Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1998, Side 28
3íóborgin ioldier ★ Enn fljúga til okkar jólasteikur alla leió frá Amriku. Soldier er ein ^f þessum flötu eftirlíkirigum sem yfir- leitt ratár rétta boöleiö á víde,ó. Þaö er ekkert sem ' nær aö lyfta þessari mynd upp í meöalmennskuna, sagan og allar persón- í ur eru fullkomnar klisj- ur án þess aö nokkurs | staðar sjáist örla á | íróníu, æ æ. -úd Mulan irkirk Mulan er uppfull af skemmti- iegum hugmyndum ogflottum senum, handrit- ð vel skrifaö og sagan ánægjulega laus viö þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð í smáatriöi eins og er viö hæfi t teiknimyndum, og aukakarakterar eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan eru svo ^skemmtileg aö þau hefðu ein og sér verið efni í heila mynd. Gó st. -úd The Horse Whlsperer kki Bók Nlcholas Evans hlaut misjafnar viötökur og var annars vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft- bóla. Myndin brúar að mínu mati bilið og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Bíóhöllin/Saga-bíó The Negotlator kki Samuel L. Jakson og Kevin Spacey eru í ftnu formi t The Negotiator sem er ágætlega skrifuð sakamálamynd en ekki nógu heilsteypt. Þeir dreifa athyglinni frá brotalömum í uppbyggingu myndarinnar og þvt að aldrei næst að skapa almennilega spennu í kringum þá dramattsku atburði sem eru að gerast. -HK Perfect Murder Andrew Davis, leikstjóri A Perfect Murder, . ræðst ekki á garð-1 inn þar sem hann er hæstur því að | fyrirmyndin, Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu mynda Alfreds1 Hitchcocks. Útkoman er þó ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart.-ge FJölskylduglldran **i Sumar sögur eru svo vel byggðar upp og skemmtilegar að ekki er hægt að eyðileggja þær og þessi ágæta út- gáfa af tvíburunum sem skipta um hlutverk er skemmtileg og notaleg þó búið sé aö troða inn á hana misgóðum rokklögum sem ekkert hafa með myndina að gera, hún stendur alveg fýrir sínu án þeirra. -HK Töfrasverðlð kk -HK Háskólabíó Taxl ★★ Taxi er farsakennd spennumynd þar sem tekst að ná upp jafn skemmtilegri stemn- ingu með góðum húmor, sérstaklega fýrri hluta myndarinn- ar, og þótt samtöl virki stundum sem eintómur ruglingur þá er Taxi skemmti- leg tilbreyting frá am- erisku hasarmynda- flórunni sem við þurfum að lifa við. -HK Out of Slght ★★★ Þetta er svona hasarmynd á yfirborðinu en undir niðri litill blús um tvær manneskjur sem hefðu sameinast á öðrum stað og öðrum tíma en heimurinn er stundum vondur og svo sem ekkert um það að segja nema að þetta jafnast allt hjá guði. Steven Soderbergh stýrir þeim Clooney og Lopez þeina leið í höfn. -ÁS Stelpukvöld ★★ Persónur allar dregnar skýr- um, einföldum dráttum og lifna ágætlega á tjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmynda- gerð, hér er málað á tjaldið eftir númerum og satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdag- skrám sjónvarpsstöðvanna. -ÁS Maurar ★★★ Vel heppnuð og skemmtileg tölvugrafísk teiknimynd með rómantísku ívafi sem öll fjölskyldan getur sameinast um að sjá. Woody Allen talar fyrir aðalpersónuna Z og fer á kostum í hlutverki sem skrifað var fýrir hann. Af öðrum frægum röddum er vert að geta hlutverka Sylvesters Stallones og Genes Hackmans sem báðir komast vel frá sínu,-HK Kringlubíó l’ll Be Home for Chrlstmas ki Er þó ekki alslæm því inn á milli eru skemmtilegar persónur sem ágætir leikara gera sér mat úr. Jonathan Taylor Thomas (Handlaginn heimilisfaðir) er ekki mjög jólasveinslegur í jólasveinabúningi en er ágætur leikari en vantar kannski þá persónutöfra til að geta haldið einn uppi heilli kvikmynd. -HK The Avengers ★ Herra Steed og frú Peel eru leyniþjónustumenn sem eiga í höggi við veður- spámann sem hefur tekið að sér veðurstjórn- un svo það er allra veðra von. En skrautlegt veðurfar er ekki nóg til að halda uppi heilli mynd og vandamálið hér er að þegar svona mikið hangir á stílnum þá veröur sá að ganga upp; virka smart og kúl en ekki vandræðalega til- gerðarlegur. -úd Laugarásbíó frumsýnir í dag The Odd Couple II, sem er framhald geysivinsællar kvikmyndar sem gerð var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum. Sú kvikmynd var gerð eftir samnefndu leikriti eftir Neil Simon, eitt vinsælasta leikskáld Bandaríkjanna, og Simon skrifar handritið að framhaldinu. Jack Lemmon og Walter Matthau fóru á kostum í Odd Couple (eins og þeir hafa raunar gert í langflestum þeirra ellefu kvikmynda sem þeir hafa leikið saman í) og eru mættir aftur til leiks í hlutverkum hinna ólíku félaga Felix Ungar og Oscar Madison. í fyrri myndinni deildu þeir Fel- ix og Oscar saman íbúð i New York en hafa verið aðskildir í langan tíma. Þeir verða þó að sætta sig hvor við annars samneyti í bíl eftir endilangri Kaliforníu þar sem þeir eru á leið í sama brúðkaupið. Það vill nefnilega svo til að sonur Oscars og dóttir Felix hafa fundið ástina hvort í fangi annars og eru að fara að gifta sig. Ferð þeirra fé- laga i bílaleigubíl gengur ekki eins og til var ætlast og villast þeir oftar en einu sinni og lenda í ýmsum æv- intýrum. Neil Simon segir að það séu um ekki gáfaðri Jack Lemmon og Walter Matthau eru meðal vin- sælustu og virtustu kvik- myndaleikara á þessari öld, Þeir eiga að baki langt .samstarf sem borið hefur ríkulegan ávöxt, en eiga einnig að baki glæsi- legan feril hvor í sínu lagi, Þeir hafa unnið saman við gerð ellefu kvikmynda, leikið saman í tíu þeirra, en sú ellefta er Kotch sem Jack Lemmon leik- stýrði en Walter Matthau lék aðalhlutverkið í, með þeim árangri að hann var tilnefndur tit óskars- verðlauna. það bil níu ár síðan hann fór að huga að framhaldi af The Odd Couple og láta þá félaga hittast á ný í kringum brúðkaup bama þeirra. „Þegar ég hugsaði um það hvað þeir væru að gera í dag fannst mér eðlilegast að Felix byggi enn í New York en Oscar hefði ílutt sig í sól- ina i Florida. Þeir eru báðir komn- ir á eftirlaun og hafa ekki hist í mörg ár. Þeir eru sömu tveir menn- irnir sem við kynntumst einu sinni en eru eins og fiskar á þurru landi í Kaliforníu þar sem hvorugur þeirra hefur dvalið. Þegar ég var búinn að skrifa handritið lét ég það ekki frá mér fyrr en ég var viss um að Jack Lemmon og Walter Matt- hau væru tilbúnir að leika Felix og Oscar, aðrir komu ekki til greina." Auk þeirra Jacks Lemmons og Walters Matthau leika i The Odd Couple II Christine Baranski, Barnard Hughes, Jonathan Sil- verman og Jean Smart. Leikstjóri er Howard Deutch, en hann leik- stýrði Lemmon og Matthau í Grumpier Old Men. Kvikmyndir sem Jack Lemmon og Walter Matthau hafa unnið saman við: The Fortune Cookie 1966 The Odd Coupie 1968 • Kotch 1971 © The Front Page 1974 • Buddy, Buddy 1981 JFK 1991 Grumpy Old Men 1993 • Grumpier Old Men 1995 • The Grass Harp 1996 OutToSea 1997 The Odd Couple I11998 Sagan á bak við Felix og Oscar Leikritið The Odd Couple var frumsýnt á Broadway árið 1965 og fyrir það fékk Neil Simon sín fyrstu Tonyverðlaun af mörgum. Walter Matthau lék Oscar á Broa- dway, en mótleikari hans þar var Art Camey. Matthau fékk einnig Tony verðlaunin ásamt leikstjór- anum Mike Nichols. Leikritið var sýnt í 966 skipti. Kvikmyndin var síðan gerð 1968 og þá hafði Jack Lemmon leyst Art Camey af hólmi og leikstjóri var Gene Saks. Myndin náði ekki síður vin- sældum en leikritið og varð vin- sælasta kvikmyndin það árið. Snemma á áttunda áratugnum var síðan farið út í að gera sjón- varpsseríu og gekk hún í sex ár. Þar léku Felix og Oscar þeir Tony Randall og Jack Klugman. Allt frá því leikritið var frum- sýnt á Broad- way hefur það farið sig- urför um heiminn og er enn í dag eitt mest sýnda leikrit Neils Simons. Bíódómur Bíóhöllin /Kringluhíó - FU Be Home for Christmas irk J6fciiírtynd fíiiing ins Leikstjórl: Arlene Sanford. Handrit: Harris Goldberg og Tom Nursall. Kvikmyndataka: Hiro Nirita. Tónllst: John Debney. Aðalhlut- verk: Jonathan Taylor Thomas, Gary Cole, Jessica Biel, Adam Lavorgna og Eve Gordon. Jólin eru margslungið fyrirbæri í nútímaþjóðfélagi. Boðskapur kristinnar trúar um fæðingu frels- arans gerir jólin hátíðleg, en í aug- um margra eru jólin fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölskyldan sameinast, gefur gjafir og fær gjafir og það er undirstaðan í I’U Be Home for Christmas, þar sem aldrei er minnst einu orði á trú eða trúarlegan tilgang með jólahátíð- inni, heldur er hvert atriðið af öðru ofhlaðið skrauti og yfirborðs- mennsku. Undir niðri örlar þó á því að jólin séu meira en kaup- stefna og kærkomið frí. Aðalpersónan er Jake, sjálfsör- uggur og montinn menntaskóla- nemi sem er við nám í Kaliforníu vegna þess að lengra gat hann ekki komist frá fjölskyldunni. Jólin nálgast og hann er ekkert á því að láta eftir þrábeiðni föður síns um að eyða jólunum í faðmi fjölskyld- unnar, það er að segja ekki fyrr en faðirinn lofar honum forláta Porsche verði hann kominn heim fyrir kl. 18 á jóladag. Allt í einu er það vel þess virði að eyða jólunum heima. Áður en hann kemst af stað gera nokkrir félagar hans, sem eiga harma að hefna, honum örlagarík- an grikk, þeir klæða hann í jóla- sveinabúning, líma á hann hvítt skegg og skilja hann eftir í miðri eyðimörk. Eftir áfallið gerir Jake sér grein fyrir því að ef Porscheinn á að vera hans þarf hann á allri sinni greind að halda til að komast heim í tæka tíð. Við fylgjum honum svo eftir þegar hann fer á puttanum þvert yflr Bandaríkin. Nærtækast væri að flokka I’ll Be Home for Christmas sem vega- mynd, hún gerist að mestu á þjóð- vegum, en aðall góðra vegamynda er raunsæi og það er víðs fjarri hér. I staðinn er myndin klisjukennt léttmeti ætlað unglingum og sker hún sig lítið frá slíkum meðal- mennskumyndum nema ef vera skyldi að aðalpersónan er í jóla- sveinabúningi. Þaö sem bjargar Þaö sem bjargar myndinni frá því að vera algjört fíaskó eru margar skondnar persónur sem Jake hittir á heimleiðinni, persónur sem hægt er að hafa gaman af vegna þess að þær koma mátulega lítið við sögu. myndinni frá því að vera algjört fiaskó eru margar skondnar per- sónur sem Jake hittir á heimleið- inni, persónur sem hægt er að hafa gaman af vegna þess að þær koma mátulega litið við sögu. Jonathan Taylor Thomas, sem leikur Jake, hefur sýnt i nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttunum Handlaginn heimilisfaðir að hann er ágætum hæfileikum búinn sem leikari, en nú kemur í ljós að hann hefur ekki burði til að halda uppi heilli mynd. Það hefði þurft leikara á borð við Jim Ccirrey eða Robin Williams á góðum degi til að ná myndinni upp yfir meðalmennskuna. Hilmar Karlsson 28 f Ó k U S 18. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.