Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
Fréttir
200 milljóna króna titringur á fasteignamarkaðnum:
Nettó vill Umferð-
armiðstöðina
„Við fáuxn tilboð um tíu hús á
viku að meðaltali," segir Sigmund-
ur Ófeigsson hjá verslunardeild
KEA varðandi útþenslu Nettó-
verslunarkeðjunnar suður yfir
heiðar. „Reykvískir fasteignasalar
hafa mikinn áhuga á okkur eftir að
okkur var neitað um hús Jóns Ás-
björnssonar við Reykjavíkurhöfn."
Kea-Nettó var tilbúið til að
borga 200 milljónir fyrir verslunar-
húsnæði við Reykjavíkurhöfn en
var hafnað af borgaryfirvöldum á
þeim forsendum að starfsemi við
höfnina ætti að vera hafnsækin. Þó
er vitað að svepparækt er stunduð
við höfnina:
„Hvað þá með væntanlegt tón-
listarhús og elliheimilið við
Tryggvagötu?" spyr Þórarinn Egill
Sveinsson, aðstoðarkaupfélags-
stjóri KEA. „Eru það hafnsækin
fyrirbæri?"
Hús Jóns Ásbjörnssonar
- stöðvað af.
Tvö hundruð milljónimar, sem
KEA-menn eru tilbúnir að reiða
fram fyrir gott verslunarhúsnæði í
Reykjavík, hafa hleypt fjöri í fast-
eignamarkaðinn. Samkvæmt ör-
uggum heimildum keppast menn í
fasteignaviðskiptum við að fjár-
festa í stærri húseignum og
Umferðarmiðstöðin
- vænlegur kostur.
skemmum alls konar sem hentað
gætu fyrir Nettó. Eignir í mið- og
vesturbæ Reykjavíkur, sem áður
voru illseljanlegar, rjúka nú út
eins og heitar lummur.
„Við höfum tekið eftir miklum
áhuga,“ segir Sigmundur Ófeigs-
son. „Sérstaklega hafa Hafnfirðing-
ar verið duglegir við að hringja í
okkur og boðið okkur ótrúlegustu
eignir. En við erum að leita að hús-
næði við öflugar umferðaræðar og
ég neita því ekki að við vitum af
Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýr-
inni.“
Umferðarmiðstöðin þykir nú
vænlegasti kosturinn fyrir
Nettómenn og þá sérstaklega eftir
að Hringbrautin verður færð niður
í Vatnsmýrina. Gallinn við það
húsnæði er hins vegar sá að lang-
an tíma tekur að losa þá starfsemi
sem þar er fyrir.
„Við stefnum að því að vera með
þrjár til fimm Nettó-búðir á höfuð-
borgarsvæðinu innan skamms og
þvi takmarki ætlum við okkur að
ná,“ segir Þórarinn Egill aðstoðar-
kaupfélagsstjóri. „Við erum þegar
komnir með eina í Mjóddinni og
hún gengur vel.“ -EIR
Eftirförin endaði í Hraunbæ þar sem stolni bílinn lenti aftan á kyrrstæðum bíl. DV-mynd HH
^ Eftirför í Reykjavík í gærmorgun:
A hundrað á stolnum bíl
Geir Jón Þórisson:
Ekki undir
áhrifum frek-
ar en við
Geir Jón
Þórisson að-
stoðaryfirlög-
regluþjónn
segir það
rangt hjá Ást-
þóri Magnús-
syni að Hall-
dór Ásgríms-
son utanríkis-
ráðherra hafi
ekið undir áhrifum áfengis á að-
fangadag eins og Ástþór hefúr
haldið fram opinberlega. Lögregl-
an ákvað upp á sitt eindæmi að
fylgjast með húsi Halldórs á að-
fangadag. „Við fylgdumst með
umhverfinu í kringum heimili
Halldórs eftir þær fréttir aö Ást-
þór hefði farið heim til hans á aö-
fangadag og þá talaði fyrst ég og
svo lögreglumaður við Halldór.
Hann var ekkert undir áhrifum
frekar en við,“ sagði Geir Jón í
samtali við DV í gær. -hb
Lögreglan í Reykjavík veitti stol-
inni bifreið eftirfór langa leið um
austurbæ Reykjavíkur í gærmorgun
og upp í Árbæ. Bíllinn er af gerð-
inni Grand Cherokee og hafði verið
stolið af bílasölu i fyrradag ásamt
númeraplötum annarrar bifreiðar.
Lögregla varð vör við bifreiðina á
Flugvallarvegi á tólfta tímanum í
gærmorgun. Þá sinnti ökumaður
bifreiðarinnar ekki stöðvunar-
merkjum lögreglunnar og hófst þá
eftirförin. í eftirförinni voru um 3-4
lögreglubílar þegar mest var. Öku-
maður bifreiðarinnar ók á miklum
hraða um margar götur og náði
hann rúmlega hundrað kílómetrum
á klukkustund þegar hann var mest-
ur. Bílinn ók utan í bíl á Höfða-
bakka en við Hraunbæ 1 Árbæ ók
bíllinn svo inn lokaða götu og lenti
aftan á kyrrstæðri bifreið. Þá
reyndi kona, sem var farþegi í bíln-
um, aö hlaupa í burtu en lögregla
náði henni og var hún ásamt öku-
manni bifreiðarinnar handtekin.
Þau voru vistuð i fangageymslu lög-
reglunnar í gær og lögregla beið
þess að yfirheyra þau.
-hb
Geir Jón Þórisson.
Tafir á jólagjafasendingum Friðar 2000:
Ekki afgreiddar á löglegan hátt
- segir sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli
Jólagjafir Friðar 2000, sem fara-áttu
til Bagdad í írak, höfðu hvorki verið
tollskoðaðar né tollafgreiddar þegar
þær fóru um borð í Flugleiðavél sem
síðan var snúið við á aðfangadag, að
því er fram kemur í tilkynningu frá
sýslumannsembættinu á Keflavíkur-
flugvelli. „Aldrei kemur tO álita að toll-
gæsla heimili flutning á farmi sem ekki
hefur verið afgreiddur á löglegan hátt,“
segir enn fremur í tilkynningunni.
Þá kemur fram, aö sýslumaður
óskaöi eftir því að vélin biði þar til
tollskoðun gæti farið fram. „Það var
ákvörðun flutningsaðilans að taka
sendinguna úr vélinni, þar sem seink-
un var orðin á flugi FI452,“ segir i til-
kynningunni. „Plöggin sem lögð voru
fram af Friði 2000 voru ekki þess eðl-
is að af þeim mætti ráða að heimild
væri til þessa flutnings. Haft var sam-
band við utanríkisráðuneytið kl. 9.30
og voru af þess hálfú ekki gerðar at-
hugasemdir við að þessi sending færi
úr landi, enda væri sendingin toll-
skoðuð og afgreidd. Alls liðu því tvær
klukkustundir frá því að Ástþór
Magnússon fyrst birtist um morgun-
inn þangað til sendingin var fullaf-
greidd," segir í tilkynningu sýslu-
mannsembættisins. Loks segir að lík-
lega hefði mátt komast hjá umrædd-
um töfum ef farið hefði verið að til-
mælum tollgæslu og forsvarsmenn
Friðar 2000 komið á imisömdum tíma.
I greinargerðum starfsmanna Toll-
gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem
fylgja tiikyrmingu sýslumanns, kem-
ur fram að Ástþór hafi sýnt þeim tvö
blöð um að hann hefði leyfi Samein-
uðu þjóðanna til Qutninganna til
íraks en af þeim hafi ekki verið hægt
að ráða að umræddur útflutningur
væri heimill. -JSS
Lögðum ekki stein í götu hans
- segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra
„Við höfum lýst því yfir að við
séum ekki tilbúnir til að bera ábyrgð
á ferðum Ástþórs Magnússonar og
treystum okkur ekki til að hafa sam-
starf við hann um mál sem þessi. En
við höfúm á engan hátt reynt að
leggja stein í götu hans,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
við DV um tafir þær sem orðnar eru
á jólagjafasendingum Friðar 2000 til
íraks.
Halldór kvaðst hafa ákveðið i fyrra
að ráðuneytiö tæki ábyrgð á flugi
Friðar 2000 til Bagdad þá þrátt fyrir
að ýmsir starfsmenn ráðuneytisins
hefðu lagt annað til. „Ýmis atvik og
samstarfserfiðleikar urðu þess vald-
andi að við treystum okkur ekki til að
bera ábyrgð á sams konar leiðangri i
ár,“ sagði hann. „Það liggur hins veg-
ar fyrir að hann hafði heimild til að
senda þennan vaming til íraks og við
höfðum ekkert á móti því.“
Halidór sagði ráðuneytið hafa bent
á að það væri tilbúið að vinna með
öðrum samtökmn að mannúðarmál-
um og væri slík samvinna í gangi.
Mætti þar nefna Rauða kross íslands
og Hjálparstofnun kirkjunnar.
Hvað ummæli Ástþórs um „ölvun-
arakstur" utanríkisráðherra varðaði
sagði Halldór að það væri ekki
skemmtilegt að sitja undir stórfelldum
ósannindum, allra síst yfir sjálfa jóla-
hátíðtna. Þaö væri ekki mikill friðar-
boðskapur sem birtist í því. „Ég hef
ekki ákveðið hvemig ég bregst við í
þessum efhum en það vill svo einkenni-
lega til að vegna hótana í garð minn og
fjölskyldu minnar ákvað lögreglan í
Reykjavík að vakta mig og hús mitt á
aðfangadag. Það var ekki samkvæmt
minni beiðni. Þeir em í bestum færum
að lýsa háttalagi mínu þann dag.“-JSS
Stuttar fréttir i>v
Vantar forstjóra
Stjóm íslenskra
sjávarafurða hefur
ekki enn ráðið nýj-
an forstjóra í stað
Benedikts Sveins-
sonar sem er tek-
inn við dótturfyrir-
tæki ÍS í Bandaríkj-
unum. Að minnsta kosti fimm menn
úr viðskiptalífinu era taldir koma til
greina en þeir skoða málið af mikflli
varúð, samkvæmt heimildum frétta-
stofu Bylgjunnar.
Keikó merkilegur
Koma hvalsins Keikós til íslands í
september síðastliðnum er einn af
helstu heimsviðburðum ársins, að
mati kanadísku sjónvarpsstöðvar-
innar Discovery Chamiel. Bylgjan
sagði frá.
Gosið að réna
Gosið í Grímsvötnum virðist vera
í rénun og ekki hefur orðið vart við
sprengingar síðan klukkan flögur í
nótt, að sögn Bylgjunnar.
Bankahlutur seldur
Nýstofnað eignarhaldsfélag í Lúx-
emborg, í eigu nokkurra sparisjóða
og Kaupþings, keypti í gær 16,9%
hlut í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins af Sparisjóðunum. Um er að
ræða eignarhluta sem sparisjóðirnir
keyptu af Búnaðarbankanum í síð-
ustu viku. Verðið var einnig það
sama, eða 2,2 miiljarðar.
Síminn á brott?
Stjóm Landssímans ákveður á
næstunni hvort höfuðstöðvar fyrir-
tækisins við Austurvöll verði endur-
nýjaðar eða fluttar annað. Bæjaryf-
irvöld í Kópavogi hafa lýst yfir
áhuga á að fá þær í bæinn verði
ákveðið að flytja. RÚV greindi frá.
Dómsdegi mótmæit
Davíð Sch. Thor-
steinsson segir i
Morgunblaðinu að
kvikmyndin Dóms-
dagur sem sýnd var
í Sjónvarpinu ann-
an í jólum svivirði
minningu látinna
heiðurshjóna, prestshjóna á Sval-
barði í Þistilfirði.
Skáldverk
Egifl Eðvarösson.höfundur sjón-
varpsmyndarinnar Dómsdagur, seg-
ir i Morgunblaðinu að myndin sé
skáldverk. Lögmál skáldskaparins
ríki í myndinni þótt að nokkru sé
vísað til raunverulegra atburða.
Virkjað án leyfis
Hitaveita Suðumesja er að reisa
gufúraforkuvirkjun i Svartsengi án
þess að hafa fengið virkjunarleyfi.
Engar viðræður hafa átt sér stað um
málið við IðnaðaiTáöuneytið í hálft
ár að sögn Morgunblaðsins.
Harðar boltakonur
Niðurstöður rannsókna á þétt-
leika beina í handknattleikskonum í
meistaraflokki benda til þess að
þeim verðu mun síður hætt við bein-
brotum á efri áram en öðrum kon-
um. Dagur sagði frá.
Bæjarstjóri hættir
Bæjarstjóri Hornafjarðar, Stur-
laugur Þorsteinsson, hefur sagt
starfi sínu lausu. Hann hættir starfi
1. febrúar næstkomandi. í fréttatfl-
kynningu segir að ástæður uppsagn-
arinnar séu persónulegs eðlis.
Efstur og neðstur
Davíð Oddsson
forsætisráðherra er
langvinsælasti
stjómmálamaður
landsins og einnig
sá óvinsælasti sam-
kvæmt könnun
Stöðvar 2. Halldór
Ásgrímsson er næstvinsælastur. Þá
koma þær Jóhanna Sigurðardóttir,
Margrét Frímannsdóttir og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir. Stöð 2
greindi frá.
Mesta aflaverðmæti
Aflaverðmæti Baldvins Þor-
steinssonar EA, frystitogara Sam-
heija hf., var um 775 milljónir króna
á þessu ári og afli upp úr sjó um
7.100 tonn. Þetta er mesta aflaverð-
mæti íslensks fiskiskips á árinu.
Morgunblaðið sagði frá.
-SÁ