Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 JJV nn Ummæli 1 Læt ekki hrekja mig úr starfi Vitaskuld vilja einhverjir losna við mig en aðrir síður. Ég nefni engin nöfn ' en skoði hver , sig og sitt hjarta. En ég < læt ekki hrekja mig úr starfi á þennan hátt. Ég læt ekki brenna húsið ofan af mér án þess að reyna að bjarga innbúinu." Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur, í DV. Öflug líkræða „Ég get ekki annað séð en hann hafi flutt mjög öfluga lík- ræðu yfir sjálfum sér sem hrossaræktarráðunautur. Þeg- ar hrossaræktarráðunautur er búinn að fá nóg af hestamönn- um er orðið lítið fyrir hann að gera.“ Kristinn Guðnason, form. Fé- lags hrossabænda, í Morg- unblaðinu. Kvennamóment „Þetta er „kvennamóment" þar sem forysta , flokkanna reynir með heilsíðum ( að fá fólk til þess aö kjósa konur, bara af því að þær eru konur. Ég segi að það voru konur og Kópavogur sem aðrir gátu ekki ráðið við.“ Kristján Pálsson þingmaður, ÍDV. Þrælastétt nútímans „Nú er góðæri í landinu, sem fært hefur fólki hækkandi laun og batnandi lífskjör. Sú er þó undantekningin að á meðan það gerist þá lækka laun bænda og standa þeir nú allra stétta næst því að geta kallast þrælastétt nútímans." Vigfús B. Jonsson bóndi, i Morgunblaðinu. Markaðsvæðing og bókhald „Markaðsvæðing allra hluta og þá sálarlífsins einnig er svo rót- tæk aö það þýðir; ekki lengur að hreyfa rökum sem ekki falla aö bókhaldi." Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Veiðileyfi veitt „Hver hefur leyfi til að gefa út veiðileyfi á sum íþróttafélög en önnur ekki?“ Guðlaugur Magnússon, FH, um rukkun skattyfirvalda, f Degi. Jarðskjálftahætíusvæði ■’Mm Svæði þar sem vænta má vægra skjátfta Svæði þar sem vænta má öflugra skjálfta Guðrún Sigríður Gísladóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands: Ekki eingöngu fyrir atvinnulausa DV, Akranesi „Mér líst mjög vel á starfið, alla vega enn sem komið er - það er skemmtilegt, krefjandi og spenn- andi. Ég hef verið á ferðinni um um- dæmið ásamt ráðgjafa og rætt við atvinnuleitendur. En áhersla er lögð á að aðstoða atvinnuleitendur út frá þeirra forsendu, þeir eru boð- aðir í viðtal þar sem stefna þeirra út á vinnumarkaðinn er mörkuð út frá menntun, starfsreynslu og aðstæð- um hvers og eins,“ segir Guðrún Sigríður Gísladóttir, forstööumaður Svæðisvinnumiðlrmar Vesturlands sem tók nýverið til starfa. „Svæðisvinnumiðlunin er til húsa að Stillholti 18, 2. hæð, á Akra- nesi. Umdæmi okkar er frá Akra- nesi vestur í Reykhólahrepp." Hlut- verk Svæðisvinnumiðlunar er m.a. að aðstoða einstaklinga við atvinnu- leit og vinnuveitendur við að útvega starfsfólk. Að veita atvinnuleitend- um upplýsingar og ráðgjöf um starfsval og starfsmenntun og sjá til þess að þeir eigi kost á ráðgjöf og úrræðum sem hafa það að mark- miði að auka starfsgetu og starfs- möguleika þeirra. Miðla upplýsing- um um laus störf og umsóknum um störf til annarra svæðisvinnumiðl- ana. Annast skráningu atvinnu- lausra og útborgun atvinnuleysis- bóta. Taka saman og miðla upplýs- ingum um atvinnuástand, atvinnu- leysi og atvinnuhorfur til svæðis- Guðrún Sigríður Gísladóttir. ráðs og Vinnumálastofnunar og að hafa eftirlit með því að umsækjend- ur um atvinnuleysisbætur fullnægi skilyrðum laga um atvinnuleysis- tryggingar." Maður dagsins Guðrún segir að talsvert sé um að vinnuveitendur leiti eft- ir aðstoð vanti þá starfs- menn. „Það er stefha j okkar að reka virka vinnumiðlun en það getum við ekki gert nema að vinnuveit- endur viti af okkur og leiti eftir þjón- ustu okkar. Það er því mikilvægt að við kynnum starf- semi okkar vel fyr- ir vinnuveitend- um. Svæðis- vinnumiðl- ekki eingöngu fyrir þá sem eru at- vinnulausir heldur einnig fyrir þá sem t.d. hafa áhuga á að skipta um starf og vilja vera á skrá ef eitthvað kæmi inn sem hentaði þeim.“ Guðrún segist eyða frítíma sínum með fjölskyldunni. „Við fórum eins oft og kostur er í sumarbústaðinn okkar en þangað er alltaf gott að koma hvort sem er að sumarlagi eða að vetri til. Hvað varð- ar íþróttir þá hef ég af- skaplega gaman af að spila bæði badmint- on og blak. Guð- rún Sigríður er gift Guðmundi S. Jónssyni, raf- virkja hjá Norð- uráli. Þau eiga tvö böm, Mar- inó Rafn, sem verður 7 ára á jóladag, og Ragnheiði Evu, 2 ára. -DVÓ Megasukk á Fógetanum í kvöld kl. 22 mun hljóm- sveitin Súkkat troða upp ásamt Megasi á Fógetanum við Aðalstræti. Við slíkar kringumstæður hafa menn- imir kallað sig Megasukk og hvarvetna vakið mikla Skemmtanir athygli. Á dagskránni verða löngu sígild lög Megasar og nýrri í bland en hljómsveit- in Súkkat gefur út hljóm- diskinn Ull um þessar mundir og flytur vitaskuld lög af honum meö eldra efni saman við. Fólk er hvatt til aö mæta tímanlega. Megas og Súkkat. Myndgátan Hefur spilað rassinn úr buxunum Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Sólrún Braga- dóttir óperu- söng- kona og Margar- et Sin- ger pí- anó- leikari. Á ferð um landið Sólrún Bragadóttir ópemsöng- kona heldur einsöngstónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík á morgun kl. 20.30. Tónleikamir eru liður í ferð Sólrúnar um landið og er tilefnið útgáfa á geislaplötu þar sem Sólrún syngur íslenskar ein- söngsperlur eftir Sigvalda Kalda- lóns, Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva Bald- ursson, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson og Sveinbjöm Svein- björnsson. Syngur hún lög af plöt- unni ásamt lögum eftir Brahms, Bernstein og Mozart og er undir- leikari hjá henni bandaríski pí- anóleikarinn Margaret Singer. Sólrún Bragadóttir hefur komið Tónleikar fram í mörgum af helstu aðalhlut- verkum óperubókmenntanna. Hafa óperuhús á meginlandi Evr- ópu, Bretlandi og Japan sóst eftir samstarfi við hana. Auk þess hef- ur hún sungið fjölda ljóðatónleika hér á landi sem og erlendis og margoft komið fram með Sinfón- íuhljómsveit íslands. Næstu tón- leikar Sólrúnar verða á Akureyri næstkomandi laugardag. Skemmst er að minnast frammi- stöðu hennar í Cose fan Tutte í uppfærslu íslensku óperunnar í fyrra. Bridge Slemma i tígli er rökrænn kostur í þessu spili og á mjög góða vinn- ingsmöguleika ef vömin byrjar ekki á því að spila út spaða. Spilið kom fyrir í stórmóti Bridgefélagsins Munins og Samvinnuferöa-Land- sýnar um síðustu helgi. Þrátt fyrir að slemman sé góð þá náðist hún að- eins á 5 borðum af 20 í keppninni. Toppinn í AV fengu Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson sem fengu samninginn doblaðan. Ragnar Magnússon og Júlíus Sigurjónsson leystu þetta sagnvandamál á snyrti- legan hátt. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ D32 *» G1098753 ♦ 8 * 92 * Á9854 ** - * Á65 * ÁD1084 ♦ KG7 «* K642 ♦ K9 * K753 Vestur Norður Austur Suður 1 é pass 3 ♦ pass 6 ♦ p/h Kerfi Ragnars og Júlíusar var Precision og þriggja tígla sögnin var áskorun í game með langan tigullit. Júlíus, sem sat í vestur, sá að hönd hans var gulls ígildi og verðskuld- aði slemmutilraun. Þremur pörum i AV mistókst að segja sig upp í game á hendum- ar en botninn fengu þeir sem spiluðu 4 hjörtu á 2-0 samleguna. Þar varð slæmur misskilningur í sögnum. Vestur opnaði á einum spaða, austur sagði tvo tígla og vestur stökk í fjögur hjörtu til aö sýna eyðu í þeim lit og stuðning í tígli. Austur taldi hins vegar að vestur væri að sýna mikla lengd í báðum hálitum og ákvað að passa fjögur hjörtu. Sá samningur fór 5 niður en einn niður hefði nægt í toppskorið fyrir NS. ísak Örn Sigurðsson Ragnar Magnússon. ♦ 106 «* ÁD ♦ DG107432 * G6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.