annarra
Prófkjörsmælingar
„Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi skilar
sterkum lista. Oddvitinn er nú öflugri en ef ekkert
prófkjör hefði verið ... Kostnaðurinn og auglýsinga-
fárið fyrir prófkjörið fór úr böndum. Það er hins veg-
ar ekki röksemd gegn öllum prófkjöram. Hægt er að
skipuleggja þau með skynsamari hætti án þess að
frasinn um „boð og bönn“ eigi við ... Sú mikla þátt-
taka sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk um helgina tal-
ar sínu máli um afstöðu kjósenda til svona mæling-
ar ... Spjótin beinast nú mjög að samfylkingu A-
flokkanna og Kvennalista um að finna aðferð til að
hvetja nýtt fólk til framboðs og gamla stuðnings-
menn til þátttöku í því mikilvæga pólitíska starfi
sem fyrir höndum er.“
Stefán Jón Hafstein í Degi 17. nóv.
Varnarbarátta landsbyggðar
„Landsbyggðin stendur í harðri vamarbaráttu um
þessar mundir. Það er alveg ljóst að ein helsta ástæð-
an fyrir því að það hallar á landsbyggðina í íbúa-
fiölda er sá, að það er almennur skilningur á gildi
menntunar. Fólk leitar þangað sem hana er að finna,
og á i mörgum tilfellum ekki afturkvæmt. Þetta er
gömul og ný saga ... Með opnun menntanets Austur-
lands er stigið mikilvægt skref til þess að efla lands-
hlutann á sviði menntunar ... Tilkoma þess eykur
val þeirra sem vilja afla sér menntunar á háskóla-
stigi og gerir þeim vonandi kleift að stunda nám ná-
lægt heimabyggð sinni lengur en ella.“
J.K. í 39. tbl. Austra.
Margfeldisáhrif Reykjavíkur
„Reykjavík hefur með einhverju móti náð að
tryggja sér það mikil ítök í þjóðmálum, að útgjöld
hins opinbera þangað eru farin að vefia sjálfkrafa
upp á sig í óviöráðanlegan bandhnykil. Útgjalda-
aukningin er orðin svo mikil að flestir era sammála
um að aðgerða sé þörf en fæstir vilja draga úr út-
gjöldum í Reykjavík. Ég trúi tæplegast að sjónarmið
meirihluta landsmanna sé að leggja niður lýðveldið
og stofna borgríki, því þótt sjórinn taki lengi við þá
tekur útnesið við Skerjafiörðinn og nærsveitir ekki
endalaust við.“
Arnljótur Bjarki Bergsson í Mbl. 17. nóv.