Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 19
f
og inn í eldhús að narta
í jólamatinn."
Sigurjón: „Skaupið á
ekkert erindi lengur.
Það hefur ekkert að
segja okkur. Spaugstof-
an er búin að blóð-
mjólka Keikó-brandar-
ana.“
Jón: „Þegar skaup-
ið kemur núna með
Móniku Lewin-
5
sky-brandarana eru þeir ekki
fyndnir lengur. Þetta verður
bara dauði. Og Keikó. Það er öll-
um nákvæmlega sama um þenn-
an Keikó.“
Eruö þiö ekkert aö gera grín að
„samtímalegum" þáttum í ykkar
áramótaþœtti?
Jón: „Við erum að tala um sí-
gilda samfélagslega hluti.“
Sigurjón: „Það er ofsa auðvelt
að afgreiða okkur - eins og ein-
hver gerði - sem skoðunarlausa
grínista, sem er alveg sama um
það sem er að gerast i þjóðfélag-
inu. Það er okkur ekki. Við ger-
um þetta bara á annan hátt,
nálgumst þjóðfélagið á annan
hátt en t.d. Spaugstofan og
skaupið."
Jón: „Þetta er eins og munur-
inn á popptónlist og klassískri
tónlist. Poppið tekur mið af líð-
andi atburðum; ástinni og
ástandinu í heiminum. Til
dæmis eins og lagið „Ekvador“,
sem tekur fyrir ástandið í
Ekvador. En klassísk tónlist
tekst á við mannlegar tilfínning-
ar á öllum öldum. Við erum því
kannski klassíska tónlist gríns-
ins. Við erum með beinharðan
sósíal-realisma, vegsömum og
gerum grín að hegðun, atferli og
framkomu hjá fólki.“
Angist og kvíði
Fyllist þiö tómleikatilfinningu
í janúar þegar jólin eru búin?
Jón: „Já, og gleymum því ekki
að ég á afmæli 2. janúar, sem er
ömurlegasti dagur ársins -
vörutalningadagur. Það gleyma
allir að kaupa afmælisgjöfina
mína fyrir jólin svo ég fæ alltaf
bensínstöðvagjafir. Á einu af-
mælinu fékk ég þrjá plastbíla
með olíutunnum."
„Mér líður nú bara vel með
karimennsku mfna. Ég þarf ekki
að skjóta upp flugeldum til að
sanna að ég sé karlmaður.
Sem er eitthvað annað en Jón.
Hann er alttaf gangandi um
í leðurbuxum og kaupandi
eínhverja kagga, bara vegna þess
að þú er óöruggur með
karfmennskuna. Þér liggur hátt
rómur og talar eins og keriing.
Þarf að segja meir?“
Sigurjón: „Janúar er dauðasti
mánuður ársins og sá lengsti.
Það þarf að framlengja jólin og
þau eru framlengd fram í nóv-
ember. Það er ömurlegt að taka
jólaskrautið niður. Það ætti að
hanga uppi þar til í febrúar."
Jón: „Það er hryllilega leiðin-
legt að setja upp jólaskraut og
helmingi leiðinlegra að taka það
niður. Ég get ekki lýst þeirri
angist og kviða sem ég fyllist
alltaf á gamlárskvöld. Allt sem
maður sér eftir á árinu sem er
að líða og allt sem maður kvíðir
fyrir á nýju ári. „Nú árið er lið-
ið í aldanna skaut og ALDREI
það kemur til baka“ - þetta er
svo kalt og endanlegt. Af hverju
er ekki hægt að segja, „Nú árið
er liðið í aldanna skaut og LÍK-
LEGA kemur það ekki til baka“?
Hitt er svo mikið kjaftshögg."
Sigurjón: „Með hverjum degi
ertu 24 timum nær dauðanum og
hvað þá þegar heilt ár er búið.
Eftir fimmtíu ár verður maður
orðinn áttræður."
Jón: „Hugsaðu þér! Ég hugsa
mikið um dauðann, enda alinn
upp með gömlu fólki og það var
alltaf einhver að deyja í kring-
um mig. Ég fer í læknisskoðun á
tveggja mánaða fresti, fylgist
mjög vel með heilsu minni,
reyki og svona. í lokin óskum
við landsmönnum öllum gleði-
legra jóla, lands og friðar."
Sigurjón: „Lands og friðar,
já.“
-glh
I
»
»
I
I
1
I
i>
h
18. desember 1998 f ÓkUS