Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Side 4
Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson skipa dúettinn Súkkat. Þeir verða með tónleika í Iðnó annað kvöld. Reykjavíkurpakk! Nú getiði farið á ekta vestfirska tónieika Nyjasta hljómsveitin í geisladiskaflóðinu heitir Hundslappadrífa. Frumlegt nafn. en það sem er enn skemmtilegra er að systir Bjarkar Guðmundsdóttur er söngkonan i gruppunni. Hun heitir Inga Hrönn Guðmundsdottír og þykir hafa oaðfinnaidega rödd. Inga spjallaði við Fókus um Hundslappadrifu, geisla- diskinn og bara allt annað en að vera systir hennar Bjarkar. Inga Hrönn Guömundsdóttir er ekki bara systir Bjarkar. Hún er einnig tveggja barna móöir og söngkona í Sveitasveitinni Hundslappadrífu. NEI NEI, MEÐ VM(/M MÍNOM Þeir félagar Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson mæta í Iðnó kl. 22 annað kvöld ásamt öllu liðinu. Allt liðið er fólkið á bak við plötuna þeirra. Því þó strákarnir séu óvenju hæfileika- ríkir og skemmtilegir þá voru þeir ekki aleinir á nýju plötunni, UU. Ó, nei. Með þeim voru Meg- as, Botnleðja, kontrabassinn Birgir Bragason, trommarinn Gunnar Erlingsson, sólógitar- leikarinn Guðlaugur Kr. Óttars- son, þverflautuleikarinn Lárus Grímsson, fiðluleikarinn Eyjólf- ur Bj. Alfreðsson, saxófónblás- arinn Jens Hansson, úararnir Linda og Drífa og margir fleiri. Það er allt þetta fólk, fyrir utan Botnleðju því hún er í Loftkastal- anum, sem ætlar að mæta í út- gáfugiUið hjá Súkkat-tvíburunum alræmdu. ÖU munu þau stiga á svið og prjóna utan um fagrar melódíur og meitlaða texta Súkkats. En þetta er örugglega með frumlegri hljómsveitum, dúettum, á íslandi. Þessir pUtar eru orginal og hafa Megas-stimp- ilinn á sér. Og ef það er ekki gæðastimpill þá er ekki tU neitt sem heitir gæðastimpiU. Iðnó opnar annars kl. 22 og ekki vit í öðru fyrir almennilega íslendinga en drífa sig til að sjá hljómsveitina sem á flottasta plötuumslag ársins. Það er prjón- að umslag og Fókus tekur ofan fyrir þeirri yngismey sem lagði í að prjóna umslagið og aUt inn- volsið sem í þvi er. Nauðganir, ei ar, sjálfS' morð og einn ýtukarl Inga Hrönn Guðmundsdótt- ir á systur sem heitir Björk Guðmundsdóttir. Inga Hrönn á tvo stráka og einn mann. Inga er söngkona í hljómsveit sem á sér enga aðra líka. Ertu búin aö vera lengi í Hundslappadrífu? „Nei. Ég er bara búin að vera í rúmt ár en þessi hljómsveit hef- ur verið starfandi í um fjögur ár. Þá var hún að vísu fyrir vestan, þeir eru þrír í bandinu sem eru þaðan,“ segir Inga Hrönn og bæt- ir því við að aUs séu þau sex í hljómsveitinni. Hvernig kom til aö húsmóöirin fór aö rokka? „Ég hef nú verið að syngja með hinum ýmsu böndum frá því ég var tólf ára og er líka búin að vera I söngnámi í fjögur ár. En ég kynntist þessum strákum bara í gegnum sameiginlega kunningja og eitt leiddi af öðru.“ Með Ingu í hljómsveitinni eru bræðurnir Þorri og Keli. Þorri er í Sniglunum og Keli semur öU lögin. Brynja, vinkona Ingu, Það er hann Keli sem semur öll iögin og textana við þau en hann er frekar svart- sýnn ýtukarl. Eitt lagið fjaiiar einmitt um ýtu- kari og annað er um mann sem ákveður að drepa sig þegar Ladan fer ekki í gang einn morguninn. spilar á harmónikku. Það var Inga sjálf sem fékk hana í bandið og þá átti hún ekki einu sinni harmónikku og kunni lítið sem ekkert að spUa heldur. Brynja er í Sniglunum og Eyþór gítarleik- ari líka. Helgi bassaleikari er hins vegar ekki í Sniglunum. Hann er bara af Skaganum. Hafiö þiö veriö eitthvaö aö spila? „Já. Við vorum með út- gáfupartí á Fógetanum á mið- vikudaginn. Annars höfum við bara verið svona hér og þar. Það er náttúrlega frekar erfitt fyrir mig að komast með hljómsveit- inni tU að spUa úti á landi þar sem ég á tvo stráka og mann sem vinnur mikið eins og kannski flestir karlmenn á íslandi." Um hvaö eruö þiö annars aö syngja? „Nauðganir, einstæðar mæður og triUukarla sem konurnar hafa hent út. Það er hann Keli sem semur öU lögin og textana við þau en hann er frekar svartsýnn ýtukarl. Eitt lagið fjallar einmitt um ýtukarl og annað er um mann sem ákveður að drepa sig þegar Ladan fer ekki í gang einn morguninn." Eruö þiö pólitísk? „Nei. Við erum úr öllum áttum og þótt Hundslappadrífa heiti Sveitasveitin þá er ég nú úr Kópavogi. Við erum sem sagt andstæður og erfltt að festa okk- ur við einhverja pólitik." Hvernig líst þér á viötökurnar sem nýi diskurinn ykkar hefur fengiö? „Dómarnir eru fínir en út- varpsstöðvarnar vilja ekki spila okkur.“ Afhverju ekki? „Ætli það sé ekki af því að textamir em svo raunverulegir." Og textamir hitta svo sannar- lega beint í mark. Það er því um að gera fyrir unnendur tónlistar- manna sem fara sínar eigin leið- ir að fjárfesta i nýja disknum. Takið mark á gagnrýnendum en ekki misvel gefnum útvarps- mönnum. -MT ... OG HVAR, VEROUR |>Ú UM 30UN ? BARA H E f Ó k U S 18. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.