Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 15 Hvað gerir ríkis- stjórnin nú? Tillaga íslands nm undanþágu fyrir losun KÍollorÍnRI gróðurhúsalofttegunda lAjCIIICII lllll frá stóriðjufyrirtækjum „í litlum hagkerfum" strandaði á fundi vís- inda- og tækninefhdar loftslagsþingsins 10. nóvember 1998. Nefnd- in samþykkti að fresta ákvörðun í málinu til næsta ársþings aðila að loftslagssamningnum án frekari skuldbind- inga. Nefndinni (SBSTA) er ætlað að fjalla frekar um málið í millitiðinni og koma nýjum upplýsingum sem kynnu að berast henni á framfæri við næsta ársþing. Frestur til að skila til skrifstofu nefhdar- innar viðbrögðum við framlögðum „Staðan er nú þannig að íslensk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau undirrita Kyótó-bókunina innan þess frests sem bókunin veitir, það er fyrir 15. mars 1999, án þess að hafa fengið samþykki fyrir því að undanskilja megi losun gróður- húsalofttegunda frá stóriðjufyrir- tækjum. “ Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Tillaga íslands um undanþágu fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá stór- iðjufyrirtækjum strandaði á fundi vísinda- og tækninefndar loftslags- þingsins í Argentínu. - Mótmæli kóreskra ungmenna fyrir utan fundar- stað S.Þ. í Buenos Aires. skýringum og svörum íslands var veittur til 1. mars 1999. Viðræður bak við tjöldin Á fundinum gaf Daninn Ole Ploughmann munnlega skýrslu, en hann var tilnefndur af for- manni nefndarinnar til að eiga óformlegcir viðræður um málið við fulltrúa einstakra ríkja. Hann greindi meðal annars frá spurningum sem borist hefðu frá Evrópusamband- inu, Kanada og AOSIS-smáeyja- hópnum. íslenska sendinefndin hafi svarað þeim á skýr- an hátt og lágu svörin fyrir á sér- stöku þingskjali. Sumir hefðu lýst stuðningi við til- lögu íslands en aðr- ir andstöðu og talið sig þurfa meiri tíma til að skoða til- löguna og geti því ekki fallist á af- greiðslu hennar á þessu þingi. All- ir hafi hins vegar lýst sig fúsa til að skoða mál þetta frekar og ræða það á 10. fundi neftidarinn- ar, sem skili áliti til næsta ársfund- ar aðila að lofts- lagssamningnum. Talsmaður smá- eyjahópsins (AOS- IS) hvatti íslend- inga til að líta á aðra kosti sem stæðu þeim opnir innan samnings- ins. Taldi hann of mikla óvissu þeg- ar tengjast sveigj- anleikaákvæðum Kyótó-bókunar- innar. ísland lýsti vonbrigðum sínum Halldór Þorgeirsson lýsti yfir vonbrigðum íslensku sendinefnd- arinnar meö að málið skyldi ekki ná fram að ganga á þessum fundi. Sagði hann tillögu íslands fela í sér ávinning á heildina litið í lofts- lagsmálum og gæfl ekki tilefni til fordæma. Kæmu upp tillögur sem vísuðu í annað ætti að hafha þeim. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að næsta ársþing (COP-5) ljúki afgreiðslu málsins og bæri að skoða það i víðu samhengi en ekki aðeins tæknilega. Staðan er nú þannig að íslensk stjómvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau undirrita Kyótó- bókunina innan þess frests sem bókunin veitir, það er fýrir 15. mars 1999, án þess að hafa fengið samþykki fyrir því að undanskilja megi losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðjufyrirtækjum. Það munu margir heima og erlendis fylgjast með því hver niðurstaða islensku ríkisstjórnarinnar verður i þessu efni. Hjörleifur Guttormsson Búðu til pappabauk... ... prentaðu á hann mynd af svörtu bami - svona i dúr við þau sem fólk horfir á sveltandi í sjón- varpsfréttum - sendu á öll heimili landsins, safnaðu milljónum og gefðu síðan rúm tuttugu prósent af söfnunarfé til hjálpar þeim bág- stöddu. Þetta virðist formúlan í störfum Hjálparstofnunar kirkj- unnar á Islandi. Svarað með skætingi Tekjur Hjálparstofnunar kirkj- unnar árið 1996 vom tæpar 80 mUljónir króna samkvæmt því sem segir í helstu tölum á Inter- netsiðu þeirra. Rúmum 18 milljón- um varið til hjálparstarfa, þar af aðeins 2,6 milljónir til hjálpar fá- tækum á íslandi. Afgangurinn fór í laun til forstjóra og ýmislegt ann- að en hjálparstarfið. Hálf milljón fór í kostnað vegna afmælis! Nú er Hjálparstofnun kirkunnar að fara í samstarf við Norðurpól- inn á Akureyri sem ætlar að eyða á annan tug milljóna til sam- keppni við Frið 2000 um jóla- pakkasöfnun og flug. ítrekuðum bréfum og tilraunum Friðar 2000 til að ná samstarfi og afstýra því að milljónum verði varið í að slást um jólapakka frá íslenskum böm- um er svarað með skætingi frá að- standendum Norðurpólsins og for- stjóra Hjálparstofnunarinnar. Lítill áhugi á stríðshrjáðum börnum Friður 2000 hefur bent á það að hægt væri að kaupa 200.000 matar- pakka fyrir þá peninga sem á að eyða i þessa vit- leysu. Aðstand- endur Friðar 2000 skilja ekki af hverju Hjálp- arstofnun kirkj- unnar tekur þátt í svona rugli. Gæti verið að önnur sjónarmið en hjálparstarf væru hér á ferð- inni? Ljóst er að kaupmennimir á Akureyri sem eru að fara í sam- starf um jólapakka Norðurpólsins við Hjálparstofnunina hafa lítinn áhuga á stríðshrjáðum börnum. Þeim finnst óviðeigandi að jóla- sveinninn mótmæli því að lífið sé murkað úr bömunum í írak í póli- tískum tilgangi. Á síðustu 10 mánuðum hafa fleiri börn látist þar en öll okkar böm lifandi á íslandi! Mót- mæli Friðar 2000 um aðild íslands að þessu þjóðarmorði hafa komið við kaun- in á ráðamönnum enda hafa sterkir að- ilar nú tekið undir þessi mótmæli. Yfir- maður mannúðar- hjálpar Sameinuðu þjóðanna tók undir þetta svo rækilega að hann hætti störfum í mótmælaskyni fyrir nokkram vikum. Óþægilegar raddir? Því ekki aö nota Þjóðkirkjuna og Hjálparstofnunina til að þagga niður í óþægilegum röddum? Því ekki að beina athygli fólksins, með aðstoð auglýsinga og fjölmiðla, að nýrri söfnun og senda pakkana með Hjálparstofnuninni sem dreif- ir þeim án þess að vera með þessi læti? Hvað koma okkur þessi stríðshrjáðu börn við? Ég skora á almenning að íhuga vel þegar baukur og gíróseðill Hjálparstofnunarinnar berst inn á heimilin að nær 80% af peningun- um fara í allt annað en hjálparstarf og Hjálparstofnunin er nú að stuðla að því að jólapakkaflugið snúist upp í eitthvern „bis- ness“. Látum ekki pólitísk öfl komast upp með það að snúa Friðar- flugi íslenska jóla- sveinsins upp í and- hverfu sína og deila út jólapökkum frá is- lenskum bömum í nafni íslenska jóla- sveinsins í skjóli myrkurs eins og nið- urlag leiðara Dags í vikunni gaf í skyn að markmiðið væri. Friðarfluginu var ekki komið á fót til að stinga kara- mellum i munna hávaðasamra krakka. Hugmyndin að jólapakka- fluginu fæddist í þeim tilgangi að vekja athygli umheimsins á því sem skapar stríðshrjáð böm, óháð því hvaða stjómvald, samtök eða einstaklingar eiga í hlut. Þannig skal það gert áfram. Pakkasöfnun Friðar 2000 verður eins og áður unnin í samvinnu við Hjálparsveitimar og hefst með opnun Jólabæjar í Hafnarfirði þann 20. nóvember. Ástþór Magnússon „Hugmyndin að jólapakkafluginu fæddist f þeim tilgangi að vekja at- hygli umheimsins á því sem skapar stríðshrjáð börn, óháð því hvaða stjórnvald, samtök eða einstakling- ar eiga í hlut. Þannig skal það gert áfram.“ Kjallarinn Ástþór Magnússon stofnandi Friðar 2000 Með og á móti Um kröfu Kvennalistans um eitt af þremur efstu sætunum á lista í sér- hverju kjördæmi Lýsir litlum samstarfsvilja „Mönnum hefur verið tíð- rætt um skil- yrði Kvennalist- ans í umræð- unni um sam- fylkinguna und- anfarið en þó er það svo að skil- yrði samstarfs- flokka okkar, Alþýðubanda- Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, Kvenna- listanum. lags og Alþýðuflokks, um aðferðir um uppröðun á framboðslista hafa sett viðræður í hnút í Reykjavík og Reykjanesi. A-flokkarnir hafa hins vegar kosið að flagga ekki innbyrð- is átökum sínum um uppröðun. Út- spil A-flokkanna lýsir, því miður, litlum samstarfsvilja og hefur í raun komið sameiningarferlinu í uppnám. Við skulum ekki gleyma því að tugþúsundir kjósenda um allt land vilja ljá nýju stjórnmála- afli félagshyggju, jafnaðarmennsku og - siðast en ekki síst - kvenírels- is atkvæði sitt í komandi alþingis- kosningum. Það er mikill mis- skilftingur forystumanna A-flokk- anna að halda að kvenfrelsisstefn- an skipti ekki máli í þeirri góðu blöndu. Kjósendur vita betur. Ofmat á stöðu Kvennalistans „Það er nú þannig að þess- ari kröfu var svarað löngu áður en hún var sett fram sem úrslitakrafa á Reykholtsfundi Samtaka um kvennalista. Það var löngu búið að gera for- ystukonum samtakanna það ljóst að ekki væri unnt að ganga frá uppstillingu á framboðslista í samræðunefndum flokkanna. Einfaldlega vegna þess að það er ekki í valdi slíkra nefnda að ákvarða eitt eða neitt í því sam- bandi. Þessi ágreiningur kom upp þegar konumar hlupu frá málefnavinnu flokkanna vegna þess að ekki var hægt að lofa þeim yissum sætum á framboðslistum. Þrátt fyrir að þær hafi vitað um þessa stöðu mála hjá A-flokkunum gengust einhverjar talskonur þeirra fyrir því að á Reykholtsfundinum væri samþykkt úrslitakrafa um ákveðin sæti - ann- ars væru þær farnar. Ég átta mig eiginlega ekki á því í hvaða bíómynd Guðný Guðbjörns- dóttir er stödd þegar hún lætur hafa það eftir sér að yfirlýsing for- ystumanna A-flokkanna sé fljót- fæmi. Margrét Frímannsdóttir, Sig- hvatur, Svavar og Rannveig era búin að margsegja Guðnýju að ekki sé hægt að ganga að þessari kröfu. Raunar finnst mér oft að í mál- flutningi sumra kvennalistakvenna felist ofmat á stöðu kvennalistans. Það er að mínu viti ljóst að hreyf- ingin að baki talsmanna kvennalist- ans er ekki fjöldahreyfing; fæðar- hreyfing væri nær lagi. Það breytir ekki því að þau málefni sem listinn hefur staðið fyrir era í fullu giidi þótt tími Kvennalistans sé liðinn. En Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur geta auðveldlega leitt þau málefni fram fyrir kjósendur. Kven- frelsi er í raun innbyggt í hugtökin jafnrétti og félagshyggju. Hins veg- ar er það að mínu viti ljóst að aðild Samtaka um kvennalista myndi gefa Samfylkingunni aðra ásýnd en hún hefði án kvennanna." -SJ Haukur Már Har- aldsson, fulltrúi Al- þýöubandalagslns i kjördæmís- og kynningarnefnd vegna Samfylklng- arinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.