Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1998, Síða 32
Sfréttaskotið hHsíminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 Kvennalistinn ákvað á samráðsfundi í gær að halda áfram samstarfi við A-flokkana um að reyna að koma saman sameiginlegu kosningabandalagi. Myndin er tekin áður en fundurinn hófst f gær- kvöld og er ekki að sjá að konurnar séu sérlega þungbúnar yfir málum. DV-mynd Teitur Kvennalistinn áfram með Deilur meðal A-flokkanna um fram- boðsaðferðir til lista sameiginlegs framboðs, sérstaklega hér í Reykjavík og að hluta í Reykjaneskjördæmi, hafa raunar háldið öllu ferlinu í gísl- ingu. Reynt hefur verið að fá Kvenna- listann til að leggjast á sveif með öðr- um hvorum flokknum," sagði Guðný Guðbjömsdóttir í samtali við DV í morgun. Samráð Kvennalistans ákvað í gær- kvöldi að halda áfram samstarfi um sameiginlegt framboð félagshyggju- afla þrátt fyrir að kröfu um tiltekin sæti á framboðslistum hefði verið hafnað. Guðný sagði að Reykholts- samþykkt landsfundar listans hefði verið mistúlkuð. Uppnámið vegna hennar væri í raun sprottið af því að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur gætu enn ekki komið sér saman um aðferð við að raða á lista. Sjá nánar fréttaljós á bls. 4. -SÁ Alusuisse og Viag: Ekki komiö * til okkar - segir ráðherra „Þetta hefur ekki sagði Finnur Ing- ólfsson viðskipta- og iðnaðarráð- herra þegar DV spurði hann í morgun um við- ræður Alusuisse Lonsa og þýsku fyrirtækjasam- steypunnar Viag. Viðræðurnar hafa snúist um yfirtöku Viag á rekstri Alusuisse Lonsa en hið síðarnefnda á sem kunnugt er álverið í Straumsvík. «* -JSS komið til okkar, Finnur Ingólfsson. Tímamótaúrskurður sem skyldar netfyrirtæki að þjónusta lögregluna: Löggan inn á Netið Hæstiréttur segir að tölvufyrir- tæki sem annast um netþjónustu skuli opna upp á gátt fyrir lögregl- unni og liðsinna henni við ýmsar rannsóknir á tölvuafbrotum og veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem óskað er eftir við rann- sókn mála. Lögregluyfirvöld fá meðal annars kærkomið tækifæri til að upplýsa tölvuinnbrot, eða tölvuhökk- un eins og netverjar kalla það. Fyrir stuttu greindi DV frá tölvuhökkun, skemmdarverki á heimasiðu Garða- skóla í Garðabæ. Skólastjórinn kærði þann verknað til lögreglunnar. Síðan er stutt liðið en atburðarás- in hefur verið hröð. Rikislögreglan óskaði eftir úrskurði héraðsdóms sem gekk lögreglunni í óhag. Dóm- urinn taldi ekki lagaskilyrði til að veita lögreglunni heimildina. Ríkis- lögreglan áfrýjaði. Hæstiréttur sneri málinu við og taldi að al- mannahagsmunir og ríkir einka- hagsmunir væru fyrir hendi. Á þeim forsendum væri grundvöllur til að heimila lögreglunni óheftan aðgang að netupplýsingum. í ljósi þess úrskurðaði Hæstiréttur á föstu- daginn þveröfugt við héraðsdóm og gaf lögreglunni heimild til að kom- ast inn í leyndardóma netfyrirtækj- anna. Þess skal getið að úrskurðar- mál af þessu tagi fá sérstaka flýti- meðferð í dómskerfinu. Jón Snorrason hjá Ríkislögregl- unni sagði í gær að hér væri vissu- lega um tímamótadóm að ræða, lögreglan stæði nú til muna betur að vígi við að upplýsa tölvuafbrot. „Á grundvelli laga um fjarskipti er viss skylda á netfyrirtækjunum að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarupplýsingar. Fyrirtækin voru því í klemmu en núna eru þau með heimild til að veita lög- reglunni umbeðnar upplýsingar,“ sagði Jón Snorrason. Jón sagði að alltaf væru einhver mál í rannsókn sem varða tölvur og tölvunotkun. Hjá tölvufyrirtækjun- um væru símatengingar í sam- skiptanetinu sem væru alltaf finn- anlegar og gætu upplýst mál eins og til dæmis innbrotið á heimasíðu Garðaskóla nýlega. Það mál kann að verða fyrsta kærumálið af þessu tagi sem leysist á grundvelli dóms Hæstaréttar. -JBP Reiði innan logreglunnar Landssamband lögreglumanna heldur blaðamannafund í dag þar sem m.a. verður greint frá því að dómsmálaráðherra hafi fyrir nokkrum vikum „ítrekað“ að engu skipulagi yrði breytt nema í nánu samstarfi við starfsmenn lögreglunn- ar í Reykjavík. Þrátt fyrir þessi um- mæli sé búið að framkvæma breyt- ingar. Ráðuneytið var „þrábeðið" um fund sem loks var veittur og mönnum gefinn kostur á að spyrja. Á blaðamannafundinum verður einnig rætt um það hvað lagt var tfl grundvallar skipulagsbreytingunum og lögð fram greinargerð. Lögreglu- menn telja að svör hafi ekki fengist við ýmsum fullyrðingum. „Ég hitti ekki lögreglumann i gær öðruvísi en svo að menn væru undr- andi eða verulega reiöir vegna fram- göngu dómsmálaráðherra á Alþingi í gærsagði Óskar Bjartmarz, formað- ur Lögreglufélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Landssambandi lög- reglumanna. Óskar sagði að lögreglu- mönnum fyndist að rangt hefði að flestum hlutum verið staðið og á litlu byggt varðandi vinnubrögð um breytt skipurit lögreglunnar í Reykjavík. -Ótt/JBP Drengskapur minn aö veöi „Já, ég legg drengskap minn og þingmannsheiður að veði - hann sagði þetta. Við Þórhallur stóðum í anddyri Alþingis þegar ég spurði hann hver afstaða Landssambands lögreglumanna væri tfl skipulags- breytinganna. Þá sagði hann að þeim kæmi þetta ekki við. Þetta væru bara launþegasamtök. Þannig var þetta,“ sagði ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður viö DV í morgun þegar hann var spurður náið um samskipti sín og Þórhalls Ólafssonar, aðstoðarmanns málaráðherra, um breytingar hjá lögreglunni í Reykjavik. „Ég segi blákalt: Lygi er mönnum aldrei til framdráttar, hvorki mér né öðrum. Þegar ég horfði á sjónvarp- ið í gærkvöld og dóms- Isólfur Pálmason. Gylfi sá aðstoðarmann ráðherra segja ósatt, þá skil ég betur óánægju lög- reglumanna með skipuritið," sagði ísólfur. Ekki náðist samband við Þórhall Ólafsson í morgun en hann sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöld að hann krefðist þess að fá að svara fyrir sig úr ræðustól á Alþingi. Hann sagði reyndar á Bylgjunni í morgun að honum væri kunnugt um að þar töluðu engir aðrir en kjörnir alþingismenn. -Ótt Veðrið á morgun: Úrkoma víðast hvar Á morgun verður suðaustan- og austanátt, stinningskaldi allra austast en annars kaldi. Skýjað verður á Norðurlandi, rigning suðaustanlands og á Austfiörð- um en skúrir vestan til. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. SYLVANIA 1 g oa Toblirone' Irfátíndur ánægjunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.