Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Qupperneq 18
O nei! Enn eitt viðtaiið við Tvíhöfða! O vei! Því ekki það? Þetta eru jú tvímæla- iaust fyndnustu menn iandsins og í tiiefni yfirvofandi jóla er ekki úr vegi að fá sýn þessara höfuðsniilinga á „hátíð Ijóss og friðar". Auk þess að sprella á X-inu eru þeir búnir að klára nýja Fóstbræðrasyrpu sem fer af stað í janúar og Fóst- bræður verða iíka með áramóta- grínþátt á nýársdag. A A jólunum átti maður alltaf nóg sígarettum Hvernig œtlar Tvíhöföi aö eyöa þessum jólum? Fá þeir friö til aö slappa af eöa þurfa þeir aö búa til meira grín? Sigurjón: „Nei, við komum ekki til með að gera neitt grín um þessi jól. Verðum bara í út- varpsþættinum okkar, sem er auðvelt, en við tökum okkur frí frá öllu skrifiríinu." Hvað gerið þiö þá í staöinn? Sigurjón: „Maður eyðir jólun- um í faðmi fjölskyldunnar. Er í náttfötum, klæðir sig úr þeim, fer í spariföt, fer í jólaboð, hlust- ar á jólalög, borðar góðan mat, en umfram allt horfir maður á sjónvarpið.“ Jón: „Þetta er nú kannski að- eins öðruvísi hjá mér. Á að- fangadag er ég notaður í sendi- ferðir og þarf að keyra út um allt og redda hlutum sem gleymdust. Það eru þá yfirleitt perur, jóla- seríur sem ekki loga. Ég þarf að sitja á gólfinu að drepast í bak- inu að snúa litlum perum, sem mér er svo nákvæmlega sama um hvort virka eða ekki. Eftir þetta ligg ég í baðinu til svona sex, í heitu jólabaði. Svo eru jól- in og pakkarnir og þá tek ég fyrst upp jólagjöfina frá mér, síð- an jólagjafimar frá öðmm og svo fer ég aftur í bað.“ Gefiö þiö hvor öörum jólagjöf? Jón: „Nei, en hann sendi mér jólakort í fyrra og ég sendi hon- um ekki, þannig að í ár sendi ég honum jólakort en hann sendir mér ekki.“ Sigurjón: „Þegar menn eru kollegar eða vinir finnst mér mjög gott að gert sé þegjandi samkomulag um að vera ekki að gefa jólagjafir. Það er bara vesen.“ Jón: „Öll þessi jólakort og skraut og vesen allt er dálítið of mikið fyrir mig. Ég ræð ekki al- veg við þetta og þarf að fara mik- ið í bað. Þegar maður setur hausinn ofan í vatnið er maður eins og í öðrum heimi. Ég reyni oft að vera með eyrun ofan í vatninu og lesa á sama tíma.“ Sigurjón: „Jólin eiga að vera til að lesa en það er bara verst að það koma svo ömurlegar bækur út fyrir jólin að maður hefur ekkert að lesa. Það er ekki ein einasta bók sem mig langar í. Þetta eru allt einhverjar mála- miðlunarbækur. í fyrra langaði mig mest i „Leyndarmál frú Stef- aníu“ - pældu í því! Ég las fyrstu blaðsíðuna og henti henni svo frá mér. Ég náði þvi aldrei að kom- ast að leyndarmál- inu. Sem betur fer keypti ég mér ný- lega nokkrar bækur í New York sem ég ætla að hafa yfir jólin." Jón: „Éinmitt, þetta er mjög sniðugt. Maður tekur frá vissar bækur sem maður geymir til að hafa yfir jólin." Sigurjón: „Já, allt annað en þessar leiðinlegu jólabækur." Sigurjón keypti nokkrar bæk- ur um kollega sína í skemmtana- bransanum, en síðasta bókin sem Jón las var „Heart of Dark- ness“ eftir Joseph Conrad. Hann las hana í baði. Fyrsta kartonið En fyrir utan bœkurnar, hvers óskar Tvíhöföi sér í jólagjöf? Sigurjón: „Ef ég hefði ekki sjálfur gefíð út Tvíhöfðadiskinn væri það diskurinn sem ég vildi í jólagjöf." Jón: „Það sem mig langar mest í er gullplata. Það væri ekki slæm jólagjöf frá þjóðinni." Nú eigiö þiö börn, verða þá jól- in sterkari fyrir vikiö? Sigurjón: „Já, þá fyrst er gam- an að jólunum aftur. Það er gam- an þegar maður er barn sjálfur og síðan er aftur gaman þegar maður á börn og upplifir jólin í gegnum þau.“ Jón: „Það er líka gaman að búa til börn, ef þið skiljið hvað ég á við ...“ Báðir: „Heeee heeee heeee ...“ Jón: „En áður en ég átti börn voru svona unglingajól." Sigurjón: „En þú manst nú ekkert eftir þeim.“ Jón: „Jú víst, það var nú bara Kúrlandið.“ Sigurjón: „Hann byrjaði svo snemma að eignast börn að allar minningar fyrir það eru bemskuminningar. “ Jón: „En ég man að ungling- sjólin voru bara fyllirí. Maður „Ég get ekki iýst þeirri angist og kvíða sem ég fyllist alttaf á gamlárskvöld. Allt sem maður sér eftir á árinu sem er að líða og allt sem maður kvíðir fýrir á nýju ári. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og ALDREI það kemur til baka“ - þetta er svo kalt og endanlegt Af hverju er ekki hægt að segja, „Nú árið er liðið í aldanna skaut og LÍKLEGA kemur það ekki tii baka“? Hitt er svo mikið kjaftshögg.“ notaði jólin til að staupa sig og reykja. Á jólunum átti maður alltaf nóg af sígarettum. Ég eign- aðist mitt fyrsta karton á jólun- um og var svo bara inni í her- bergi og keðjureykti." Var þaö jólagjöf frá sjálfum þér? Jón: „Já, ég hef nú fengið margar furðulegar jólagjafir frá mér. Ég bíð spenntur eftir að opna pakkann í ár. Ég pakkaði gjöfinni inn í gær, þessari for- láta borvél. Einu sinni fékk ég taílenskt tesett frá mér. Það kom mikið á óvart og vakti mikla lukku.“ Stjörnuljós á statífi Eftir jólin koma áramót. Hvað gerir Tvíhöföi um áramót? Sigurjón: „Eftir að ég hætti að reyna að kreista einhvers konar skemmtun út úr áramótunum hafa þau orðið ágæt. Flestir fara út að skemmta sér á gamlárs- kvöld og það er nær undantekn- ingalaust ömurlegt því það eru svo miklar væntingar. Fólk er of stressað á því að skemmta sér.“ Jón: „Þetta er bara eins og að fara í Kringluna á Þorláks- messu. Það eru allir þarna og þú kemst ekki í neina búð og ert bara í einhverri biðröð alltaf." Voruö þiö flugeldastrákar þeg- ar þiö voruð litlir? Sigurjón: „Nei, ég brenndi mig á blysi þegar ég var lítill og hef verið skíthræddur við þetta sið- an.“ Jón: „Sigurjón er gunga. Hann getur ekki haldið á stjörnuljósi án þess að vera með það á statífi. Svo er hann líka með hjálm og öryggisgleraugu." Sigurjón: „Mér líður nú bara vel með karlmennsku mína. Ég þarf ekki að skjóta upp flugeld- um til að sanna að ég sé karl- maður. Sem er eitthvað annað en þú (horfir á Jón). Þú ert alltaf gangandi um 1 leðurbuxum og kaupandi einhverja kagga, bara vegna þess að þú er óöruggur með karlmennskuna. Þér liggur hátt rómur og talar eins og kerl- ing. Þarf að segja meir?“ Jón: „Maður má aldrei segja neitt, þá fær maður það tvöfalt til baka. En allavega; mér fannst rosagaman að mixa flugelda, teipa saman og henda inn um lúgur hjá fólki. Batt oft tvær stórar rakettur saman í sitt hvora áttina svo þær æddu um og sprungu. Það var sérstaklega gaman að setja þannig inn um lúgur og púströr á bílum. Svo náttúrlega hurðasprengjur. Ég batt allt heimili mitt saman með hurðasprengjum, alla skápa, alla stóla, allt var bundið með hurða- sprengjum. Ég var að þessu á nóttunni. Mamma gat ekki tekið kaffipoka ofan úr skáp án þess að það spryngi hurðasprengja. Ég er enn þá að þessu. Nú á ég strák sem er ellefu ára og ég er ellefu ára líka og við teipum og setjum saman inn um lúgur.“ Blóðmjólkaður Keikó Hvaö er besta skaupiö sem þiö muniö eftir? Sigurjón: „Skaupið ‘85 var gott og skaupin hans Flosa voru snilld, minnir mig. Skaupin voru frábær í gamla daga af því að þetta var eina grínefnið sem var í boði. En svo hefur þetta breyst." Jón: „Síðustu ár hef ég ætlað að horfa á skaupið en svo ein- hvern veginn alltaf liðast í burtu f Ó k U S 18. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.