Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Page 25
Við höfum rithöfunda. Við höfum fullt af rithöfundum. Við höfum bækur. Við höfum fullt af bókum. Við höfum jól. Við höfum fullt af jólum. við höfum tvær vikur. víö höfum tvær blindfullar víkur. r~ ) J i 1 v ^ c (x] r '<s*r pr '... Við höfum rithöfunda. Við höfum fullt af rithöfundum. Við höfum bækur. Við höfum fullt af bókum. Við höfum jól. Við höf- um fullt af jólum. Við höfum tvær vikur. Við höfum tvær blindfullar vikur. íslenskt bókmenntalíf er eins og útihátíð, jafn brjálað og jafn skammvinnt og ein útihátíð um verslunarmannahelgi. 257 bæk- ur koma út, undir bert loft, og rangla um svæðið og reyna að ganga í augun á fólki, allar upp- dressaðar, flottar og finar, í fallegum kápum og brakandi sellófani, í þeirri von að komast á séns og verða „opnaðar" útí skógi, (hvað segiði, kæru kvennabókmenntafræðingar, um þessa likingu?) sjá „stjöm- ur“ og koma krumpaðar á kjöl- inn til baka, inní tjald, sölutjald, og bíða þar eftir þvi hvað „gaur- amir“ segja: „Hún var æðisleg." - „Ja, ég var soldið lengi að komast inn í hana en eftir að ég var kominn inn í hana var hún frábær." - „Hún kveikti nú ekki í mér, ég lagði hana frá mér eftir korter." - „Gat bara ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búinn með hana.“ - „Hún leitaði aftur á mig löngu eftir að ég var búinn með hana.“ - „Hún er kannski meira fyrir unglinga en ég hafði nú samt mjög gaman að henni.“ - „Hún greip mig strax í byrjun og hélt mér allan tímann, allt þar til ég stóð upp frá henni.“ Jólabækurnar eru stelpur á útihátíð. „Gaiu'arnir“ em (næt- ur)gagnrýnendur. Sumar eignast aðdáendur. Sumar verða lofaðar. Sumar eru einnar nætur gaman. Sumar seljast. Sumar gleymast. Sumar eldast vel. Sumar eru troðnar í svaðið. Sumar drukkna í flóð- inu. Sumar koma of seint. Sum- ar koma of snemma. Sumar ganga á milli manna. Sumum er skilað. Ein verður Ungfrú ís- land. En allar mættu þær brosandi á ballið. Og nú er ballið bráðum búið. Útihátíðin var fjölmenn í ár. Og eins og í fyrra fór hún ekki aðeins fram í tjald-“búðunum“, heldur líka í sjoppunum í kring, Hagkaup og Bónus. Verslunar- stjórar þar á bæ töluðu um stór- aukna „neyslu á bókum“. Eru bækur ennþá étnar á íslandi? - „ Já, ég gleypti hana í mig á einu kvöldi.“ - „Ekki mikil næring í henni þessari." - „Mér fannst kápan mjög góð en innihaldið ekki alveg eins ljúffengt." Matvara selur bækur. Bækur selja matvöru. Hvenær munum við sjá frystikistumar í stór- mörkuðunum fullar af bókum? Kannski bráðlega? Eða eru skáldin þegar farin að undirbúa slíkt? með titlum eins og „Eitr- uð epli“, „Molduxi", „Matarást" og „Kjötfarsi“? Já, það er „Aldrei að vita.“ Vissulega væri það áhugaverð sjón: Að sjá í kjötborðinu, innan um „Svin“ og „Kjúklingur", vörur eins og „Pétur Ben“ og „Árni Magnús- son“. Hinsvegar er ég ekki viss um að fólki þætti það jafn fýsi- legt að sjá þar lifandi mönnum pakkað inn í plast eins og hverri annarri kjötvöru: „Steingrímur Hermannsson, 500 g“. Kúnninn: „Já, láttu mig hafa tvær lærissneiðar af Stein- grími.“ Kjötmaður: „Já, hvorn Stein- grím viltu? .... S. Th. eða Her- mannsson?" Kúnninn: „Ja, ég veit ekki. Hver er munurinn?" Kjötmaður: „Ja, það er kannski minni fita á Hermanns- syni, meira kjöt á beinunum, en þetta er samt bara frampartur- inn á honum ...s á aftari kemur ekki fyrr en um næstu jól.“ Kæru lesendur. Ég bið ykkur um að kíkja vel aftan á jólabæk- urnar sem þið kaupið i Bónusi. Ekki kaupa bækur sem á stend- ur „Geymist best á köldum stað“. Gerið ekki ísskápinn að bókaskáp. Ekki heldur kaupa bækur sem búið er að „þýða“. Kaupið frekar G-bækurnar geymsluþolnu. Eða farið í Ný- kaup „þar sem ferskleikinn býr“. Og alls ekki kaupa bækur ef aftan á þær er merktur síöasti sölu- og neysludagur: „Best fyrir: Jól.“ En umfram allt þó: Kaupið bókina mína. Semsagt. Kaupmenn hafa staðið sig. Kaupendur hafa stað- ið sig. Höfundar hafa staðið sig. Gagnrýnendum hefur fæstum staðið ... Og fjölmiðlamir hafa staðið hjá. Það sem hefur brugðist í þessu bókajökulhlaupi er Ríkis- sjónvarpið. Sjónvarpið, sem ætíð hefur orðið að einskonar „eldhúspartíi" á þessari útihátíð þar sem höfundar hafa komið til að spjalla við lesendur og heyra gagnrýni, þar sem vertíðin hef- ur fengið sína „sál“, það hefur staðið hjá og lokað í allt haust. Tvö hundruð fimmtíu og sjö bóka flóði var ætlaður staður í dagskrá í hinum smámyndar- lega menningarþætti „Mósaík": fimm mínútur í hverri viku, undir stjórn hins há(ska- lega)skólaða Ástráðs Eysteins- sonar sem er einhvernveginn maðurinn sem síðast á heima í sjónvarpi. Þegar þetta er skrif- að, rúmri viku fyrir jól, hefur honum aðeins tekist að fjalla um sirka tíu bækur af þessum 257. Og allt hefur það verið ákaf- lega mikil „umfjöllun“. Hann hefur fjallað um það hvað bæk- urnar fjalla um; hann hefur fjallað um þær eins og fjöll; sagt okkur hvað þau heita, hve há þau séu, hvernig þau hafi hugs- anlega myndast, hver bergteg- und þeirra sé. Hann hefur þó fráleitt gengið á þau, og ekki mært þau blá í fjarlægð, hvorki látið heillast né reynt að láta okkur heillast. Hann hefur bara Kúnninn: „Já, láttu mig hafa tvær lærissneiðar af Steingrími," Kjötmaður: „Já, hvorn Steingrím viltu? .... S. Th. eða Hermannsson?" Kúnninn: „Ja, ég veit ekki. Hver er munurinn?" Kjötmaður: „Ja, það er kannskí minni fita á Hermannssyni, meira kjöt á beinunum, en þetta er samt bara framparturinn á honum ...sá aftari kemur ekki fyrr en um næstu jól.“ þvælst eitthvað svona í kring „um fjallið" muldrandi: „Mjög fínt fjall ... afar athygl- isvert fjall ... vissulega margt í þessu fjalli ... mikill fengiu- að þessu fjalli ... þetta er nýtt fjall ... þetta er fyrsta fjallið eftir síð- asta fjall ... um margt svipað næsta fjalli á undan ... þetta fjall heldur áfram þar sem hitt end- aði ... þetta fjall fjallar fyrst og fremst um fjallið sem slíkt ... þetta fjall rís kannski hæst þar sem því sleppir og himinninn tekur við.“ Allt þetta „umfjalT sem nú blasir við okkur út um sjón- varpsskjáinn eftir áratugalanga myndun í seigmjatlandi mál- hrauns-“skorum“ Háskólans er álíka áhugavert og skraufþurrt gædastaglið sem þulið er upp yfir erlendum túristum inná há- lendinú: Þetta fjall er þetta hátt, þessi á er svona djúp, þessi jök- ull er svona kaldur. Ákaflega takmörkuð upplifun á landslagi. Þetta er eins og náttúrulaus náttúrulífsmynd. Hvar er inspírasjónin? Er ver- ið að fjalla rnn bókmenntir eða menntabækur? Háskólamaðurinn dregur tvær aðrar háskólagráður í sjón- varpssal og saman mynda þau einhverskonar „gráðu“boga sem á síðan að vera „mælistikan" á skáldskap ársins. Þetta er eins og að hlusta á mælingamenn fjalla um guðdóminn. Útkoman er hvorki fugl né fiskur. Hvorki er um að ræða misskemmtilega leiðinleg viðtöl við höfundana (ekki hefur verið rætt við einn einasta höfund í Ríkissjónvarpinu þessi bókajól!) né heldur er vun alvöru gagn- rýni að ræða. Aldrei er tekin af- staða. Það er ýjað að, vöngum velt og dregið úr og slegið í og slett í góm og brosað kannski vissulega má segja ef þannig er á það litið og þó skal ég ekki um það segja. Hið hámenntaða afstöðuleysi: Hið gráskeggjaða skoðanaleysi: Hin „faglega" fáviska: Hinn akademíski sjúkdómur hefur hér sloppið inn í stofur lands- ins. Klisjukokkarnir fá óáreittir að matreiða sina moðsuðu: „Það má með vissum hætti segja að þessi texti gerist í tungumál- inu...“ Hvar „gerist textinn" annarsstaðar? Á síðunni? í búð- inni? Við kassann? í hillunni heima? Jú ... kannski með viss- um hætti: í kolli lesandans, en þó varla fyrr en hann hefur les- ið hann á einhverju TUNGU- MÁLI sem hann kann. Síðan hvenær byggja bókmenntir ekki á tungumálinu, orðum, setning- um, málsgreinum? Síðan hvenær varð „góður stíll“ að „texta sem gerist í tungumál- inu“? Kannski var það um svip- að leyti og umræða varð að ORÐRÆÐU? Aðeins einu sinni á bókavertíð- inni kom umræddur Ástráður okkur í opna skjöldu og gerðist skyndilega skeleggur, hafði skoð- anir: Þegar hann krafðist þess, fyrir hönd þýðenda, aö nöfn þeirra væru birt á titilsíðu, undir nafni höfundarins, en ekki falin undir ©-merki í smáu letri á inn- síðu. Þetta þurfti samt kannski ekki að koma svo mjög á óvart. Maöurinn sem fjallað hefur svo fjálglega um „hina miklu þýðingu þýðandans" er sjálfur þýðandi og vill að sjálfsögðu fá að deila síðu með nafninu Franz Kafka: Enda kannski í „orðræðunni" á milli þessara tveggja nafna (Eysteins- son-Kafka) sem texti bókarinnar gerist? Jólabækurnar eru stelpur og sumir lesendur eru ástríðufull- ir, sumir elska bókmenntir, sumum er ekki sama um bækur, sumir falla í faðm þeirra, aðrir fjalla bara um þær. Sumir stunda ástríðulestur, aðrir bara „stríðan lestur". Sumir verða ástfangnir af bókum, aðrir gefa bara ÁST- RÁÐ, eru svona álíka spennandi og „ástarráðgjafar“. Állt þetta háskólamenntaða hjal hljómar í eyrum bókelskrar þjóðar eins og ummæli vél- mennis að loknum ástaratlot- um. Eða hvert væri álit okkar á þeim „gaurum" á útihátíðinni sem, eftir að hafa legið opna bók útí skógi, koma til baka og hrósa stúlkunni svo?: „Jú. Hún var vissulega at- hyglisverð á köflum." - „Hún hefur vissulega margt til brunns að bera.“ - „Það má margt gott um hana segja.“ - „Styrkur hennar er fyrst og fremst fólg- inn í málfari hennar." Við erum ekki að biðja um innihaldslaus slagorð. Við erum ekki að biðja um hauskúpur og stjörnur. Við erum ekki að biðja um einfaldar skoðanir. Við erum heldur ekki að biðja um flókið og loðið skoðanaleysi. Við erum að bara að biðja um smá anda í glasið. Smá anda dreginn úr andríki (nú eða and- leysi). Allavega bara smá lífs- mark í markleysunni. Meiri ást og minni ráð. Við höfum rithöfunda. Við höfum fullt af rithöfundum. Við höfum bækur. Við höfum fullt af bókum. Og við höfum blækur. Við höfum fullt af blókum. Þetta eru blókajól. Hallgrímur Helgason 18. desember 1998 f ÓktlS 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.