Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 7
) TEIKNING: PÓRARINN LEIFSSON Það er liðin tíð að pabbar andvarpi upp frá búðalabbi vegna þess að þeir eru svo blankir að þeir geta ekki gefið mömmu kjól. Nú eru jólaáhyggjurnar aðrar eins og Eiríkur Jónsson komst að. Leitin að í myrkrinu Innflutningur á jólaskrauti hefur aukist um 40 prósent á síð- ustu fimm árum að mati kaup- manna. Ástæðan er aukinn áhugi íslendinga á að skreyta fyrir jólin og liggur fyrrnefnd ) aukning að stærstum hluta í raf- magnsskrauti alls konar. Manna á meðal er gjaman rætt um jóla- | skrautsæði. Sálfræðingar eru ekki á einu máli um skýringar þessa æðis. Sérstaklega vegna þess að und- antekningarlítið er það hús- bóndinn á heimilinu, fjölskyldu- faðirinn, sem gengur harðast framm í skreytingunum. Skiptir þá engu þó viðkomandi sinni cddrei öðrum húsverkum. Þegar líður að jólum umturnast hann. Ýmsir byggingavörumarkaðir eru uppáhaldsstaðir þeirra fyrir jólin. Þar hittast þeir, ráða ráð- um sínum og gera stórinnkaup. Flestir byggingavörumarkaðir eru komnir með sérdeildir fyrir rafknúið jólaskraut og er salan nær því stöðug frá miðjum októ- ber. „Þetta er leit mannsins að barninu í sjálfum sér,“ segir sál- fræðingur sem sérstaklega hefur kynnt sér jólaskrautsæðið. „Þetta er leitin að ljósinu í myrkrinu," segir annar. „Þetta er keppni þeirra sem hafa orðið undir í keppni lífsins," segir sá þriðji. Leitin að barninu í sjálfu sér endurspeglast í því nostri sem fylgir því að skreyta. Það er mik- ill vandi og nákvæmnisverk að setja upp jólalýsingu svo vel fari. Þegar best lætur er óhætt að tala um list f þvi sambandi þar sem tvinnast saman litir, lýsing, ljós og skuggar. Kenning- in um ljósið í myrkrinu skýrir sig sjálf og liggur reyndar í aug- um uppi. Aukabirtan sem hlýst af jólaskrautinu er veruleg og skiptir þá ekki minnstu að jóla- lýsingin er látin loga allan sólar- hringinn og útrýmir því myrkr- inu endanlega í ákveðnum skiln- ingi. Keppni milli manna í skreytingum kemur síðan best fram í magni frekar en gæðum. Algengt er að menn yfirskreyti og þá er stutt í smekkleysuna. Hins vegar getur yfirskreyting verið ákaflega vel heppnuð ef smekkvísi og vandaðar jóla- skreytingar fara saman. Hafa menn jafnvel gengið svo langt að skreyta hús sín jafnt að utan sem innan og bætt síðan götunni við að auki. Verða ijósastaurar þá oft fyrir valinu. Góð skreyting á sér langan aðdraganda. Algengt er að menn kaupi rafskraut erlendis í sum- arleyfum sínum og þykir Flórída besti staðurinn til að fjárfesta í skrauti. Bandaríkjamenn hafa þróað jólaskraut á mjög skemmtilegan hátt og kennir ýmissa grasa í sérverslununum erlendis. Til dæmis er hægt að fá Mjállhvíti og dvergana sjö í jóla- búningum ytra svo og Prins Valiant og Mark Twain. Mjall- hvít og dvergarnir sjö eru einmitt til sem utanhússskraut í þremur görðum í Reykjavík og á einum stað á Norðurlandi. Það er stór stund í lífi skreyt- ingamanns þegar kveikt er á skrautinu, yfirleitt snemma í desember. Er gestum jafnvel boðið í heimsókn bæði fyrir og eftir. Ánægjan er þó mest þegar heimilisfaðirinn fer að taka eftir þvi að umferð fyrir utan hús hans hefur aukist. Algengt er að borgarbúar geri sér ferð að kvöldlagi til að skoða og bera saman skemmtilegar skreyting- ar og eru jafnvel farnar hópferð- ir í þvi skyni. „Vel heppnuð jólaskreyting getur aukið sjálfstraust eig- enda,“ segir bandaríski sálfræð- ingurinn Claus Nöel. „Karlmenn með lágt sjálfsmat fá það á til- finninguna að þeir hafi endur- fæðst í ákveðnum skilningi. Upplifa sig sem nýja menn, hafa fundið barnið í sjálfum sér - fundið ljósið." -EIR I i upphitun, svo ljóst er að bæði Botn- leðja og Papar eiga möguleika á að spila í Sundahöfn. Það er þó ekkert réttlæti I heimin- um ef Rúnar Júlí- usson fær ekki að stíga fæti á svið, því hann er einn af eldheitustu Roll- ingum landsins og sótti á sínum tíma um að sæti Bills Wyman bassaleik- ara. Þá báru Stóns- arar ekki gæfu til að velja réttan mann, en nú er bara að sjá hvort þeir velja rétt. Upphitarar fá oft að djamma með Stóns, t.d. fékk Sheryl Crow að taka með þeim „Honky Tonk Woman“ og Dave Matthews söng „Memory Mot- el“. Fókus mælir því með að GCD verði endurlífgaðir af þessu tilefni og þá gætu Bubbi og Rúnar stokkið á svið með Jagger, Richards og kó og til dæmis tekið „Satisfacion" með goðunum. Nú fyllast popparar landsins miklum spenningi eftir að fá að vita hvaða band Rolling Stones kýs til að hita upp fyrir sig í Sundahöfn. Þetta er mikið happdrætti, en þegar hafa bæði Lhooq og Anna Hall- dórsdóttir dottið í upphitunarlukkupott- j inn þegar David j Bowie og Sting völdu i þau úr fjölda umsækj- enda. Rollingarnir > fara eftir áramót til I Bandaríkjana og þar I sjá Green day, Goo I Goo Dolls, The Corrs I og Johnny Lang um I i rjjiU-lU 1 DrJ Í/I# '-> J J’ KRAFTMESTA OG HRAÐVI h|9 NINTEffPO.64 LEIKJATÚLUAIHEIMI • EínfÖld í notkun (Barnavæn) • Aflmikil - 64 bita • Rauntíma - þrívídd • Enginn biðtími. (Allt að 15 mín í öðrum leikjatölvum) • Allt að 4 spilarar í einu • Besta leikjatölvan ‘98 • Golden Eye 007, hæst dæmdi leikurinn 1998(98%) • Margföld ending leikja • Um 80 leikjatitlar SÖLUSTAÐIR Reykjavik: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræðurnir Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavik. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavlk. Samkaup, Keflavík. : 18. desember 1998 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.