Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Síða 15
Einhverra hluta vegna kemur hellingur af
stórfurðulegri tónlist frá útgáfufyrirtækjum
í Þýskalandi. Hjá hinum þýsku
eðalmerkjum, Bungalow og Q.D.K.,
má alltaf búast við að athyglisverðir hlutir
séu að gerast. Merkin sérhæfa sig í
„skrýtinni" tónlist og koma listamenn
fyrirtækjanna frá flestum heimshornum.
Hljómalind er með þýsku
útgáfuna Bungalow á sínum
snærum og á því merki er
gefið út mikið af danstónlist
og poppi, en kryddið er alltaf
framandi og angar langar
leiðir af kokkteildrykkjum,
dýrum ilmvötnum og listrænu
„flippi". Besti staðurinn til að
byrja er að fá sér safnplötuna
„Suite 98“, þar sem helstu
trompin sína listir sínar. Þar
má nefna framúrstefnupopp
Skotans Momus, gallsúrt pönk-
popp þýska kvennabandsins The
Pop Tarts og ægisykrað popp
hinnar fransk-taílensku Leilu
France. Pizzicato 5, Saint Etienne
og Serge Gainsbourg eru goð
flestra sem gefa út hjá Bungalow
og poppuð tónlistin er kjörin til að
koma fólki í gott skap og til að
diila sér við.
Önnur tilvalin plata í safnið frá
Bungalow er safhplatan „Sushi
4004“, sem er stútfull af göldróttu
klúbbapoppi frá Japan, enda hafa
Japanir löngum verið duglegir að
matreiða skemmtilega froðu í
flottum umbúðum. Þá er fyrsta
Leila France spilar
ægisykrað og
skemmtilegt popp.
plötudómur
albúm Pop
Tarts, „Wom-
an is the fu-
ehrer of the
world“ þræl-
gott, og kokk-
teilkóngamir í
Combustable
Edison hafa
nýverið gefið
út á frábæran
disk hjá Bunga-
low, hina
svellköldu og sjarmerandi „The
Impossible World“.
Mottó Bungalow er „skrýtin
tónlist með skrýtnum böndum frá
skrýtnum löndum á skrýtnu
merki“ og í framtlðinni má búast
við enn skrýtnari tónlist og af öll-
um gerðum, því eigendum fyrir-
tækisins finnst það „ómögulegur
stæll að halda sig bara við einn
stíl“.
Brjóst og Bítlar
Plötubúðin 12 Tónar flytur inn
plötur frá Q.D.K. og þar kveður
við nokkurn annan tón en hjá
Bungolow, þótt skemmtilegheitin
séu í jafnmiklum hávegum höfð.
Fyrsta stoppistöðin að tónaveröld
merkisins er safnplatan „Music
for gracious living". Þar er boðið
upp á sýnishom af plötum útgáf-
unnar; tónlist úr kvikmyndum
Russ Mayer, sem er þekktur fyrir
sínar brjóstgóðu leikkonur, tón-
list úr kvikmyndum Ný-sjálend-
ingsins Peters Jackson
(“Braindead", „Bad Taste“ og
„Meet the Feebles"), tónlist sem
„pin-up“-prinsessan Betty Page
dillaði sér við í denn, og kexrugl-
aða „sækadelíu“-tónlist, sem kem-
ur af sjaldgæfum vinylplötum frá
‘68-72. Sýrurokkið má flnna á
tveimur safnplötum, „Love, Peace
and Poetry". Fyrri diskurinn er
tileinkaður óþekktum böndum frá
Norður-Ameríku, en sá seinni hef-
ur að geyma ekki síður frikað
sýrurokk frá Suður-Ameríku.
Fram undan em útgáfur af sams
konar tónlist frá Bretlandi og
Asíu.
Q.D.K. býður upp á margt
fleira, t.d. stórfurðulega tónlist
sem samin var á fyrstu hljóðgervl-
ana og safnplötuna „Pepperism",
þar sem safnað er saman gömlum
bílskúrsböndum víðs vegar
Meikdolla
Af þeim fjölmörgu íslensku
listamönnum sem reynt hafa fyr-
ir sér á erlendum vettvangi hafa
fæstir haft erindi sem erfiði.
Enda ekki beint skortur á tónlist-
arfólki í Englandi eða Bandaríkj-
unum, en þangað liggur leiðin
oftast hjá vongóðum poppurum.
Ef marka má fregnir hefur
gengið ágætlega hjá Móu í meik-
inu. Hún hefur fengið góða dóma
bæði í Englandi og Noregi og þó
litlum sögum fari af sölu á „Uni-
versal" þýðir það ekki að hún
gangi illa. Ónei.
Öll lögin á plötunni eru eftir
Móu og hún nýtur
auk þess fulltingis
Eyþórs Arn-
alds, hann
semur með
h e n n i
nokkur lög
og er auk þess
t i t 1 a ð u r
„excutive prod
ucer“, hvað sem þ
annars þýðir. Fjölhæf-
ur maður, Eyþór og
sannkallaður Ámi John-
sen X-kynslóðarinnar.
Eða X-D kynslóðarinnar.
„Ef marka má fregnir hefur gengið ágætlega
hjá Móu í meikinu. Hún hefur fengið góða dóma
bæði í Englandi og Noregi og þó litlum sögum
fari af sölu á „Universal“ þýðir það ekki
að hún gangi illa. Ónei.“
að, sem eiga það sameigin-
legt að vera undir geigvæn-
legum áhrifum af Bítlaplöt-
unni „Sgt. Peppers".
Velflest plötuumslögin
frá Q.D.K. eru skreytt með
fáklæddum konum og segja
útgefendurnir að það sé gert
með ráðnum hug, því þeir ,
telja að flestir sem nenna að
fylgjast með svona skrýtinni
tónlist séu piprandi öfugugg
ar.
Fullt til viðbótar
Þótt útgáfur þessara tveggja fyr-
irtækja nægi tíl að halda leitandi
músikáhugafólki brosandi svo
mánuðum skiptir eru mörg önnur
þýsk merki að gefa út skrýtna og
sniðuga tónlist. Útgáfufyrirtækið
Crippled Dick hefur ýtt stórund-
arlegri tónlist fyrri áratuga upp á
yfirborðið, t.d. með útgáfu á
gleymdri klámmyndamúsik frá
Evrópu. Þá má nefna útgáfufyrir-
tækin Marina, sem sérhæfir sig í
sætsúru poppi, og Monika, sem er
skírt eftir Moniku Lewinsky og
gefur út snarklikkað nútímarokk.
Það er því ljóst að margt fleira
en októberfest og fótbolti eru uppi
á pallborðinu í Þýskalandi þessa
dagana, enda hafa Þjóðverjar
löngum verið „afbrigðilegir" þeg-
ar kemur að tónlist, klámi og póli-
tík. -glh
lce Cu
Lögreglan bjargaði nýlega græj-
um í eigu rapparans Ice Cubes að
verðmæti 1,5 milljónir dala. Með
Niggers with Attitude söng Ice lag-
ið „Fuck the Police", en nú er
löggan að spá í því hvort Ice Cube
muni rappa nýtt lag, „Thank the
Police". Löggan handtók þjófinn
þegar hann var að brjótast inn í
geymslu í eigu O’Shea Jackson
(fæðingarnafn Ice Cubes) og ísmol-
inn fékk græjumar sínar allar aft-
ur.
Nýjasta plata rapparans heitir
„War and Peace Vol. 1“ og kemur
seinni hlutinn út á næsta ári.
Hann hefur lítinn tíma til að leika
sér á tónlistargræjumar sínar í
augnablikinu því hann er að leika
í nýrri kvikmynd, „Three Kings“,
þar sem hann leikur á móti Geor-
ge Clooney og Mark Wahlberg.
Tom Morello
geimvera
Tom Morello úr Rage Against
The Machine leikur í nýju Star
Trek-myndinni, sem frumsýnd var
í vikunni. Myndin heitir „Star
Trek: Insurrections" og er Tom
ekki auðþekkjanlegur því hann
leikur mjög farðaða geimveru og
býst ekki við að nokkur maður
þekki sig í myndinni nema hann
sjálfur.
Þriðja plata RATM er langt kom-
in í vinnslu og á að koma út
snemma á næsta ári. Auk þess er
Tom með í endurvinnslu á Pink
Floyd-myndinni „Another Brick in
The Wall“, sem mikil leynd hefur
hvílt yfir.
Móa - Universal: ★★
„Universal" er
heilsteypt
plata. Öll lög-
in á henni
flokkast
undir raf-
rænt popp,
textamir eru
á ensku og
ekkert sérstak-
lega frumlegir,
frekar en tónlistin.
Eiginlega bara
miðjumoð og lítið
um marktækifæri,
svo ég vitni í
Bjarna Fel.
Tæknilega er
platan öll mjög vel
unnin og ef um
væri að ræða eitt-
hvað annað en tónlist
æri það nóg. Fag-
mennska er bara ekki allt.
Hvað um frumleika, dirfsku,
einlægni, tjáningarþörf, bara
allt annað en hungur í frægð
og frama?
Það er þessi innantóma
fagmennska sem er einkenn-
ismerki „Universal". Portis-
head virðast vera í uppáhaldi
hjá Móu, einnig bregður fyr-
ir jungletöktum og heföi mátt
fara lengra með þá pælingu.
Eða bara einhverja pælingu
aðra en þennan skandinavíska
misskilning á hvernig raftón-
list á að hljóma. Maður getur
cdtént huggað sig við að Puff
Daddy var ekki útgangspunkt-
urinn. I þetta skipti.
Móa er ágæt söngkona, „Uni-
versal" er frekar slöpp plata og
lífið er tilgangslaust.
Ari Eldon
(móa)
Tæknilega er platan öll mjög
vel unnin og ef um væri að
ræða eitthvað annað en tónlist
væri það nóg. Fagmennska er
bara ekki allt. Hvað um frum-
leika, dirfsku, einlægni, tján-
ingarþörf bara allt annað en
hungur í frægð og frama?
18. desember 1998 f Ó k U
15