Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 3
meömæli e f n i Slllcon er löngu hætt aö vera algjort tabú. Sumir vilja jafnvel meina að þaö séu bara til tvær tegundir af konum; þær sem eru með silicon og þær sem láta sig dreyma um silicon. Jólagjöfin I ár er sem sagt gjafakort I silicon-aðgerö til þinnar heittelskuðu. Gervineglur fyrir kven- persónuna. Það er að vlsu hallærislegt að ; vera ekki með ekta og þvl er um að gera j að líma draslið á og | Ijúga svo að þetta séu ekki gervineglur. Þetta er bara svo praktískt, þú kaupir j þér hræódýran pakka I næstu snyrtivörubúð og getur klóraö karlinn þinn til blóðs yfir hátlðirnar og já, nýtur þln betur út á við. Síðustu glgg Sálarinnar um ókominn tíma er eitthvað sem óhætt er að mæia meö. Þeir veröa á Astró I kvöld og I Sjall- anum annað kvöld. Sálin er bara svo ynd- isleg hljómsveit. Hún er Skítamórall gær- dagsins og I gær voru allir blindfullir á sveitaballi. Það er lika óhætt að mæla meö nýja diskinum sem er „Best of" og þrusuvirkar I hvaöa partíi sem er. Rassanuddarlnn er akkúrat það sem þarf yfir jól- in. Það er bók- að að við mun- um þjást af | harðsperrum | eftir nokkra ' daga. Fyrst göng- um við úr okkur í vit I leit að jólagjöfum og svo sitjum við yfir kræsingum og gerum ekki neitt. Þess vegna er pottþétt að nudda rassinn aðeins á slðkvöldum. Stelllng jólahátíðarlnnar er að konan liggur á bakinu (meltunni) og karlinn er á hnjánum. Maður étur svo mikið yfir jólin að I kynllfinu verður að forðast þær stell- ingar sem kviðirnir snertast . Annars ælir annar aðilinn og allt fer í tómt rugl. Stelling vikunnar , er þvl sú sem sýnd er hér viö hliðina á. Rokk og jólaról í Loftkastalanum annað kvöld. Það er árviss atburður að skella sér á alvöru tónleika fyrir jólin. Hljómsveitirnar hamast allavega við að halda þá og dæla í okkur nýjum geisladiskum. Það er eins með þessar blessaðar bækur sem flæða yfir okkur úr öllum áttum. Allir eru að gefa út bók fyrir jólin en aðeins tveir þeirra allra rokkuðustu munu mæta annað kvöld. Þeir eru rapparinn MC Grim (Hallgrímur Helgason) og Mikki Þönk (Mikael Torfason). Gefðu mér rokk í skóinn Þær hljómsveitir sem mæta eiga það allar sameiginlegt að tengjast landsliði meiks í útlöndum með einum eða öðrum hætti. Þar fara fremstar meðal jafningja þær Bell- atrixur sem eru víst að fá frábæra dóma í útlöndum. Þessi hljómsveit hét Kolrassa krók-ríðandi en breytti nafninu sínu í útlenskara nafn því Kolrassinn fór ekki vel í framburði útlendinga. Síðan eru það að sjálfsögðu rokkararnir í Unun með þau dr. Gunna og Heiðu í broddi fylkingar. Þau eru ferskir og rammíslenskir meikar- ar. Munu alveg örugglega meika það á endanum vegna þess hversu íslensk þau eru. Botnleðjan verður þarna líka og mun pönka og öskra úr sér líftóruna. Þeir kalla sig Silt á útlensku og þykja það fínir að Damon og félaga hans í Blur drógu þá með sér í tónleikaferð og nöppuðu einu lagi af þeim. Það fyrirgafst og Damon er hleypt inn á bari landsins þrátt fyrir þjófnaðinn. Ekki má gleyma henni Möggu Stínu sem rúllaði Bretan- um upp fyrir stuttu. Fór í tónleika- ferð sem var alveg „geðfríkuð". Magga Stína rokkar feitt læf, eins og sagt er í bransanum. Siðan eru það nýliðarnir í meikinu, 200 þús- und naglbítar. Þeir verða á staðn- um og þykja mjög efnilegir meik- arar. Villi söngvari bjó árum sam- an í Skotlandi og talar víst ensku eins og Ewan Mcgregor. Eini ís- lenski söngvarinn sem er ekki með Bjarkarhreiminn. Að lokum eru það Þröstur og Palli í Súrefni. Þeir eru fulltrúar teknósins sem breyttist í rauninni í alvöru rokk fyrir nokkrum árum. Ekkert nema gott um það að segja og óhætt að fullyrða að Súrefni er með þéttari grúppunum sem enn eru ekki farnir að meika það í útlöndum. Villi í 200 þúsund naglbítum er ekta norðlenskur öskrari. Já, þeir eru ekki famir að horfa út fyrir landsteinanna þrátt fyrir að enskuslettum bregði fyrir í þeim texta sem gólaður er í lögunum þeirra. En það er ann- að en hægt er að segja um allar hinar hljóm sveitirnar. Þær eiga það allar sam- eiginlegt að syngja á íslensku fyrir íslendinga. Það er þvi um að gera fyrir allt alvöru rokkáhugafólk að skella sér í næstu Japis búð eða í Loftkastal- ann og fjárfesta í miðum í forsölu. Annars verða miðar seldir í af- greiðslunni fyrir slóðana. En hús- ið verður opnað klukkan niu ann- að kvöld og ekkert vit í öðru en vera mættur tímalega. Þorsteinn Hreggviös- son „Þossi“ les Top 10 lista. Hjartsláttarkvöld #8 er um helgina í boði Bjarkar, Gus gus og hr. Örlygs. Sá sem mætir er Bretinn Edward Upton og ætlar kauði að Dj-a norðan heiða og sunnan. Big-bít er málið Edward Upton er betur þekktur sem DMX Krew. Hann er á landinu. Hefuróu komiö til íslands áður? „Nei. Það eina sem ég veit um ís- land er að dagurinn stendur bara í þrjá tíma á vetuma. Það verður gaman að sjá það,“ segir Edward Upton úr síma frá London og bæt- ir þvi við að hann viti ekki alveg við hverju hann eigi að búast á ís- landi svo hann stefnir á að láta sig bara fjóta með Gus gus og umsjón- arfólki Hjartsláttarkvöldanna. Verður Krew-iö með þér? „Nei. Ég verð einn í þetta skipt- ið. Stundum er ég Krew en nú ætla ég bara að Dj-a.“ Hvað á að spila? „House, Techno, Brandance og eitthvað eighties. Reyni bara að hafa gott flæði. Það ættu allir tón- listarunnendur að heyra eitthvað við sitt hæfi.“ Edward, eða DMX án Krew- sins, spilar á Ráðhúskaffi Akur- eyri annað kvöld og á sunnudag- inn verður Kaffl Thomsen her- tekið. En þessi tímaröðun og þetta staðarval er einmitt regla þeirra Hjartsláttarmanna. Hvernig tónlist eruð þiö í DMX- Krew aó semja og spila? „Aðallega eighties popp-slag- ara í bland við elektrónískt Popp.“ Eruði mikiö að túra um heim- inn? „Já, eitthvað. Við vorum að koma frá Japan með Aphex Twin. Það var virkilega brjálað- ur túr. Skemmtilegt að upplifa þessa rokkstjömustæla. Fólk var að reyna að príla upp á svið og einhverjir úr Krew-inu að stökkva út í skarann. Þar áður var það Spánn og um helgina er það ísland.“ Hvaó er annars svona í gangi í klúbbunum þarna í London? „Ekkert. Eini góði klúbburinn heitir Reflex. Allir hinir em út- úrhæpað drasl. Teknóið er búið hér í London. Big-bít er málið.“ Aó lokum; ertu kominn í jóla- skap? „Mig langar að vera í jólafíl- ingnum en það virðist vera erfitt. Það er svo mikið að gera en ég er annars að vona að ég komist kannski í að kaupa einhverjar jólagjaflr á íslandi." Og þjóðin vonar að sjálfsögðu að hann flnni þá eitthvað ís- lenskt til að gleðja vini og fjöl- skyldu með á jólum. -MT Inga Hrönn Guðmundsdóttir: Syngur og er systir Bjarkar 4 Sigfús Bjartmarsson: Maðurínn er snarbrjálað dýr 6 Eiríkur Jónsson kannar jólaskreytingar: Ljósið í myrkrinu 7 Felix Bergsson: Hvernig er að vera hommi í Reykjavík? Jólaskapið: Hvað á að gefa óvini sínum í jólagjöf? 10-11 Dr. Gunni um Stuðmenn: Stuðið er ekki hér 14 Ari Eldon: Móa er meikdolla Tvíhöfðar um jól og áramót: Á jólunum átti maður alltaf nóg af sígarettum 18-19 Hvað er hægt að gefa þeim sem maður elskar? Ilmvatn eftir 3 mánuði - undirföt eftir 6 20 Hallgrímur um gagnrýnendur: Það eru blókajól 25 Gunnar Smári Egilsson: Okkur finnst Jesús vera leiðindagaur 26 Hvað er að gerast? Veitingahús ..............6 Leikhús ..................8 Klassík..................10 Myndlist.................10 Popp................... 12 Sjónvarp..............21-24 Bíó..................26-27 Hverjir voru hvar.......30 Fókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Tvíhöfða. 18. desember 1998 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.