Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1998, Blaðsíða 29
Ásgrímur Sverrisson fagnar mini-kvikmyndahátíðinni Vetrarvindum f Háskólabíói og Regnboganum. En í miðjum fögnuðinum spyr hann sig hvers vegna kvikmyndahúsin sýni ekki fleiri svona myndir og oftar. Og ails konar aðrar myndir - bara eitthvað annað en það einlita úrval sem hangir í bíósölunum árið um kring. Háskólabíó og Regnboginn endur- taka nú leikinn frá því í vor þegar þessi kvikmyndahús söfnuðu saman nokkrum athyglisverðum myndum, þar af tveimur snilldarverkum, sýndu hverja mynd í nokkra daga í senn og kölluðu uppátækið Vor- vinda. Bar þar hæst The Sweet her- eafter eftir hinn kanadíska Atom Egoyan (sennilega besta mynd árs- ins - ef ekki það sem af er áratugn- um) og Keimur af kirsuberi eftir Abbas Kioristami frá íran sem hlaut gullpálmann í Cannes í fyrra. Að þessu sinni blása Vetrarvind- ar um sali. Boðið er upp á sex mynd- ir á þremur vikum og verður hver mynd sýnd viku í senn. Nafngiftin er ágæt, sem og framtakið því þess- ar myndir koma eins ferskur and- blær inn í þá einsleitu kvikmynda- Skoteldar (Hana-bi) Japan 1997 Leikstjóri: Takeshi Kitano. Takeshi er einn helsti .auteur" Japana nú um stundir ogjafnframt þeirra vinsælasti kómiker. Myndir hans hafa á undanförnum árum öðlast stóran hóp aðdáenda og má þar meðal annars nefna Violent Cop og Blaþla. Hér leikur hann fyrrverandi lögregiumann sem skuldar mafí- unni greiða og þrátt fyrir að vilja fyrst og fremst annast um veika eiginkonu sína fær hann ekki flúiö skuldaskilin. Myndin hefur fengið frábæra dóma hvarvetna og hlaut meðal annars gull- Ijónið í Feneyjum í fyrra. ólin? Fjárhættuspilarinn (A Játékos) Ungverjaland/Bretland 1997 Lelkstjórl: Károly Makk. Hér er byggt á sjáifsævisögu Dostojevskis um eöli (eða óeðli) fjárhættuspilarans. Michael Gambon hinn breski leikur aðalhlutverkið ásamt Jodhi May og Polly Walker. flóru sem haldið er að okkur. Hins vegar verður að setja spumingar- merki við þá stefnu að safna þessum myndum saman undir einn hatt og sýna í örfáa daga. Afleiðingin er sú að til verður nokkurs konar „ghetto" annars konar kvikmynda en frá Hollywood í stað þess að þær séu eðlilegur hluti af okkar kvik- myndalandslagi. Jú, víst er á þessu hátíðarblær og þetta er ágætis stikkprufa af nýlegum myndum en um leið er deginum ljósara að bíóin eru að dagskrársetja þessar myndir inn í tima þar sem bíóaösókn er í lágmarki. Undirliggjandi skilaboð kvikmyndahúsanna virðast því vera að þessar myndir fái hvort eð er enga aðsókn og því sé best að koma þeim út á dauðum tíma og fá svolít- inn menningarstimpil í leiðinni. í versta tilfelli setur svo almenningur samasemmerki milli menningar og leiðinda svo úr verður vítahringur sem erfitt er að brjótast úr. Aöstandendur Vetrarvinda lofa reglulegu framhaldi á svona sýning- um og í raun er erfitt að vera ann- að en þakklátur fyrir að þessi kvik- myndahús sýni þó alltént einhveija viðleitni. Málið er bara að sýningar á myndum frá sem flestum löndum þurfa að vera í gangi árið um kring. Við fórum þjóða oftast í bíó og spurningin er hvort virkilega sé ekki hægt að markaðssetja stöðugt streymi af bíómyndum af þessu tagi. Til er ákveðinn hópur sem vill fjölbreytni og hann er hægt að stækka ef vilji og hugvit er fyrir hendi. Hægt er að sjá fyrir sér einn til tvo sali, eða hreinlega sérstakt kvikmyndahús, sem myndi sérhæfa sig í öðruvísi bíómyndum. Þar væri hugguleg aðkoma, kaffihús, mynd- bönd og DVD til sölu og fleira. Svona bíó gæti fleytt rjómann af hinni „óháðu“ bandarísku kvik- myndagerð, gefið okkur innsýn í þann kraft sem nú einkennir breska kvikmyndagerð, boðið reglu- legar sýningar á frönsku bíói (bæði gömlu og nýju), sýnt okkur þver- skurð af alþjóðlegum myndum sem fara sigurfór um kvikmyndahátíðir heimsins og komið höndum yfir Þjófurinn (Vor) Rússland 1997 Lelkstjórl: Pavel Chukrai. Sagan gerist eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Móöir hins sex ára Sanya kynnist myndarleg- um manni sem í fyrstu virðist traustur og áreið- anlegur en annað kemur á daginn. Skörp ádeila á kommúnismann og Stalín. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í ár. Falinn farangur (Left Luggage) Holland/Belgía/ Bandarikin 1998 Leikstjóri: Jeroen Krabbé. ____ Chaja er tvítugur háskólaborgari af gyð- ingaættum sem gerist barnaþía hjá strangtrú- aðri gyðingafjölskyldu í Antwerpen. Foreldrar barnanna vilja ala þau upp I réttrúnaði og ströngum hefðum en Chaja á erfitt með að þola trúarofstækið og vill fara aörar leiðir. Hinn góðkunni hollenski leikari Jeroen Krabbé (No Mercy, The Fugitive) þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri og uppskar meðal annars leik- stjórnarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín nú í upphafi ársins. Baðhúsið (Hamam) Tyrkland/ítalia 1997 Lelkstjóri: Ferzban Ozpetek. Itali nokkur hyggst selja baöhús I Istanbul sem hann hefur erft eftir aldraöa frænku en skiptir um skoðun þegar hann kemur til borgarinnar og finnur sig í hinum exótíska kúltúr baöhúss- ins. Tyrkneskir kvikmyndagerðarmenn völdu þessa mynd sem framlag Tyrkja til óskarsins en stjórnvöld gripu í taumana þar sem þeim þótti líferni samkynhneigðra of áberandi í myndinni. endurútgáfur klassískra mynda sem alltaf skjóta upp kollinum með jöfnu millibili (dæmi um nýlegar endursýningar: Lawrence of Arabia, Spartacus, It's a Wonderful Life, Galdrakarlinn i Oz, The Phila- delphia Story). Enn fremur er kom- inn tími á að endursýna reglulega vel valdar myndir úr íslenskri kvik- myndasögu, til dæmis tuttugu ára og eldri, samanber sýningar á Morðsögu í fyrra í Háskólabíói. Á næstu þremur, íjórum árum munu til dæmis Land og synir, Óðal feðr- anna og Með allt á hreinu halda upp á tuttugu ára afmælið. Svona kvikmyndahúss þyrfti að stofna til með sterkri sýn og drif- krafti, ekki óskyldum þeim sem Árni Samúelsson sýndi á sínum tíma þegar hann reif íslenska bíó- menningu úr huggulegu steinaldar- fyrirkomulagi yfir í nútímann, með heimsfrumsýningum á íslandi og tilheyrandi glamúr. Kjami áhorf- endanna kæmi úr hópi áhuga- manna um kvikmyndalistina en ekki er ástæða til að efast um að sá hópur myndi fljótt stækka ef að þessu yrði staðið af myndarbrag. Ég treysti fyllilega fagfólki á sviöi kvikmyndahúsarekstrar til að út- færa nánar þessa hugmynd sem á sér ágætar fyrirmyndir til dæmis^í Bretlandi, Bandaríkjunum o*g Frakklandi. Þá væri nú gaman. Þá þyrfti ekki lengur að tala um mismunandi árs- tíðavinda. Þá myndi maður halda upp á jólin. Ásgrímur Sverrisson Reykmerki (Smoke Signals): Bandaríkln 1998 Lelkstjóri: Chris Eyre. Tveir ungir menn af indlánaættum leggja I ferð til að ná I lík föður annars þeirra. Sonurinn á óuppgerðar sakir við föður sinn en félagi hans á hinum látna líf sitt að launa og reynir að fá soninn til að sjá föður sinn í öðru Ijósi. Þetta mun vera fyrsta myndin I fullri lengd sem unn- in er af norður-ameriskum indiánum og hún hlaut meðal annars áhorfendaverölaunin á Sundance-hátíðinni Ijanúar slðastliðnum. n ys og þys á ys.is Fram til 5. des. fær hundraðasti hver gestur á ys.is ókeypis áskrift aö Bíórásinni eöa Sýn i desemberJ LVririlff MM MHM MM Hðno jrrtvar- M A ys.is getur þú kynnt þér dagskrá Stöóvar 2, Sýnar, Bíórásarinnar og Gjörðu svo vel að ganga í bæinn Fjölvarpsins. Þú sérö 19-20 í beinni og getur fylgst með útsendingu Bylgjunnar. Þú kynnir þér áskriftarkosti og skoðar hvaða íþróttaútsendingar eru fram- undan. Þu nærð sambandi við þáttagerðarmenn og kemst beint á heimasíöur vinsælustu þáttanna. www.ys.is & 27. nóvember 1998 f Ó k U S 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.