Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 JLlV 18 * kvikmyndir Háskólabíó - Stelpnakvöld: Gottað Breskar mágkonur skreppa til Las Vegas. Julie Waiter og Brenda Blythen í hlutverkum sínum. gráta ★★ í Ameríku unguðu þeir út til skamms tima - og gera kannski enn - svokölluðum „disease-of-the-week“ myndum og sýna í sjónvarpinu við allnokkrar vinsældir. Þar gefúr gjaman að líta hugrakka persónu sem fær þau válegu tíðindi að hún sé haldin illkynja sjúkdómi sem brátt muni leiöa hana til dauða. Persóna þessi tekur tíðindunum oftast af fáheyrðu æðruleysi, ver restinni af myndinni í að hughreysta sína nánustu og deyr síðan drottni sínum eftir hetjulega baráttu. Góður markaður er fyrir svona myndir því mörgum þykir gott að gráta svolítið af og til. Bretar hafa lítið gert af svona myndum enda minna fyrir tilfinningasemi en frændfólk þeirra vestanhafs. Stelpnakvöld sver sig þó óneitanlega í ættina og gæti hluti af skýringunni falist i þvi að tvær sjónvarpsstöðvar, Granada í Bret- landi og Showtime-kapalstöðin i Bandaríkjunum, deila kostnaðinum í bróðemi. Hér er flest eftir bókinni. Tvær stólpaleikkonur, þær Julie Walters (Educating Rita) og Brenda Blethyn (Secrets and Lies), seilast í koffort sín og draga upp gömul trix. Þær leika mágkonur á fimmtugs- aldri í smábæ i norðurhluta Bretlands. Lífið í færibandaverksmiðjunni byggist á föstum liðum eins og venjulega, Julie er kjaftfor og kræf i karlamálum en Brenda er ekkert nema gæðin. Á fostudagskvöldum skreppa stelpumar í verksmiðj- unni á bingókvöld og á einu slíku vinnur Brenda um- talsverða fjárhæð, sem hún deilir með Julie. Þær stelpumar em vart byrjaðar að spá í hvað þær ætli að gera við peningana þegar Brenda hnígur skjálf- andi niður í verksmiðjunni og fréttir í framhaldi af því af ólæknandi sjúkdómi sínum. Þetta er auðvitað hið versta mál fmnst henni og öðmm hlutaðeigandi en úr verður að stelpurnar ákveða að slá þessu upp i kæruleysi og skreppa til Las Vegas. Þar rekast þær á Kris Kristofferson sem ber sig karlmannlega og lóðs- ar þær um. Þær snúa svo aftur heim í grámygluna, Brenda deyr, Julie iðrast og ákveður að vitja um Kris á ný og freista gæfunnar. Því er ég að rekja alla sólarsöguna að ekki skiptir máli í svona myndum hvað gerist, enda má það nokkurn veginn ljóst vera frá upphafi, heldur hvern- ig það gerist. Og víst gera þær þetta vel stelpumar, einnig aðr- ir leikarar. Persónur allar dregnar skýrum, einfoldum dráttum og lifna ágætlega á fjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmyndagerð, hér er málað á tjaldið eftir númer- um og satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdagskrám sjónvarpsstöðvanna, enda gmnar mig að henni hafi verið ætlað það hlut- verk svona fyrst og fremst. Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit Kay Mellor. Aðalhlut- verk: Julie Walters, Brenda Blethyn og Kris Kristofferson. Ásgrímur Sverrisson Kvikmyiyda GAGNRYNI IOM 2 • í Bandaríkjunum - aösókn dagana 13. tll 15. nóvember. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Adam Sandler hélt velli Nýju myndirnar sem frumsýnd- ar voru um síöustu helgi náðu ekki að ógna The Waterboy sem aðra vikuna I röö var langvin- saslasta kvikmyndin T Bandarikj- unum. Af nýju myndunum náðu tvær dágóöri aðsókn, I Still Know What You Did Last Sum- mer, sem er framhald sum- arsmellisins frá því í fýrra og fjallar um ungmenni sem lenda t miklum raunum á eyju t kar- abíska hafinu og Meet Joe Black, sem þrátt fyrir frekar nei- kvæða dóma hlaut góða aö- sókn. Þessa aðsókn má þakka fyrst og fremst vinsældum Brad Pitts. Þriöja nýja kvikmyndin, l'll Be Home Por Christmas, fékk ekki mikla aösókn en reikna má meö aö hún haldi stnu þar sem um jólamynd er að ræöa. Þaö sem aftur á móti aögreinir þessa jólamynd frá heföbundnum Jólamyndum er að veriö er aö sttla inn á unglingamarkaöinn og sá hópur er ekki enn far- inn aö hugsa um jólin, þaö eru eins og flestir vita aöeins kaupmenn og kaupsýslumenn sem eru farnir aö hlakka til jólanna. -HK Hremmingar ungmennanna halda áfram f I Still Know What You Dld Last Summer. Tekjur Heildartekjur l(-) The Waterboy 24.431 16.520 2 (-) 1 Stfll Know What You Did Last ... 16.530 16.520 3 (-) Meet Joe Black 15.017 15.017 4(2) The Siege 8.101 26.370 5(4) Antz 4.016 81.102 6 (-) l'M Be Home For Christmas 3.898 3.898 7 (3) Pleasantville 3.657 31.647 8(5) The Wizard of Oz 3.269 10.581 9(6) Living Out Loud 2.606 8.565 10 (7) Practical Magic 1.919 42.910 11 (10) Rush Hour 1.866 129.829 12 (8) John Carpenter's Vampires 1.665 18.457 13 (9) Belly 1.470 7.271 14 (16) Life Is Beautlful 0.852 2.933 15 (13) What Dreams May Come 0.710 54.146 16 (11) Brlde of Chucky 0.696 30.931 17 (20) Everest 0.671 50.607 18 (15) There's Something about Mary 0.597 170.502 19 (12) Beloved 0.530 22.227 20 (-) The Mask of Zorro 0.377 92.689 Eca Miðvikudaginn 2. desember mun hin árlega jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn. Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruö hugmynda aö gjöfum fyrirjólin. í fyrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuð á hvítari og vandaðri pappír sem veröur til þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér mun betur. Lögö verður áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margt fleira. Auglýsendur, athugið aö skilafrestur auglýsinga ertil 20. nóvember en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt reynist aö veita öllum sem besta þjónustu. Ath. Bréfsími auglýsingadeildar er 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.