Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
7
Fréttir
Hlutabréfakaup fyrir áramótin:
Til mikils að vinna
- skattaafslátturinn mjög áhugaverö gulrót
Ávöxtun hlutabréfasjóða
20%
15
10
5
0
15,76%
TJ
3 c c 11.81% 12,68% ■ «o 3
-C iO 'O ‘Z 3 «o 9,86% 10,42% Hlutabréfasjóður Norðurlands H- -c c <
c c 2 ’£= «o g <S c 'O 5 5m -O arútvegsí íslands 'O ‘3* s ** X íslenski lutabréfasjóðurinn C c ■c 3 — «o C 'O SgT c *c 3 xO '_° "35* cz
1 =* c «o a> o> <2 ' IC* .d ■“ ■s'S oú > <7T 1,00% 2,99% c £ '0> <■£ tz sz '2 -O tz 3 x 18
0,00%
-5
5,94%
Nú eru að verða síðustu forvöð
fyrir einstaklinga að festa kaup á
hlutabréfum fyrir áramótin og nýta
sér þannig þann möguleika sem
gefst til að fá góðan afslátt af skött-
um, auk þess að festa fé sitt skyn-
samlega - vonandi. Hvað varðar
skattaafsláttinn er til talsvert mikils
að vinna því að heimilt er að draga
frá tekjuskattsstofni 60% af verð-
mæti þeirra hlutabréfa sem keypt
eru umfram seld hlutabréf, en þó
aldrei meira en 80 þúsund krónur
og 160 þúsund krónur hjá hjónum.
Þetta þýðir að einstaklingur þarf að
kaupa hlutabréf fyrir 133 þúsund
krónur til að fá fullan skattaafslátt
og hjón fyrir 267 þúsund.
Eins og margir minnast var þessi
skattaafsláttur veittur í tiltekinn
fjölda ára á sínum tíma og til stóð
að hætta honum á þessu ári. Ríkis-
stjórnin ákvað hins vegar að fram-
lengja afsláttinn og gildir hann því
áfram, að því tilskildu að viðkom-
andi eigi bréfin yfir fnnm áramót.
Þrátt fyrir þá kvöð er ljóst að vart
gefast betri fjárfestingarkostir en að
kaupa hlutabréf, vegna hins ríflega
skattaafsláttar, eins og skýrist á
grafinu. Á því er reiknað með að-
eins 5% ávöxtun á bréfunum en
varla telst líklegt að hún verði öllu
minni; trúlegra er að hún verði
nokkru betri.
Hvernig á að kaupa hlutabréf?
Hlutabréf er hægt að kaupa hjá
öllum verðbréfafyrirtækjum og
bönkum og sparisjóðum. Þá er
einnig hægt að gera hlutabréfainn-
kaupin á heimasiðum peningastofn-
ananna og í gegnum heimabanka á
Netinu. Þessir aðilar bjóða allir til
sölu hlutabréf í einstökum fyrir-
tækjum en einnig í hlutabréfasjóð-
um og hægt er að komast að margs
koncir greiðslukjörum og áskriftar-
fyrirkomulagi. Fólki er ráðlagt að
ræða við ráðgjafa fjármálastofnana
um þau mál og fá nánari upplýsing-
ar hið fyrsta, hyggi það á hluta-
bréfakaup á annað borð.
Ávöxtun hlutabréfasjóða hefur á
árinu sem er að líða ekki verið eins
góð og hún hefur verið á siðustu
árum. Þannig hefur ávöxtun sjóða
sem sérhæfa sig í sjávarútvegsfyrir-
tækjum verið slök, sem má að
nokkru rekja til óvissu sem upp
kom á árinu um lögmæti kvótakerf-
isins. Jafet Ólafsson, forstjóri Verð-
bréfastofunnar, segir það hlutlægt
mat sitt að engu að síður sé sjálfsagt
fyrir fólk að nýta sér þennan mögu-
leika til hlutafjárkaupa og skattaaf-
sláttar. Ávöxtun bréfa í stærstu fyr-
irtækjum landsins hafl verið traust
og fólk skuli gaumgæfa það að
kaupa bréf í Eimskip, íslandsbanka
og Flugleiðum frekar en hlutabréfa-
sjóðum.
Mismunandi áhætta
Samkvæmt upplýsingum sem Jaf-
et Ólafsson hefur tekið saman fyrir
DV og viðskiptavini sína er almennt
séð betra fyrir einstaklinga að fjár-
festa í hlutabréfasjóðum en einstök-
um félögum. Fjárfesting í hluta-
bréfasjóðum gefur góða eigna- og
áhættudreifingu sem einstaklingar
með takmarkað fjármagn og tak-
Hlutabréfakaup
Hjón
Keypt hlutabréf 267.000
Skattaafsláttur 160.000
5% ávöxtun 13.350
Hagnaður á ári 173.350
irrre
markaðan tíma til að fylgjast náið
með gengi bréfa dag frá degi eiga oft
erfitt með að ná með eigin fjárfest-
ingum. Eignadreifing hlutabréfa-
sjóða gerir það að verkum að gengi
þeirra verður jafnara og stöðugra
en gengi einstakra hlutafélaga og
tapsáhættan því mun minni. Engu
að síður bendir Jafet á að áhætta
sjóðanna er mjög mismunandi og
áhættan að jafnaði meiri í sjóðum
sem fjárfesta í einni tegund at-
vinnurekstrar eða ákveðinni tegund
fyrirtækja umfram aðrar.
Jafet segir að reynslan á verð-
bréfamarkaði sýni að fjárfestingar í
hlutabréfum hafi almennt skilað
eigendum þeirra betri ávöxtun en
eigendum skuldabréfa. Á síðustu
misserum hafi verið talsverðar
sviptingar á innlendum hlutabréfa-
markaði. Hlutabréf í einstökum fé-
lögum hafa hækkað og lækkað á
víxl og erfitt verið að spá um geng-
ið og þróun markaðarins.
Samantekt yfir ávöxtun í þeim
hlutabréfasjóðum sem bjóða upp á
skattaafslátt sýnir vel hve gengi
þeirra hefur verið misjafnt. Hafa
ber þó í huga að þótt ávöxtunin hafi
verið litillega neikvæð á því tíma-
bili sem meðfylgjandi graf nær til
þá vegur skattaafslátturinn þó það
þungt að eigendur bréfa hafa í raun
engu tapað á tímabilinu. Á tímabil-
inu hefur ávöxtun verið best í
Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans,
eða 14,63%, en síst í íslenska fjár-
sjóðnum, -6,37% -SÁ
I tilefni af auglýsingu sem birtist í Fókus 18. desember s.l. vill Síminn Internet árétta eftirfarandi
Att þú Bíódiskinn og vilt gerast áskrifandi að Símanum Internet?
Komdu með Bíódiskinn til Símans Internet, Grensásvegi 3,
eða næsta þjónustustaðar Símans utan höfuðborgarsvæðisins
og nýttu þér 3ja mánaða fría áskrift Símans Internet.
Tilboðið gildir aðeins fyrir þá sem gerast áskrifendur eÍMIM.,
... . . , , . , 'f , , SIMINNinternet
hja Simanum Internet fyrir 1. februar 1999.