Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 25
I Unda Ámadóttír er enain venjuieg móðir sex Ira giitfca, Hún starfar sem munsturhönnuður L rynr enm af heHustu fatahönnuðum FrakkJands, er með sltt eigið fyrírtæki, Crylab, sem héit sína fyrstu sýningu nú í haust og skrífaði undir samninga í níu iöndum. Svo er hún einnig að hanna undírlínur fýrir stórfyrirtæki i Bretiandi og Brasiiíu og ekki nóg með það, heldur er hún að opna skóbúðina KRON á morgun. Islensk fatahönnun á það til að vera aðeins of heimilisleg fyr- ir tískuþyrsta íslendinga. Sýn- ingar hjá fatahönnunamemum Iðnskólans skila ekki neinu nema brennivínsstyrktaraðilum og kannski fylliríi hjá útskriftar- bekknum. Hingað til hefur það alla vega ekki gerst að íslending- ur hafi komist í gegn úti í hinum stóra heimi og meikað það. Og allir era að reyna að meika það í dag. Hvað er Crylab? „Crylab er fyrirtæki sem hannar tískufatnað og lætur framleiða þann fatnað í Frakk- landi fyrir búðir úti um allan heim,“ segir Linda róleg og yfir- veguð. Þetta er sem sagt ekkert flókn- ara en það. Það er komin alís- lensk tískulína sem er væntan- leg í búðir úti um allan heim eft- ir áramót. Um fatalínuna hafa birst greinar í einhverjum blöð- um í Japan, Fashion Weekly i Bretlandi og einhverjum blöðum sem Linda man ekki hvað heita. Svo eru væntanlegar greinar í ID, Vogue Homme, Harper's Baz- ar í Bandaríkjunum og það eiga örugglega eftir að bætast fleiri við á næstu mánuðum. „Við sýndum fyrstu fram- leiðslulínuna okkar í London og París nú í haust," heldur Linda áfram og útskýrir að um hafi verið að ræða tvær sölusýningar og eina sem fyrirtækið hélt og bauð á. Það gekk vonum framar. Hvað kom nákvæmlega út úr þessum sýningum? „Við fengum pantanir frá verslunum í níu löndum. Þetta eru Japan, Bretland, Frakkland, Ítalía, Bandaríkin og svo fram- vegis. Það er síðan misjafnt hvað það eru margar búðir í hverju landi. Þær geta verið allt upp í þrjár og þær eru að panta þetta frá 50 og upp í 150 flíkur til að byrja með. Við framleiðum síðan bara eftir pöntunum og erum þvi ekki með neinn lager.“ En verður þetta ekki selt á ís- landi? „Jú, Dýrið mun selja fötin hér á landi.“ Hverjir standa á bak við Crylab? „Nýsköpunarsjóður á 50% og Gus gus á líka hlut en í Frakk- landi er fatalínan einmitt kynnt í samvinnu við þau, sem svona samspil á milli popps og tísku. Svo er ég að sjálfsögðu einn af eigendunum og hönnuður sem heitir Richard Young, Breti sem ég kynntist þegar ég var að vinna í París. Þá var ég að vinna frílans fyrir fyrirtæki sem hann var að vinna fyrir og ég og Bald- ur í Gus gus plötuðum hann til að flytja til íslands. Við vorum með þessa hugmynd að framleiða fata- línu en vorum ekki með ítarlegri fjár- hagsplön en það að hann myndi hanna línuna með mér.“ FrakkEand RRf l/rjff er hentugt fyrir börn Linda hefur líka verið að vinna sem 118* munsturhönnuður r hjá Martine Sitbon ; sem er með heitari ® hönnuðum í París í H dag. Hvernig kom þaó fL|gi|OL til? „Ég fór í at- ■ vinnuviðtal á veg- B um scm ég útskrifaðist frá. I Það voru margir I sem fóru í þetta H viðtal en ég fékk H vinnuna. En það er I ekki alveg v/í st jMU hversu mikið ég jgf.JjM'i mun vinna hjá henni í framtíöinni. I® Maður hefur lítinn ! WÆ tíma og í svona UH starfi þarf maður M annaðhvort að búa H i París eða fljúga út H tíu sinnum á ári.“ Var ekki erfitt aö , vera ein með barn þarna úti? „Jú. En Frakk- land býður samt * upp á mjög góðar að- H9H stæður fyrir börn. H Þetta er eina landið í H heiminum sem er ^HkPm með ókeypis dagvist H fyrir öll hörn.“ En hver er ferill- ■ li inn? Fórstu í skóla y hérna heima áður? „Já. Ég útskrifaðist |j H úr MR og fór í Mynd- ; \ |n| listarskólann í fjögur \ IHIh ár og útskrifaðist það- \ Hll an sem textílhönnuð- ur. Fór þá út til ■ Frakklands í tveggja ára fatahönnuðar- nHj nám.“ K Þar sem Linda er bara 28 ára þá er i rauninni bara eitt og hálft ár frá því að hún útskrifað- ist sem fatahönnuður. Er þá ekki óvenjulegt að þú sért komin með þitt eigió fyrir- tæki? „Jú. Það var líka bara óvenju- legt að ég fengi vinnu þarna úti. Það hefur enginn í mínum ár- gangi, úr skólanum í Frakk- landi, fengið fasta vinnu hjá virtum hönnuði." Og ertu þá ekki einhver tík? „Eg er alla vega ekki upp- sleikjutýpan." Hvaö er þaö sem þarf til aö meika þaö úti? „Maður þarf að vera týpan sem finnur lausnir á öllu og svo verðurðu að vera með góða bók. Það er síðan ekki verra að vera úr góðum skóla. Ég hefði til dæmis aldrei farið í þetta atvinnu- viðtal nema af því að skól- inn mælti með mér.“ „Nei, en við verðum með skólínu á næsta ári. Búðin verð- ur annars með skó frá Martine Sitbon, sem ég hef verið að vinna fyrir, og náttúrlega frá fleirum líka.“ Og átt þú eitthvað í þeim skóm? „Nei. En ég tók þátt í að velja liti og efni fyrir Martine Sitbon- skóna.“ En hvert stefniröu í framtíö- inni? „Ég stefni á að reka þetta fyr- irtæki þannig að að það gangi og stækki í náinni framtíð. Með þá hliðarlínum eins og skólínu eða prjónalínu og svo framveg- is. En þetta er mjög mikil vinna og því væri gott að koma sér það vel fyrir að maður geti unn- ið eins og Martine Sitbon. Hún er bara leikstjóri yfir hönnun- inni og rekur fyrirtækið sitt þannig.“ ^ Það er von- H andi að í fram- |HHH' 49 tíðinni Bretland, Brasilía og KRON Hvaö er nœsta skref? „Næsti sýningartími er í febrúar og ég er að vinna að þeirri línu sem verður sýnd Fáiö þiö meira pláss núna? „Við verðum sjáanlegri og skipulagðari í þetta skipti. Svo gekk þetta vel síðast og það skiptir miklu rnáli." Þú ert líka aö hanna fyrir önn- ur fyrirtœki en þitt eigiö? „Já. Það eru fyrirtæki í Bret- landi og Brasilíu búin að kaupa okkur til að hanna línur í nafni fyrirtækisins." Hvaöa fyrirtœki eru þetta? „Það verður að koma í ljós,“ segir Linda og flissar. „Þeir taka svo strangt á þessu þarna úti að það eru þagnarákvæði í samn- ingnum sem gilda þar til fotin koma á markað. En það sem er jákvætt við þetta er að fyrirtæk- ið í Bretlandi hefur boðið fjórum hönnuðum, sem þeim finnst mest spennandi, að hanna fyrir sig. Hinir eru allir þekktari en við og mjög góður félagsskapur upp á framtíðina." Þú opnar skóbúö á morgun. Hannar þú eitthvaö af skónum? verðil Linda leikstjóri n yfir alíslensku f } fatafyrirtæki. I \ Fyrirtæki sem I „ selur föt úti um P allan heim og nýtur virðingar í tískubransanum. Það er þvi hægt að flytja út margt annað en fisk, tölvuhugbúnað og Björk frá ís- ■■■ landi. Linda H Árnadöttir er H alla vega H kona sem fólk H mun taka cft- H ir i náinni j||§k framtíð. -MT HH Hönnun eftir Lindu sem sýnd var fyrir mánuöi. 27. nóvember 1998 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.